Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 9
l)A('.BLAt)If) — BHIÐ.HIDACUK i:i. .IlJl.Í 197H.
i
9
1963 árgerðinni
f œkkaði mest
Bifreiðaeign landsmanna
minnkaði hlutfallslega miðað
við 1000 ibúa milli áranna 1974-
1975. Árið 1974 voru bifreiðar
alls 329,4 á 1000 íbúa en 326,9
árið 1975. I árslok 1975 voru
flestar bifreiðar í Reykjavík,
eða 339 bifreiðar á hverja 1000
íbúa en fæstar, 240 á 1000 íbúa,
í Bolungarvík. Kemur þar
greinilega í ljós að Reyk-
vfkingar eru bílaglaðastir
manna á íslandi. Af sýslum er'
Gullbringu- og Kjósarsýsla með
flestar bifreiðar á sínum
snærum eða 431 bifreið á
hverja 1000 íbúa, en lang
fæstar eru bifreiðar í Snæfells-
nessýslu, 286 á 1000 íbúa.
Flestar voru Ford bifreiðar á
vegum á Islandi. Ford fólks-
bifreiðar voru 8.570 og er það
13,2% af heildar fólksbílaeign
okkar. Ford vörubifreiðar voru
1.192 og er það 18,0% af öllum
skráðum vörubifreiðum á
landinu.
íslendingar létu afskrá 3265
ónýtar bifreiðar á árinu 1975.
Þar fóru mest í súginn 420 bif-
reiðar af Volkswagen gerð, 399
af Ford gerð, og 320 Moskvitch
bifreiðar. 1 bifreið af þeirri
frægu gerð DeSoto var skráð
ónýt.
Flestar bifreiðar sem skráðar
voru ónýtar voru af 1963
árgerðinni.
Upplýsingar þessar eru úr
bifreiðaskýrslu frá Hagstofu
íslands, sem gefin var út 1. jan.
1975.
—KL
„Patentlausn“ þegar vélin er
ekki gangfær lengur — klippa
hana bara frá og Iáta síðan eitt-
hvert annað farartæki sjá um
vélaraflið.
ífyrra
Þessi er örugglega ekki lengur
á skrá hjá bifreiðaeftirlitinu og
ófrýnilegur er hann.
A myndinni er Karlakórinn Fóstbræður ásamt stjórnanda, ein-
söngvurum oe undirleikara. Væntanlega mun landamæraeftirlit
Rússanna taka betur á móti þeim en íslenzka júdólandsliðinu á
dögunum.
Fóstbrœður
öðru sinni
til Sovét
„Við hlökkum mikið til
þessarar ferðar,“ sagði Arni Þór
Eymundsson framkvæmdastjóri
Umferðarráðs og söngfélagi í
karlakórnum Fóstbræðrum, er
DB spurði hann um fyrirhugað
ferðalag kórsins til Norður-
landanna og Sovétríkjanna.
„Kórinn mun halda utan 17.
júlí og fara fyrst til Kaupmanna-
hafnar og Helsingfors, þar sem
haldnir verða tónleikar," sagði
Árni ennfremur. Vinakór Fóst-
bræðra, Muntra Musikanter, mun
taka á móti okkur í Finnlandi og
m.a. bjóða í siglingu og fleira.
Síðan verður farið til Sovét-
ríkjanna og haldnar þar 4 opin-
berar söngskemmtanir í Lenin-
grad og Vilnius, en auk þess er
reiknað með smáskemmtunum á
fleiri stöðum. Alls dveljumst við
þar 10 daga. — Á leiðinni
heim verður aftur staldrað við í
Kaupmannahöfn, þar sem
áformað er að syngja inn á plötu
og taka upp fyrir danska útvarpið
allt á tveimur dögum, en söng-
förinni lýkur 31. júlí.
Okkur er boðið til Sovét-
ríkjanna á vegum sovézka menn-
ingarmálaráðuneytisins, þeir
munu kosta allt uppihald en
ferðir borgum við sjálfir,“ hélt
Arni áfram. „Við höfum áður
fengið svipað boð, en það var árið
1961 og vorum við fyrstu íslenzku
listamennirnir sem fóru til Sovét-
ríkjanna eftir nýgerðan
menningarsáttmála milli land-
anna tveggja. Sú ferð var mjög
vel heppnuð í alla staði.
Annan kostnað sem við
greiðum sjálfir borgum við að
hluta með styrk frá ríkinu og svo
reynum við að afla tekna með því
að leigja húsnæðið okkar inni á
Langholtsvegi og halda söng-
skemmtanir á haustin," sagði
Arni Þór Eymundsson að lokum.
Stjórnandi Karlakórsins Fóst-
bræðra er Jónas Ingimundarson,
en hann hefur stjórnað honum í
tvö ár. Einsöngvarar i ferðinni
verða tenórarnir Erlingur
Vigfússon og Hákon Oddgeirsson,
en undirleikari Lára Rafnsdóttir.
JB
„Umboðin hér hafa
verið með óánœgju"
— segir eigandi GS verzlunarinnar
„Eg hef orðið var við að verð
hefur staðið i stað á ákveðnum
varahlutum eftir að umboðunum
varð ljóst mitt verð,“ sagði
Guðmundur Sigurðsson eigandi
GS. Hann hefur nokkur undanfar-
in ár selt varahluti í nokkrar bíla-
tegundir á lægra verði en um-
boðin.
Guðmundur kvaðst hafa umboð
fyrir verksmiðju sem framleiddi
varahluti i nokkrar bílategundir.
Umboðin hér vildu sum hver
halda þvi fram að þau hefðu
einkaumboð fyrir varahluti í bif-
reiðar sínar. Sagði hann að menn
í umboðinu fyrir Austin Mini
hefðu til da-mis margtalað við sig
og bent sér á þelta. Guðmundur
kvaðsl hafa lalað við lögfræðing
sinn sem hefði tjáð sér að ekki
væri til neitt sem héti einkaum-
boð fyrir varahluti í bifreiðar.
Sagði Guðmundur að sér fyndist
það í rauninni í hæsta máta
undarlegt hvað forkólfar frjálsrar
samkeppni væru hörundsárir
þegar málið snerti þá sjálfa.
Guðmundur hefur verið með
varahluti í Fiat og sagði hann
verð á ákveðnum varahlutum í þá
bila hafa staðið í stað í tæp 2 ár.
Þannig hefði hann selt á mun
lægra verði hluti fyrir tveimur
árum en umboðið. Það hefði hins
vegar látið haldast óbreytt verð á
hlutum eins og spindilkúlum
þrátt fyrir 2 gengisfellingar og
hækkað vörugjald.
„Tvímœlalaust rétt
að birta nafnið"
— segir Ásgeir Pétursson sýslumaður
Bóndinn á Stangarholti
hefur nú verið leystur úr
gæzluvarðhaldi. Þegar hann
var settur I varðhald var nafn
hans tilkynnt bæði í útvarpi og
blöðum. Má nefna sem dæmi
fréttaflutning úr einu morgun-
blaðanna: „að sögn Asgeirs
Péturssonar, sýslumanns,
hefur faðirinn ekki játað að
hafa drepið son sinn, en rann-
sókn er i fullum gangi.“
Asgeir Pétursson sýslumaður
tjáði blm. DB að ekki hefði
verið unnt annað en skýra frá
nafni bóndans. t dreifbýlinu
spyrðust svona fréttir hvort eð
væri. Þá benti hann á að sögu-
sagnir hefðu verið komnar af
stað og því verið rétt að láta
nafnið fylgja.
Ásgeir kvað það vera mat
rannsóknardómara á hverjum
stað hvort nöfn væru birt. Færi
það eftir atvikum hverju sinni.
Margrét Indriðadóttir frétta-
stjóri Rikisútvarpsins sagði, að
fréttastofan hefði fengið nafnið
beint frá sýslumanns-
embættinu og því ekki þótt
ástæða til annars en birta það.
Þá hefði og verið þýðingarlaust
að leyna því þegar búið var að
segja að þetta væri bóndi á
ákveðnum bæ. Menn hefðu
ekki þurft annað en að fletta
upp 1 símaskránni. Ekki var
haft samband við fjölskylduna
á Stangarholti.
Margrét kvað þetta vera
óvenjulegt mál, en yfirleitt
væri fylgt ákveðnum reglum I
þessum efnum hjá útvarpinu.
I sambandi við slys væri til
dæmis haft samband við lög-
reglu eða prest. Er beðið einn
sólarhring með nafnbirtingar
ef þess er óskað. Hvað snertir
afbrot eru nöfnin ekki birt
nema í samráði við embættin á
hverjum stað.
Er haft var samband við Jón
Thors 1 dómsmálaráðuneytinu
sagði hann að dómsmálaráðu-
neytið gæti ekkert sagt um
þetta. Málið heyrði miklu
fremur undir Blaðamanna-
félagið. Engin lög munu vera til
um nafnbirtingar.
—BA—
Sjóferð
framundan
Ekki vitum við hvert leið
þeirra lá, en við mættum þeim
á gangi niðn við Reykjavíkur-
höfn og var oinna likast þvi sem
leggja a'tti í sjóferð. Nú það er
ekki amalegt fyrir klárinn þann
arna. því fáir íslenzkir hestar
hafa hlotið þá lífsreynslu, nema
ef vera sk.vldu úrvalsgæðingarn
ir sem fluttir eru til-
Þýzkalands og annarra fjar-
la'gra staða til þess að hressa
upp á hrossaeignina þar ytra.
Ljósm. Arni Páll/JB
— BA