Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 12
DACiBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1976. r í & p í- I 6 v KVENIiG EÐUSÁVfSUN BARA ANNARS KONAR RÖKVISI „Ek veil a'ð þetta er svona. Vertu ekki að sp.vr.ja mia af hverju. éa f>et ekkert útskýrt það frekar. Éf> veit það bara. Við konurnar höfum. sem kunnufjt er. sjötta skilningar- vitiö. Viö fíetunt kallaö það að „hafa það á tilfinningunni," eðlisávísun eða innsæi. Er það ekki nægileg skýring?” Fyrir fjöldann allan af fóki er þetta einmitt nægileg skýríng. Bæði kvenfólk oe karlmenn ganga að því sem vísu að það sé til eitthvað sem heitir innsæi og konur hafi meira af því en karlmenn Hvað innsæi eiginlega er? Jú. það veit enginn nteð vissu. Danski sálfræðingurinn Hans Hessellund segir „Það er hugtak. sem aldrei hefur verið rannsakað neitt náið. Það er vitað að það er til. Það væri spennandi að vita eitthvað meira um það.” Gróf skilgreining á innsæi eða eðlisávísun er að það sé það sem konan hefur í stað skerpu (Talið sjálfsagt: karlmaðurinn hefur einkaleyfi á skerpu) En það er til skýring, sem raunar hefur ekki náð neinni fótfestu. Sumpart vegna þess að það að hafa á tilfinningunni er ekki til nema heilbrigð skyn- semi sé fyrir hendi og einnig er það staðrevnd að drengir fá í vöggugjöf sama innsæi og telpur. Karlmaðurinn, undir ven.julegum kringumstæðum, getur bara ekki leyft sér að notfæra sér eðlisávisun sína eða innsæi á sama hátt og konan. „Ef ég á að gefa skýringu á fyrirbrigðinu innsæi,” segir Hessellund. „þá er hún eitthvað á þessa leið: Hæfileiki til þess að komast að niðurstöðu án þess að hafa fyrir sér nákvæmar upplýsingar. Sem sagt eitthvað sem maður finnur á sér. Þetta er andstæða rökfræði.” Goðsögnin um innsœi konunnar er komin fró karlmönnum Goðsögnin um að innsæi sé eitthvað sérstakt sem konum tilheyrir er komin frá karlmönnum. En konan fann það fl.jótt út að þetta væri hið þægilegasta vopn í haráttunni milli kyn.janna. Þarna höl'ðu þær yfirburði. Um að gera að fá sem mest út úr þvi. Konur hafa lært.að með þvi að segjast hafa eitthvað á til- finningunni geta þær sloppið víð að skilgreina allt mögulegt. Þegar eigintnaðurinn segir til dæmis: „Þetta er rökrétt.” þá segir konan hans „Eg finn það á mér að þetta er rélt." í rttun og veru hai'a þau hæði kpniizt að siimu niðurslöðu Það er hægt að likja innsæi og rökvísi við tvo ólika rafmagnsheila. Báðir vinna eftír vissum staö- reyndum og komast að siimu niðurstiiðu. Með innsæi er unniö — iil'ugt á við riikvísi — án þess að vita af þvi. það er allmiklu fljót\ irkara. Þegar kona uppgötvar eitt- hvað eða sér eitthvað gefur hún imyndunaraflinu lausan lauminn og geynnr sérýmislegt i minni. Karlntiiðurinn aftur á móti lítur á hlutinn ákaflega raunsæjum augum. hann á jú að vera riikvis og ef honutn finnst þetta einhver riikleysa afskrilar hann máliö. Nokkru seinna kemur það sér svo vel að konan hefur haft svolitið innsæi og hún kemst að niðurstöðú. Karlmaðurinn aftur á móti hefur hafnað þessu sem hann sá, sem rökleysu, gleymt því og getur þess vegna ekki komi/.t að niðurstöðu. Það er hægt að komast svo að orði að konan geymi sér í minni heimildaatriðin á sama hátt og margur karlmaðurinn geymir gamla r.vðgaða nagla. Hvorugt getur gefið skýringu á af hver.ju þau gera það. Nenta ef til vi 11: Kannski veröur þetta gagnlegt einhvern daginn. . Það er ekkert, sem karlmenn hræðast meira, en að þeir séu taldir kvenlegir. Margir karl- menn álíta að það „að hafa eitt- hvað á tilfinningunni,” sé kven- legt. Þess vegna eyða þeir ekki hugsuni það þegar eðlisávísun- in segir þeim eitthvað, í stað þess að fara eftir henni. Að minnsta kosti vilja þeir ekki, viðurkenna að hafa nokkurn tíma farið eftir eðlisávísun. Á fyrstu órunum treysta drengir alveg eins á eðlisóvísun sína og stúlkur „Á fyrstu bernskuárunum” segir Hans Hessellund, „fara drengir alveg eins eftir eðlisávísun sinni og telpur. En mjög fljótlega kenna foreldrarnir drengjum sínum að þeir eigi að vera sjálfstæðir og rökvísir í hugsun, þar sem meiri kröfur eru gerðar til þeirra en stúlkna. Hessellund segir að í skólanum fái drengir ný vanda- mál við að glíma. Þeir þroskast seinna en stúlkur en það eru gerðar sömu kröfur til barna á sama aldri. Drengirnir verða óöruggir með sig I meira mæli en stúlkurnar. Þeir halda sig að því sem þeir geta staðið á. Þeir þora ekki að treysta á eðlisávísun sína. Drengir læra að þeir eiga alltaf að hugsa rök- rétt á meðan stúlkur eru hvatt- ar til þess að treysta á eðlis- ávísunina. Einu karlmennirnir sem aldrei hafa verið hræddir við að viðurkenna að þeir treysti eðlisávísun sinni, eru listamenn og vísindamenn. Það er eins og það sé viðtekin regla að þeir hafi þennan kvenlega eiginleika — Það er líka gert ráð fyrir að þeir séu hálf undar- legir. Það er sennilega ómögulegt að gera nokkurt stórvirki án innsæis. Hin fræga afstæðiskenning Einsteins var sprottinn upp af innsæi hans. Hún var ekki sönnuð fyrr en löngu eftir dauða hans. En hvað með framtíðina? Fleiri og fleiri konur eru orðnar listamenn og vísinda- menn og hafa náð mikilvægri stöðu í þjóðfélaginu. Karlmenn hafa stöðugt oftar orðið að viðurkenna að konur geta líka verið rökvissar. Sömuleiðis verðum við vör við að hin nýja kynslóð karlmanna, sem nú vex úr grasi, eigi auðveldara með að sýna tilfinningar sínar en feður þeirra. Mun það þýða að konan þurfi nú að hugsa af meiri rökvísi og að hún hætti þá að treysta eðlisávísun sinni eins og hún hefur gert hingað til? Verður þetta einnig til þess að karl- menn fara nú að treysta innsæi sínu meira? Er þá þetta vígi kon- unnar fallið að skjóta sér á bak við setningu eins og: „Eg veit þetta bara,” án þess að þurfa að rökstyðja það frekar? Hans Hessellund segir: „Ætli það sé ekki hægt að svara f.vrstu spurningunni játandi en hinni seinustu neitandi. Það mun verða talað um kvenlega eðlisávísun á komandi kyn- slóðum. Þetta er nokkuð sem er orðið að vana að slá föstu og við eigum erfitt með að venja okkur af hlutunum. Aftur á móti er annað verra og það er það að konan hættir smáni saman að stóla á eðlisávisuti sína eftir því sem hún aðlagast breyttum háttum í hini rökréttu veröld sem hingað til hefur verið karlmannanna."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.