Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLl 1976. t Styrjaldarástand á landa- mœrum Uganda og Kenya? ■ ' ; r f í'/v: ■ iHI : - ' . ■ ■ ■ ■ ■ ■ •' | ' Lengi getur vont versnaö, því aö enn versnar sambandið milli Kenya og Uganda. Ríkin ásaka nú hvort annað um að vera að draga saman herlið við Ianda- mæri ríkjanna, en hvorugt dðurkennir að herlið þess sé komið til landamæranna. Fram að þessu hafa ríkin aðeins barizt með orðum, allt frá því að Uganda byrjaði með því að ásaka Kenya um þátt- töku í Entebbe ævintýri Israelsmanna. Kenya þrætir fyrir það, eins og kunnugt er af fréttum. Ugandaútvarpið sagði i gær, að ísraelskir og bandarískir hernaðarsérfræðingar væru að störfum með Kenyaher á flug- vellinum í Nairobi. Þá fullyrti útvarpið einnig að Bandaríkin hefðu gefið Kenya njósnaflug- vél til að fylgjast með ástand- inu á landamærunum. Tals- maður bandaríska sendiráðsins í Nairobi viðurkenndi í gær, að Lookheed P-3 njósnaflugvél hefði verið í Kenya frá því á laugardag. Hann sagði einnig að freigáta væri í höfninni í Mombasa, en hún væri aðeins í venjulegri kurteisisheimsókn. MikiII iiðssafnaður er nú á landamærum Kenya og Uganda og óttast menn að til styrjaldar kunni að koma. Engir erlendir herir í Mombasa Rikisstjórnin í Kenya sagði í gær, að hún hefði ekki boðið neinum erlendum hermönnum til Kenya. ,,Við lokum ekki frí- höfninni í Mombasa til þess eins að hræða heri Uganda,“ sagði í tilkynningu stjórnar- innar. Þá fullyrti Kenyastjórn að fótgöngulið frá Uganda væri komið á landamærin ásamt 20' skriðdrekum. Landamæri þessi eru 500 kílómetra breitt einskismannsland. Ugandaút- varpið hefur ekkert sagt við þessu. Áður hafði þó útvarpið ásakað Kenyafjölmiðla um að vera að skapa hættuásfand Ennfremur fréttist I Ker.ya í gær, að bandarískt flugvéla- móðurskip í fylgd fjögurra minni skipa væri á leiðinni til Mombasa. Þetta veitir Kenya mikilvægan stuðning, ef til styrjaldar kemur. FRU BLOCK ER TALÍN HAFA VERIÐ JI/IYRT Þessi mynd var tekin fyrir skömmu af I)oru Bioc-k og harnabarni hennar í.Tel Aviv. Nú er talið að Amin hafi lálið myrða hana. James Hennessy, fyrsti sendimaður Breta i Uganda, sem nú er kominn til Englands eftir að hafa kannað hver hafi orðið afdrif frú Dðru Block, mun verða um kyrrt í heima- landi sínu „á meðan kannað verður, hver framtíð viðskipta við Uganda verður.“ Stjórnvöld í Uganda hafa nú sagt, en að þau viti ekkert hvar frú Block er niðurkomin. Bretar segjast hins vegar ekki sætta sig við niðurstöður þeirrar rannsóknar, sem fram- kvæmd var af Ugandamönnum. Á brezka þinginu létu menn stór orð falla i garð Amins Ugandaforseta vegna afdrifa frú Block. „Morð á gamalli konu við þessar kringumstæður er al- gjörlega fyrir utan alla mann- lega hegðun,“ sagði Andrew Faults, einn þingmanna Verka- mannaflokksins. Talsmaður thaldsflokksins um utanríkis- mál sagði: „Hér hefur verið framin sérlega ómanneskjuieg- ur glæpur.“ Eftir að frú Block hvarf, hafa Bretar nú farið að óttast mjög um líf þeirra 500 Breta, sem búa í Uganda. Myrti sjö manns Sjö manns íetu iífið er ungur maður, vopnaður riffli, réðst inn í bókasafn í smáborg- inni Fullerton í Kaliforníu í gær, um leið og hann hrópaði að hann skyldi drepa alla elsk- huga eiginkonu sinnar. Tveir menn særðust. Edward Alloway, sem er 37 ára að aldri, vann sem bóka- vörður við bókasafn mennta- skólans í borginni. Eftir morðin ók hann sem leið lá á hótel, þar sem eiginkona hans fyrrum vinnur, og grátbað hana að koma til sín á ný. Að sögn lögreglunnar gafst hann upp án mótspyrnu og riffillinn fannst i bil hans. Lausar stöður Umsóknarfrestur um áður auglýstar tvær kennara stöður við Menntaskólann á isafirði er hér með fram- lengdur til 15. ágúst nk. Kennslugreinar eru íslensk fræði og náttúrufræði (liffræði, iífefnafræði, haf- og fiskifræði, jarðfræði). Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um minis feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. — Umsóknareyðubiöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 7. iúlí 1976. Stýrisvélar Fíat 127—8 ....................Verð kr. 16.100. Escort.............................Verð kr. 16.400. Viva ..........................Verð kr. 14.550. varahlutir Ármúla 24 — Sími 36510. Hljóðkútar Fyrir Fíat 127—8 Fíat 127 Púströr ..... Hljóðkútur .. Kr. 6.100,- VerO. Kr. 1.800,- Kr. 4.300,- Fíat 128 Verð, Púströr .............................Kr. 1.650.- Hljóðkútur ..........................Kr. 4.750.- Hljóðkútur ..........................Kr. 3.900.- Kr. 10.300.- vara Ármúla 24 — Sími 36510.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.