Dagblaðið - 09.06.1976, Síða 15

Dagblaðið - 09.06.1976, Síða 15
P.V’BLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGIIR 9. JÚNt 1976 15 4. skoðanakönnun Dagblaðsins: Finnst þér, að (slendingar eigi að vera áf ram í Atlantshafsbandalaginu? „Allt í lagi að hrœða þá svolítið" Mönnum þótti Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, ekki stórtækur í landhelgismálinu. „Já, en það er allt í lagi að hrœða þó svolítið.” (Karl í Keflavík). „Við eigum að nota Atlantshafsbandalagið til að knýja ó um hagstœða lausn landhelgismólsins” (Karl á Reykjavíkur- svœðinu). „Já, vegna þess að því er ósvarað, hvort við gœtum staðið einir og frjálsir án þeirrar aðild- ar.” (Karl á Reykjavíkur- svœðinu). „Ég get ómögulega komið auga á, hvað við höfum í NATO að gera.” (Kona á Reykjavíkur- svœðinu). „Ég var þessu fylgjandi en er orðin mjög óákveðin ná.” (Kona á Akureyri). „Við spekúlerum nú mest í rollurössum hér um þessar mundir.” (Kona í sveit). „Ég er eindregið með því að íslendingar taki þátt í vestrœnni samvinnu.” (Karl í sveit). „Já, en ég tel nauðsyn- legt, að við endurskoð- um stöðu okkar innan bandalagsins.” (Kona á Reykjavíkursvœðinu). „Nei, NATO brást okkur í íandhelgismálinu.” (Karl á Reykjavíkursvœðinu). Þetta eru nokkur dæmi um athugasemdir, sem fólk lét fylgja svörum sínum í skoðana- könnun Dagblaðsins um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Hringt var í 300 manns, 150 konur og 150 karla, og voru 150 á Reykjavíkursvæðinu og jafn- margir úti á landi. Með þessu móti er unnt að fara nærri um skoðanir almennings, svo að ekki á að skakka nema nokkr- um prósentum. Hringt var í númer á ákveðnum stöðum í símaskrá. Karlar eindregnari NATO-sinnar. Stuðningsmenn NATO reyndust i meirihluta. Þó var tæpur fimmtungur þeirra, sem við var talað óákveðinn, svo að fylgi við NATO náði ekki 50 af hundraði. Alls voru rúmlega 43 af hverjum 100 fylgjandi NATO, 31 af 100 andvígur og tæplega 24 af hverjum 100 óákveðnir. Það kann að koma nokkuð á óvart að NATO hafði mun meira fylgi meðal karla en kvenna. Konur skiptust í þrjá nær jafnstóra hópa, með-móti og óákveðnar. Langlíklegast er, að afstöðu kvennanna hafi ráð- ið þreyta á aðgerðarleysi At- lantshafsbandalagsins í land- helgismálinu. Vel að merkja var könnunin gerð fyrir rúmri viku, áður en samið var um landhelgismálið. Meirihluti NATO-sinna var álíka mikill á Reykjavíkur- svæðinu og úti á landi. Á báðum stöðum ultu úrslitin á afstöðu karlkynsins. Ef undan eru skildir þeir óákveðnu, reynast um 60 af hundraði fylgjandi áframhald- andi veru í NATO og um 40 af hundraði andvígir. NAT0 nýtur minna fylgis en áður Fylgi Atlantshafsbandalags- ins er greinilega minna en það hefur verið undanfarin ár. Til samanburðar má taka niður- stöður skoðanakannana Vísis fyrrum, sem gerðar voru með svipuðum hætti og skoðana- kannanir Dagblaðsins eru nú. Hlutfallið var til dæmis 73 gegn 27, Nato-aðild í vil. 1 könnun sem Vísir gerði árið 1968, þegar búið var að undanskilja hina óákveðnu. Árið 1969 var hlutfallið 83 gegn 17, NATO í vil, í könnun Vísis, og það komst upp i 88 gegn 12 árið 1972. Nú er það 60 gegn 40, eins og áður var nefnt. Öákveðnir eru litlu fleiri nú en var í þessum könnunum. Landhelgismálið oftast nefnt Spurt var: Finnst þér, að ís- lendingar eigi að vera áfram í Atlantshafsbandalaginu? Fólk svaraði yfirleitt hiklaust, og at- hugasemdir voru sjaldgæfari en í öðrum skoðanakönnunum, sem Dagblaðið hefur gert. Þegar það kom fram í athuga- semdum, að fólk hefði skipt um skoðun, nefndi það yfirleitt, að NATO hefði ekki hjálpað okkur í landhelgismálinu. Stuðningsmenn aðildar að bandalaginu gátu þess gjarnan, að íslendingar ættu að ástunda vestræna samvinnu, við þyrft- um á vernd að lialda og þar fram eftir götunum. Andstöðumenn aðildar minntust stundum á, að þeir sæju ekki tilganginn með því að vera í hernaðarbandalagi, það gæti verið hættulegt. Nokkuð var um, að fólk nefndi, að við ættum að ætla okkur stærri hlut í bandalaginu og ekki taka við öllu ómeltu þaðan, eða eitthvað á þá leið. Fjórðungur stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar óákveðinn um NAT0. Dagblaðið bar saman svör fólks við spurningunni um afstöðu til ríkisstjórnarinnar og svörin við spurningunni um NATO. Fjórðungur stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar reyndist vera óákveðinn í af- stöðu til aðildar að Atlantshafs- bandalaginu. Talsverður meiri- hluti stjórnarsinna styður NATO, en til eru þeir, sem eru á móti. Talsverður meirihluti and- stæðinga stjórnarinnar er and- vígur aðild að NATO, en NATO á þó verulegt fylgi í röðum stjórnarandstæðinga. Flestir þeirra, sem voru óákveðnir í afstöðu til ríkis- stjórnarinnar, styðja NATO- aðild. Merkilegt er, að aðildin að Atlantshafsbandalaginu nýtur ekki að ráði meira fylgis en dvöl varnarliðsins hér. Hins vegar er andstaðan við NATO miklu minni en andstaðan við varnarliðið, og miklu fleiri eru óákveðnir í afstöðu til NATO en varnarliðsins. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Afram í NAT0 136 eða 451/3% Fara úr NAT0 93 eða 31% Óákveðnir 71 eða 23 2/s% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Áfram í NAT0 59,4% Fara úr NAT0 40,6% V HH KVARTMILUKLUBBURINN Sunnudaginn 20. júní mun Kvartmíluklúbburinn standa fyrir sandspyrnukeppni við Hraun í Ölfusi. Keppt verður í fimm flokkum: 1. flokkur 8 strokka jeppar 2. flokkur 6 strokka jeppar 3. flokkur 4 strokka jeppar 4. flokkur mótorhjól 5. flokkur fólksbílar Vœntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku í síma 50619 fyrir 15. juni. GÓÐ VERÐLAUN — ENGIN KEPPNISGJÖLD. STJÓRNIN. V.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.