Dagblaðið - 25.05.1976, Side 3

Dagblaðið - 25.05.1976, Side 3
DACKI.AtHt). I>KID.KrI)A(;UR 25. MAI 197«. 3 Við eigum að gera við okkar skip sjálfir. segir Suðurnesjabúi. Þessa mynd tók Björgvin af Slippstöðinni í Reykjavík. Víð getum gert víð okkar skipaflota sjólfir Suðurnesjabúi skrifar: „Oft er þörf en nú er nauð- syn að allir landsmenn standi saman og styrki íslenzkan iðnað. Flestir hugsandi menn tala um að það verði eitthvað að gera. Það kemur ekki neitt upp- gripa fiskirí til með að redda málum í náinni framtíð. Ævin- týramenn tala um að fara að stoppa upp þann gula, það kynni eflaust að styrkja íslenzkan iðnað!! Það sem mér liggur þyngst á hjarta er það að örfáir menn geta eyðilagt þann samhug sem nú er að nást um eflingu íslenzks iðnaðar. Það eru þeir menn sem eru banka- ogsjóðs- stjórar, sem eru að veita tug- um og hundruðum millj. kr. til gjaldeyrisyfirfærslna til þess að láta gera við stóran hluta báta- flotans erlendis. Þetta eru þannig viðgerðir að það er hægt að framkvæma þær hér á landi. Væri nú ekki rétt að spara svolítið, og hvernig væri að hefjast handa í stað þess að blaðra hver upp í annan. Það er jú enginn gjaldeyrir til í landinu, það er okkur sagt! Þegar útgerðarmenn eru spurðir- hvers vegna þessar framkvæmdir eru ekki gerðar hérlendis, þá svara þeir að venju út í hött. Það getur hver sem er sagt sér það sjálfur að hinn almenni sjómaður myndi settur i land ef hann ynni verk sín með sama hugsunarleysi og þessir yfir- menn. Til að kóróna þetta allt geta þeir sem afla gjaldeyrisins með sínu striti og svita ekki fengið gjaldeyrisyfirfærslu fyrir þriðju vikunni til dvalar í sólarlöndum. En ekkert er sagt við þessa áðurnefndu stjórn- endur, sem fara svona félega með gjaldeyrinn okkar og er að auki haldið uppi af þrælunum. Ekki nóg með það, heldur kippa þeir fótunum undan íslenzkum iðnaði um leið. Hér á Suðurnesjum er í upp- siglingu einhuga samstaða um að velta hverri krónu eins og mögulegt er hér i umdæminu, áður en hún fer til Stór- Reykjavíkursvæðisins. Með því getum við styrkt hvert annað ómetanlega. Allt athafnalif og verzlun verður sterkari og þjónustan betri. Þetta er atriði sem þessir karlar ættu að hugleiða svolítið nánar, hvernig þjónustan gæti verið við skipaflotann ef kostnaður við viðhald hans rynni aftur í vasa fslenzks iðnaðar, en ekki til að byggja upp iðnað á erlendri grund. Raddir lesenda Símatíminn er frá 13—15 Það er dýrt að búa úti ú landi: Fkjtnngskostnaður með endemum! Verzl VOGUE hf. LACER-$lMI 21855^ 2586Ó Jfr. 8807 y - Jfr. 8 Afgr, w Mj' ,3&&. Guðjón Sveinsson, Mánabergi, Breiðdalsvík, S-Múlasýslu skrifar: „Margt hefur verið rætt og ritað um óeðlilegan og óútskýr- anlegan kostnað áýmisskonar þjónustu, sem lagður er á þegna dreifbýlisins, þó einkum flutningskostnað og þess háttar. Er raunar að bera í bakkafullan lækinn að birta enn eitt dæmi þar að Iútandi, enda virðast þeir aðilar, sem þar eiga hlut að máli ekki kunna að skammast sín. Þó get ég ekki á mér setið, svo dolfall- inn er ég, enda á raunar alls ekki að þegja yfir siíku. Verzlun ein í Rvik (ég ætla mér að nefna nöfn, en ekki vera í feluleik með slíkar stað- reyndir eins og nú er mjög í tízku) nefnist Vogue hf. Hún auglýsir oft, t.d. í Sjónvarpinu, og notar sem einkenni stór og mikilfengleg skæri, sem gefa til kynna starfsemi verzlunarinn- ar, sem sagt álnavöruverzlun m.m. Um daginn vanhagaði konu mína um borða á gardínur, sem krókar eru festir á en með útbúnaði þeim eru gluggatjöldin hengd upp. Jú, mikil lifandis ósköp, sendingin kom um fiæl, ekki stóð á því og á verzlunin hrós skilið fyrir það, en nótan, sem með fylgdi var vægast sagt athyglisverð. Læt ég hana fylgja hér með til frekari áréttingar. Sem sagt: 8 m borði á kr. 328, flutnings- kostnaður kr. 300, með öðrum orðum 47,8% af heildarverð- inu! Og takið eftir, sendingin var tæp 40 g - fjörutíu grömm. Mér finnst þetta ails ekki hægt, þar sem undir venjulegt bréf (20 g) eru greiddar kr. 35 og kr. 70 undir tvöfalt. En sem betur fer eru ekki slík vinnubrögð alls staðar notuð. Um daginn eða um svipað leyti og þessi viðskipti áttu sér stað, fékk ég dýralyf frá Stjörnuapóteki á Akureyri. Þetta var dálítill pakki, 4 kg að þyngd. Hann kom I kröfu, sem hinn. Undir hann kostaði ekkert — EKKERT — en eftir „taxta Vogue hefði liklega átt að kosta undir hann kr. 30.000. Á þessu má sjá, að ekki er að undra, þótt verzlun og önnur þjónusta sé gagnrýnd, þegar svona er í pottinn búið, þvi svona flokka ég undir okur- starfsemi og er ekki sæmandi landsþekktu fyrirtæki, nema það vilji vera frægt af endem- um. Nú er ekki úr vegi að spyrja verðlagseftirlit og raunar allan almenning: Er svona hægt?” Ef merkið vantar þó.... Meistarafélag útvarpsvirkja sendi blaðinu eftirfarandi: „Mikið heyrist um kvartanir alls konar í sambandi við merki það sem á að auglýsingunum, ef viðkomandi er í Meistarafélagi útvarpsvirkja. viðgerðir á útvörpum og sjón- vörpum. Fólki finnst það hlunnfarið og svikið á allan hátt. Oftast er það svo að það hringir i simanúmer, sem það finnur í einhverju blaði. Margir þeir sem auglýsa i blöðum eru ekki i féiagi okkar og þvi okkur óviðkomandi. Við viijum því ítreka að þeir sem auglýsa viðgerðir á sjónvarps- og útvarpsvið- tækjum í heimahúsum og sýna ekki með auglýsingum sínum merki Meistarafélags útvarps- virkja eru félaginu óvið- komandi með öllu. Meistarafélagið hefur ekki tök á að koma á framfæri kvörtunum frá neytendum til leiðréttingar hjá viðkomandi viðgerðarmanni. Hvað fínnst þér um að láta taka mynd afþér? Ómar Aðalsteinsson sölumaður: Eg held að það sé nú ekkert ó- þægilegt 1 sjálfu sér. Tryggvi Hákonarson nemi: Það er ferlegt, mér er frekar illa við myndatökur. Björn Úlafsson aðalbókari: Mér er alveg sama, þetta er ekkert vont, ef myndin sýnir mann i réttu ljósi. Svana Lísa Daviðsdóttir nemi: Það er ekkert leiðinlegt, maður fer bara hjá sér ef maður veit af því. Gerður Steinarsdóttir skrlfstofu- stúlka: Það fer auðvitað alveg eftir ljósmyndaranum. Steinunn Ólafsdóttir nemi: Mér er álls ekki vel við það. Annars er það allt í lagi ef maður veit ekki af því.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.