Dagblaðið - 25.05.1976, Side 13

Dagblaðið - 25.05.1976, Side 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976. 13 gþróttir íþróttir íþróttir Éþróttir rótlur irkum d í gœrkvöld þeim dýrkeypt. A 45. mínútu tók Ólafur Júlíussonhornspyrnu, gaf boltann vel fyrir. Jón Þorbjörns- son hugðist slá knöttinn burt en misreiknaði sig illilega, og Sig- urður Björgvinsson skallaði bolt- ann örugglega í netið, Jón víðs- fjarri góðu gamni úti í teig, 0-2. Þróttur hafði vart tíma til að byrja á miðju fyrir hálfleik. „Það er von að við fáum mörk á okkur þegar grundvallarreglur eru þverbrotnar,” sagði Sölvi Öskarsson, þjálfari Þróttar í hálf- leik og hver láir honum. Svo virtist sem Keflvíkingar ætluðu að kafsigla hina ungu Þróttara í síðari hálfleik. Skemmtilegar uppbyggðar sóknir sundruðu vörn Þróttar og á 5. mínútu komst Ólafur Júlíusson einn inn fyrir og átti aðeins Jón markvörð eftir en honum brást illa bogalistin, skaut framhjá. En svo virtist sem markið lægi í loft- inu. Ólafur byggði spil upp á miðjunni ásamt Gísla Torfasyni og Keflvíkingar höfðu öll ráð Þróttara í hendi sér, og virtist vonleysi vera að grípa um sig í herbúðum Þróttar. ' En knattspyrnan er óútreikn- anleg og á 15. mínútu var það Þróttur, sem skoraði. Sverrir Brynjólfsson fékk boltann um 30 metra frá marki og hann sendi háan bolta að marki. Þorsteinn var kominn of framarlega og yfir hann fór boltinn og eins í net- möskvana, 1-2. Markið verður að skrifast á reikning Þorsteins, en skot Sverris var talsvert erfitt, mikill snúningur og sveigja var á ferð boltans. Við markið vöknuðu Þróttarar aftur, barátta náðist upp en vörn Keflvíkinga með þá félaga Einar Gunnarss. og Guðna Kjartansson var þétt fyrir. Reyndu Þróttarar að skjóta af löngu færi en Þor- steinn hafði lært sína lexíu og átti aldrei í erfiðleikum. Lokatölur: Þróttur — Keflavík 1-2. Greinilegt er, að ýmsir leik- menn Þróttar hafa enn ekki náð að brúa bil 2. deildar og yfir í 1. deild. Liðið gerir, eins og Sölvi sagði, grundvallarmistök í vörn og því verða Þróttarar að breyta. Efniviðurinn er í liðinu, sjálfs- traust og leikreynslu vantar. Keflavík hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína i 1. deild. Nokkr- ir ungir leikmenn hafa komið inn í liðið, leikmenn sem hefur tekizt að fylla í skörð „gömlu mann- anna” með undraverðum hætti. Þar á ég við þá þremenninga, Einar Ólafsson, Sigurð Björgvins- son og Rúnar Georgsson, Ólafur Júllusson kom ákaflega vel út sem tengiliður, flinkur og út- sjónarsamur og hann ásamt Gísla Torfasyni byggði upp margar skemmtilegar sóknarlotur. Vörn- in er traust, Einar og Guðni standa ávallt fyrir sínu og eins var Lúðvík Gunnarsson traustur sem hægri bakvörður. Leikinn dæmdi Valur Benediktsson vel. h.halls i lands- inton Föroya Fiskasölu, Thorshavn. Hér er urn að ræða farandbikar, sem keppt skal um árlega i fimm ár og er þar með tryggt, að lands- keppni í badminton við Færeyinga mun fara fram næstu árin. Fararstjóri í þessari ferð verður Rafn Viggósson. A myndinni til vinstri sendir Deckarm knöttinn yfir varnarmúr Dankersen, Busch (nr. 10), Becker (6) og Buddenbohm (4), en til hægri er knötturinn á leið framhjá markverði Dankersen, Reiner Niemeyer, sem átti frábæran leik í markinu. Feldhoff skoraði. Spennon lokamínútumar meiri en orð fó lýst! Dankersen 17.5 1976. Eins og í fyrra heita Þýzka- landsmeistararnir í ár Gummers- bach. í hörkuspennandi og afar hröðum úrslitaleik tókst þeim að bera sigurorðið af Dankersen 12- 11. Sigurmarkið kom aðeins 45 sek. fyrir leikslok, er Klaus Schlagheck notfærði sér gróf varnarmistök Dankersenliðsins, flaug inn úr horninu og skoraði óverjandi fyrir bezta leikmann I vallarins, Niemeyer markvörð Dankersen. Eftir þetta mark brut- ust út gífurleg mótmæli — bæði meðal leikmanna Dankersen og áhorfenda, því Schlaghech sté ' greinilega með hálfan fótinn á línuna, en dómarinn Reichel og Tetens sáu ekkert athugavert og dæmdu markið gilt. Síðasta sókn Dankersen rann svo út í sandinn, er þýzki landsliðsmaðurinn Gerd Becker grýtti knettinum í tauga- æsingi út i áhorfendabekkina. Þessi 27. úrslitaleikur í þýzku deildinni, sem fram fór í Frankfurt, átti sér eina sérstö'ðu og það var hversu geysisterkan varnarleik bæði liðin sýndu. Öhætt er að fullyrða að Danker- senliðið hefur sjaldan eða aldrei náð jafnvel saman í varnar- leiknum. Þar við bættist svo, að hinn aðeins 21 árs markvörður liðsins, Reiner Niemeyer, átti sinn bezta leik frá upphafi síns ferils. Svo stórkostleg var mark- varzla hans, að Klaus Kater mark- vörður Gummersbach, sem varði sem berserkur hinum megin á vellinum, féll algerlega í skuggann fyrir Niemeyer. Dankersenliðinu gekk mjög illa að finna glufu í þéttum varnar- múr Gummersbachrisanna, skoraði sitt fyrsta mark eftir 17 mín. leik, en til þess tíma hafði Westebbe skorað tvö mörk fyrir Þýzkalandsmeistarana. Hansi Schmidt og Deckarm skoruðu næstu mörk og komu Gummers- bach í 4-1. Gummersbach komst svo í 5-2, 6-3, og leiddi í hálfleik með 6-4. Athyglisvert er að öll mörk Dankersen í hálfleiknum voru skoruð af Walter von Oepen, ungum leikmanni, sem verið hafði til þessa leiks óskrifað blað I árangri liðsins á keppnistíma- bilinu. 1 byrjun síðari hálfleiks minnkaði Ólafur H. Jónsson muninn í 6-5, en eftir það virtist sem allt loft væri pumpað úr Dankersenliðinu, misheppnaðar sendingar og misheppnuð skot leiddu til þess, að Gummersbach náði 4 marka forskoti 9-5. Þegar hér var komið sögu áttu vfst flestir von á því að Gummersbach myndi auka muninn og sigra auðveldlega, eins og skeði í úr- slitaleik þessara liða i fyrra. Svo var þó ekki. Nú kom frábær leik- kafli Dankersen, sem Gummers- bach átti ekkert svar við. Geysi- barátta í vörn sem sókn þjappaði liðinu saman og áður en nokkur hafði áttað sig var staðan orðin jöfn 9-9, þegar átta mín. voru eftir til leiksloka. Þessar 8 síðustu mín. voru svo sannarlega meira spennandi en orð fá lýst. Hinir rúmlega 6 þúsund áhorfendur voru flestir risnir á fætur og hvatningarhrópin voru gífurleg. Westebbe prjónaði sig í gegn og fiskaði víti er Deckarm skoraði örugglega úr. Waltke jafnaði þó fljótlega með lúmsku langskoti, sftir að hafa platað Kater í öfugt horn. Nú fylgdi löng sóknarlota Gummersbach, því enga smugu var að finna í Dankersenvörn- inni. Dómararnir komnir að því að flauta leiktöf, er Hansi Schmidt lyfti sér upp fyrir utan og bombuskot hans réði Niemeyer ekki við, 11-10 fyrir Gummersbach og llA mín. til leiksloka. Eftir varnarmistök frá Hansa Schmit, læddi von Oepen sér I gegn, — gripið var í hönd hans og vlti dæmt. Von Open tók vítið sjálfur og jafnaði 11-11. Það sem á eftir skeði er svo lýst I upphafi greinarinnar. Reiner Niemeyer, Ólafur H. Jónsson, Walter von Oepen og Gerhard Buddenbohm (lykilmaðurinn I /örninni) voru beztu menn Dankersenliðsins, en þýzku lands- iðsmennirnir Becker og Busch orugðust algerlega. Sérstaklega sá síðarnefndi, sem átti yfir tiu misheppnaðar skottilraunir I leiknum. Bestu^ menn Gummersbach voru markvörður- inn Kater, ásamt Brand og Fjeldhoff. Mörk Dankersen skoruðu von Oepen 5/2, Ólafur 4, Waltke 1 og Buddenbohm 1. Mörk Gummers- bach skoruðu Deckarm 32, Westebbe 33, Schmith 2, Feldhoff 2, Brand 1 og Schlaghech 1. Sagt eftir leikinn. Rolf Jager þjálfari Gummers- bach: Eins og ég átti von á varð þessi leikur okkur geysilega erfiður. Þegar við komumst I 9-5, var leikurinn að áliti ýmissa leikmanna unninn og það hafði næstum kostað okkur sigurinn. Við unnun þennan leik ekki bara á heppni því leikurinn var alltaf I okkar höndum. Hans Sulk þjálfari Dankersen: Eftir að hafa jafnað metin I slðari hálfleik, höfum við næga möguleika til sigurs en I svona tvísýnum leik sem þessum þarf heppnin einnig að vera hliðholl, en brást okkur þó að þessu sinni. Með dómgæzluna var ég mjög óánægður. Valdo Stenzel, landsliðsþjálfari V-Þýzkalands: Dankersen trúði aldrei á þann möguleika að liðið gæti sigrað og það varð því að falli. Dómgæzlan I leiknum var til skammar og er ég ekki á eitt sáttur með að þessir dómarar verði fulltrúar V-Þýzkalands á leikjunum I Montreal. Auf Wiedersehen. -Axel Axelsson. /

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.