Dagblaðið - 20.04.1976, Page 10

Dagblaðið - 20.04.1976, Page 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRlL 1976. ■ 10 UMSBIAÐIB frfálst, nháð dagblað Útúofamli: DaKblartirt hf. Framkviumdast.jóri: Svuinn H. Ky.j»lfsson. Kitstjori: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: .lón Bir«ir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Hul«as»n. Aðstoóarfrótta- stjöri: Atl'j Stuinarsson. Iþróttir: Halíur Simonarson. Honnun: Jóhannus Kuykdal. Handrit: Asurímur Fálsson. Blaóamunn: Anna Bjarnasön. Asgeir Tómasson. Bolli Hóðinsson. Bra«i••Sigurðsson, Erna V. In^óifsdóttir. (íissur Si^urðsson. Hallur Hallsson. Huljíi Pótursson. Katrín Páísdóttir.’Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnloifssorj. BjörRvin Pálsson. Ragnar Th. Sitíurðsson. (Ijaldkuri: Práinn Þorluifsson. Druifin«arstjóri: Már K.M. Halklórsson. AskriftaiKjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölii 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322. autílýsinnar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og .Stoinöórsprent hf., Armúla 5. Mynda-og plötugurð: Hilmir hf.. Síðumúla 12.Pifivtun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Bœtum úr skúk Reynslan er ólygnust. Enn deila menn um, hyerjum það hafi verið að kenna, að þjóðarbúið tapaði mörgum milljöröum króna í alls- herjarverkfalli í febrúar. Sízt þoldum við þetta tjón eins og á stóð. Hver reynir að koma ábyrgð- inni yfir á annan. Þrátt fyrir allan ágreininginn allir, sem komu nálægt kjarasamningunum í vetur, á einu máli um, að framkvæmd þeirra hafi verið hneyksli. Jafnvel eftir að verkfall skall á, þvældust mörg hundruð menn um salarkynni á Hótel Loftleiðum, nánast hver fyrir öðrum. Menn hengu og drápu tímann. Hefði verið unnið af dugnaði og með góðu skipulagi, hefði þetta orðió stutt verkfall. Sólarhringum var varið í lausn deilna um sérkröfur einstakra félaga. Margar þeirra skipta litlu sem engu máli fyrir heildina. Það kerfi að láta þjóðarbúið greiða með mörgum milljörðum fyrir ekki veigameiri mál nær engri átt. Það reyndist miklu einfaldara verkefni að semja um heildarkaupið, þegar menn loksins komust til þess. Þótt mörgum forystumönnum Alþýðusam- bandsins hafi verið þetta vel ljóst, skorti mið- stjórn og samninganefnd sambandsins völd til að taka af skarið. í reynd urðu menn að segja sem svo, að við þessu væri víst ekkert að gera, þetta yrði að hafa sinn gang. Formaður Vinnuveitendasambandsins, Jón H. Bergs, benti á þetta í ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins. ,,Það er sannfær- ing mín, aö komast hefði mátt hjá þessu verk- falli, og þannig forða atvinnurekendum og launþegum frá miklu tjóni, ef skipulag verka- lýðshreyfingarinnar væri betra,” sagði hann, ,,og ef vinnuveitendur gætu samið við færri aðila í staö þess að raunverulegt ákvörðunar- vald í kjaramálum er hjá á annað hundrað verkalýðsfélögum. Það kann að hljóma ein- kennilega, en staðreynd er það samt, að ein- dregin ósk vinnuveitendasamtakanna er, að miðstjórnarvald Alþýðusambands íslands verði aukið, annaðhvort með samningum milli verka- lýðsfélaganna eða með breyttri vinnulöggjöf.” Formaður Vinnuveitendasambandsins telur ólíklegt, að verkalýðsfélögin nái innbyrðis sam- komulagi um slíka tilfærslu valds, og þurfi breytingar á vinnulöggjöfinni því að koma til. Til að tryggja vinnufriðinn þarf að semja við sem flesta í einu og ljúka sérsamningum sam- hliða heildarsamningi. En til þess að auðvelda slíka samningagerð þurfa fulltrúar Alþýðusam- bandsins að hafa miklu meira umboð en þeir hafa haft. Jafnframt slíkri breytingu ætti að haga samningagerð þannig, að sérkröfur væru teknar út og frá þeim gengið áður en í óefni er komið. í því sambandi mætti vel hugsa sér, að svo sem einu prósenti í kauphækkun væri varið til að ganga frá sérkröfunum. Um slíkt mætti semja, þótt samningar um heildarkaup væru ófrágengnir. Fólk fór ekki í verkfall út af sérkröfunum í vetur, og það er hneyksli, aö þær skyldu verða þjóðinni dýrastar. VIÐ ERUM KEYPTIR ÚT! — Indíánaminnihlutinn í Bandaríkjunum berst fyrir landi sinu og menningu Látið okkur i friði! Þetta eru þau fjögur orð sem helzt eru einkennandi fyrir baráttu bandarískra Indiána fyrir betri tilveru. Andstætt við bandaríska blökkumenn, sem berjast fyrir jafnrétti á við hvíta menn, beinist barátta Indíánanna að því að viðhalda séreinkennum sinum og menn- ingu — eða í einu orði, sjálf- stæði sínu. Tuscarora-Indíáninn Myron E. Jones, magister í sögu við Berkeley-háskólann, er um þessar mundir á ferðaiagi um Evrópu til að miðla þekkingu á vandamálum Indíánanna — og Myron E. Jones: minnimáttar- kenndinni viðhaldið allt iífið. Alcatraz-takan 20. nóvember 1969 vakti heimsathygli. Bandaríska leikkonan Jane Fonda studdi Indíánana heils- hugar í baráttunni og talaði oft fyrir þeirra munn. Myndin var tekin á fréttamannafundi þar sem greint var frá ástæðunum að baki töku Alcatraz-eyju. peningaupphæðir, til dæmis 40 þúsund dollara (7 millj. kr.) árlega í laun fyrir að vinna á eigin landi gegn því að þeir afsali sér nýtingarréttinum á jörðinni. Það þarf ekkert að efast um að fjölskylda sem ekki hefur haft úr miklu að spila — afla stuðnings. Hann var nýlega í Kaupmannahöfn og flutti þar fyrirlestur. „Ekki uppreisnarmenn” „Við erum aðeins ein milljón af 216 milljón íbúum Banda- ríkjanna svo það er að sjálf- sögðu ekki auðvelt að fá áheyrn sagði hann. Vandamálið er að fá fólk til að skilja að við erum fólk sem óskar aðeins eftir því að fá að viðhalda menningu okkar og lífsháttum. Við erum ekki uppreisnarmenn sem vilja losna við alla hvíta menn úr landi. Við viljum bara fá að vera þarna líka. Þegar öllu er á botninn hvolft þá vorum við þarna fyrir.” Indíánar eru tæplega hálfur hundraðshluti af heildaríbúa- fjöldanum og ráða um þaó bil fjórum hundraðshlutum lands ins. En það land fer sífellt minnkandi. Hvað gagnar það Indíánum að búa á landi, þar sem gnótt er olíu- og gasnáma, þegar þeir hafa ekki peninga til að nýta þessar auðlindir? Það er algengt að stórfyrirtækin bjóði Indíánum freistandi Undir nýju Peter Hallberg: HALLDÓRLAXNESS íslenskað hefur IVjörður P. Njarðvík* Hið íslenska bókmenntafélag, 1975. 224 bls. Það er ekki lítið lesmál sem samanlagt liggur eftir Peter Hallberg unt verk og ævi Halldórs Laxness. Fyrir utan sínar stóru bækur um ævi- og skáldferil höfundarins hefur hann birt fjölmargar ritgerðir um einstök verk og þætti í verk- um Halldórs — um „taóism- ann” í verkum hans, um leik- ritun Halldórs, skáldskapar- þróun hans eftir móttöku nóbelslauna. Það hygg ég að Peter Hallberg hafi á einhvern hátt fjallað um flestöll ef ekki alveg öll ritverk Halldórs eftir Gerplu. en með henni lýkur Húsi skáldsins, seinni stóru bók Hallbergs um Halldór. Og fyrir utan allt þetta hefur hann birt þrjár minni bækur um Halldór Laxness — sem allar hafa nafn hans að heiti. Fyrst var litið alþýðlegt kynningarrit um Halldór og verk hans á sænsku. svonefnd Verðandi-bók um Halldór Laxness, sem einnig hefur verið þýdd og gefin út á íslensku. Þá kom fyrir nokkrum árum bók á ensku, V- _______________ samin handa amerísku forlagi í flokk bóka um ævi og verk hinna helstu rithöfunda, Twayne’s World Authors Series, sem er eins konar út- dráttur úr fyrri bókum, Vefaranum mikla og Húsi skáldsins, að viðbættum kafla um verk Halldórs eftir nóbels- launin. Og i haust bættist við ný bók á íslensku — sem samin er „fyrst og fremst vegna vinsam- legrar hvatninga Hins íslenska bókmenntafélags” að sögn höf- undar í formála fyrir bókinni. 1 nýju bókinni er það ætlun Hallbergs að fjalla um við- fangsefnið undir öðru sjónar- horni en í hinum fyrri ritum hans um Halldór: „Þetta kver er tilraun í þá átt að draga upp heildarmynd af Halldóri Laxness sem íslenskum menningarfrömuði en ekki sem skáldi og rithöfundi í þröngri merkingu þessara orða,” segir hann i formálanum. Þetta er efnileg fyrirætlun og hugmynd um leið sem vert væri að halda áfram að gera meira úr. Það væri ekki ónýtt að fá rit um t.a.m. Þórberg Þórðarson eða Sigurð Nordal út frá slíkum sjónarmiðum séða. Og ljóst er að efni Peter Hallbergs í þessari bók er meir en nóg viðfangs, ef gera ætti nokkurn veginn rækileg skil þátttöku Halldórs Laxness í menningarlífi og pólitík sinna samtíma, allt frá ungum aldri hans og fram á þennan dag, hinum kornunga kaþólska framúrstefnumanni sem hneykslaði lýðinn með unglingi í skóginum og vefara frá Kasmír, róttækum raunsæis- manni og ádeiluhöfundi kreppu- og stríðsára, hinum efagjarna heimsmanni og húmanista síðustu ára, og öðrum þeim gervum sem Halldór hefur tekið á sig um dagana. Vafalaust koma flestum fyrst í hug pólitísk afskipti og áhrif Halldórs þegar rætt er um þennan þátt í verkum hans, og Ókostir 1 1 Það þurfti enga doktorsgráðu í hagfræði til að sjá afleiðingar af hinni óraunhæfu og alger- lega óstarfhæfu verðlagsnefnd sem sett var með löggjöf frá hinu háa Alþingi árið 1942. í krafti þessarar iöggjafar var álagning ýmissa iðnfyrir- tækja lækkuð, enda þótt hún í prósentum væri miklu minni en hjá okkar næstu nágrönn- um, Englendingum og Norður- landaþjóðunum. Það kom líka skjótlega í ljós að iðnrekendur sem (þá fyrst í sögu íslands) virtust álitnir sem eitthvert átumein þjóðfélagsins höfðu gleymt að verðleggja ýmiss konar þjónustu sem þeir veittu viðskiptamönnum sinurn „ókeypis" í sinni álagningu á vinnulaun starfsmanna, sem hinni nýskipuðu verðlagsnefnd þótti allt of há — 40% á vinnu- laun (á móti 100—120% í ná- grannalöndunum). Verkefni hinnar nýskipuðu verðlagsnefndar var að vísu nokkuð alhliða starfssvið en beindist fljótt mjög ákveðið áð hinum ýmsu fyrirtækjum í járnsmíða-, skipasmíða- og við- gerðarfaginu. Þetta var engin tilviljun, heldur vegna órök- studdra ásakana sem birzt höfðu í blöðum á þessi fyrir- tæki áður. Á undangengnum kreppuár- um 1925—39 var yfirleitt eng- inn reikningur samþykktur af verkbeiðanda eða trúnaðar- manni hans ef hann stóðst ekki gagnrýni (kalkulation) og var komið nokkurn veginn fast verð á ýmsar viðgerðir og aðra þjónustu, t.d. í ýmsum aðgerð- um við togara o.f!. Þetta verðlag var byggt upp af langri reynslu og miðað við algengar aðstæðúr. Ef vinnu- taki þóttist þurfa meira en það venjulega var talið að hann væri ekki samkeppnisfær og fengi einfaldlega ekki meira fyrir að senda of marga og of illa búna menn til þess að inna af hendi einfaldar viðgerðir hvort sem um var að ræða skip eða annað. í stað þess að ákveða fast verð fyrir ákveðna þjónustu (við eðlilegar aðstæður) var hin gamla álagning 40% dæmd of há, enda þótt hún væri lægri en í næstu nágrannalöndum. Þetta var að sjálfsögðu ákaf- lega mikið áfall fyrir viðkom- andi fyrirtæki í bili, þar sem þau máttu að sjálfsögðu ekkert niissa af hinni hefðbundnu 40% álagningu, og engra leið- réttinga var að vænta frá verð-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.