Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 9
______DAKBLAÐIÐ. ÞHlfiJUUAdUR 20. APRtL 1976. póskahelgarinnar: Innbrotið í Sportval: Hótaði að drepa sig og lögregluþjónana Drukkið og ódrukkið fólk reyndi að hindra handtðkuna Skömmu eftir miðnættiö á fimmtudagskvöld var lög- reglunni tilkynnt um skothvelli er heyrðust fra Hiemmtorgi. Er lögreglan kom á staðinn stóð þar rétt utan við dyrnar á Sportvöruverzluninni Sportval ungur maður 19 ára að aldri með hníf í annarri hendi og byssu í hinni. Reyndu lögreglu- mennirnir í fyrstu að ganga með hægð að manninum til að róa hann en hann hrópaði stöðugt til þeirra varnarorð um að koma ekki nær sér. Er lögregluþjónarnir nálguðust stökk maðurinn inn um dyrnar í Sportval sem hann hafði brotizt inn um til að komazt inn í verzlunina. Afréð þá lögregluvarðstjórinn er stjórnaði aðgerðum þarna, Rúdolf Axelsson, að sent yrði eitt táragashylki inn í verzlunina. Var það gert og kom þá maðurinn út úr verzluninni, grýtti frá Ser byssunni og beindi hnifnum að sjálfum sér. Stukku þá á hann tveir lögregluþjónar, þeir Rúdolf Axelsson og Sæmundur Pálsson og tókst að afvopna manninn og járna. Meðan þeir voru að því réðst að þeim. maður úr áhorfendaþvögu þarna skammt frá og reyndi að hindra handtökuna. Var sá maður handtekinn og annar til er hann reyndi skömmu seinna að ryðjast inn í lögregiubílinn. Mun þarna hafa verið um að ræða drukkið og ódrukkið fólk af skemmtistöðunum í greindinni. Byssa sú er maðurinn hafði í hendinni í Sportval var lítil haglabyssa sem honum hafði tekizt að losa frá rekk hlekkjaðra riffla með því að spenna upp lásinn. Var byssu- tegund þessi svo nýkomin í búðina að ekki voru enn komin í hana skot sem telja má mikla mildi. Maður sá sem innbrotið framdi hafði skömmu áður bortizt inn í hljóðfæra- verzlunina Rín og stolið þaðan einum gítar. Brauzt hann þar inn með því að varpa gang- stéttarhellu i sýningargluggann en inn í Sportval komst hann með því að henda tunnu i hurðina sem var úr gleri, og olli það hinum mikla hávaða svo menn héldu í fyrstu þarna hefði verið um skothvelli að ræða. -BH. Reyndi flótta, en bíllinn drap ó sér TÓK NIÐUR TVO STÖÐUMÆLA OG STÖÐVAÐIST Á UÓSASTAUR Tvær bifreiðar óku saman á miðvikudagskvöldið fyrir páska á móts við húsið númer 11 við Laugaveg. Stakk annar ökumann- anna af á bifreiðinni og' komst undan um smástund. Lögreglu- þjónar sem voru við Klúbbinn í Borgartúni 32 urðu skömmu seinna varir við þann er hvarf á braut frá árekstursstaðnum við Laugaveg. Neyddist hann inni við Klúbb til að hægja á bílnum vegna umferðar. Er ökumaður sá lögregluþjónanna nálgast hugðist hann keyra á brott en ekki tókst betur til en svo að bíllinn drap á sér. Tóku lögreglumenn hann síðan út úr bílnum og höfðu með sér í blóðsýnistöku, því ökumaður þessi var undir áhrifum áfengis. —BH Ölvaður bifreiðarstjóri var á ferðinni niður Laugaveginn aðfaranótt páskadags. Tókst ekki betur til en svo hjá honum að á móts við Matstofu Austurbæjar lenti hann á tveim stöðumælum og stöðvaðist síðan á ljósastaur. Fór hann út úr bifreiðinni sem var þarna á tveim hjólum uppi á stöðumælunum og hélt gangandi út á Snorrabraut. Þar gómaði lögreglan manninn sem jafn- framt var skráður eigandi bílsins er fór svo illa. —BH þegar slysið átti sér stað og var hann að reka þá eftir Vestur- landsvegi. Eftir slysið þvældist hinn ölvaði eigandi hestanna fyrir lögregluþjónum og var hann því fluttur niður á stöð en sleppt þaðan fljótlega. Ekki^ mun hafa verið tekið úr honum blóðsýni né hann látinn blása í blöðru. -BH Nú er hver síðastur að tryggja sér sœti i Útsýnarferðir sumarsins 2/5 — örfá sæti laus 23/5 — laus sæti 6/6 — fáein sæti laus 20/6 — uppselt 4/7 — fáein sæti laus 18/7 — laus sæti 25/7 — laus sæti 26/7 — aukaferð — laus sæti 1/8 — fáein sæti laus 8/8 — uppselt 15/8 — uppselt 16/8 — aukferð — laus sæti 22/8 — uppselt 29/8 — uppselt 30/8 — aukaferð — laus sæti 5/9 — uppselt 12/9 — fáein sæti laus 13/9 — aukaferð laus sæti 19/9 — laus sæti 26/9 — laus sæti 10/10 — lausíiæti V I.« LIGNANO: 19/5 — laus sæti 2/6 — uppselt 23/6 — uppselt 7/7 — uppselt 21/7 — uppselt 4/8 — uppselt 11/8 — uppselt 18/8 — uppselt 25/8 — uppselt 1/9 — laus sæti 8/9 — laus sæti V FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SÍMI 26611 COSTA BRAVA: 28/5 — uppselt 18/6 — laus sæti 2/7 — laus sæti 16/7 — laus sæti 30/7 — laus sæti 13/8 — uppselt 20/8 — fáein sæti laus 27/8 — laus sæti 3/9 — laus sæti 10/9 — laus sæti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.