Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.05.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 25.05.1976, Qupperneq 15
DAtiBLAtHt). PKIÐ.Jl'DACl K 2ö. M AI lflTIi Framhaldsdeildin í Heyrnleysingjaskólanum kennir m.a. undirstöðu- atriði fyrir iðnnóm Þegar Jón kom svo heim frá Bergen komst á' góð samvinna meö honum, Brandi og Guð- mundi Einarssyni kennar? við Heyrnleysingjaskólann. Brandur fór til Birgis Thorla- eius ráðune.vtisstjóra mennta- málaráðuneytisins og veitti ráðune.vtið góðfúslega leyfi sitt til þess að stofnuð yrði fram- haldsdeild í Heyrnleysingja- skölanum, þar sem meðal ann- ars eru kennd undirstöðuatriði fyrir iðnnám. Hefur Jón ásamt Guðmundi kennt flatarmáls-, rúm- og fríhendisteikningu ásamt reikningi. Jón sagði að sér hefði gengið kennslan vonum framar. Þó hefði hann stundum notað túlk, þegar illa gekk að skilja, en sá var Friðjón Erlendsson og heyrði hann einna bezt af nem- endunum. Friðjón er einmitt nú að taka lokapróf sitt í bif- vélavirkjun og við tókum hann tali. Friðjón er seigur Hann er að Ijúka prófi í bifvélavirkjun ,,Mér hefur gengið bara vel," segir hann okkur, þar sem hann er að huga að einhverjum stykkjum úr bíl, sem hann er að gera við. ,,Eg hef unnið hjá Bifreiðasölu Akureyrar, BSA, þar sem ég hef líka lært," upp- lýsir hann jafnframt. En Frið- jón er Akureyringur. Við spyrj- um af hverju bifvélavirkjun hafi orðið fyrir valinu. Svarið var að það hafi svo sem verið með hann eins og marga aðra stráka. Áhugi fyrir vélum kom snemma og svo keyrði Friðjón traktor, þegar hann var í sveit hér áður. Friðjón er 23 ára og hlakkar mikið til þess að ganga út með prófskírteini sitt sem bifvélavirki núna í júní. Mikið af þeim fagbókum sem kenndar eru í Iðnskólanum eru á ensku eða norðurlandamál- um. Hvernig gengur þér að botna í þeim? spyrjrm við. Les þó bara úr myndunum þegar tungu- mólakunnóttuna vantar „Jú, það eru skýringarmynd- ir í bókunum," er svarið. „Frið- jón er tíka klökur og seigur náungi," skýtur kennari hans, Ingibergur Elíasson, inn í. Bifvélavirkjun hefur verið fjögra ára nám, en með tilkomu verknámsaðstöðunnar í Iðn- skólanum verður komizt af með þrjú ár. „Nemendur fá þá lika nægan tíma til þess að sinna alvöru- verkefnum. Ekki er rekið á eftir og menn gera fleira dag eftir dag en að sópa eða gera við púströr," segir Ingibergur. Hörður kominn með eigin skóvinnustofu Auk þeirra sem við höfum sagt frá hér að framan hefur einn heyrnleysingi í viðbót, Hörður Steinsson, stundað nám í Iðnskólanum og lauk hann verklegu sveinsprófi I skósmíði í fyrra. Þvi prófi lauk hann þrátt fyrir bæði heyrnarleysi og meðfædda spastíska lömun, en hún gerir það að verkum að hann hefur ekki fullkomna stjórn á hreyfingum sínum. En Hörður er ekki af baki dottinn og hefur nú opnað sitt eigið skósmíðaverkstæði að Berg- staðastræti 10. Við fengum frekari upplýs- ingar um tækniteiknaranámið, sem tekur eitt ár I dagskóla en tvö ár í kvólddeild. Helgi segir okkur að skólinn hafi verið starfræktur í tíu ár. Inngöngu- skilyrði sé gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun. Kvenfólk er í meirihluta. I tólf manna deild hafa kannski verið 2—3 karl- menn, en í ár er þar enginn. Atvinnumöguleikar hafa verið miklir fyrir tækniteikn- ara því að mikill hörgull hefur verið á þeim. „Flest allir fengu vinnu fram að síðastliðnu vori," segir Helgi, „en þá kom aftur- kippur í atvinnumál okkar, sem einnig bitnaði á tækniteiknur- um.” Heyrnarlausir geta tekið bílpróf Svona í iok samtalsins kom það til tals, hvernig Sigurbjörg kæmist á milli skólanna tveggja og heimilis síns. Það kom í ljós að hún keyrir bíl eins og her- Hér standa þeir Fríðjón og kennari hans Ingibergur við einn bíiinn, ef bíl skyldi kalla, en hann er notaður við kennsluna i Iðnskólanum. foringi. „Það hafðist í gegn fyrir nokkrum árum, mikið fyrir at- beina Brands skólastjóra, að heyrnleysingjar fengju bíl- próf,” sagði Unnur. „Enda hefur heyrnarleysið ekki svo mikið að segja. Athyglisgáfan er skarpari hjá heyrnleysingj- um og þeir taka meira eftir öllum hreyfingum I kringum sig en þeir sem heyra. Það eina sem þeir þurfa að hafa fram yfir aðra bílstjóra eru auka- speglar." — EVI Félag sjálfstœðismanna i Hlíða- og Holtahverfi heldur almennan fund í Snorrabæ (Austurbæjarbíói). Fundarefni: Staöa íslands í vestrænni samvinnu. Frummælandi: Kristján J. Gunnars- son fræöslustjóri (varaþingmaður). Fundartími kl. 20.30 í kvöld. Stjórnin. Til sölu lítil bifreiðavarahlutaverzlun Upplýsingar í síma 14925 Gaffallyftarar Getum útvegað nokkra notaða dísil gaffallyftara með 2000 kg lyftugetu til afgreiðslu f ágúst '76 G. Þorsteinsson og Johnson Ármúla 1 - Sími 85533 Hjallfiskur h/f Sel brotaharðfisk og mylsnu nœstu daga. Opið frá kl. 8 - 6, laugardaga I - 5 Hjallfiskur h/f Hafnarbraut 6 — Kópavogi “ - FERÐASKRIFSTOFA RlKISIIVS fOURISt HKINGVEGURINN 8 daga hópferð um hringveginn kringum landið dagana 21 —28. júní. Ekið í þægilegri langferðabifreið. gist og borðað á hótelum. Fróður leiðsögumaður verður með í ferðinni. Verð kr. 49.150 á mann, allt innifalið Kynnið yður nánar ferðatilhögun á skrifstofu vorri að Reykja- nesbraut 6 símar 1 1 540 og 25855.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.