Dagblaðið - 13.07.1976, Side 1

Dagblaðið - 13.07.1976, Side 1
 1 1 l 2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1976 — 151. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, ^UGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. RANNSOKNIN MUN HAIDA ## AFRAM AF FULLUM KRAFTI ## — segir Baldur Möller „Rannsóknin mun að sjálf- sögðu halda áfram af fullum krafti hér heima enda er Shiitzh fyrst og fremst ráðgef- andi enn sem komið er,“ sagði Baldur Möller í viðtali við Dag- blaðið. „Hann hefur auðvitað góða aðstöðu til rannsóknar í Þýzkalandi og það er það sem fyrst og fremst réð þeirri ákvörðun ráðherra að reyna að fá hann til starfa." Sagði Baldur að líklega hefði ntálið verið rætt er þeir hittust í marz, dómsmálaráðherra og Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari. Þá hefði þeim sem að rannsókninni vinna fundizt rétt að reynt yrði að verða sér úti um sérfræðilega rannsókn, eftir að hafa rætt allar hliðar málsins, m.a. hvort hægt yrði að nýta sér aðstoð erlendis frá þar sem menn væru ókunnugir öllu hér. — HP Skipverjarnir á Brendan urðu greinilega allshugar fegnir að sjá eitthvert líf, þegar flugvél Sverris Þóroddssonar hnitaði hringa yfir þeim 60 sjómílur út af Reykjanesi í morgun. (myndAP) Skinnbáturinn Brendan á erfitt við Reykjanes: GENGUR LÍTIÐ GEGN AUSTANVINDINUM „Þetta er bara smá skel,“ varð ljósmyndara DB Árna Páli að orði i morgun, þegar við flugum yfir írska skinnbátinn „Brendan", þar sem hann var 66 mílur réttvísandi vestur af Keflavík. Það var engin furða þó hann sýndist ekki stór, enda aðeins 12 metrar á lengd og 2,5 á breidd. Þegar mennirnir, sem eru 5, urðu varir við flugvélina, þá veifuðu þeir til okkar og tóku sér smá pásu frá bjástrinu um borð. „Með þessu áframhaldi verða þeir ekki í Reykjavík fyrr en í fyrsta lagi eftir 40 tíma,“ sagði flugmaðurinn okkar hann Vil- hjálmur Vilhjálmsson. Bátur- inn gengur ekki nema 2—3 mílur og í morgun var austan átt, svo þeir reyndu að beita í vindinn, þó það gengi ekki sem bezt. — KP Verkfallið við Kröflu: ÞEIR HÆSTLAUNUÐU HEIMTA MESTA HÆKKUN Verkfallið sem hófst á mið- nætti á sunnudagskvöld er óleyst. Samningamenn funda á Húsavík en ekki hefur gengið saman. Það eru sem næst alíir starfsmenn við byggingu mann- virkjanna í verkfalíi. Bor- mennirnir starfa hins vegar áfram. Og má segja að það væri öllu alvarlegra fyrir virkjunar- framkvæmdir ef þeir færu í verkfall. Járniðnaðarmenn munu hefja verkfall á föstudag náist samkomulag ekki. Mestu kröfurnar gera tré- smiðir sem verið hafa á hæsta taxta. Þeir fara fram á 10% ofan á alla vinnu tíu tíma og yfir. að sögn Kristjáns Ásgeirssonar á Húsavík. Kristján kvaðst bjartsýnn á að samkomulag næðist fyrir föstu- dag. Samningafundur hófst klukkan 2 í gær og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. —BA Þingmenn láta sem ekkertsé þegar vísinda- mönnum er gefið langt nef bls. 10-11 Titringur- inn bara bilun á tœkjum — baksíða Styrjaldar- ástand á landamœrum Kenya og Uganda Sjá erl. fréttir bls. 6-7 Nú er r’rf izt um knattspyrnuskó ifcróttir bls. 12-13 Verkalýðs- leiðtoginn ier líka iinkabílstjóri forstjórans -bls.8

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.