Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1976. iþróttir íþróttir iþróttir iþróttir NIUNDi TITILL LIVERPOOL? Rauöhæróur nítján ára ! strákur, —óþekktur f.vrir nokkrum vikum — David Fair- ' clough — or orðinn dýrlingur í Liverpool. í fjórunt leikjum : síðustu vikurnar hefur liann komið inn sem varamaður og : skorað mörk, sem fa>rt hafa Liverpool þýðingarmikil stig. i I gær var hann loks vaiinn strax í liðið — John Case settur út — ■ og þakkaði traustið með snilldarleik á Maine Road í 1 Manchester. Liverpool sigraði ineð yfirburðum — skoraði þrjú mörk siðustu 30 mín. ieiksins. Það var Fairclough, sem gaf ' knöttinn á Steve Heighway á , 73. mín. og Highv. ay skoraði fyrsta mark leiksins. Siðustu jfimm minúturnar skoraði Fairclough tvívegis sjálfur. Liverpool er í efsta sæti með 58 stig — stigi á undan QPR. Bæði ! lið eiga einn leik eftir. Liverpool úti gegn Ulfunum —QPR heima gegn Leeds. Manch. Utd. er enn með í kapp- hlaupinu um meistaratitilinn. Hefur 54 stig og á eftir þrjá leiki. Gegn Stoke og Manch. City heima — Leicester úti. Úrslit í leikjunum í gær uröu þessi: 1. deild Aston Villa-Derby 1-0 Burnley-Manch. Utd. 0-1 Everton-Middlesbro 3-1 Ipswich-West Ham 4-0 Manch. City-Liverpool 0-3 QPR-Arsenal 2-1 Sheff. Utd.-Newcastle 1-0 : Stoke-Birmingham 1-0 Tottenham-Coventry 4-1 Wolves-Norwich 1-0 2. deild Charlton-Chelsea 1-1 Fulham-Plymouth 0-0 Luton-Bristol Rov. 3-1 I Oldham-Notts. County 2-2 Southampton-Oxford 2-1 Sunderland-Bolton 2-1 ' York-Blackpool 1-1 Liverpool stefnir í sinn níunda meistaratitil — Arsenal I og Liverpool hafa oftast orðið meistarar, átta sinnum — en I QPR hefur ekki gefið upp alla von. Liðið átti þó í erfiðleikum . með Arsenal í gærmorgun. Brian Kidd náði forustu í ^leiknum á 53. mín. fyrir Arsenal, en tveimur mín. síðar jjafnaði gamli Arsenal- fyrirliðinn, Frank McLintock, i fyrir QPR. Þannig stóð — og QPR varð að sigra til að halda , möguleikum sínum opnum — ' þar til f jórar mín. voru til jleiksloka. Þá var Stan Bowles 'felldur innan vítateigs. Víta- ispyrna og Gerry Francis 'skoraði. Rétt fyrir leikslok kom jArsenal knettinum í mark QPR ■ en markið var dæmt af. Manch. Utd., sem hefur tapað /jafnmörgum stigum og Liver- pool, sendi Burnley niður í 2. ! deild. Lou Macari skoraði eina markið á 56. mín. Ipswich I tryggði sér rétt í UEFA- keppnina næsta keppnistímabil með stórsigri á West Ham, þar . sem Leeds er í banni hjá I Evrópusambandinu vegna ólát- anna, sem urðu í úrslitaleikn- um við Bayern í fyrravor. Leeds hefur þó áfrýjað. Ulfarnir halda enn í vonina ' að falla ekki. Sigruðu Norwich |með marki .John Richards á 51. mín., en á sama tíma féll ) Birmingham í Stoke á sjálfs- ' marki Joe (iallagher. 1 2. deild hefur Sunderland tr.vggt sér sæti í 1. deild næsta keppnistímabil eftir sex ára fjarveru. Yfir 50 þúsund áhorfendur sáu liðið sigra Bolton á Roker Park í gær — og sennilega hefur Boiton misst af miigúleikanum að kómast upp við tapið. Í 4. deild hefur Lincoln hlotið 72 stig og þar með jafnað stigamet Doncaster frá 1947 í iilldum deildunum — ,ug l.incoln á þó tvo leiki el'tir. Fimm sinnum varð Peter Shilton, markvörður Stoke, að hirða knöttinn úr marki sínu á laugardaginn. Slíkt hcfur sjaldan hent þann snjalla markvörð fyrr — og á myndinni að ofan er knötturinn í marki Stoke. Taugornar brugðust hjó leikmönnum QPR Leikmenn Queens Park Rangers voru greinilega mjög þvingaðir af meistarapressunni í síðasta útileik sínum á ieik- tímabilinu — í Norwich á laugardag. Taugarnar héldu ekki og loks tapaði QPR eftir nær þrjá mánuði án taps. Leik- menn Norwich léku eins og meistarar og sigur liðsins, 3—2, var í minna lagi. Á sama tíma sigraði Liverpool Stoke í síð- asta heimaleik sínum og komst upp fyrir QPR að stigum þannig, að keppnin um meistaratitilinn er enn jafn óviss og áður. Þar getur Manch.Utd. einnig blandað sér í keppnina og sennilega ráðast úrslit ekki fyrr en síðasta laugardag keppnistímabilsins. Rétt er þó að taka fram, að þessi grein er skrifuð áður en úrslit ieikjanna í gær voru kunn. QPR náði aldrei að sýna sinn bezta leik gegn Norwich, sem lék án allrar þvingunnar og náði einum bezta — ef ekki bezta leik sínum á leiktíma- bilinu, en leikmenn QPR ætluðu sér greinilega að gera of mikið of fljótt og sáaralítið heppnaðist Norwich náði forustu á 26. mín., þegar markaskorarinn mikli, Ted McDougall, notfærði sér mistök í vörn QPR og skoraði eftir sendingu McGuire. Þannig stóð þar til rétt fyrir hlé, að Dave Thomas brauzt upp kantinn, lék á varnarmenn og sendi knöttinn í mark Norwich. 1—1 í hálfleik. Um miðjan s.h. skoraði Peter Morris, svertinginn, sem Norwich ke.vpti frá Ipswich fyrir 60 þúsund sterlingspund, frábært mark fyrir Norwich. Phil Parkes átti aldrei mögu- leika að verja hörkuskot hans rétt innan vítateigs. Morris var bakviirður i f.vrsta skipti hjá Norwieh og átti frábæran leik. A 31. mín. skoraði Phil Bo.ver 3. mark Norwich með skalla og greinilegt að litla Lundúna- liðið var komið með tapaðan leik. Mikil læti urðu á áhorf- endasvæðum — slagsmál, en liigreglumiinnum tókst að hafa hemil á áhorfendunum frá Lundúnum. Þegar þrjár mín. voru lil leiksloka varð Tonv Powell fyrir því að senda boltann í eigið mark — og spenna varð aftur. QPR lagði allt í sóknina, en tókst ekki að skora. Hins vegar stóð Boyer einn frír fyrir framan mark QPR. Spyrnti knettinum framhjá af 5 metra færi. Á Anfield sýndi Liverpool meistaratakta — lék sinn bezta leik á keppnistímabilinu. Stað- reynd að leikmenn liðsins eru betur þjálfaðir en nokkrir aðrir á Bretlandseyjum og ekki að sjá, að Liverpool lék þarna sinn 56. leik á keppnistímabilinu — QPR sinn 46. í Norwich. Liver- pool sótti mjög fyrsta hálftím- ann — en það var þó Stoke, sem skoraði á undan. Eftir 30 mín. sendi Conroy knöttinn framhjá Clemence í mark Liverpool. En Liverpool jafnaði sex mín. síðar. Phil Neal skoraði úr vítaspyrnu og síðan kom John Toshack Liverpool í 2—1 fyrir hlé. Kevin Keegan skoraði 3. mark Liverpool, en Ian Moores minnkaði muninn í 3—2 fyrir Stoke. Það stóð ekki lengi — fyrirliði Liverpool, Emlyn Hughes, skoraði og Steve Fairclough ,,super-sub,”, sem kom inn sem varamaður, skoraði fimmta markið á 73. mín. Á lokamínútu leiksins skoraði Alan Bloor 3, mark Stoke. ■ En lítum á úrslitin á laugar- dag. l.deild Arsonal—Ipswich 1—2 Birminpham—Toltonham 3—1 Covontry—Wolvos 3—1 Dorhy—Loicostor 2—2 Loods—M a n oh .Ci t y 2—1 Livorpool—Stoko 5—3 Manch.Utd.—Evorton 2—1 Middloshro—Shoff.Utd. 3—0 Nowoastlo—Burnlov 0—1 Norwioh—QPR 3—2 Wost Ilam— Aston Villa 2—2 2. doild Blaokhurn—York 4—0 Blaokpool— ('arlislo 2—1 Bolton— Oldham 4—0 Birstol R.—Southampton 2—0 (’.holsoa—Oriont 0—2 Ilull—Sundorland 1—4 Nolls. (’o —Fulham 4—0 Oxford—Lulon 1—3 I’orlsmouth—(’harlton 2—2 WBA—Nollm.Forost 2—0 A skinliiu voru maruir loikir i 2. tiuild 0« úrslii uiúu |)ussi. Blacklmrn— Carlislu 1—0 ABiislol K, —Bristol C 0—0 Chulsua—Luton 2—2 llull City—Oldham 3—0 Oxford—Charlton 1—0 Plymouth—Southampton 1—0 og þar fór von Southampton til að ná sæti i 1. deild á ný. Manch.Utd. lenti í hinum mestu erfiðleikum með Everton á laugardag og greini- legt, að leikmenn liðsins eru dauðhrædddir um að meiða sig og verða af úrslitaleiknum í bikarnum 1. maí. Ef Tommy Docherty tekst ekki að lagfæra það er óhætt að afskrifa möguleika liðsins í sambandi við meistaratitilinn. Að visu voru leikmenn Everton erfiðir — pökkuðu vörnina með minnst átta mönn- um og treystu á skyndiupp- hlaup. Þar voru þeir hættulegir og á 12. mín. átti Bob Latehford spyrnu í stöng — og á 20,mín. tókst George Telfer að skora. Þannig stóð í hálfleik og 61.879 áhorfendur — áhorfendamet á leik í Englandi á keppnistíma- bilinu — voru allt annað en hrifnir af leik ungu strákanna hans Docherty. En heppnin kom með í spilið — á 50. mín, tókst Alex Forsyth að bjarga á mark línu hjá United, og fimm mín. síðar varð Roger Kenyon, miðvörðurinn sterki hjá Everton, fyrir því að senda knöttinn í eigið mark. David McCrerry, Irinn 18 ára, kom inn sem varamaður — Lou Macari var með á ný. Þá fór loks að koma skriður á lið Manch.Utd. og það var einmitt McCrerry sem skoraði sigur- markið með hörkuskoti frá víta- teigsbrúninni. Öhræddur pilturinn sá, enda að keppa um sæti í liðinu. Birmingham lék sinn bezta teik gcgn Tottenham og með sigrinum 3—1 hefur liðið senni- lega enn einu sinni bjargað sér frá falli. Allan f.h. sóttu leik- menn Birmingham en gerðu allt nema skora. Eftir hléið brevttist það. Strax á 49. mín. sendi Joe Gallagher knöttinn í mark Tottenham og á 62. mín. skoraði Trevor Francis annað mark liðsins, John Pratt skoraði fyrir Tottenhám á 77. mín., en Kenny Burns tryggði sigur Birmingham með þrumu- fle.vg af 25 metra færi á 86,mín. A sama tíma sendi Alan Gre.en hjá Coventry Ulfana niður í 2. deild, ef að líkum lætur. Hann skoraði öll þrjú mörk Coventry í miðlandaderbyinu við Ulfana. Það fyrsta á 21. mín., en fjórum mín. síðar jafnaði Norman Bell og jafnt var í leikhléi 1 — 1. í s.h. voru leikmenn Úlfanna alveg vonlausir og Green skoraði tvívegis á 52. og 86. mínútu. Burnley tókst að sigraT Newcastle með marki Peter Noble á 10. mín. Hann skallaði knöttinn í mark eftir horn- spyrnu — og eftir það tókst leikmönnum Burnley að verjast með kjafti og klóm. En sigurinn breytir sennilega litlu — Burnley er svo gott sem fallið: Um aðra leiki er það að segja, að Derby missti endanlega af tækifærinu til að verja meistaratitil sinn með jafntefl- inu gegn Leicester á heima- velli, Francis Lee skoraði fyrsta mark leiksins — fyrsta markið, sem hann skorar síðan í nóvember — en eftir það átti Derby-liðið í miklum erfiðleik- um. Leicester lék skínandi knattspyrnu. Frank Worthing- ton sendi knöttinn í mark Derby, en það var dæmt af — og Chris Carland átti spyrnu í stöng. I síðari hálfleiknum tókst Brian Alderson að jafna — og Garland kom Leicester í 2—1. Þannig stóð þar til langt var liðið á leikinn að Lee tókst að jafna. Snéri baki í markið, þegar hann fékk knöttinn, en vippaði honum yfir sig í markið — og fögnuður var svo mikill á áhorfendasvæðunum að það var eins og Derby hefði unnið meistaratitilinn. Lee er alltaf jafn vinsæll. Leeds, sem tapaði fyrir botn- liðinu Sheff. Utd. á heimavelli á miðvikudag, vann Manch.City á laugardag með mörkum nýlið- anna David McNiven og Carl Harris, en Colin Bell skoraði fyrir Manch.City. Leikmönnum West Ham var fagnað eins og þeir væru búnir að sigra í Evrópukeppni bikarhafa þegar þeir birtust á Upton Park á laugardag — en eftir 10 mín. stóð 0—2 fyrir Aston Villa, sem virtist þá stefna í sinn fyrsta útisigur á leiktímabilinu, John Deckon og Steve Hunt skoruðu. Keith Robson tókst að minnka muninn í 1—2 fyrir hlé, og Trevor Brooking jafnaði fyrir WH í s.h. Arsenal var með sex leikmenn um og innan við tvígugt gegn Ipswich og lengi vel leit út fyrir sigur. Frank Stapleton skoraði fyrir Arsenal á 26.mín., en á þremur síðustu mín. leiksins tókst Ipswich að skora tvívegis og snúa tapi í sigur. í 2. deild tryggði Sunderland sér svo gott sem sæti í 1. deild með stórsigrinum í Hull. Bristol City stendur og vel að vígi — á eftir tvo heimaleiki — og eftir 65 ár ætti því 1. deildar- knattspyrna að sjást í Bristol næsta keppnistímabil. Bolton og WBA berjast um 3. sætið. Loks vann Bolton eftir slæmt gengi að undanförnu — og þar munaði öllu, að Peter Thomp- son lék með á ný eftir að hafa legið í flensu, er þjakað hefur marga leikmenn liðsins. Leik- menn Oldham réðu ekkert við „gamla” Thompson og allt gekk upp vinstri kantinn. Poul Jones, víti, og Roy Greaves skoruðu tvívegis hvor — og Ian Greaves, framkvæmdastjóri, gat loksins brosað á ný, maður- inn sem gerði Huddersfield að 1. deildarliði fyrir nokkrum árum, en var áður leikmaður hjá Manch.Utd. — bakvörður. I 3. deild var það merkilegast á laugardag, að með jafntefli í Walsall. 0—0, tryggði yngsta deildaliðið, Hereford Utd., sér sæti í 2. deild næsta keppnis- tímabil. Þeir John Sillett og Terry Paine, kapparnir kunnu hér áður fyrr. Chelsea og Sout- hampton, hafa unnið athyglis- vert afrek nteð lið sitt. í 4. deild hefur Lincoln sett nýtt stiga- met í deildinni — hlotið 70 stig og á þó eftir þrjá útileiki, og skorað 107 mörk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.