Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 8
8 DACBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 13. JULÍ 1970. — segir einn sœgarpanna ..Við komum hingað beint frá Englandi en þaðan fórum við í lok maí." Sá sem þessi orð mælir er kapteinn Tilmann, sem hingað er kominn ásamt 4 manna áhöfn á skútu sinni Baroque. Tilmann er ekki að heimsækja ísland í fyrsta skipti nú. því hann hefur komið hér nokkrum sinnum áður á fyrri skipum sínum. Þessi sjóbarni kapteinn hefur stundað sigl- ingar í um 20 ár og víða komið við, m.a. siglt til suðurheim- sem siglt hafa hingað skútunni Baroque frá Englandi skautsins auk þess sem hann hefur víst farið eins langt norður og hægt er að fara. Hann er kominn á eftirlaun og siglir aðeins sér til skemmtunar nú orðið. Skútan Baroque, sem er farkostur hans í þessari ferð, er orðin 74 ára. b.vggð árið 1902. ..Ferðinni var ekki heitið hingað í upphafi,“heldur hann áfram. ,,Við vorum á leið til vesturstrandar Grænlands en hrepptum þá slæmt veður sem varð til þess að bugspjótið brotnaði og bátshúsið skekktist. Við urðum að leita inn til Reykjavíkur til viðgerðar. Hér verðum við að bíða þar til f lok júli, en þá förum við til Ang- magssalik á Grænlandi. Svo er áhöfnin orðin einum færri, því einn sagði upp og verðum við því að leita okkur liðsauka hérna. Annars er ekki sem verst að bíða hér, Island er fallegt og gott land,“ sagði Tilmann að lokum. Einhverjir af áhöfninni höfðu brugðið sér í fjallgöngu í nágrenni Reykjavíkur, en rétt áður en við kvöddum rákumst við þó á einn mann að nafni Barrows, sem er hér í fyrsta skipti. Hann er frá Somerset í Suður-Englandi og er afskap- lega hrifinn af Islandi. „Ég var einmitt að skrifa konunni minni og segja, að hingað yrðum við að sigla einhvern tíma á bátnum okkar, en hann er talsvert minni en Baroque," sagði hann. Barrows kvað ferðina til íslands hafa verið erfiða, en hann ætlar þó að halda áfram til Grænlands. Við þökkuðum sægörpunum fyrir spjallið og óskuðum þeim alls gððs, en ekki gátum við að okkur gert að renna löngunar- augum til baka á skútuna. Það væri ekki amalegt að eiga slík- an farkost. JB Hann er veðurbarinn og hressilegur kapteinninn hann Tilmann, enda hefur hann siglt bæði til norður-og suðurheimskauts og um allt þar á milli. Ljósm. Arni Páll. Ég kem örugglega hingað aftur siðar, sagði Barrows um leið og hann kvaddi okkur. HINGAÐ VERÐ ÉG AÐ KOMA AFTUR Brezka skútan Baroque liggur þarna allsendis ósmeyk innan um íslenzku ógnvaldana, varðskipin. Sigalda: „Óhœfum mönnum sagt upp fyrirvarolaust" — segir Zakula framkvœmdastjóri „Minnkandi •x« / veiðii Þingvalla- vatni" — segir séra Eiríkur þjóðgarðsvörður „Það hefur heldur rætzt úr veiðinni nú í hlýindunum," sagði séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Veiði hefur verið afar dræm í Þingvallavatni í sumar, má nefna sem dæmi að neta- veiðar hafa enn ekki verið reyndar, en undanfarin 2 sumur hafa þær gefizt vel. Séra Eiríkur sagði að menn greindi mjög á um það hvað þessu ylli. Sumir teldur að grisja þyrfti stofninn i vatn- inu, aðrir telja að vatnshæð sé of mikil en henni er stjórnað af virkjununum. Dr. Pétur Jónasson við Kaupmannahafnarháskóla mun stunda rannsóknir á lífs- skilyrðum i vatninu í sumar. Hefur hann athugun sína vænlanlega slðar I þessum mánuði. Séra Eiríkur sagði að ekki væri unnl að segja neitt til um hver yrði þróun mála í vatninu fyrr en dr. Pétur hefði lokið athugun sinni. Rannsókn hans lýkur ekki á þessu sumri. — BA Kvartanir hafa borizt frá starfs- mönnum við Sigöldu sem sagt hefur verið upp fyrirvaralaust. Telja þeir rétt sinn fyrir borð borinn. Dæmi um einn slíkan er í lesendadálki DB. Þar leggur starfsmaðurinn fyrrverandi ýmsar spurningar fyrir Pétur Pétursson starfsmannastjóra. Hann óskaði hins vegar ekki eftir að svara þeim. „Það hefur ekki verið mikið um uppsagnir og aldrei að ástæðu- lausu,“ sagði Zakula fram- kvæmdastjóri Energo-projekt við Sigöldu. Hann kvað ákveðnar reglur gilda um það hvenær ástæða þætti til a'ð reka menn. Venjulega væri það þannig að menn fengju viðvaranir frá verk- stjórum á hverjum tað. Þessu næst vara yfirmenn einstakra framkvæmda starfsmennina við. Takist ekki að kippa málinu í lag gefur Pétur Pétursson eina við- vörun og dugi hún ekki til eru menn látnir fara. Zakula viðurkenndi þó að þess væru nokkur dæmi að menn væru látnir fara fyrirvaralaust. Það væri í þeim tilfellum að menn reyndust algerlega óhæfir til þeirra starfa sem þeir hefðu ráðið sig til. Sagði hann að þetta ætti einkum við þau störf sem ein- hverja þekkingu þyrfti á áður en menn hæfu störfin. 1 slíkum til- vikum yrði að láta menn fara ef þeir réðu ekki við viðfangsefnið. Zakula sagði að undanfarið hefði verið sagt upp 25 mönnum og væri það óvanalega mikið. Venjulegast væru 5—6 menn látnir fara í einu. „Oftast koma þeir til okkar sem þurfa að kvarta yfir framkomu yfir/nanna við Sigöldu,“ sagði Sigurður Oskarsson hjá verka- lýðsfélagi Rangárvallasýslu. Ekki kvaðst hann kannast við Jón Jónsson sem skrifaði lesendabréf í DB, en benti um leið á það að alls ynnu um 800 manns við Sigöldu en aðeins 180 væru félagar í verkalýðsfélaginu. Sigurður sagði að samstarfið við Júgóslavana hefði gengið vel í sumar og virtist sem fólkið væri að aðlagast hlutunum. Hann sagði að mönnum væri sjaldan sagt upp fyrirvaralaust og kvaðst ekki hafa orðið var við það að mönnum væri sagt upp að ástæðulausu. BA Verkalýðsforinginn einka- bílsljóri framkvœmdasljórans Formaður verkalýðsfélags sem einkabílstjóri yfirmanns síns! Þetta hefði einhvern tímann þótt óhæfa meðan barátta verkafóiks stóð sem hæst. Margir telja slíkt ófært enn þann dag i dag, enda mun það orðið sjaldgæft. Þetta er hins vegar staðreynd á einurn stærsta vinnustað landsins, Sigöldu. Einkabílstjóri fram- kvæindastjórans heitir Hilmar Jónsson og er formaður verka- lýðsfélagsins i Rangárvalla- sýslu. Er Hilmar var spurður að því hvort hann v;eri ha'ttur sem formaður, kvað hann svo ekki vera. Hann væri reyndar í sntá- frii eins og sta'ði en hann hefði alls ekki látið af emba'tti. —BA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.