Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 11
fjölskylda afsalaði sér réttinum
til jarðar sinnar í 99 ár án þess
að hafa hugmynd um það,"
sagði Jones. „Það hvarflaði
ekki að þeim hvað samningur-
inn fól í rauninni í sér fyrir
utan peningasummuna sem
lögð var á borðið. Þau áttu að
gefa ákveðið svar innan tveggja
tíma, að öðrum kosti félli til-
boðið niður. Þau þorðu ekki að
segja nei. Eg fór með samning-
inn til lögfræðings sem þurfti
heilan mánuð til að skoða hann
áður en hann treysti sér til að
láta ákveðið álit í ljós.”
Minnimáttar-
kenndinni
viðhaldið
Indíánabörn eru alin upp á
afmörkuðum „verndarsvæð-
um,” þar sem þau hafa ekkert
samband við aðra íbúa lands-
ins. Fæst geta talað ensku
þegar þau koma í skólann. Þá
þegar eru þau haldin minni-
máttarkennd, sem í flestum til-
fellum hverfur aldrei. Þau eru
fátæk og fá því ekki nauðsyn-
lega menntun eins og aðrir.
Þetta er ástæðan fyrir því að
meðal Indíána er skortur á vel
menntuðu og sérþjálfuðu fólki
sem getur talað fyrir hönd
þeirra og barizt fyrir réttindum
þeirra á opinberum skrifstof-
um og stofnunum, þar sem
réttur þeirra er yfirleitt algjör-
lega fyrir borð borinn. Það mun
vera kjarni málsins.
Hrikalegar
staðreyndir
í bæklingi, sem bandarísk
stjórnvöld hafa gefið út um
vandamál Indiána, kemur aug-
ljóslega í ljós að vandamál
þeirra eru hrikaleg. Þar kemur
meðal annars fram að um helm-
ingur Indiána býr á 267
„verndarsvæðum,” þar sem
meðaltekjur eru um helmingi
lægri en sú tala, sem nefnd er
„fátækramörk,” Sjálfsmorðs-
tíðni er helmingi hærri meðal
Indíána en annara Bandaríkja-
manna og fjöldi berklatilfella
er sjöfaldur á við aðra.
Atvinnuleysi á „verndarsvæð-
unum” er um 40% og meðal-
aldur aðeins 44 ár. I bæklingi
stjórnarinnar er þess einnig
getið að árlega sé varið um
fimm hundruð milljónum
Bandaríkjadala til að bæta
ástandið, en það eru um niu
milljarðar ísl. króna.
Það er ekki fyrr en á nokkr-
um undanförnum árum að
almenn vakning hefur verið
meðal Indíána um að hefja að-
gerðir til að leggja áherzlu á
kröfur sínar um viðunandi lífs-
skilyrði. Mesta athygli hefur
vakið nítján mánaða löng seta á
fangaeynni Alcatraz utan við
San Francisco 1969—70 og 37
daga seta í smábænum
Wounded Knee í N-Dakota
vorið 1973.
Enn verra er það
í Suður-Ameríku
„Unga kynslóðin er öllu her-
skárri en foreldrar hennar,”
sagði Myron E. Jones á fundin-
um í Kaupmannahöfn. „Hinir
eldri hafa gjarnan látið svo líta
út að þeir fallist á skipanir
hvíta mannsins en síðan farið
heim og látið þær sig litlu
skipta. Hinum ungu þykir þetta
röng stefna og tilgangslítil.”
Myron Jones viðurkennir þó
einnig að þótt vandamál banda-
rískra Indíána séu slæm þá séu
þau hreinasta hátíð miðað við
þau lífsskilyrði sem Indíánar f
Suður-Ameríku búa við.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1976.
kannski rétt haft til hnífs og
skeiðar — á erfitt með að hafna
slíku tilboði. Afleiðingarnar
fyrir samfélag Indíánanna í
heild eru augljósar. Þessar
aðferðir hafa verið notaðar í
rikum mæli í Alaska að undan-
förnu.
Þorðu ekki að
segja nei
í Arizona og New Mexico er
farið öðru vísi að. Þar er einum
Indíánahöfðingjanna, sem yfir-
leitt getur ekki lesið ensku,
fenginn í hendur samningur
sem hann á að taka eða hafna
innan einnar eða tveggja
klukkustunda. Þessir samn-
ingar eru efnahagslega mjög af-
drifaríkir.
„Nýlega varð ég til dæmis
sjálfur vitni að því að Indíána-
sjónarhorni?
vfst er um það að með ræðum
sfnum og ritgerðum, ritum eins
og Gerska ævintýrinu og Atóm-
stöðinni, hafði hann afgerandi
pólitísk áhrif á heilar kynslóðir
lesenda. Það væri ekki ónýtt ef
takast mætti að grafast fyrir
pólitískt gildi og áhrifamagn
þessara og annarra rita hans.
Ekki leikur heldur vafi á því að
nafn og verk Halldórs hafa
ráðið mestu um það frægðarorð
sem farið hefur af hinni rót-
tæku hreyfingu „rauðra
penna” á fjórða áratug aldar-
innar. En hvernig var háttað
áhrifum hans á bókmennta-
skoðanir og bókmenntapólitík
sem af þessari hreyfingu leiddi
og bar blóma sinn í bókaútgáfu
og tímariti Máls og menningar,
einu hinu áhrifamesta mál-
gagni f íslensku menningarlífi
meðal annars vegna þátttöku
Halldórs Laxness. Og það má
spyrja í þessu sambandi hversu
djúpt risti hinar félagslegu og
pólitísku skoðanir, marxismi
Halldórs í skáldritum hans frá
þessum árum, og hvaða annarra
áhrifaafla gæti í hugmyndafari
eða — fræði þeirra.
Efnið er sem sé nóg og meira
en nóg. Og það er vitaskuld
annað og meira en tóm pólitík.
Halldór hefur komið fjarska
vfða í dægurbaráttu, allt frá því
hann forðum daga skrifaði um
drengjakolla og rafvæðingu
sveita, gegn hjátrú og anda-
kukli, straumi og skjálfta, eða
úreltri landbúnaðarstefnu. Og
ekki má gleyma því að hann
hefur verið einhver okkar
fremsti bókmenntagagnrýn-
andi um sína daga og skrifað
margt um bókmenntaleg efni
sem væri vert skoðunar, ekki
bara vegna þess fróðleiks sem
þar er að hafa um hans eigin
skáldskap og skilning skáld-
skapar.
Það er ljóst að einnig skáldrit
Halldórs Laxness hljóta að
koma við þessa sögu. Það er að
vísu ekki grunlaust um að í
ljósi dægurbaráttunnar hafi
skáldverk hans einatt verið ein-
földuð og misskilin, hvort
heldur er í afflutnings- eða lof-
gerðarskyni. Slíka einföldun
verður að sjálfsögðu að forðast.
En á hinn bóginn verður að
meta áhrif þessara bóka á aðra
höfunda, lesendur, pólitiska
samherja og andstæðinga
Halldórs eins og þau raunveru-
lega voru á sínum tfma. Og svo
mikið er víst að það eru tvö
aðgreind viðfangsefni, annars
vegar að rekja og rannsaka
hlutdeild höfundarins í
menningarlífi og — baráttu
sinna tfma, menningargagnrýni
hans um dagana, og hins vegar
að fjalla um og lýsa skáldferli
hans og skáldskaparþróun.
Þau vonbrigði sem nýja bók
Peter Hallbergs óneitanlega
veldur stafa einfaldlega af því
að hann hefur látið þetta
tækifæri hjá líða að fjalla um
viðfangsefni sitt upp á nýtt,
undir hinu nýja sjónarhorni,
heldur lætur hann sér nægja að
draga saman nokkur megin-
atriði skoðana sinna sem hann
áður hefir lýst á verkum og
ferli Halldórs f nýjan stað. Þeir
sem þekkja fyrir önnur rit og
ritgerðir Hallbergs um Halldór
Laxness hafa ekki margt að
sækja f nýju bókina, hér koma
ekki fram svo heitið geti ný
viðhorf við efninu, né hefur
Hallberg tekið sínar fyrri
niðurstöður til neinnar endur-
skoðunar í þetta sinn.
En fyrir þá lesendur sem
ekki þekkja að marki til hinna
fyrri rita Hallbergs um efnið,
kannski ekki síst fyrir unga
lesendur, er hér óneitanlega
komið fjarska aðgengilegt og
læsilegt yfirlit yfir skáld-
skaparferil og skoðanir
Halldórs Laxness fyrr og nú,
sem vitaskuld nýtur vel yfir-
gripsmikillar og náinnar
þekkingar Hallbergs á verkum
höfundarins. Maður saknar
þess bara að hann skuli ekki
f.ærast í fang við sitt eiginlega
viðfangsefni, en vera má svo
sem að til að það takist þurfi að
koma til íslenskur höfundur.
Þýðing Njarðar Njarðvfk
virðist mér vel og læsilega af
hendi leyst. Bókin er vel út
gefin að öllu öðru leyti en því
að hún er hneppt f hið and-
styggifega einkennisband sem
Helgafell hefur í mörg ár haft
á ritsafni Halldórs. Það sæmir
ekki Hinu íslenska bókmennta-
félagi að reyna með þessum
hætti að kúga eigendur þeirra
bóka til að auka lfka þessari í
safn sitt — útlitsins vegna.
Hins vegar hentar hún ágæt-
lega lesendum sem fýsir að
eignast læsilegt yfirlit
kunnáttumanns um skáldferil
Halldórs Laxness og hug-
myndaþróun hans eins og hún
birtist í skáldskap hans fyrr og
sfðar.
OLAFUR
JÓNSSON
Bók
menntir
verðlagsákvœða
lagsnefnd eða verðlagsstjóra
sem viðurkenndi að hann eða
hún hefði ekki nægilega þekk.
ingu á verðlagningu til þess að
setja fast verð á ákveðna þjón-
ustu, sem þó var fastmótuð allt
frá 1930 og veitti verkkaupend-
um að því er ég held betri
tryggingu fyrir ósvikinni vinnu
en þekkzt hefur fyrr eða sfðar,
en leið undir lok með hinni
lögskipuðu verðlagsnefnd eins
og dögg fyrir sólu.
Með tilkomu verðlagseftir-
litsins var brotið blað í íslenzkri
iðnsögu. Allar fornar dyggðir,
ábyrgir (eiðsvarnir) iðnaðar-
menn sem ekki máttu vamm
sitt vita svo sem „gamli eld-
smiðurinn” voru réttilega
orðnir úreltir þjóðfélagsþegn-
ar, sem ekki kunnu á kerfi hins
nýja velferðarþjóðfélags, trúir
sinni iðn og barnatrú og mátu
sfna vinnu ekki í klukkustund-
um heldur f afköstum og vand-
virkni.
Það kom lfka fljótt f ljós að í
stað þess að leggja 40% á selda
vinnu, sem þá þótti of mikið af
ríkisskipuðum skrifstofumönn-
um, ókunnum öllum aðstæðum,
tókst ötulum og framsýnum
iðnaðarmönnum nútímans að
finna margar leiðir til þess að
bæta sér upp hinn rangláta
niðurskurð á seldri vinnu með
því einfaldlega að draga út
ýmsa gjaldaliði sem áður voru
innifaldir f álagningunni (sem
Guðfinnur Þorbjörnsson
þótti of há) en voru nú viður-
kenndir sem réttmætir og sjálf-
sagðir aukaliðir sem gerðu at-
vinnurekendum mögulegt að
féfletta viðskiptavini sína eftir
eigin geðþótta í skjóli hins svo-
kallaða verðlagseftirlits.
I stað þess að gera nákvæma
grein fyrir þeirri vinnu, sem
innt var af hendi, sem orðin var
hefð og tryggði vinnukaupend-
um sanngjarna þjónustu,
reyndist unnt fyrir þá sem það
kusu að koma með háa reikn-
inga fyrir svo marga menn,
tímaleigu fyrir alls konar ein-
föld tæki, sem greiddust upp að
fullu á nokkrum dögum, en
áður voru innifalin í hinni um-
deildu og niðurskornu álagn-
ingu á seldri vinnu. Því miður
hafa þessi afskipti rfkisstjórn-
arinnar, sem sennilega hefur
átt að tryggja vinnukaupendur
fyrir okri, verkað alveg öfugt
og gert litt ábyrgum atvinnu-
fyrirtækjum kleift að féfletta
þá eftir eigiit geðþótta.
Ef litið er til baka til kreppu-
áranna er ekki annað að sjá en
verðlagsákvæðin og fram-
kvæmd þeirra hafi orðið til
hinna mestu óþurfta. Allar
framkvæmdir taka lengri tfma
(þrátt fyrir aukna tækni) og
eru dýrari ( burtséð frá verð-
bólgu) en þær voru áður og
hafa átt snaran þátt í að auka á
hraða verðbólguhjólsins með
neikvæðu fálmi.
Aukin afskipti ríkisstjórnar
(án tillits til hvaða flokkur fer
með völd) virðast hafa slæm
áhrif á allar framkvæmdir og
slæva einstaklingsframtakið og
uppræta hið gamla og góða boð-
orð hvers iðnaðarmanns að
heiðra sína iðn með drengskap
og vandaðri vinnu.
Guðfinnur Þorbjörnsson,
vélstjóri.