Dagblaðið - 13.07.1976, Page 10

Dagblaðið - 13.07.1976, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ — ÞKIÐJUDAGUH 13. JULt 1976. MMSBIAÐW frjálst, úháð dagblað Utju’fúiuii D.aííhhirtirt hf. Framkva»imiastjóri: SviMiin K. K.^jólfsson. Kitstjóri: Jónas Kristjánsson. Frúttastjöri: .lón Birjjir Pótursson. Kitstjörnarfulltrúi: llaukur Huluason. Aöstortarfrötta- stjón: Atli Stoinarsson. íþróttjr: Hallur Simonarson. Hönnun: Jöhannos Kcykdal. Handrit Asíii imur Pálsson. BlartamiMin: Anna Bjarnason. As«i»ir Tómasson. Burulind Asu<»iisdóttir. Bra«i Siuurrtsson. Frna V. In«ólfsd*)ltir. (iissur Sitíiirrtsson. Ilallur Hallsson. Holjíi l'ótursson. Jóhanna Biruis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lýrtsdóttir. Olafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni ’Páll Jöhannsson. Bjarnloifur Bjarnloifsson. Björ«vin Pálsson, Kannar Th. SiyurAsson (Ijaldkori: Prálnn Porloifsson. Droifinjiiiistjön: Már F M. Halldórsson Askriftarujald 1000 kr. á mánurti innanlands. 1 lausasölu 50 kr. ointakirt. Kitstjörn Slrtumúla 12. sími KJ322. aunlýsin^ar. áskriftir «« afjjreirtsla Þvorholti 2. simi 27022. SotniiiK o« umhrot: Dajgíjlurtirt hf. o« Stoindórsþront hf.. Ármúla 5. Mynda-oj* plötu«orrt: Hilmir hf.. Sírtumúla 12. Prontun: Árvakur hf.. Skoifunni 19. Leiga í 25 ór Með það var farið eins og mannsmorð. Ef vel væri leitað mætti finna töluna í skýrslum, en, jtáðamenn hafa árum saman þagað um málið. Umræðurnar um að láta Bandaríkjamenn greiða til uppbyggingar samgangna og fleira hafa flett ofan af pukrinu. í ljós kom, að í tuttugu og fimm ár hafa landsmenn þegið af Bandaríkjamönnum leigu fyrir afnot vega utan Keflavíkurflugvallar. Dagblaðió leitaði til tveggja ráðuneyta, sem hefðu átt að þekkja málið bezt, en í hvorugu fengust upplýsingar um þetta afnotagjald. Dómsmálaráóherra, Ólafur Jóhannesson, sem vill oft á tíðum tala tæpitungulaust um hlutina, nefndi þaö í útvarpi. Gjaldið reyndist hafa verið sett fyrir aldarfjórðungi, í tíð Bjarna Benediktssonar í embætti utanríkisráðherra. Það var þá ákveðið hálf önnur milljón króna og hefur haldizt óbreytt síðan. Hefði það fylgt hækkun verðlags og fjárlaga, næmi það nú tugum milljóna. Engu aó síður væri það tiltölu- lega lítið miðað vió annað í umsvifum ríkisins. Það er ekki hæó gjaldsins, sem heimt er af Bandaríkjamönnum, sem vekur athygli. Hins vegar er afhjúpun þess mikil tíðindi, því að gjaldið sýnir, að það, sem siðgæðispostularnir svokölluðu kalla nú siðleysi, hefur viðgengizt í aldarfjórðung. Með þessum gömlu samningum við Banda- ríkjamenn höfðu forráðamenn þjóðarinnar, þeir skynsömustu, viðurkennt, að það væri í eðli sínu ekkert skammarlegt, áð íslendingar innheimtu af Bandaríkjamönnum gjald til aó standa undir samgöngum. Gjaldið mun hafa verió hugsað sem framlag Bandaríkjamanna vegna afnota varnarliðsins af vegum utan Keflavíkurflugvallar. Það er stigsmunur en ekki eðlismunur á því að láta Bandaríkjamenn greiða slíkt gjald og að fá þá til verulegrar þátttöku í kostnaði við almennilega uppbyggingu samgöngukerfisins. Þó er eins og ráðamenn síðari ára hafi á einhvern hátt skammazt sín fyrir þetta. Þeir hafa forðazt aó semja um hækkun gjaldsins, og þeir hafa þagað sem fastast um tilvist þess. Öllum, sem fylgzt hafa með umræóunum um þetta mál, má nú vera ljóst, aö flestum þykir sjálfsagt, aó uppbygging samgangna sé ákveðinn þáttur varna. Þetta kemur til dæmis greinilega fram af því, hvernig samskipti Norð- manna hafa verió við Bandaríkin og NATO. Norömönnum þykir eðlilegt og sjálfsagt, að Bandaríkin og NATO greiði milljarða árlega til vega og flugvalla. Siógæðispostularnir hafa tapað málinu. Almenningur viðurkennir ekki skilgreiningu þeirra á siðgæði. Almenningur telur rétt, að Bandaríkjamenn fái ekki ókeypis þá aöstöðu, sem þeir hafa hér og er svo mikilvæg vörnum Bandaríkjanna. Þetta kom strax fram í skoð- anakönnun Dagblaðsins í sumar. Umræður um málið síóan hafa flett ofan af rökleysu þeirra, sem berjast gegn þessari stefnu, hjúpaðir skikkju siðgæðispostula. Fólki finnst þeir sýna óþjóðhollan undir- lægjuhátt gangvart Bandaríkjamönnum. .-..... .... Evrópa skrcelnar Evróp;i skrælnar. Það þarf að faraaldir aftur i tímann til að finna annan eins þurrk og hefur geisað undanfarna mán- uði. Mikið vandamál hefur skapazt vegna hitanna, því að lóga hefur þurft fjölda hús- dýra, þar eð þau fá hvorki vatn né fóður. Þó að dýrafóður sé til á nokkrum stöðum enn þá, er það selt á svo uppsprengdu verði, að fáir geta keypt það. t Danmörku fer þessi hita- bylgja brátt að teljast til ham- fara. Skógar og akrar eru nú svo skraufþurrir, að ef eldur kemst þar að eru stór landsvæði orðin að snarkandi eldhafi á stuttum tíma. Enn er ekki vitað um einstök dæmi um alvarlegan fóður- og vatnsskort i Danmörku. Upp- skeran er ekki i hættu eins og er, hvað sem síðar kann að verða. Að öllu óbreyttu verður metár að þessu sinni, en ekki má mikið útaf bera, og þá sér- staklega ekki í leirmoldinni í Jótlandi. Hjólaði í órfarvegi í mörgum lönuum Evrópu er ástandið mun verra en' í Dan- mörku. Hitinn hefur viða verið 33—34 stig daglega og sviðið ákra og skóglendi, svo að ekki sé minnzt á uppþornunina. Franskur bóndi notaði tæki- færið þegar ein af hliðarám stórárinnar Rhone þornaði upp, og tók fram gamla hjólið sitt. Þar hjólaði hann síðan fram og afíur góða stund. „Það var nú ekkert að hjóla þarna á móts við það, þegar maður tekur barnabörnin á hnéð og segir þeim frá því, þegar afi gamli hjólaði í ánni,“ sagði bóndinn. „Þau halda eflaust að ég sé mesti lyga- laupur." Fjöldi bænda hefur snúið sér til landbúnaðarsamtaka sinna og kannað möguleikana á'því að fá geymslu fyrir allt það kjöt, sem hleðst upp vegna neyðar- slátrana. Frystigeymslur víða um lönd eru langt komnar með að fyllast og sumar eru þegar orðnar troðfullar. í öllum Efnahagsbandalags- löndunum eru nú um 250.000 tonn af nautakjöti í frosti. Embættismaður á vegum bandalagsins hefur stungið upp á því, að birgðirnar verði notaðar til að koma nautakjöts- framleiðslu EBE landanna i al- mennilegt horf. Heilu hjörðunum slótrað Italskir bændur eru komnir í mikla kreppu vegna fóður- skorts. Hey sem kostaði 18.000 islenzkar krónur tonnið er nú komið í 45.000 krónur. Vegna pessarar miklu hækkunar borgar það sig ekki lengur fyrir bændurna að láta dýrin lifa. Kjötverðið er talsvert lægra en fóðurkostnaðurinn, og bændur- ilM Þessi götumynd frá Amsterdam gæti verið tekin hvar sem er i Evrópu. Lögregluþjónar eyða dýrmætu vatninu á ungt tré sem var að þvi komið að deyja úr vatnsskorti. m T J r Margvísleg umræða hefur farið fram um sjávarútvegs mál okkar, ástand fiskstofna o.fl. á síðustu misserum. Ekki er örgrannt um að nóg hafi verið fjölyrt um þessa hluti og mjög svo tímabært sé að hefjast handa. Þrátt fyrir þetta skal hér drepið á nokkur atriði varð- andi fiskveiðimál okkar, einkum með tilliti til þorsk- stofnsins. íslendingar hafa sem kunnugt er nýtt auðlindir sjávarins frá upphafi Islands- byggðar. Frumstæður tækja- kostur mun í fyrsta hafa ráðið þvi, að nýtingin var ekki nálægt þvi að brjóta í bág viðlíffræði- leg lögmál fiskstofnanna, og lifði landinn i sátt og samlyndi við þorsk sinn' uns botnvarpan hélt innreið sina á islandsmið. Trúlega má segja, að hlerabotn- varpan hafi skapað tæknilegar forsendur f.vrir fullnýtingu eða ofnýtingu (rányrkju) botn- lægra fiskstofna. Sú staöreynd. að þorskstofninn hefur ekki verið í hættu vegna ofveiði fyrr en á allra siðustu árum, má m.a. rekja til sögulegra atburða eins og heimsstyrjaldarinnar síðari, sem olli mjög minnkandi sókn á íslandsmið í nokkur ár. Þetta gerðist að loknu því tímabiii á áratugnum fyrir styrjöldina. þegar þorskstofninn hafði skilað hámarksafrakstri í’fyrsta sinn í sögunni. En þorskaflinn var um og yfir 500 þús. tonn á ári 1930 — 1933. (Varanlegur hámarksafrakstur er talinn vera 450—500 þús. tonn á ári). Hér gætti að sjálfsögðu hins fnjög svo sterka þorskársgangs frá árinu 1922. Eftir árið 1933 hrapar þorskaflinn niður í 300 þús. tonn árið 1936! Eftir styrjöldina er afstaða á ýmsan hátt hagstæð hvað varðar þorskstofn og þorskafla: stofninn hafði hlotið heillavæn- Kjallarinn Ólaf ur K. Pólsson lega hvíld. mjög sterkur árgangur hafði bæst í hann árið 1945 og togarafloti íslendinga hafði verið nýskapaður. Utkom- an varð metafli árið 1954. 546 þús. tonn. og meira en 500 þús. tonna afli árin 1953 og 1955. Eftir þetta seig ört á ógæfu- hliðina, stofninn minnkaði. einkum þó hr.vgningarstofninn. allt fram til ársins 1967, þegar hrygningarstofninn var aðeins 237 þús. tonn, en hafði verið um 1 milljón tonn árin 1955 — 1958. En þorskstofninn hafði ekki sungið sitt síðasta heldur kallaði út varalið sitt frá Græn- landi og náði þannig m.a. hrygningarstofninum upp í 673 þús. tonn árið 1970. Þegar hér er komið sígur enn á ógæfuhlið- ina frægu, en nú sýnu örara en fyrr og var hrygningarstofninn kominn niður í 230 þús. tonn árið 1975. Hvað afla áhrærir, þá hefur hann ekki sveiflast í sama mæli og þorskstofninn, ,enda þótt þær sveiflur, sem orðið hafa, haldist í hendur við sveiflur i stærð hrygningarstofnsins. Þessu veldur sú sóknar- aukning, sem orðið hefur á sið- ustu áratugum og dregið hefur úr aflasveiflunt samfara stofn- sveiflunt. Við nánari athugun á aflasamsetningu kemur þó tvennt í ljós, sem rétt er að athuga nánar: 1) Hlutfall smá- þorsks, einkum 3ja ára þorsks. í afla er verulega háð stærð hr.vgningarstofnsins á þann veg. að minnkandi hrygningar- stofn hefur aukinn hlut 3ja ára þorsks í afla (lönduðum afla) í för með sér, og öfugt. Þannig jókst hlutur 3ja ára þorsks. sem er 30—55 cm að lengd. úr 3% 1955 i ‘24% 1967. nokkúð sam- stíga minnkandi hrvgningar- stofni. en minnkaði siðan niður í 7% til ársins 1970. þegar hr.vgningarstofninn stækkaði. Samfara minnkandi hrvgningarstofni frá 1970 hefur hlutur 3ja ára þorsks

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.