Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.06.1976, Qupperneq 8

Dagblaðið - 09.06.1976, Qupperneq 8
„MITT MESTA YNDI ER AÐ ÆFA MIG" . — segir Michola Petri, sem f erðast 16 klst. leið frá Danmörku til Þýzkalands íflaututíma ^ —y „ísland er yndislegt og það er ofsagaman að fá að koma hing- að,“ sagði Michala Petri, heims- frægur flautuleikari, þegar blaðamáður Dagblaðsins heim- sótti hana og fjölskyldu hennar í Norræna húsinu, en þau eru hér á tónleikaferð í tilefni lista- hátiðarinnar. Þau eru tvö systkinin Michala 17 ára og David 14 ára, sem ásamt móður sinni mynda Michala-flaututríóið. Þau héldu sinn fyrsta konsert í gærkvöldi, en áður ferðuðust þau lítið eitt til Krísuvíkur og nágrennis. Þau eru yfir sig hrifin af land- inu og hlakka til að sjá meira, en á fimmtudag halda þau til Gullfoss og Geysis og á föstudag verða tónleikar á Akureyri. Michala er hnyttin, brosmild og elskuleg stúlka, sem auð- sjáanlega nýtur lífsins til fulln- ustu, þó eflaust sé það oft erfitt fyrir svo unga stúlku að vera heimsþekktur einleikari. ,,Eg byrjaði að spila á blokk- flautu þegar ég var þriggja ára,“ segir hún. „Það greip mig strax og ég helgaði tónlistinni allar mínar stundir. Ég sótti skóla heima í Danmörku í fjög- ur ár en skyldunámið er níu ár. Eftir það fékk ég einkakennslu til að geta sinnt tónlistinni bet- ur. Tíu ára byrjaði ég i tímum hjá Ferdinand Conrad próf- essor í Hannover, og hefur hann verið kennari minn síðan. Fyrst í stað fór ég einu sinni í viku í tíma, en það var erfitt því það tekur átta tíma að aka hvora leið frá heimili okkar í Kaupmannahöfn og til Hannover. Nú orðið sæki ég tíma einu sinni í mánuði. Ég fæ ekki að taka einleikarapróf fyrr en ég er orðin átján ára, en þangað til er bara um að gera að æfa sig nóg. Yfirleitt fara milli sjö og átta tímar á dag í æfingar hjá mér. Mig langar að ferðast um sem einleikari, en reikna með að verða að kenna líka til að geta séð almennilega fyrir mér,“ segir hún að lokum. David er karlkyns fulltrúinn í tríóinu og hefur auðsjáanlega lært af reynslunni að láta kven- fólkinu eftir orðið, því hann hafði frekar lítið til málanna að leggja. Hann sagði okkur þó að hann hefði spilað á sellóið frá tíu ára aldri og fyrsti kennari hans var Gunnar Kvaran. Nú stundar hann nám í tónlistar- skóla í Kaupmannahöfn, auk þess sem hann á eftir tvö ár af almenna skyldunáminu. Hann stefnir að því, eins og systir hans, að verða einleikari og ætl- ar eingöngu í tónlistarnám að lokinni skylduskólagöngu. „Þetta er mikil vinna og álag oft á tíðum," segir móðir þeirra, Hanna Petri, en hún annast semballeikinn í tríóinu. ,,En það er fyrir öllu að krakkarnir lifa fyrir tónlistina og hafa mesta löngun til að æfa sig og spila. Þau loka sig þó ails ekki inni eða einangra sig, heldur eiga sína vini og kunningja, skreppa í bíó og leikhús og gera yfirleitt það sem þau hafa löng- un til. Nú þegar við komum heim verður tónleikahald allt fram í júlí, en þá tökum við okkur sumarfrí og svo byrjar önnur vertíð í ágúst.“ Frú Hanna Petri er lærður píanóleikari, en tók til við sembalinn þegar börn hennar fóru að þarfnast undirleikara. Hún var m.a. samtíða Guðrúnu Kristinsdóttur við tónlistarnám í Kaupmannahöfn og Vin. Auk þess að vera meðlimur tríósins kennir hún hljóðfæraleik. Michala-tríóið hefur fengið frábæra dóma hvarvetna og hefur Michala jafnvel verið nefnd heimsmeistari í blokk- flautuleik. Aðrir tónleikar þeirra verða í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Þau munu dveljast hér fram á sunnudag. —JB DAGBl.AÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 9. JCNÍ 1976 Hver ó mig? A myndinni eru talið frá vinstri: David, Michala, frú Petri og hr. Gommans. Sverrir og Tómas forstjórar Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur samþykkt að gera þá tillögu til ríkisstjórnarinnar að Sverrir Hermannsson og Tómas Árnason verði skipaðir forstjórar Framkvæmdastofnunarinnar. Þá var samþykkt að Guðmundur B. Ólafsson, sem verið hefur for- stöðumaður lánadeildar, verði skipaður framkvæmdastjóri lána- deildar. Ennfremur var samþykkt að Bjarni Bragi Jónsson, forstöðu- maður áætlanadeildar, verði sett- ur framkvæmdastjóri þeirrar deildar til 1. september næstkom- andi. Þess má geta að ríkisstjórnin skal skipa forstjóra Fram- kvæmdastofnunar og fram- kvæmdastjóra einstakra deilda hennar samkvæmt tillögum stjórnarinnar. —BA Hún Valgerður Gunnarsdóttir í Barmahlíð 17 fann þennan hvolp á förnum vegi núna á dögunum. Nú er bara að vita hver eigandinn er. DB-mynd Björgvin „ÞAU ERU SVO VEL SKRIFUÐ, EINS 06 EFTIR KENNARA" — sagði Gísli Gíslason sem fann gömul skjöl í Bernhöftstorfunni „Eg fór bara þarna inn í skúr- inn af forvitni og þá fann ég þessi skjöl. Ég tók bara nokkur, hin hafa farið á öskuhaugana," sagði Gísli Gíslason. Gísli var hjá föður sínum, Gisla Fedínandssyni skósmið í Lækjar- götunni, og í leiðinni labbaði hann upp að skúrnum sem brann en hann var á bakvið gamla land- læknishúsið að Amtmannsstíg 1. Þar var verið að ýta honum niður og að sögn Gísla var þarna mikið af alls konar skjölum. Ilann tók nokkur með sér og kom með þau og sýndi okkur. Þetta eru 'skjöl frá árunum um aldamótin, orðin gul og þvæld. Við litum í gegn um þau og sum voru merkt sem trúnaðarmál og auðvitað voru þau á dönsku. „Þetta hlýtur að vera eitthvað merkilegt og svo eru þau svo vel skrifuð, alveg eins og eftir skriftarkennara." sagði Gísli. „Þegar við pabbi fórum að skoða þetta, þá sáum við nafn eins manns sem er frændi okkar, það var gaman að þvi að þekkja ein- hvern, þvi það er minnst á margt fólk i skjölunum.” — KP. Gísli Gislason kom með skjalahunka á ritstjórn Dagblaðsins og sýndi okkur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.