Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.05.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 25.05.1976, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976. 'MMBIAÐW frfálst, úháð dagblað OtKofundi: bagbiártirt hf. Framkvæmdast.jóri: Svuinn H. Fyjólfsson. Hitst jóri: Jónas Kiistjátlsson. Frúttastjóri: .lón Bir«ir IVtursson. Hitstjórnarfulltrúi: Haukur Hiinason. Artstoóarfrótla- stjóri: Atli Stoinarsson. ÍJnóttir: Ilallur Simonarson. llönnun: .Jóhanncs Huykdal. Ilandrit: AsKrimur Pálsson. Blartamunn: Anna Bjarnason. As«oir Tómasson. Bolli Hórtinsson. Bra«i Sigurrtsson, Erna V. Innólfsdóttir. (’.issur Siuurrtsson. Ilallur Hallsson. Hol«i Pótursson, Katrín Fálsdóttir. Ólafur* Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnluifsson. Björ«vjn Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. ('ijaldkuri: Práiiyi horluifsson. I)ruifin«arstjóri: Már K.M. Halldórsson. Askriftaríijald 1000 kr. á ntánurti innanlands. í lausasölu 50 kr. ointakirt. Ritstjórn Sírtumúla 12. sími KJ322. auylýsinKar. áskriftir o« afjjroirtsla Þvorholti 2. slmi 27022. Sotninjí oj* umbrot: Dajíblartirt hf. o« .Stuindórsprunt Itf.. Armúla 5. Mynda-ou plötuiíurrt: Hilmir hf..Sírtumúla 12.Pn-.vtuo: Arvakurhf.. Skuifunni 10. Fjölskyldur sameinast Það er gömul hefð úr mafíu- heiminum, að á hættustundu standa fjölskyldurnar saman. Þessa hefur orðið vart síðustu dagana, er ríkisblöðin fjögur, Alþýðublaðið, Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn, hafa veitzt að Dag- blaðinu með ýmiss konar slúðri, sem framleitt er í sagnamaskínu flokkseigendafélags Sjálf- stæðisflokksins. Upplýsingar Dagblaðsins um Grjótjötuns- málið eru meðal þeirra atriða, sem hafa þjapp- að fjölskyldunum saman. Fjármálamenn Fram- sóknarflokksins og Vísisdeildar flokkseigenda- félagsins óttast mjög, að þetta sé aðeins byrjun- in á frekari uppljóstrunum, sem Dagblaðið muni birta um leið og allar heimildir um máls- atvik eru komnar í höfn. Fjölskyldurnar vita, að ýmsir heiðarlegir menn í kerfinu, embættismenn, lögfræðingar og rannsóknamenn, eru orðnir þreyttir á því lastabæli fjármálanna, sem magnazt hefur í samtryggingarkerfi stjórnmálanna. Þær vita líka, að sumir þessara manna hafa staðið í sambandi viö Dagblaðið. Þessi ótti blandast almennri óbeit stjórn- málamanna á Dagblaðinu vegna óþægilegrar afskiptasemi þess af meðferð þeirra á þjóðmál- unum. Þannig hefur myndazt víðtækt hræðslu- bandalag, sem nær neðan frá Skuggasundi og upp á Skólavörðustíg 19. Nýjasta atlagan að Dagblaðinu er veikari en hinar tvær fyrri og ber flest einkenni örvæntin|ar. í fyrstu atlögunni var reynt að hindra prentun Dagblaðsins og munaði stund- um raunar ekki nema hársbreidd, að það tæk- ist, eins og mörgum ér enn í fersku minni. Menn vita minna um þá atlögu, sem var önnur í röðinni og fólst í tilraunum til að loka bankakerfinu gagnvart Dagblaðinu. Fór þar fremstur bankaráðsmaður Tímans. Arangur- inn varð sá, að Dagblaðið hefur nær enga fyrirgreiðslu í viðskiptabönkunum, þótt það velti um milljón krónum á hverjum virkum degi. En Dagblaðið gat bætt sér þetta upp með eigin rekstrartekjum. Það var sem sagt komið í ljós, að hræðslu- bandalagið gat ekki klekkt á Dagblaðinu með tæknilegum eða fjármálalegum aðgerðum. Þá var flúið út í slúðrið og beitt gamalkunnri aðferð, sem felst í því, að hvert ríkisblaðið étur upp eftir ööru. Einni sögunni er ýtt á flot í Þjóðviljanum. Tíminn vitnar í hana. Síðan vitnar Vísir í Tímann og Þjóðviljann og loks litli Vísir í hin þrjú blöðin. Aðrar sögur fara aðrar leiðir gegnum slúðurkerfið. Meðan upplag Dagblaðsins er komið upp í 23.000—27.200 og fer sívaxandi, heldur hræðslubandalagið því fram, ,að það sé um 16.000. Sölubörn og söluturnamenn vita betur. Meðan Dagblaðið á inni tæpar þrjár milljónir króna hjá Blaðaprenti, heldur hræðslubanda- lagið því fram, að blaðið skuldi Blaðaprenti sjö milljónir. Dagblaðið birti í gær ýtarlegar vitn- anir í stjórnarbókanir Blaðaprents til að leiða hið sanna í ljós. Skemmtilegust er saga Vísis um, að Dag- blaðiö hafi fengið lánaðan pappír Tímans til að selja Blaðaprenti, svo að það gæti prentað Tímann. Þessa sögu hefur Tíminn ekki þorað að endurprenta til að kasta ekki rýrð á fjár- málavit framkvæmdastjóra síns. Hinar sameinuðu mafíur rembast án árangurs. Tito Júgóslavíuforseti 84 ára í dag: Sjálfsmeðvitund þjóðarinnar MINNINGARGREIN Hismið og kjarninn Islendingar hafa löngum þótt seinþreyttir til vandræða, svo seinþreyttir að þess eru sennilega engin dæmi í veraldarsögunni að nokkur þjóð hafi látið bjóða sér aðra eins ósvinnu eins og lslendingar gera. Verður nú að telja að sjálfsmeðvitund þjóðarinnar sé með öllu dauð og ekkert sé eftir nema viljalausar verur, sem láta stjórnast af skrumi og blekkingum og trúa best þeim, sem hæst láta og mest hafa fjár- magnið. Hismið er okkur jafnan kærast en kjarnann látum við lönd og leið. Fyrirsjáanlegt gjaldþrot þjóðarinnar vegna skulda- söfnunar, gereyðingar fiskstofna, gróðureyðingar og landauðnar, deyjandi iðnaðar og afturfara á öllum sviðum þjóðlífsins, eru ekki málefni sem eru efst á baugi í fjöl- miðlum landsins. Miklu frétt- næmara þykir ef varðskip klippir aftan úr breskum togara, eða ef ráðherra verður

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.