Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.07.1976, Qupperneq 12

Dagblaðið - 13.07.1976, Qupperneq 12
12 DACBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976. Siglfirðingar sigursœlir Akureyri 11. júlí Þrír leikir hafa verið háðir síðustu daga í 3ju deild á Norður- landi. Það vakti athygli, að gamli landsHðsmaðurinn í knattspyrn- unni, Steingrímur Björnsson, hefur ekki gleymt þeirri list að skora mörk. Urslit urðu þessi: Miðvikudagurinn, 7. júli. íslandsmótið 3. deild. Laugarland. Árroðinn — KS 2—3 Mörk Arróðans: Steingrímur Björnsson skoraði bæði mörkin. Mörk KS: Hörður Júlíusson 1, Guðmundur Jónsson, Birgir Svavarsson. Laugardagurinn 10. júli. íslandsmótið 3. deild. Sauðárkrókursvöllur: UMSS — Magni 2—2 Ölafsfjörður: Leiftur — USAH 1—2 Stokkið íVarsjó Pólski stangarstökkvarinn Wladyslaw Kozakiewicz stökk 5.60 á stöngina á miklu frjáls- íþróttamóti, sem haldið var í Varsjá í gær. Landi hans, Jacek Wsola setti landsmet í hástökki á sama móti þegar hann stökk 2.26. Þar skaut hann tveimur Bandaríkjamönn- um aftur fyrir sig, Tom Woods, sem aðeins stökk 2.10 og Rory Kotinek 2.10. Landsleikjunum í kvöld f restað í kvöld áttu að fara fram tveir unglingalandsleikir milli íslands og Færeyja. Þetta voru lið 14—16 ára og 16—18 ára. Svo illa vill til að svarta þoka er í Færeyjum og því ekki hægt að fljúga. — Verður því ekki af leikjunum í kvöW Er því allt eins vist að ekkert verði af þessum tveimur lands- leikjum — því miður. Frá leik FH og Víðis í Garðinum. FH-stúlkur sækja en þær hafa nú góða forystu Í L deild Islandsmótsins i kvenna- knattspyrnu. DB-mynd emm. Barizt á Austf jörðum Baráttan á Austfjörðum í 3. deild er ákaflega hörð og um helgina voru leiknir tveir leikir. Austri frá Eskifirði og Leiknir frá Fáskrúðsfirði mættust á Eski- firði. Heimamenn báru sigur úr býtum — 3-1. Á Vopnafirði léku heimamenn við Þrótt frá Neskaupstað — jafntefli varð 0-0. En snúum okkur fyrst að leiknum á Eskifirði. Hann var ákaflega jafn og tvísýnn enda ^fstu liðin í riðlinum sem áttust við. Fáskrúðsfirðingar sóttu stíft í fyrri hálfleik, án þess þó að geta komið knettinum í mark and- stæðinga sinna. Staðan í hálfleik var því 0-0. Leikurinn jafnaðist í síðari hálf- leik — liðin sóttu á víxl. Það var svo á 80. mínútu að dæmd var ákaflega vafasöm vítaspyrna á Fáskrúðsfirðinga og úr henni skoraði Einar Friðleifsson. Ekki stóð dýrðin lengi — Fáskrúðsfirðingar tóku miðju. Knötturinn var gefinn út á kant, þaðan fyrir og Hafsteinn Skafta- son fékk knöttinn við vítapunkt, skaut viðstöðulausu skoti í mark- hornið — alveg óverjandi. Baráttan í algleymingi, 1-1. En leikmenn Austra höfðu ekki sagt sitt síðasta orð — skömmu síðar fá þeir dæmda hornspyrnu — knötturinn var gefinn vel fyrir og Eyjólfur Sigurðsson skallaði í markið. Síðasta mark leiksins skoraði siðan Bjarni Kristjánsson — þá virtust Fáskrúðsfirðingar hættir, enda ákaflega óánægðir með dómgæzlu Birgirs Óskars- sónar. Mun meira spil er í liði Fáskrúðsfirðinga, Austri byggir hins vegar meira á krafti ’og hörku. Staðan í riðlinum er: Austri 3 2 1 0 5-2 5 Leiknir 3 111 5-6 3 KSH 2 0 0 2 2-4 0 Þróttur frá Neskaupstað fór í heimsókn á Vopnafjörð og lék við Einherja. Leikurinn var jafn og úrslit sanngjörn, markalaust jafn tefli. Bæði liðin hafa því aðeins tapað einu stigi hingað til — og því verður hart barizt á Nes- kaupstað þegar Einherji fer þangað í heimsókn. Staðan í riðlinum er nú: Einherji 3 2 10 13-1 5 Þróttur 3 2 1 0 9-3 5 Huginn 3 1 0 2 6-11 2 Valur 3 0 0 3 3-16 0 £1 IANDSUÐH) Á OLYMPfll — í Helsinki þar sem íslendingar og Finnar „Við æfum á Olympíuleikvang- inum hér í Helsinki bæði í dag og á morgun en þá leikum við lands- leik okkar við Finna á þeim fræga leikvangi," sagði Arni Þorgríms- son, einn landsliðsnefndarmanna KSÍ í viðtali við DB í morgun skömmu áður en íslenzka lands- liðið hélt á æfingu á hinum fræga leikvangi. „Strákarnir eru allir hressir. Við komum hingað um fimm- leytið í gær og hvíldumst í gær- kvöld. Ekki höfum við séð nein blöð hér í Finnlandi. Skiptir ef til vill ekki máli þar sem við skiljum ekki finnsku en ágætur maður hér sagði okkur að talsverður 'áhugi væri fyrir leiknum — reiknað væri með um 10 þúsund manns á leikinn á morgun. Menn mega ef til vill ekki vera að hugsa mikið um knattspyrnu Hitinn hafði IH-deild, UMF-Bolungavíkur — Víðir, 1:2 (1:0) Lengi vel leit út fyrir að Bolvík- ingar ætluðu að hafa sama hátt- inn á og í fyrri leiknum gegn Víði á útivelli. Gylfi Guðmundsson skoraði fyrir Bolvíkinga snemma í fyrri hálfleik eftir gróf mistök Víðisvarnarinnar, en lið þeirra var mjög dauft framan af og reyndar allt fram í miðjan seinni hálfleik, að Valbirni Þorsteins- syni tókst að jafna fyrir Víði með hér í Finnlandi um þetta leyti árs — sumarleyfistími þeirra Finna. Finnar muriu sennilega tefla fram óbreyttu liði gegn okkur og frá því þeir léku gegn Englend- ingum á dögunum ogiþeir töpuðu þeim leik 1-4. Aðeins einum manni hefur verið bætt í lands- liðshóp þeirra. Hér er indælis veður — ekki of heitt en bjart og þurrt. Við munum leika sama leik- skipulag og áður og engar stórar breytingar verða gerðar á liðinu frá því í Noregi á dögunum. En Ásgeir Sigurvinsson vantar,“ sagði Árni Þorgrímsson að lokum. Því má búast við að íslenzka landsliðið leiki 4-4-2 leikkerfi. Það verður því sennilega Sigurður Dagsson, Val sem ver íslenzka markið. fallegu langskoti, sem hafnaði inn á stöng og I netið. Eftir þetta réðu Víðismenn lögum og lofum á vell- inum og knúðu fram sigur, með marki Jónatans Ingimarssonar, — gegnumbrot og skot af stuttu færi. Miðvörðurinn Kristján Jón Guðmundsson var langbeztur í liði Bolvíkinga, fljótur og spark- viss og með góðar staðsetningar. Björn Helgason, gamla kempan og þjálfari þeirra, lék með. Hann vantaði úthald, en spilaði mjög vel. Friðrik Karlsson, bakvörður Víðis, átti mjög traustan leik, ásamt markverðinum, Þorleifi Guðmundssyni. 23 stiga hiti var í Bolungarvík meðan að leikurinn fór fram og hafði lamandi áhrif á , leikmenn. —emm David Rigert — meistarinn mikli í léttþungavigt. Hefur sett 52 heimsmet ó ferli stnum. TVEIRS Sovézkir lyftingamenn voru fyrstu íþrótta- menn Sovétríkjanna, sem tóku þátt í alþjóðleg- um mótum. Það gerðist í París sumarið 1946 í heimsmeistarakeppni. Sovézka liðið varð þá í öðru sæti. Bandarikjamenn urðu heimsmeist- árar. En sovézku lyftingamennirnir komust fljótt í alfremstu röö og urðu mjög sigursælir á Olympíuleikunum í Helsinki 1952. Þar unnu þeir til sjö verðlauna. Hlutu þrenn gullverð- laun, þrenn silfurverðlaun og ein bronsverð- laun. Náði þar með efsta sætinu frá Bandaríkja- mönnum, sem höfðu áður á þessum vettvangi ekki átt neina jafningja. Þeir miklu kraftajötn- ar, sem ruddu brautina, voru Ivan Udadof, Rafail Tsjimiskjan og Trofim Lomakin. Eftir He.lsinki hefur sigurganga sovézkra lyftinga- manna verið mikil á Olympíuleikum. Alls hafa þeir hlotið 38 verðlaun — þar af 21 gull verðlaun, 15 silfur og tvenn bronsverðlaun á sex Olympíuieikum. Á ieikunum í Montreal fá sovézku lyftinga- mennirnir mjög skæðan keppinaut — Búlgara. í heimsmeistarakeppninni 1974 töpuðu sovézku keppinautarnir fyrir þeim búlgörsku, en náðu yfirhöndinni ári síðar í Moskvu. Einnig á EM í Berlín sl. vor. Þar var frægasti lyftingamaður Sovétríkjanna, Alexseev ekki með í keppni á stórmóti í fyrsta skipti i sjö ár. En á sovézka — meistaramótinu í Karaganda í ár kom hann aftur fram á sjónarsviðið. L.vfti 435 kg, sem gefur til kynna að hann hafi hug á því að halda olympíumeistaratitiinum, sem hann vann í Munchen 1972. Alexseev hefur sex sinnum orðið heimsmeistari og sett 76 heimsmet á ferli sínum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.