Dagblaðið - 25.05.1976, Page 11

Dagblaðið - 25.05.1976, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LRIÐJUDACiUK 25. MAI 1976. „EKKERT BREYTIST ÞÓTTÉG HVERFI" Tito Júgóslavíuforseti er 84 ára í dag. Enn heldur hann um alla tauma í ríki sínu, stjórnar jafnfætis sjálfstæðri utanríkis- stefnu Júgóslavíu og heldur niðri allri andspyrnu heima fyrir. Fyrr á þessu ári dvaldist hann um tíma f heilsuræktar- stöð við Adríahafið vegna bakveiki, sem hefur hrjáð hann á undanförnum árum — og neyddi hann m.a. til að fresta fyrirhugaðri för sinni um Suður-Ameríku um mánaðar- skeið. En síðan hefur hann ekki aðeins farið í þá för heldur einnig farið í þrjár opinberar heimsóknir til annarra Evrópu- landa. Erlendir diplómatar í Belgrad, sem hafa hitt Tito að máli síðan, segja hann líta vel út. Og ekki er hægt að neita þvi, að gamli maðurinn lftur alls ekki út fyrir að vera 84 ára. Forseti œvilangt Þetta er 31. afmælisdagurinn sem Tito heldur hátíðlegan síðan hanni tók við völdum f Júgóslavfu. Hann er elzti þjóð- höfðingi f heimi og í huga alheimsins er nafn hans óaðgreinanlegt frá nafni Júgóslavíu eftir sfðari heims- styrjöldina. Það var raunar þá sem hann tók sér nafnið Tito, eiginlegt nafn hans er Josip Broz. Fyrir nákvæmlega tveimur árum samþykkti þjóðþingið, að Titogæti verið forseti landsins eins lengi og hann kærði sig um. Tíunda þing júgósiavneska kommúnistaflokksins samþykkti um svipað leyti, að hann gæti á sama hátt verið flokksformaður eins lengi og hann lysti. En í nóvember 1973 hafði hann látið f það skína, að hann kynni að draga sig f hlé áður en hann hyrfi til feðra sinna. Þriðja eiginkonan er 23 árum yngri ,,Það virðist fremur óheppilegt, að ég verði forseti alla ævi,“ sagði hann. « Tito forseti er heimsmaður mikill að sögn og kann vel að meta lystisemdir lífsins. „Forseti lýðveldisins ætti að vera f fullu fjöri alla tíð og ég er ekki viss um að maður geti verið það alla sínaævi." Þegar hann var spurður nýlega hvernig honum tækist að halda heilsu sinni jafnframt stöðugum ferðalögum erlendis, svaraði hann: „Þetta mikla starf virðist henta mér vel. Jafnvel skjótar loftslags- breytingar hafa ekki áhrif á mig.“ Þriðja kona hans, Jovanka, sem er 32 árum yngri en hann, er nær alltaf f fylgd með honum á ferðalögum. Hlutleysisstefnan 1 ár hefur hann heimsótt Mexikó, Panama, Venezuela, Portúgal, Svfþjóð og Grikkland. I næsta mánuði fer hann til Tyrklands. Tilgangur flestra ferðalaga Titos er að efla samstöðu meðal hlutlausra- ríkja, en þar fara Júgóslavar fremstir f flokki. Diplómatar í Belgrad eru margir þeirrar skoðunar, að mjög kröftugur áróður júgóslavnesku rfkisstjórn- arinnar fyrir hlutleysisstefn- unni sé að einhverjum hluta til trygging gegn mögulegum þrýstingi stórveldanna á Júgóslava eftir dauða Titos. Þá líta sömu menn svo á, að nýlegar herferðir gegn andófs- mönnum og stjórnarand- í lok marz fór Tito í opinbera heimsókn til Svíþjóðar, þar sem hann átti vinsamlegar viðræður við ríkisstjórn Olofs Palme. Myndin var tekin á flugvellinum i Stokkhóimi, þegar Karl Gústaf konungur tók á móti forsetanum. stæðingum séu nokkurs konar „hreingerning" áður en til þess kemur. Mesta hœttan staf- ar af Moskvu Andófsmenn þessir eru af ýmsu tagi, allt frá harðlfnu- mönnum er styðja Rússa til Maóista, fjölflokkakerfismanna og eftirlifandi fasista frá tfmum sfðari heimsstyrjaldar- innar. Síðan í september 1974 hafa að minnsta kosti sextíu og fjórir Moskvumenn, þrjátíu og sex króatískir þjóðernissinnar, þrjátíu og átta Maóistar af albönskum uppruna og tuttugu aðrir verið fangelsaðir fyrir pólitíska glæpi. Embættismenn álíta Moskvumennina hættulegasta, ekki sízt vegna meintra sam- banda þeirra víðsvegar um Austur-Evrópu. Undirbúningur Titos Tito forseti hefur vandlega búið þjóðina undir dauða sinn og gengið nokkuð tryggilega frá þvf að fleiri en einn maður fari með stjórn — einkum til að vera viss um að hlutleysis- stefnan gildi áfram og landið komist ekki undir algjör yfirráð Sovétríkjanna. Ný stjórnarskrá gekk í gildi f febrúar 1974. Samkvæmt henni verður forsetavaldið í höndum átta fulltrúa úr hinum ýmsu landshlutum auk flokks- formannsins og þrjátíu og tveggja manna ríkisráðs, eða ríkisstjórnar. Samkvæmt lögum kommúnistaflokksins er stjórn hans í höndum fjörutíu og sjö manna. Það fyrirkomulag hefur þegar verið tekið upp að nokkru leyti, eins og stjórn landsins sjálfs, en þó að sjálf- sögðu á þann hátt að völd Titos eru hvergi skert enn þá. XXX Maðurinn, sem almennt er talið að hafa muni hvað mest áhrif í landinu eftir daga Titos er Edvard Kardelj, 66 ára gamall, félagi f miðstjórn flokks og ríkis, og um langt árabil nánasti samstarfsmaður Titos forseta. Aðrir áhrifamenn eru til dæmis Stane Dolanc, ritari framkvæmdanefndar flokksins, Milos Minic utanrfkisráðherra, Nikola Ljubicic varnarmála- ráðherra og Dzemal Bijedic forsætisráðherra. Varaforsetaembættið gengur árlega á milli þeirra manna, er eru handhafar forsetavaldsins. Núverandi varaforseti er Vidoje Zarkovic. En vilja þeir af- sala sér völdum? Vmsir hafa látið f ljós áhyggjur yfir framtfðarskipan mála I Júgóslavíu, einkum vegna þess, að með hringgangi valdamestu embættanna eru I landinu nokkuð margir einstaklingar, er hafa setið I valdamiklum stöðum og kunna að hafa eitthvað á móti því að afsala þessu valdi f hendur öðrum. Menn láta sér einnig detta f hug að eftir dauða Titos geti komið upp ýmis lögfræðilegur ágreiningur um valdsvið þeirra stofnana, sem Tito sjálfur ræður nú einn. Komi til valdabaráttu þegar Tito er horfinn af sjónarsviðinu er lfklegt að hún verði mjög víðtæk. Jafnframt gæti hún ýtt undir aukin umsvif ýmissa minnihlutahópa, bæði þjóðernislegra og stjórn- málalegra. En Tito sjálfur hefur ekki áhyggjur. Hann segir að nýja kerfið hafi þegar sannað ágæti sitt. Nýlega sagði hann f viðtali við blaðamann í Belgrad: „Ég get farið hvenær sem er án þess að nokkuð breytist.“ að borga sekt vegna kjaftháttar. Skipulögð blekkingar- starfsemi eða þekkingarskortur Þjóðinni hefur verið innprentað gagnrýnislaust allt frá árinu 1973 að mikil þörf væri á að fá 200 mílna fiskveiði- lögsögu. Einhvern veginn hef- ur alltaf gleymst að segja frá þvf að yfir 90% af öllum þeim fiski sem við öflum er veiddur innan 50 mílna. Utan 50 mflna eru einungis örfá karfamið og ufsamið og svolítið af fiskimið- um og svolítið af fiskimiðum upp við Grænlandsstrendur, inni á Dormbankanum. Innan 50 mílna eru öll þorsk- miðin, ýsumiðin, þar er síldin veidd, loðnan, krabbadýrin, megnið af flatfiski, nema helst grálúðan. I stuttu mali ma segja að svæði utan 50 mílna skipti okkur sáralitlu rnáli ef hugað er um fiskveiðar eingöngu. Nú er hafsvæðið milli 50 og 200 mflna 16 sinnum stærra en hafsvæðið innan 50 mílna. Ef yfir 90% af aflanum eru fengin Kjallarinn Reynir Hugason innan 50 mílna í hve mikinn kostnað borgar sig þá að leggja fyrir þessi tæ| u 10% af fiski sem fengin eru utan 50 mílnanna? Kostnaðurinn við land- helgisgæsluna margfaldast við að færa úr 50 mílum út f 200 mílur. Það er þegar viðurkennt þó heildarkostnaðaraukinn á ársgrundvelli sé enn ekki þekktur. Með tilliti til þessara staðreynda verður að álita að stjórnmálamenn séu annað- hvort sekir um stórhættulega blekkingarstarfsemi eða hreinan þekkingarskort. I umræðum um gildi út- færslu okkar í 200 sjómilur hefur aldrei komið til álita vinnsla á öðrum auðæfum sjávarins en fiski. Það hefur aldrei verið notað sem rök fyrir okkar útfærslu að ýmis auðæfi gætu verið undir hafsbotninum milli 50 og 200 milna, sem vert væri að berjast fyrir að fá umráðarétt yfir. Framsýni stjórnmálamanna virðist vera afar takmörkuð þrátt fyrir fjálglegar umræður í blöðum. Aldrei heyrist minnst á þann möguleika á opinberum vettvangi að við kunnum að eiga fjársjóð undir hafs- botninum milli 50 og 200 mflna n-ausiur af Islandi milli Jan Mayen og íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári fundu Rússar Jjykk setlög n- austur af íslandi, sem gátu bent til þess að undir hafs- botninum væri olía. Dýp- ið á þessum stað er um 1100 metrar. Sérfræðingar segja að eftir 5-10 ár verði unnt að vinna olíu á svo miklu dýpi með neðansjávarborpöllum. Ef rétt er að olía sé þarna undir hafs- botninum, þá getur þarna verið um að ræða mun meiri fjársjóð en nemur verðmæti alls fisks sem veiddur verður í áratugi á Islandsmiðum. Stjórnvöld eru algjörlega sofandi gagnvart þessum möguleika og ekkert hefur verið gert til þess að kanna hvort þarna sé raunverulega um olíufjársjóð að ræða, engu fjármagni hefur verið veitt til frekari rannsókna á svæðinu og Landgrunnsnefnd, sem á að annast þessar rannsóknir, hefur meira að segja verið lögð niður. Útfærsla okkar á fiskveiði- lögsögunni úr 50 mflum f 200 milur hlýtur að hafa verið ótfmabær ákvörðun án sérstaks markmiðs og hlýtur f sögunni að verða dæmd stjórnmála- brella er hafi gersamlega mis- tekist. Uuærslan mælist mjög illa fyrir erlendis þar sem hún hefur f fyrsta lagi enga efna- hagslega þýðingu sem slfk fyrir okkur og getur aðeins verið merki um græðgi og eiginhags- munastefnu. Við hefðum staðið mikið betur að vígi með 50 mflna fiskveiðilögsögu nú, því engin þjóð efast um nauðsyn þess að vernda fiskstofna fyrir ofveiði. Aðaláhersluna í okkar baráttu verður að leggja á verndun fiskistofna, hitt skiptir minna máli hvort fiskveiðilögsagan er 50 mílur eða 200 mflur. Raunar þykir flestum þjóðum 50 mflna fiskveiðilögsaga smáskftur og alveg sjálfsagður hlutur. 200 mílur eru hins vegar annað og miklu meira sem erfitt ætlar að verða að ná samkomulagi um á alþjóðlegum vettvangi. A meðan á þessu þófi stendur eru fiskimið okkar skafin og smáfiskadrápið er gegndar- laust. Við erum sjálfir að éta upp bústofninn og útsæðið á meðan við stöndum f kostnaðar- sömum hernaði og rífast um hluti sem engu máli skipta. Revnir Hugason verkfræðingur. ✓

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.