Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 13
— i>uh).iui)A<;uh i:í..iuU 197«. 13 > Á ÆFINGU ILEIKVANGI heyja landsleik íknattspyrnu á morgun Aftasta vörn veröur Olafur Sigurvinsson, ÍBV, Marteinn Geirsson Fram, Jóhannes Eðvaldsson Celtic, Jón Pétursson Fram. Tengiliðir: Guðgeir Leifsson Charleroi, Halldór Björnsson KR, Ásgeir Elíasson Fram, Árni Sveinsson ÍA. Framherjar: Matthías Hall- grímsson Halmia og Teitur Þórðarson ÍA. tslendingar og Finnar hafa háð fimm landsleiki í knattspyrnu. Fyrsti landsleikur þjóðanna var hér í Reykjavík 1948. Þá báru íslendingar sigur úr býtum 2-0. Næst mættust þjóðirnar 1956 — þá í Helsinki og náðu Finnar þá fram hefndum —sigruðu 2-1. Síðan líða átta ár — þá mættust þjóðirnar hér í Reykjavík og ósigur islands varð þá staðreynd -0-2. Það lá fyrir íslendingum að heimsækja Finna næst — það var gert árið 1969 og enn máttum við bíta í það súra epli að bíða lægri hlut — þá 1-3. Fimmti landsleikur þjóðanna fór síðan fram í Reykjavík. Það var 1974 — þegar var farið að birta til í íslenzkri knattspyrnu. Þrátt fyrir að ísland næði góðu forskoti, 2-0, tókst þó ekki að knýja fram sigur gegn frændum okkar. Leiknum lyktaði með jafn- tefli. Landsleikirnir fimm hafa því þrisvar endað með sigri Finna — einu sinni íslendinga og eitt jafn- tefli. Finnar hafa verið í mikilli sókn síðustu ár á knattspyrnu- sviðinu og er skemmst að minnast ágæts árangurs þeirra gegn ítöl- um í síðustu Evrópukeppni lands- liða. Voru óheppnir að tapa heima 0-1 en náðu að knýja fram jafn- tefli á ítalíu 0-0. Það má því ljóst vera að lands- leikurinn á morgun verður erfiður og harður en íslendingar hafa ekki síður en Finnar verið í mikilli sókn í knattspyrnunni undanfarin ár. h.halls. Handknattleikur íslandsmót í 2. fl. kvenna utanhúss verður haldið á Húsavík helgina 13.—15. ágúst Þátttökutilkynning ásamt 2000 kr. þátttökugjaldi verða að berast fyrir 25. júlí til Magnúsar Þorvaldssonar, Laugabrekku 15, Húsavík, sem veitir allar nánari upplýs- ingar í síma 41500 til kl. 17 virka daga. I.F. Völsungar. Valdimar Valdimarsson varaformaður Knattspyrnuráðs UBK og Ársæll Jónsson dómari virða fyrir sér plagg KSÍ. DB mynd emm. Nú er rifizt um - FH-stúlkurnar í 1. deild kœrðar vegna skónna, sem þœr eru í í leikjum Hvað eru knattspyrnuskór? Hvað eru strigaskór? Um skil- greininguna á strigaskóm og knattspyrnuskóm er risin upp deila í 1. deild Islandsmótsins í kvennaflokki og eins í 5. flokki. 1. deildarlið FH í kvennaknatt- spyrnunni hefur í sumar leikið á skóm, sem ekki eru að neinu leyti frábrugðnir venjulegum knatt- spyrnuskóm, að undanskildu því að mjó strigaræma er ofarlega á ristinni. Sóli, takkar og yfirleður alveg eins og á knattspyrnuskóm. Breiðablik og Fram, ásamt Víði hafa kært þessa skónotkun. Stjórn KSÍ hefur sent frá sér all- loðna greinargerð — eða út- skýringar um málið. Þar segir nánast ekkert — en þess óskað að túlkun stjórnarinnar sé dómurum gerð heyrinkunn! Þegar Víðir og FH léku í Garðinum kom Valdimar Valdi- marsson, varaformaður Knatt- spyrnuráðs UBK, til að fylgjast með á hvernig skóm FH- stúlk- urnar léku. Með honum voru tvær knattspyrnukonur úr Kópavogi. „Við reyndum að útvega okkur sömu tegund af skóm,“ sögðu Breiðabliksstúlkurnar, ,,en þeir fást ekki hér sunnanlands. Björg- vin Schram flytur þessa skó inn og svo er Bergþór Jónsson FH starfandi hjá KSt svo ekki er nema von að KSl samþykki notk- unina,“ bættu þær við. Ársæll Jónsson dómari í leik Víðis og FH ritaði á leikskýrsluna að FH-stúlkurnar hefðu verið í knattspyrnuskóm eins og þeir gerast beztir. Því hlýtur bráðlega að koma til kasta KSÍ að ákveða hvað séu knattspyrnuskór. emm Sigur Leiknis Leiknir úr Breiðholti marsérar áfram. I gærkvöld fóru Leiknis- menn til Sandgerðis og léku við Viði í 3. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Sandgerðinga og því var hinu unga liði úr Breið- holti ákaflega mikilvægt að sigra Það tókst, piltarnir unnu 2—1. Með þessum sigri hefur Leiknir tapað fæstum stigum í riðlinum — 2, Víðir hefur tapað 3. emm VEIÐIVÖRUR Mitchell hjól. Hercon stengurnor. Cortland línur, spinn og flugur. Ódýru Olympic stengurnar og hjólin. tf/Q, • • ► Inq olf/ 'Qi/kq r//o no r Kóiagarður Breiðholti S. 7S020 Klapparstig 44 S.1 ' 7 V TERKIR David Rigert frá Sjakhti, sem á heimsmetið í léttþungavigt — 400 kíló samanlagt — hefur mikla möguleika í Montreal enda frábær keppnismaður og kunnastur lyftingamanna Sovétríkjanna, þegar Alexseev er frátalinn. Rigert setti sitt 62. heimsmet á mótinu í Karaganda. Sovézkir lyftingamenn eiga nú sex heimsmet — samanlagt — af níu í tvíkeppni. Methafarnir eru: — Alexander ' Voronin frá Síberíu (242.5 kg ), Kirsjinof frá Moskvu (312,5 kg ), Smirnof frá Leningrad, en hann er 23ja ára gamall hermaður (342,5 kg), Valerí Sjarí frá Minsk (367,5 kg), Rigert og Alexseev. Þessir menn mynda kjarna sovézka olympíuliðsins i Montreaí, en einn þeirra fer þó ekki til Montreal vegna meiðsla i öxl — Kirsjinof. Hinir fimm keppa þar örugglega — en hverjir aðrir? Við eigum frábæra Ivftingamenn, segir Igor Kúdjúkof, en hann er aðalþjálfari sovézka landsliðsins í l.vftingum. Þróun er mikil og árlega hætast við keppendur í heimsklassa. Lyftingamenn í Sovétríkjunum eru nú fjögur húndruð þúsund talsins. Tveir menn keppa í Montreal i hverjum þyngdarflokki. í fjaðurvigt má nefna, segir Kúdjúkof, nýja Sovétmeistar- ann Vladimir Golovko frá Novosibirsk og Evrópumeistarann Nikolaj Koljesnikof frá Rostov við Don. í léttvigt er heimsmeist.arinn Pjotr Korot frá Lvov og Sergei Pjevsner frá Rostov, en hann er sovézkur meistari. í létt- þungavigtinni verður auk Rigerts Sergei Poloratskí frá Kiev. I öllum flokkum nema þeim allra léttasa — og svo í einum af þyngri flokkunum — geta sovézku kraftakarlarnir gert sér raunhæfar vonir um sigur í Montreai. (APN — örlítið st.vtt og máli hnikað til). Vassili Alexseev — meistarinn mikli í yfirþungavigt. Hefur sett 76 heimsmet á ferli sínum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.