Dagblaðið - 09.06.1976, Page 13

Dagblaðið - 09.06.1976, Page 13
Markvörður Vikings Diðrik Ólafsson sýndi mikið öryggi í allri markvörzlu sinni í gærkvöld. Hér grípur hann örugglega sendingu fyrir markið. Arni Guðmundsson er við öllu búinn og af svip Róberts má lesa, ailt í lagi, Diddi á þennan. Annars er það í frásögur færandi að Víkingur hefur leikið við Reykjavíkurfélögin F'ram, KR og Val og hlotið 4 stig — helmingi fleiri stig en í viðureign Víkings við þessi lið á öllu keppnistímabilinu i fyrra! DB-mynd Bjarnleifur. Þrumufleygur, og fyrsta tap KR varð staðreynd! — Yíkingur sigraði KR 2-1 í 1. deild á Laugardals velli Hvílíkt mark! Það var á 18. mínútu síðari hálfleiks í leik Vík- ings og KR í 1. deild ísiandsmótsins i gærkvöld að Víkingar fengu horn- ípyrnu. Stefán Halldórsson tók hornspyrnuna, gaf vel inn í teiginn. Hinir sterku varnarmenn KR sköll- uðu frá beint fyrir fætur Gunnlaugs Kristfinnssonar.sem stóð rétt fyrir utan vitateig. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina drengurinn, heldur skaut viðstöðulaust þrumu- skotj neðst í hægra markhornið, óverjandi fyrir Magnús Guðmunds- son markvörð KR. Magnús hreyfði vart legg eða lið enda krafturinn í skotinu siíkur að ekki festi auga á — knötturinn bara lá í netinu. Þau gerast ekki öllu glæsilegri eða fastari skotin þó víða sé leitað. Þetta glæsilega mark færði Víkingi sigur gegn KR, 2-1, í jöfnum leik þar sem sigurinn gat lent hvoru megin sem var. Jafntefli ef til vill rétt- látust úrslit. Já, leikurinn í gær var milli þeirra liða sem fæstum stigum hafa tapað, utan Vals. KR enn ósigrað, Víkingur tapaði tveimur stigum fyrir Val. Enda bar leikurinn ke. n af þvi. Harður og mikil barátta á miðjunni einkenndi leikinn, sem á köflum var vel leikinn. Víkingar voru aðgangsharðari ef eitthvað var og það var Víkingur, sem tók forystu í fyrri hálfleik. Eiríkur Þorsteinsson lyfti knettin- um yfir vörn KR, Öskar Tómasson var einn á auðum sjó og skoraði fram hjá Magnúsi, sem kom úl á móti. Vel gert hjá Öskari en litlu munaði að Magnúsi tækist að verja i öllu falli kom hann við boltann en í netið fór hann. Fátt var um góð marktækifæri í fyrri hálfleik, þó skömmu eftir markið var Jóhann Torfason einn frír og skallaði frá markteig en Dið- rik Ólafsson markvörður Víkings varði vel. Í byrjun síðari hálfleiks voru Vík- ingar mun frískari og einhverjum varð að orði að nú mundu Víkingar kafsigla KR-inga. En hvernig er ekki knattspyrnan! KR skoraði í sínu fyrsta upphlaupi, að talist gat í síðari hálfleik. Það var á 12. mínútu að Sigurður Indriðason, bakvörður KR gaf háan bolta að marki Víkings. Róbert Agnarsson missti knöttinn yfir sig og Jóhann Torfason komst innfyrir og skoraði fram hjá Diðrik, sem kom hlaupandi út, nokkuð slysalegt hjá Víkingum. en 1-1. Það var síðan á 18. mínutu að draumamark (iunnlaugs kont, það eitt út af fyrir sig verðskuldaði sigur. KR fékk gullið tækifæri til að jafná skömmu síðar. Eftir hornspyrnu skaut Hálfdán Örlygsson rétt fram hjá en smám saman náðu Víkingar betri tökum á leiknum og fyrsti ósigur KR í Islandsmótinu stað- reynd, Víkingur — KR 2-1. Þessi leikur í gærkvöld var aðeins þriðji leikur Víkings í íslandsmót- inu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur stigum, stigi minna en Valur. Greinilegt er að Víkingur verður í efri helming deildarinnar í ár, liðið er ákaflega heilsteypt og mikill styrkur var liðinu að Stefán Halldórsson, sem ekki hefur leikið vegna meiðsla, kom inn. Þrátt fyrir að Stefán stingi við fæti og væri greinilega ekki búinn að ná sér skerpti hann sókn Víkings mikið. Helgi ,,Basli“ Helgason var í leik- banni og Adolf Guðmundsson tók stöðu miðvarðar, við hlið Róberts. Adolf átti skínandi leik, útsjónar- samur leikmaður. Hins vegar var Róbert Agnarsson óöruggur og ólík- ur sjálfum sér. Þrátt fyrir sitt fyrsta tap í ís- landsmótinu má ljóst vera að mikil framför hefur verið í KR-liðinu und- anfarið. Liðið saknaði greinilega fyrirliða síns, Halldórs Björnssonar og kom það illa niður á baráttunni um miðjuna, hana unnu Víkingar. Hins vegar styrkir endurkoma Halldórs KR mikið og ljóst má vera að KR verður í efri helming 1. deildar. Dómari leiksins var Valur Bene- diktsson. Honum fórst dómgæzlan illa úr hendi. Valur hefur ákaflega litla yfirferð — enda að nálgast fimmtugsaldurinn. h.halls. Hart verður barizt í 2. deild í kvöld Þrír leikir verða háðir i kvöld í 2. deild fslandsmótsins í knatt- spyrnu. Þeir eru í 5. umferð ís- landsmótsins — þegar hafa leikið í 5. umferð Völsungur og KA, 1—3. A Laugardalsvellinum mætast efstu liðin í 2. deild — Armann og ÍBV, ekki er að efa að hart verður barizt. Armenningar hyggja á stóra hluti í sumar en ljóst er að ÍBV ætlar sér ekkert minna en 1. deiidarsæti næsta sumar. A Selfossi mætast botnliðin í 2. deild — Selfoss og Re.vnir. Sel- fyssingar hafa þegar hlotið stig — hins vegar á Re.vnir enn eftir að fá stig í hinni hörðu baráttu 2. deildar. Loks mætast á Akureyri Þór og Ilaukar. Við talsverðu hefur verið búizt af báðum liðum, sem þó ef til vill hefur ekki alveg rætzt. En aðeins fjórar umferðir eru búnar, 12 eftir og því allt opið enn. Vormót ó Akureyri Akureyri 5. júní 1976 f siðustu viku og nú um helgina var háð vormót yngri flokkanna á Akureyri. (Jrslit urðu £em hér segir: 6. flokkur KA — Þór (a-lið) 1 KA — Þór (b-lið) 0 KA — Þór (c-lið) 0 5. flokkur KA — Þór (a-lið) 3 KA — Þór (b-lið) 1 KA — Þór (c-lið) 1 4. flokkur KA — Þór 3. flokkur KA — Þór 2. flokkur KA — Þór 0-4 1-2 4-0 KS vann Árroða 5. júní 1976. Siglufjarðar- völlur. 3. deild. KS — Ar- roðinn. Úrslit leiksins urðu þann- ig að Siglfirðingar skoruðu þrívegis en liðsmönnum Arroða tókst aðeins að skora eitt mark. Heimamenn áttu nokkur stangarskot og sóttu mun meira en andstæðingar þeirra. Að öllum líkindum munu Siglfirðingar verða með í baráttunni um efsta sæti 3. deildar. A laugardaginn áttu einnig að leika Magni, Grenivík. og UMSS, Ung- mennasamband Skaga- fjarðar en þeim leik var frestað til mánudagsins 7. júní. St.A. Enski lands- liðshópurinn gegn Finnum Don Revie, landsliðsein- valdur enskra í knattspyrn- unni, valdi í gær landsliðs- hóp í HM-leikinn gegn Finnum síðar í þessum mánuði. Hann bætti Poul Madeley, Leeds, í hópinn — en þeir Roy McFarland, Derby, og Phil Neal, Liver- pool, féllu úr. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Clemence, Keegan, Thompson og Kennedy, Liverpool, Greenhoff, Hill og Pearson, Manch. Utd., Doyle, Corrigan og Royle, Manch. City, Francis og Clement, QPR, Cherry og Madeley Leeds, Rimmer, Arsenal, Mills, Ipswich, Todd, Derby, Brooking, West Ham, Channon, Southampton, Taylor, C. Palace og Wilkins, Chelsea. PUMA fótboltaskór 10 gerðir Verð frá kr. 3.100.- Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði, Breiðholti, sími 75020. KÍapparstíg 44. Simi 11783.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.