Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 23
DACBI.AÐIt) — DKID.JUDACUR 13. JÚI.Í 1976. 23 Gegn samábyrgð flokkanna Það lifi! Útvarp kl. 19,35: Aldarof mœli skáldkonunnar Skáldkonan. Kristín Sigfús- dóttir. á sextugsaldri. fra KáKagerði í kvöld rifjar Hjörtur Pálsson upp í útvarpinu nokkrar staðreyndir um Kristínu Sigfúsdóttur á aldaraf- mæli hennar. Les hann úr minningarþætti, sem Gunnar Benediktsson ri,thöfundur hef- ur skrifar um skáldkonuna frá Kálfagerði. Kristín var fæ'dd að Helga- stöðum. Þegar hún var '25 ára gömul giftist hún Pálma Jóhannessyni í' Skriðu. Fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu þau að Helgastöðum, en fluttu þá til foreldra Pálma að Skriðu. Það var árið 1908 sem þau flúttust að Kálfagerði og þar bjuggu þau til ársins 1930. Þau eignuðust sex börn og tóku þar að auki eitt fósturbarn. Eftir að þau hjónin brugðu búskap fluttust þau til Akur- tfyrar. Kristín var ekki nema fjögurra ára þegar hún byrjaði að hnoða samap vísum. Ung byrjaði hún að yrkja.erfiijóð og voru þau þakksamlega þegin. Með fyrstu smásögunum var Sagan af henni Digru-Guddu. Leikrit þennar, Tengda- mamma, varð mjög vinsælt og sýnt bæði á Akureyri og í ná- grannasveitunum. Haustið 1923 var leikritið gefið út og eftir það rak hver bókin aðra. Sögur úr sveitinni eru mbðal fyrstu verka skáldkonunnar sem standa undir því að nefnast skáldverk. Margs konar erfiðleikar og veikindi mættu þeim hjónum þegar þau fluttust til Akur- eyrar, en það var á þeim tíma þegar kreppan var í al- gleymingi og atvinnuleysi mikið. k’rá þessu öllu greinir Hjörtur Pálsson í erindinu um Kristínu í kvöld. Hún lézt árið 1953. Eyfirzkar konur hafa stofnað sjóð til þess að heiðra minningu hennar og skal verja fénu til þess að greiða andvirði her- bergis í Hrafnagilsskóla og verðlauna nemendur fyrir móðurmálskunnáttu. (Þessar upplýsingar eru fengnar úr Húsfreyjunni). —A.Bj. Páll Heiðar ræðir hér við Kára Arnörsson skólastjóra. Kári kemur fram f.vrir hönd Frjálsl.vndra og vinstri manna í orkumáium. DB mynd: Bjarnleifur, I’ál! Ileiðar er liér með viömadanda sínnni. .lakobi Bjornssyni orkiimalastjora. 1)B inynd Bjarnleifur. „Þetta verður æði fjöl- mennur þáttur", sagði Páll Heiðar Jónsson, sem verður með þátt í útvarpinu í kvöld er hann nefnir „Þrjátíu þúsund milljónir?". og fjallar þátturinn um orkumálin. Fyrirhugað er að taka þetta mikla mál fyrir í fjórum þáttum, sem verða á hálfsmán- aðar fresti á sama tíma, þriðju- dögum kT. 21.00. Leitað verður til orkumála- ráóherra dr. Gunnars Thorodd- sen, síðan talsmanna stjórn- málaflokkanna um stefnu þeirra hvers um sig í orku- málum. Einnig verður leitað til fjölda annarra, t.d. formanna stjórnar Landsvirkjunar og Rafmagns- veitu ríkisins. Litið verður á atriði svo sem skipulag, fjárhagshlið og hinar ýmsu framkvæmdir sem eru á döfinni. Fjallað verður um ástand orkumála og orkuspár, hvernig það dæmi gengur upp í framtíðinni. Starfsemi stofn- ana, sem starfa að orkumálum, svo sem Orkustofnunar, Lands- virkjunar og Rafmagnsveitu ríkisins, verður skýrð. Ræddar verða hugmyndir um landshlutaveitur og síðast en ekki sízt verður fjallað um virkjunina við Kröflu og er ætlunia að gera henni sérstök skil. Ef yfirvinnubanni stárfs- mannafélags útvarpsins léttir þá er fyrirhugað að fara norður að Kröflu og ræða við fólk þar. —KL Utvarp Þriðjudagur 13. júlí 12.25 Veðurfregnir fréttir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miftdegissagan: „Römm er sú taug" eftir Steriing North.Þðrir Friðgeirsson þýddi. Knútur K. Magnússon les (3). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.30 Sagan: „Ljoniö, nornin og skápur- inn" eftir C.S. Lewis Kristín Thorla- cius þýddi. Rögnvaldur Finnbogason les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Skóldkonan í Kálfageröi. Hjörtur Pálsson rifjar upp nokkrar staðreynd- ir um Kristínu Sigfúsdóttur á aldar- afmæli hennar og les óprentaðan minningaþátt eftir Gunnar Benedikts- son rithöfund. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverris- son kynnir. 21.00 Þrjátiuþúsund milljónir?. Orkumálin — ástandið. skip.ulagið og framtlðar- stefnan. Fvrist þáttur. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Litli Dýríingurinn" eftir Georges Simenon Asmundur Jónsson þýddi. Kristinn Keyr les (9). 22.40 Harmonikulög. Jóhann Jósefsson leikur eigin lög. 23.00 Á hljóöbergi. Celia Johnson les ..The Garden Party" eftir nýsjálenzku skáldkonuna. Katherine Mansfield. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbaen kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: örn Eiðsson lýkur lestri á ..Dýrasögum" eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Morgun- tonloikar kl. 11.00 Í2.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. Útvarpkl. 21,00: 9 f t 0RKUMÁL ÍSLENDINGA MILLJÓNIR? KRUFIN TIL MERGJAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.