Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1976. Hvað segja stjðrnurnar? Spáin fíildir fyrir miðvikudaginn 21. apríl Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Akvörðun, sem tekin var í flýti, þarfnast nú nánari umhugsunar vegna breyttra aðstæðna. Hugsaðu vandlega um öll smá- atriði og allt mun veitast þér auðveldara. Fiskarnir (20. febr.—20. marz): Einhver sem kemur títt i fyrirtæki þitt í viðskipta- erindum sýnir á sér aðra hlið, e.t.v. þá rómantísku. Ungt fólk kann að krefjast meiri tíma af þér en áður hefur verið og ekki er víst að þú hafir þann tíma aflögu. llrúturinn (21. marz—20. apríl): Féiagi þinn virðist vera að fá þig til að gera eitthvað, sem þú kærir þig ekki um. Vertu staðfastur og neitaðu það reynist þér betur þegar til lengdar lætur. Einhver nákominn gerir þig mjög hamingjusaman. Nautið (21. apríl—21. maí): Þú munt fá tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á ein- hvern mjög merkilegan af hinu kyninu. Láttu það ekki á þig fá þó allir hafi ekki áhuga á tómstundagamni .þínu. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Þú verður e.t.v. beðinn um að taka að þér að stjórna mannfagnaði eða fundi. Vertu óragur því stjörnurnar eru allar þér í hag. Láttu eiga sig að trúa nokkrum fyrir rómantísku leyndarmáli þínu. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Peninga- málin virðast skapa svolitla erfiðleika. Geturðu nú ekki skorið niður útgjöld á þvi sem er ekki alveg það brýnasta? Ágætur dagur fyrir ferðalög og skipulagningu á sumarferðum. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Tillögur þínar virðast falla í góðan jarðveg. Fólk í þínu merki hefur oft skemmtilegt hug- myndaflug og geta jafnvel gert drepleiðin- leg málefni spennandi. Þess vegna eru ljónsmerkingar oft frábærir kennarar. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Þú verður að inna af hendi greiðslu í dag og það án tafar. Þegar það mál er frá, mun það létta þungum áhyggjum af þér. Þú gerir rétt í því að biðja um ráð varðandi vandamál sem þú átt við að stríða. Vogin (24. sept.—23. okt.): Láttu gagn- rýni á nýja hugmynd þína engin áhrif hafa en haltu striki þínu. Þú átt skemmti- legan endurfund með gömlum félögum. Eitthvað er að gerast í einkalífi þínu sem mun hafa langvarandi áhrif á líf þitt. Sporðdrekinn (24. okt,—22. nóv.): Virðist vera skemmtilegur dagur enda þótt fátt gerist eins og ætlazt var til. Reyndu að orða álit þitt á yngri manneskju eins var- lega og þér er unnt því aðgát skal höfð í nærveru sálar. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Eitt- hvað virðist bjáta á á félagsmálasviðinu hjá þér. Fjölskyldulífið býður upp á margt og þú mundir njóta þess betur að slappa af með þínu heimafólki í kvöld. Steingeitin (21. des,—20. jan.): Einhver óvænt heppni er með í spilinu. Þú þarft að vera vel upplagður þegar þú svarar bréfi. Vinur þinn mun trúlega biðja þig að hjálpa sér. Afmælisbarn dagsins: Framfarir þetta árið eru undir þvi komnar að þú sýnir iðni og að þú sért tilbúinn að fórna nokkru af frístundum þínum. Ástæarævintýri mun afar líklega verða þér að hjartasári. En þegar því sambandi lýkur loksins muntu draga andann léttar. Gott sumarfrí er framundan en þú þarft að gæta hófs í útgjöldunum. Þclta lal um crfiða samninga gcngur ckki lcngur. Vcrklállið cr l'yrir liingu Iniið. Lalli sæll. ,,Það er bara svona — kertaljós og kampavín. Þetta er eins og í gamla daga — ég er bara strax allur farinn að lifna við.” Reykjavík: Lögreglan sími 11166. slökkvilið og sjúkrabifreiðsími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið sími 51100 Keflavík: Lögreglan sími 3333. Sjúkrabifreið 1110. Slökkvistöðin 2222. Akureyri: Lögreglan sími 23222. Slökkvi- og sjúkrabifreið sími 22222. Vestmannaeyjar: Lögreglan sfmi 3333. Sjúkra- bifreið 1110. Slökkvistööin 2222. Bilanir Rafmagn: í Reykjavík og Kópavogi, simi 18230. í Hafnarfirði í síma 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Sími 85477. Símabilanir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitu- kerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Reykjavík — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánudaga, föstudaga, ef ekki næst í heimilislækni, sími 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánudaga — fimmtudaga, simi 21230. Á laugardögum og helgidögum eru lækna- stofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjón- ustu eru gefnar í símsvara 18888. Orðagóta 18 Clátan líkist venjulegum krossgátum. Lausnir koma í láréttu reitina, en um leið kemur fram orð í gráu reitunum. Skýring þess er:> HKIMSÁLFA 1. Ilugmyndaauðuga 2. Minnstur 3. Hljóð 4. Vagninn (þf) 5. Granda 6. Til viðbótar 7. Laskaða. Lausn á orðagátu 17: 1. Neikvæð 2. Fillinn 3. Daglega 4. íslenzk 5. Fegurri 6. Hundtik 7. Kreppta. Orðiðí gráu reitunum: NÍCiEljlA. Sjúkrabitreið: Reykjavfk og Kópavogur, simi 11100. Hafnarfjörður, sími 51100. Tannlœknavakt: er í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Sfmi 22411. Apötek Kvöld-, nætur- og nelgidagavarzla vikuna 16.-22. apríl er varzlan í Háaleitisapóteki og Vesturbæjarapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörzluna á sunnudögum, helgidögum og al- mennum frídögum, einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en til kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum frídögum. Hafnarfjörður — Garðabær nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar a siökkvistöðinni í síma 51100. Á laugardögum og helgidögum eru lækna- stofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sfmi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar f símsvara 18888. borgarspítalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30 —. 19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30 — 14.30 og 18.30—19. Heilsuvemdarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30— 19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30—20. Fæðingarheimili Roykjavíkur: Alla daga kl. 15.30— 16.30, Kleppspítalinn: Alla daga kl. 15 — 16 og 18.30— 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30—16.30. Landakot: Kl. 18.30 — 19.30 mánud. — föstud., laugard. og sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Hvítabandið: Mánud. — föstud. kl. 19.—19.30. laugard. og sunnud. á sama tfma og kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og ki. 15—17 á. helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30—20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 — 16 og 19 — 19.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 15 — 16 alla daga. ffí Bridge f> Á stóru alþjóðamótunum er skrifað um spil mótsins — spil ársins — og hér er spil, sem belgíski meistarinn Raemakers fékk mikið lof fyrir. Hann spilaði fjögur hjörtu dobluð á spil suðurs og vestur spilaði úr laufa- drottningu. Norður A G108532 Á754 0 ÁD7 4 ekkert Vestur AD864 ^ekkert 010862 *DG874 Austur ♦ A G963 0 KG5 * ÁK1032 Í5UÐUR *K7 KD1082 0 943 * 965 Sagnir gengu þannig: Austur 1 lauf 4 lauf dobl. Suður Vestur 1 hj. 2 lauf pass pass pass. pass Norður 2 sp. 4 hj. pass. Raemakers trompaði í blindum og spilaði spaðatvisti. Austur drap á ás og eftir talsverða um- hugsun lét Belginn kónginn!!. Greinilegt að hann þurfti að gera spaðann góðan og innkomur á spil blinds ekki of margar. Austur spilaði laufakóng, sem var trompaður í blindum. Þá kom hjartaás — siðan tlunni svínað þegar legan kom í ljós og trompin tekin af austri. Tígulsjöi og drottningu kastað úr blindum. Þá spilaði Raemakers spaða og allt og sumt sem vestur gat gert var að taka á spaðadrottningu og slðan laufslag. Unnið spil — tveir tapslagir á spaða og einn á lauf. Sf Skák Svartur leikur og vinnur. 1. — Dxg2+!! 2. Dxg2 — Rg3+! 3. hxg3 — Hh8 mát. .. .eeer. . .hæætttt aaað skkjááálfffa? Ég var nefnilega að horfa á Jarðskjálftann Laugarásbíói!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.