Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1976. ' ' ' ............ ' ....... Sönn mynd af lánum úr Iðnþróunarsjóði: 38 milljón kr. lán tekið 1970 er nú oð eftirstöðvum yfir 80 milljónir Þó hefur alltaf verið staðið í skilum með afborganir og vexti „Húsgagnavika” verður opnuð í Laugardalshöllinni á sumardaginn fyrsta, eða á fimmtudaginn. Þrjátíu hús- gagnaframleiðendur sýna þar sýnishorn framleiðslu sinnar. Er þetta fjórða sýning sem Félag húsgagna- og innréttinga- framleiðenda og Meistarafélag húsgagnabólstrara standa að. „Sýningin er haldin svo í ljós megi koma aukin fjölbreytni vöruúrvals og gæði íslenzkrar húsgagnaframleiðslu. Okkur finnst full ástæða til aö dregið sé úr eyðslu gjaldeyris til kaupa húsgagna erlendis meðan gjaldeyrisstaða þjóðar- innar er svo slæm sem raun er. Því viljum við sýna að íslenzk húsgögn standa síður en svo að baki erlendum húsgögnum,” sagði Stefán Snæbjörnsson hús- gagnaarkitekt, framkvæmda- stjóri sýningarinnar, á blaða- mannafundi fyrir páskana. Björn Lárusson formaður Félags húsgagnaframleiðenda kvað íslenzka framleiðendur standa mjög höllum fæti í bar- áttunni um markaðinn hér við erlenda framleiðendur. Er- lendu fyrirtækin væru stærri, hefðu meira fjármagn og væru að öllu leyti betur í stakk búin til samkeppninnar. íslenzkir framleiðendur væru sannfærðir um að án þess að brjóta nokkra samninga mætti takmarka innflutning er- lendra húsgagna og þar með óþarfa eyðslu gjaldeyris, t.d. með innborgunarskyldu inn- flytjenda o.fl. Slíkt væri gert í öðrum löndum, sem gert hefðu sams konar samninga við EFTA og Islendingar. Með inngöngunni í EFTA hófst uppbygging húsgagna- iðnaðarins. Aðlögunartíminn hefur verið of skammur til að mæta samkeppninni og að- stæður þjóðarbúsins valdið fjallháum erfiðleikum, sem ekki var búizt við. Húsgagna- iðnaðurinn fékk aðstoð Iðn- þróunarsjóðs 1970 með lánveit- ingum en lánin voru gengis- tryggð, og vegna þróunarinnar innanlands hafa þau reynzt mjög óhagstæð. Skuldin hœkkar þótt greitt sé Sem dæmi var nefnt að fyrir- tæki fékk 38 millj. kr. lán 1970. Síðan þá hefur verið staðið í skilum með lánið að fullu. Eigi að síður eru eftirstöðvar þess láns nú yfir 80 millj. kr. og mjög erfiður baggi fyrir við- komandi fyrirtæki. Á það var bent að banka- stjórar stjórnuðu lánum úr Iðn- þróunarsjóði. Lánin ætti ekki að veita nema rekstrargrund- völlur fyrirtækjanna væru tryggur. Þá hlið hefðu íslenzkir bankar ekki tryggt húsgagna- iðnaðinum. I mörgum tilfell- um mætti því segja að skútunni hefði verið ýtt frá landi með lánveitingu erlendis frá, en síðan látið ráðast hver fram- vinda yrði. Framleiðendur telja að of miklar fjárhæðir séu í veði til þess að sama ástand megi- áfram ríkja. Ráðamenn húsgagnaiðnaðar- ins voru sammála um að rauði þráðurinn í gangi mála varðandi inngöngu í EFTA væri hve lítið hefði verið gert til þess að standa við gefin fyrirheit til iðnaðarmanna. Allar ríkisstjórnir væru sam- sekar í þessum efnum og Alþingi hefði ekki litið á þetta sem vandamál. Sýningin í Laugardal er á fimmtán hundruð fermetra gólffleti á þremur hæðum. Þar verður þröngt á þingi. því „Húsgagnavikan” hefði þurft 2500—3000 ferm. Meira rými var ekki fáanlegt í Laugardals- höll. —A.St. Seltjarnarnesíð minnkar stöðugt — brimið sverfur úr óvörðum moldarbörðum I briminu á skírdag skolaðist verulegt magn moldarjarðvegs út í sjó úr ströndinni á norðanverðu Seltjarnarnesi, noróan götu sem nefnist Norðurströnd og nánast beint þar niðuraf, sem Barða- ströndin gengur niður á Norður- ströndina. Talsverð undiralda var og brimaði við ströndina. Eftir allar meiriháttar öldur mátti sjá leðju- straumana undan grasbakkanum. Var þar orðið hengiflug, varasamt börnum, og var greinilegt að sjórinn hefur brotið af grasbakk- anum á nokkru svæði og virðist hann óhindrað geta nálgazt götuna. Að sögn manns, sem búið hefur þarna skammt frá í mörg ár, hefur sjórinn stöðugt verið að sverfa þarna úr landinu. —G.S. Reynt að stela ■yfjum úr bót Lögreglunni í Miðborgarstöð- inni var skömmu eftir miðnættið á fimmtudagskvöld tilkynnt um að brotizt hafði verið inn í m.b. Val þar sem báturinn lá bundinn úti við Grandagarð. Var þar staðinn að verki þrítugur maður við innbrot i lyfjaskáp skipsins. Þetta mun ekki óalgengt að taka þurfi menn við innbrot i skip og báta í höfninni og það þá segin saga að alltaf er það lyfjaskápur- inn sem freistar innbrotsmann- anna. —BH Eldur í húsi við Laugaveg Tilkynnt var um eld í risher- bergi að Laugavegi 4 s.l. miðviku- dag. Lögreglan hélt á staðinn og tókst að slökkva eldinn með hand- slökkvitæki af þaki hússins við Laugaveg 6. Fóru lögreglumennirnir síðan inn í herbergið og fundu aldraðan mann sofandi á bekk inn af her- berginu þar sem brann. Farið var með manninn á slysadeild, mun hann hafa fengið væga reyk- eitrun. —BH Midl untferð í míðbœnum bœnadagakvöldm Bænadagarnir hafa yfirleitt verið með rólegra móti hjá lög- gæzlumönnum um land allt. Nokkuð var áberandi hve yngra fólk sótti niður í mióbæinn öll kvöldin og voru flestar götur í miðbænum fullar af bílum á rúnt- inum. Mun þetta mestmegnis koma til af því hve lítið er annars við að veru þossa daga, svo til að gera eitthvað af sér ekur unga fólkið niður í bæinn og keyrir þar um í reiðileysb-Ekki olli þetta þó neinum teljandi vandræðum, aðeins mikilli umferð fólks sem keyrði um til að sýna eigin bíla og sjá aðra. —BH Mörg umferðarslys í bœnum um helgina Ekið var á ungan drcng á móts við Heiði í Blesugróf og hann fluttur i slysadeild. Var þetta um miðjan dag á skndug. Ekið var á stúlku laust eftir miðnætti á skírdag fyrir utan Mjólkurstöðina við Laugaveg 158. Á laugardag var ekið á ungan pilt á vélhjóli á mótum Álfabakka og Stekkja- bakka. Á páskadag var enn Mys u sömu gatnamótum, ók þar bifreið á ljósastaur og voru tveir úr bílnum fluttir i slysadeild. Óvœntur gestur: Lax- eða silungsseiði fannst í þvottavélinni Þeir hafa væntanlega rekið upp stór augu, viðgerðamenn- irnir, sem komu til að líta á bilaða þvottavél í Blikahólum 10 í Brciðholti fyrir nokkrum dögum. Þegar þeir yfirfóru vatnslögnina að vélinni fundu þeir lax- eða silungsseiði, sem hafði festst í sigti, sem hindrar að óhreinindi berist með kalda vatninu. „Þetta seiði var að minnsta kosti 2.5—3 sentimetrar að stærð,” sagði Steinar Viktors- son, íbúi í Blikahólum 10 í sam- tali við DB. „Því miður var það orðið svo eytt, að enginn mögu- leiki var að sjá, hvort þetta var silungur eða lax. Ekkert var eftir af því nema höfuðið og hrygglengjan." Steinar sagði enn fremur, að enginn möguleiki væri á því að seiðið hefði borizt í gegnum þvottavélina og í sigtið, þar eð það hefði verið þeim megin í Sigtinu, sem vatnið kemur í vélina. „Það er þvi greinilegt,” sagði hann, ,,að það hefur komið með Gvendarbrunna- vatninu einhvers staðar utan frá og þurft endilega að hafna einmitt í þvottavélinni hjá okkur." —AT Bingókvöld heila- og mœnusjúklinga Bingó-kvöld verður í Sigtúni á sumardaginn fyrsta til styrktar heila- og mænusiggsjúklingum. Um 300 manns hafa fengið þennan sjúkdóm hérlendis en hann stafar sennilega af veiru. þótt það sé ekki enn fullsannað. Hann veldur skemmdum á heila ög mænu og getur herjað á fölk á bézta aldri. Stefnt er að því að kontá upp aðstöðu til endurhæfingar í húsi Sjálfsbjargar en nauðsynlegan útbúnað og aðstöðu skortir. Er því vonazt til að úr því rætist með góðri þátttöku á bingó-kvöldinu í Sigtúni. KP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.