Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 3
I)ACHl.AÐH) t>Klt).U'l)A(;UH l;{. .lUI.I 1!)7« ___ SJALDAN LAUNAR KÁLFURINN OFELDIÐ — segir Pólmi Sigurðsson, sem hef ur starfað að netagerð í 20 ár — fœr þó ekki réttindi Pálmi Sigurðsson, Holtsbúð 37, Garðabæ,skrifar: Fyrir nokkrum árum voru sett lög þess efnis, að menn er starfað hefðu við netagerð í 10 ár eða meira gætu gengið undir verklegt próf og öðlast sveinsréttindi, ef þeir stæðust prófið. Ég hef starfað að netagerð um 20 ára skeið. Þar af var ég 8 ár yfirmaður á togurum, en að auki 12 ár á ýmsum netaverk- stæðum. Það mun hafa verið á miðju árinu 1975 að ég sótti um að ganga undir verklegt próf í áðurnefndri iðngrein og fékk strax jákvætt svar frá Iðnráði. Er ég hafði beðið svars í heilt ár, fór ég að kanna málið. Kom þá í ljós að skipaðir prófnefnd- armenn neituðu að taka mig í verklegt próf vegna deilu við Iðnráð. Mér var tjáð hjá Iðnráði að þessu yrði kippt í liðinn strax, en þó eru síðustu fregnir þær að ekki verður af prófi í sumar. Mér er það ekkert laun- ungarmál að eigandi eins stærsta netaverkstæðis í Vest- mannaeyjum hefur vart á heilum sér tekið síðan farið var að veita mönnum þessi réttindi, er hafa starfað í ára- raðir að þessari vinnu. Senni- lega vegna þess að hann hefur sjálfur aldrei farið á skóla í sinni iðngrein. Nú vill svo til að þessi umræddi maður, sem flestum öðrum fremur hefur auglýst netagerð sína i fjöl- miðlum, hóf fyrir nokkrum árum viðgerðir og þá um leið fellingu á botnvörpu. Kom þá upp sú ieiða staða að sveinar er hann hafði útskrifað með full- um réttindum, höfðu aldrei fengið að setja upp botnvörpu. Afleiðingin varð sú að meistar- arnir" höfðu aldrei aflað sér þekkingar á uppsetningu botn- vörpu. Nú voru góð ráð dýr, því nú tók hinn mæti netagerðarmeist- ari að leita á náðir netagerðar- manns er hafði mikla reynslu i faginu, þ.e. uppsetningu á botn- vörpum, og bjargaði þannig málunum eftir sinni bestu getu. Hann sendi menn til að stjórna viðgerðum og fellingum á botn- vörpum, og meðal annars lenti ég undirritaður í því að sjá um fellingu á botnvörpu, en með mér var meistari og 5 sveinar, allir jafntómir um leyndardóm botnvörpunnar þótt þeir ættu allir innrammaða pappíra og meistarabréf í faginu. Og -enn- fremur varð áðurnefndur meistarinn mikli að notast við mig til verkstjórnar á árunum ’73—’74, 1 mánuð hvort sinn, þótt réttindamenn væru til staðar. Gamalt íslenskt máltæki segir að sjaldan launi kálfurinn ofeldið, og á það ef til vill ekki svo illa við um þetta mál. En hvað er að gerast í þessari iðngrein? Fer ekki þessi iðn- grein sína kerfisbundnu leið sem aðrar!!? Og spurningin er þá hvort það sé almennt gert í okkar ágæta námskerfið að út- skrifa sveina án þess að veita þeim tilsögn í öllum greinum náms síns. Á þetta ekki eins við um netagerð sem aðrar náms- greinar? Eða telst það vera samkvæmt reglum kerfisins að meistarar prófi eigin nema I verklegu námi, eins og mér er kunnugt um að hefur verið gert? Mér finnst það koma úr hörðustu átt að netagerðar- meistarar, sem notað hafa ófag- lærða menn til verkstjórnar, skuli ekki skirrast við að brjóta lög til að koma I veg fyrir vinnuréttindi mér til handa. Þar sem netagerðarmenn og embættismannakerfið er nú væntanlega að fá það á hreint hvorum hefur vegnað betur að útvega meistarabréf fyrir skjól- stæðinga sína, þá mun ég ekki leitast eftir frekari fyrir- greiðslu af þeirra hálfu um lög- legan rétt minn til þessarar iðn- greinar. Konungur fugkinna leggst ekki á varp œðarfugls Össur Guðmundsson skrifar: Ég rakst á blaðafrétt þess efnis að örninn — konungur fuglanna — hefði lagzt á æða- varp í Hrísey. Þess var getið að ábúendur myndu taka til sinna ráða ef um slíkan skaðvald spyrðist, hreinlega drepa fuglinn. Samkvæmt fuglafriðunarlög- unum er slíkt að sjálfsögðu bannað og með slíku yrði fylgzt. Ég tel mig þekkja til ýmissa fuglategunda og lifnaðarhátta þeirra og aldrei hef ég heyrt því fleygt,hvorki af ungum né öldnum, að örninn legðist á egg æðarfugla. Illa væri þá komið fyrir konungi fuglanna ef slíkt ætti sér stað. Örninn lifir á silungi og svipaðri fæðu, etur hræ. Því var það örninn sem fór svo illa er eitruð hræ voru sett fyrir mink og svartbak. Örninn sótti í þau — afleiðingin dauði. Einnig er hugsanlegt að ein- hver örn hafi ekki drepizt — og því lagzt á æðvarvarp. Hver þekkir ekki dæmið um konung dýranna — sá getur lagzt lágt sem ekki gengur heill til skógar. Því vona ég, að notuð verði önnur meðul en útrýming Iegg- ist örninn á æðarvarpið. «m I r X B/f f P • Verbuðalif i Eyjum: Athafnalífi fylgir ólga — myndina tók Ragnar Sigurjónsson í Veslniannaeyjahöfn. ÓLIFNAÐUR VEGNA LÉLEGS EFTIRLITS — segir fyrrum verbúðakona úr Eyjum G.E.K. skrifar: Ekki alls fyrir löngu birtist grein eftir konu nokkra úr E.vjum um verbúðalíf þar. Þar lýsti hún verbúðalífinu, hvar unglingarnir liggja auga- fullir fyrir hunda og manna fótum eins og það var orðað. Eg er henni hjartanlega sam- mála — konan fór ekki með neitt fleipur. Sjálf hef ég unnið i einu fr.vstihúsanna i Eyjum. Það var sumarið ’75 og ég bjó þá í verbúðum. Eins og við mátti búast svar- aði húsvörður verbúðanna í Vinnslustöðinni og and- mælti grein konunnar úr Eyjum- í tilefni þess verð ég að segja að húsvörðurinn fylgdist ekki allt of vel með hlutunum eins og þeir gerast í verbúðun- um. Mér ofbauð alveg þegar ég var í verbúðunum. Hreint ótrú- legt var hvernig sumt fólk gat hagað sér. Slagsmál voru svo að segja á hverri nóttu, að ég tali nú ekki um kvenfólkið, ekki var það neitt betra. Astæða þessarar slæntu um- gengni og hvernig fólk bein- línis leggst í skítinn er að eftir- litið með verbúðunum er hvergi nærri nógu gott. Þar liggur meinsemdin. ✓ Jónas Jónasson útvarpsmaður: Láttu mig vita ef þú hittir einhvern sem er það, ég hefði gaman af að hitta þá persónu. Spurning dagsins Arni Gunnarsson, starfar í menntamálaráðuneytinu: Það er nú varla hægt annað í svona góðu veðri. Ég man ekki eftir neinu sem angrar mig í augnablikinu. Þorgerður Björnsdóttir hús- móðir: Já, ég held það. Annars finnst mér framfarirnar og tæknin komin á svo hátt stig að það setur að mér beyg. Sigríður Jónsdóttir húsmóðir: Já, já. Eger yfir mig ánægð með lífið og tilveruna i heild. Steinunn Hannesdóttir húsmóðir: Já, ég er alltaf ánægð með lífið. Það er hægt með því að taka líf- inu bara eins og það kemur fyrir. Ragnar Sigurðsson, starfsmaður hjá Hitaveitunni: Já, já, sérstak- lega í svona góðu veðri. I J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.