Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 4
DACBI.AÐIÐ — ÞKIÐ.JUDACUR 13. JULÍ 1970. „Ég gæti ekki hugsað mer annað starf. Ég er afar hamingjusamur að geta stundað garðrækt. Þetta er svo lífrænt." Viðmælandi okkar er Ásgeir Bjarnason garðyrkjubóndi á Reykjum, en þangað brugðum við Árni Páll ljósmyndari okkur svona til þess að sjá hvernig ræktunin gengi hérna alveg við bæjardyr okkar Reyk- víkinga. Ásgeir var í óða önn að skafa arfa sem alltaf er lifsgigur þótt eitrað sé fyrir hann. Það gerir Ásgeir eins og aðrir og notar til þess ramrot eitur stuttu eftir að hann setur niður. Sonur hans Helgi var þarna skammt frá á raðhreinsivél sem jafnframt er áburðardreifari. „Já, unga kyn- slóðin vill vélvæðinguna,“ segir Ásgeir og viðurkennir að hann reyti jafnvel arfann á fjórum fótum með fingrunum. Tvisvar til þrisvar á sumrinu er tilbúinn áburður borinn á, losað um moldina og reytt. 1 upphafi er líka eitrað fyrir kál- fluguna, sem ekki er vinsæll gestur hjá garðyrkjubóndanum fremur en öðrum sem fást við matjurtarækt. Húsdýraáburður í upphafi og síðan 2—3 sinnum Mlbúinn áburður yfir sumarið. Við höfum orð á þvi að kál- plönturnar séu orðnar hinar myndarlegustu. Það kemur í ljós að jarðvegurinn hefur verið undirbúinn vandlega í upphafi með því að blanda sam- an við hann hænsnaskít. „Ég nota hann vegna þess að hann er nærtækastur,“ segir Ásgeir. Það leynir sér ekki því að hænsnin í hænsnabúinu hans Jóns Guðmundssonar á Reykjum gagga hvert í kapp við annað og kórinn blandar sér inn í samtalið við Ásgeir. „Hvaða húsdýraáburður sem er, er jafngóður,“ bætir Ásgeir við, „en minni arfi myndast af hænsnasklt." Og Ásgeir heldur áfram að skafa arfann. Nýtt kál á borðum eftir 2—3 vikur Það er heldur ekkert langt í land með að við höfuðborgar- búar getum farið að gæða okkur á hvitkáli og blómkáli. „Ætli það verði ekki tvær til þrjár vikur,“ segir Ásgeir. Fyrsta íslenzka blómkálið og hvítkálið er raunar þegar komið I Sölufélag garðyrkju- manna úr Hreppunum — þótt magnið hafi verið lítið. Það, sem meira er, þetta hvítkál er mun ódýrara en það útlenda harða sem verið hefur á boð- stólum, já, allt- að helmingi ódýrara. Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar íslenzk framleiðsla stendur svona vel að vígi. „Af hverju íslenzka kálið sé svona mikið betra,“ segir Ásgeir, „jú, við notum sama fræ, en á norðurslóðum, með þessum björtu nóttum, er vaxtatíminn mun styttri. Kálið verður sætara og lausara i sér svo ekki sé talað um blómin, sem eru fegurri en á nokkrum stað öðrum. Hann segir okkur að það hafi aldrei verið eins gott að vera garðyrkjubóndi og í dag. „Þeir sem seigluðust, vita það. Áður fyrr var alveg sama hvað maður kom með lilið í Sölufélagið, það var alltaf mikið, jafnvel nokkrir kassar. Nú er þessu iifugt larið." Garðyrkjan gengur í œttir Ohætt er að segja að garð- Ilann Helgi, sonur Ásgeirs, kýs fremur að stjórna vél en re.vta eða skafa arfann með sköfu. Þarna mætast unga kynslóðin og sú eldri. — að vera garðyrkjubóndi ræktin hafi haldizt í ætt Ásgeirs. Faðir hans, alþingis- maður I 25 ár, Bjarni Ásgeirs- son, reisti fyrstur manna á Is- landi gróðurhús, á Reykjum árið 1923. Bjarni var líka ráð- herra í stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947—49 og sendiherra í Osló 1951—56, þar sem hann dó fyrir aldur fram. Það var ekki fyrr en I kringum 1930 sem Ingimar Sigurðsson reisti fyrsta gróðurhúsið i Hveragerði. Að minnsta kosti tveir af þrem sonum Ásgeirs ætla sér að halda áfram garðyrkjunni á Reykjum. Dóttirin leggur hins vegar fyrir sig hjúkrun. Kona Ásgeirs, Titia, er hollenzk og er útskrifuð úr garðyrkjuskóla i Hollandi, Ásgeir dvaldi líka i Hollandi. „Nei, við kynntumst ekki þar,“ segir Ásgeir, „en við höfum ekki átt að missa hvort af öðru því að ári eftir að ég kom heim kom hún til starfa hjá föður mínum á Reykjum.“ Við erum komin á heimili þeirra hjóna sem er steinsnar frá ökrunum. Bak við húsið eru margra mannhæða há tré og blóm prýða garðinn jafnt sem húsið að innan. „Jú, ég vann mikið með Ásgeiri hér áður fyrr, en þá hafði ég heldur ekki tíma til þess að stunda blóma- rækt,“ segir Titia. Hún er nú búin að vera á íslandi í 27 ár og langar lítið til Hollands aftur. „Þar er allt orðið svo breytt, hippalýður og óhrein- indi,“ segir hún. Brocoli líkt og blómkál og auðrœktað Ásgeir ræktar fleiri tegundir en hvítkál, blómkál og rófur, en þá aðeins til heimilisbrúks. Einnig ræktar hann plöntur, sem hann selur á vorin til ann- arra ,,garðyrkjubænda“, sem ekki eru alveg eins stórir í sniðum, nefnilega matjurta- garðeigenda. Alltaf er að aukast salan á brocoli og |)eir, sem komast upp á lag með að borða það, rækta það ár eftir ár. Það er ekki svo mjög ólíkt blómkáli á bragðið. Rósakál er önnur tegund. Báðar þessar káltegundir eru harðgerðar og þola frost á haustin. Rósakál verður meira að segja sætara og betra eins og grænkál eftir að það hefur frosið. Sterkjan ummyndast þá i sykur. Þá er grænmeti eins og blöðrukál og amerískt „head- lettuce" (miklu fastara í sér en salat) að ná meiri og meiri vin- sældum. Auðvitað vitum við öll hversu hollur matur kál er og það er hægt að matbúa það á marga vegu. Hollenzku sæfararnir komust hjá hörgul- sjúkdómum með því að borða súrkál (sýrt hvítkál) á ferðum sínum um heiminn. Grænkál er afar næringarríkt og það sagði Ásgeir að þau matreiddu á hollenzka vísu eins og svo margt annað. Það er einfald- lega soðið ofurlítið með kartöfl- um og stappað saman við þær og síðan borðað með bjúgum. Annað sem Titia ber gjarnan á borð er blómkál, sem hún setur inn í ofn og þekur þykkum ostsneióum og dálitl- um smjörklípum. Þar er það látið malla þangað til það er meyrt. „Jú, það er rétt, mikið minna er að gera á veturna,” segir Ásgeir, en bætir við að þá sæki þeir mörg tonn af mold (upp- gröft úr skurðum), sem sett er í sérstaka moldarmulningsvél og blanda síðan saman við hana snefilefnum og áburði. Við fáum að sjá svolítinn afgang af gróðurmold í skemmunni hjá Ásgeiri, sem er þrjú hundruð fermetrar að stærð og rétt við er sex hundruð fermetra gróðurhús. „Ég byggði þau á góðum tíma 1971—72 og þau kostuðu þá um tvær milljónir hvort. Nei, ég treysti mér ekki til þess að segja til um hvað þær myndu kosta í dag eða hversu mikla peninga þarf að eiga til þess að gerast garð- yrkjubóndi." —EVI Hér sjást hinir 108 erlendu fulltrúar ásamt sveitarstjórnarmönnum í Garðabæ. Það var alveg sama hversu lítið maður Kom með í Sölufélagið hér áður fyrr, alltaf var það mikið. Nú er þessu öfugt farið, segir Asgeir Bjarnason garðyrkjubóndi á Reykjum i Mosfeilssveit. Islenzkar smásögur VINABÆJARHEIMSÓKN IGARÐABÆ Garðbæingar tóku á móti full- trúum frá vinabæjum nú nýlega. Vinabæjamótið var sett i íþrótta- húsinu Ásgarði en síðan var því fram haldið í Garðabæ. Mikill áhugi virðist hafa ríkt i vinabæjunum fyrir þessu móti, þar sem að 12 fulltrúar mættu án þess að þeim hefði sérstaklega verið boðið. Þátttakendur komu frá öllum Norðurlöndunum nema Svíþjóð. I Færeyjum er vinabær Garðabæjar Þórshöfn, í Noregi Asker, sem er rétt utan vió Osló, og í Finnlandi Jakopsstað. Vinabæjamótinu lauk sióan á Hótel Sögu. Mikið er um blómadýrð heima hjá þeim hjónum Asgeiri og Titiu hinni holienzku konu hans. DB-myndir Arni Páll Kópasker: SKJÁLFTARNIR KOSTUÐU 100 MILLJÓNIR Skemmdir á mannvirkjum vegna jarðhræringanna. sem flæmdu íbúa Kópaskers að heitnan siðastliðinn vetur. eru metnar á 100 milljónir króna að áliti matsnefndar. Tjón á húsum nam 30 millj.. hafnar- mannvirkjum 27 millj. Viðlaga- sjóður borgar húsatjónið. en aðrir sjóðir grípa inn í varðandi viðgerðir á öðrum mannvirkj- um. —JBP gefnar út í Noregi Nýlega Kom út hjá Pax bókafor- laginu í Osló smásagnasafn eftir íslenzka höfunda. Bókin nefnist: Skemmtireisa og aðrar íslenzkar smásögur. Það er Helga Kress lektor við háskólann í Bergen sem stendur fyrir útgáfu þessarar bókar ásamt Idar Stegane. Alls eru tíu smá- sögur í bókinni eftir fjóra íslenzka rithöfunda, þau Svövu Jakobsdóttur, Jakobínu Sigurðar- dóttur, Guðberg Bergsson og Thor Vilhjálmsson. í eftirmála bókarinnar segir Helga: Norðmenn hafa mjög fornar og fastmótaðar hugmyndir um Island. Landið er í þeirra augum raunverulega ekki til í nútímanum, það er sögueyjan Ultima Thule, og í íslenzkum bók- menntum vænta þeir fornsagna og hetjufrásagna. Tilgangurinn með bókinni er að sýna að ísland er ekki einungis tengt söguöld og heitum uppsprettum. Landið er nýtízkulegt samfélag, þar sem fólksstraumurinn liggur til þétt- býlisins, þar er óöruggt pólitískt ástand, ekki sízt kringum banda- ríska varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. íslenzkar bókmenntir hafa tekið miklum breytingum undanfarna áratugi. Þær Svava og Jakobína eru til merkis um hversu framarlega kvenfólk stendur á því sviði. Þær eru full- trúar raunsæisstefnu auk þess sem þ’ær sýna sérstæðan þjóð- legan frásagnarstíl. Ásamt þeim er stílistinn Thor Vilhjálmsson og hinn hugmyndaríki ádeilu- höfundur, Guðbergur Bergsson, ðugir fulltrúar nýrra :menntastefnu á íslandi. JB f Hd*.Ki»«o<lii«rSwíaoc » M) Lystreise ■ ogwtdre iémdéetmvlkr llnKhBotck ALDREI EINS GOH OG í DAG

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.