Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 24
....... .—II - Krafla: TITRINGURINN BARA BILUN í MÆLITÆKJUM „Titringurinn er óbreyttur en hann kemur ekki fram á rnæli í Reynihlíð,“ sagði Björn Friðfinnsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar. Þar hefur fundizt allmikill titringur síðan um 2.30 í gær- dag. Björn sagði að í fyrstu hefði þetta líkzt undanfara eldgoss. En þegar ekkert hefði komið fram á mælum nema við Kröflu hefði þetta verið athugað betur. Hafa starfsmenn Orku- stofnunar verið að reyna að skýra þennan titring. Ekki eru menn alveg sammála um það hvað þetta er. Björn kvað suma telja þetta vera bilun i tækjum við Kröflu og að þetta bærist með símalínum frá Kröflu niður í Reynihlíð. „Við lásum titringinn af mælinum en fundum hann ekki,“ sagði Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur en hann var staddur við Kröflu í gær. Hann sagði að titringurinn hefði komið fram á aðeins einum mæli, en til dæmis þegar gosið hófst í desember hefði hann mælzt í allri Þingeyjar- sýslu og á mæli á Akureyri. Sveinbjörn sagði að þeir sem skoðað hefðu mælinn væru flestir þeirrar skoðunar að hann væri bilaður og fram- kallaði þennan titring sjálfur. Áfram verður fylgzt með mælinum, en sem stendur er enginn fyrir norðan sem kann að fara yfir mælinn. —BA— Millisvœðamótið íSviss: PETROSJAN TEKUR FORYSTUNA Síðara millisvæðamótið í skák, sem sker úr um hverjir eigi áfram að tefla um réttinn til að skora á heimsmeistar- ann, er hafið í Sviss. I 1. umferð lauk aðeins tveim skákum með sigri. Petrosjan vann Sanguinetti (Argentínu) og Castro (Kolombíu) vann Lombard (Sviss). Jafntefli gerðu Portisch og Liberzon, Tal og Czom (Ungverjal.), Andersson og Sosonko (Hollandi). Aðrar skákir fóru í bið. í 2. umferð vann Portisch landa sinn, Csom. Matanovic vann Diaz (Kúbu) en jafntefli gerðu Byrne (USA) og Sosonko, Geller og Tal, Smyslov og Gulko, Petrosjan og Rogoff (USA), Smejkal (Tékkóslóvakíu) og Hiibner (V-Þýzkalandi). Aðrar skákir fóru í bið. Petrosjan er því efstur með 2 vinninga eftir tvær umferðir. —ASt. Hlýtt en sólarlítið um allt land „Það verður aðallega austlæg átt og lítið um sólskin,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur. Sólarglæta ætti að vera við Faxaflóa og Breiðfjörð. Hiti gæti farið hér í Reykjavík upp í 15—16 stig. Einhver rigning kann að verða á Suðausturlandi. Sólarmyndin okkar sýnir greinilega leik ljóss og skugga þessa hlýju og fallegu sumar- daga. fijálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 13. JULÍ 1976. Ferðamannostraumur d Akureyri Hótel og tjaldstœði orðin f ull Ferðafólk hefur sett mikinn svip á Akureyri að undan- förnu. Öll hótel eru yfirleitt fullskipuð hverja nótt og ;á tjaldstæðinu eru 100-140 tjöld. Um helgina kom portúgalskt skemmtiferðaskip með sæpska farþega og hafði hálfs annars sólarhrings viðdvöl á Akur- eyri. Fóru hópar um Mývatns-, sveit og um bæinn og ná- grenni. Ferðamannaumferðin hefur verið án allra stór- óhappa og lögreglulið staðarins ekki haft óvenju- legar annir af. —AST Sóttir ó innbrotsstað Tveir „gamlir kunningjar" lögreglunnar voru í nótt teknir á innbrotsstað. Höfðu þeir farið inn í húsið að Njálsgötu 26 og hugðu til fanga. En leynt fór þetta tiltak þeirra -ekki og var lögreglu gert viðvart. Þeir voru enn á staðnum er á vettvang var komið og gistu Hverfisstein. —AST Drykkjuskapur eykst í góða veðrinu Mikil ölvun var í Reykjavík í gær og í nótt. I morgun voru fangageymslur lögreglunnar troðfullar. Góða veðrið virðist hafa þau áhrif á fólkið að það auki frek'ar drykkjuskapinn en hitt, eða minnsta kosti geri það á þann hátt að afskipti þurfi frekar að hafa af. Sem fyrr segir fylltust fangageymslur, þó að margir hafi aðeins verið fluttir heim til sín. Nokkuð var um heimiliserjur, sem lögreglan þurfti að skakka og nokkur tilfelli þar sem um ofnotkun lyfja var að ræða. Sjúkra- bilar voru 1 óvenjumiklum erli út af slíku og fleiru i nótt samfara hinum mikla drykkju- skap. —AST írski skinnbóturinn Brendan: „Hann er ekki stœrri en bjðrgunarbóturinn hjá okkur" „Hann er varla stærri en björgunarbátarnir á Þormóði goða en virðist gott sjóskip," sagði Sverrir Erlendsson skip- stjóri í samtali við DB. Hann og .skipverjar hans sigldu fram á irska skinnbátinn Brendan sem þá var staddur 60 milur suðvestur af Reykjanesi. „Við keyrðum alveg að skipinu og þeir gáfu okkur merki um að allt væri í lagi. Það var logn þarna svo ekki gekk mikið hjá þeim. Eg gæti trúað að hann kæmi í fyrsta lagi i kvöld til Reykjavíkur,“ sagði Sverrir. Að sögn Sverris sást skinn- báturinn ekki í radarnum hjá þeim á Þormóði goða. Þeir komu auga á seglin, sem eru tvö, eins og þeir höfðu á víkingaskipunum forðum. — KI* ISLAND GRÖNLAND jReykjavik Fáröama / StKilda, LABRADOR KANADA BrandonCreal

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.