Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976. 11 \ - VERSTU ÞURRKAR, SEM DUNIÐ HAFA YFIR í ALDARAÐIR nir sjá ekki fram á neina aðstoð við að jafna mismuninn. Yfirvöld í Mílanó hafa sagt, að hundruð þúsunda nautgripa hafi verið aflífuð af þessum ástæðum. Allt akurlendi er einnig stórskemmt. Búizt er við því, að bændur muni seint ná sér eftir allar hörmungarnar af völdum þessa heita sumars. Mesti hiti í 250 ár Bretlandseyjar fara ekki var- hluta af hitunum frekar en meginlandið. Á Suður-Englandi eru þurrkarnir nú þeir mestu sem komið hafa í 250 ár — eða síðan farið var að mæla úrkom- una þar. „Englendingar verða nú brátt að fara að gera það upp við sig, hversu miklu vatni skuli veita i heimáhús og hve miklu á vinnustaði," sagði tals- maður stjórnvalda í London fyrir skömmu. í London hefur þrýstingur á vatYisveitukerfinu þegar verið minnkaður. John Silkin ráðherra um- hverfismála og áætlanagerða sveitarstjórnamála sagði í Neðri. málstofunni í síðustu viku að þegar í stað þyrfti að samþykkja neyðarlöggjöf um að sveitarfélögum yrði gefið leyfi til að beita hörðum neyðarráðstöfunum, svo framarlega sem ekki færl að kólna í lofti bráðlega. Brezkir bændur hafa snúið sér til stjórnvalda með bón þess efnis að veittir verði peningar til umráða fyrir þá bændur sem verst hjfe orðið úti í þurrk- unum. ^nárhagsáætlun EBE á að veita 9 milljörðum íslenzkra króna til styrktar þurrkabænd- um. Enn sem komið er er vatns- bann aðeinp í almenningsgörð- um og golfvöllum í Énglandi. En allir vita, að þegar Bretar grípa til slíkra ráðstafana, þá er alvara á ferðum. Á hitabylgjan eftir að haldast? Átta sérfræðingar frá Alþjóða veðurfræðingasamtök- unum (WMO) hafa hafið rann- sóknir á því, hvort þetta heita loft eigi eftir að þjá Evrópubúa næstu ár eða jafnvel áratugi. Veðurfræðingarnir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að á iand- svæðum, þar sem hiti er al- mennt í meðallagi, hefur stigið hækkað um 5—8' stig. Þá er sjávarmál 80—100 metrum hærra en um það leyti, þegar ísöldin var f hámarki. Veður- fræðingarir geta þó enn ekki fullyrt með neinni vissu hvort það eigi eftir að kólna aftur eða jafnvel hitna ennþá meira. „Ef við eyðum meiri hlutan- um af eldsneytisbirgðum jarðarinnar á næstu 100—200 árum, eigum við á hættu að hitastig og mengun andrúms- loftsins eigi eftir að aukast til muna,“ segja veðurfræðingarn- ir í bráðabirgðaskýrslu, sem þeir hafa samið. Þetta þýðir að á næstu öldum á hitinn enn eftir að stíga. En Evrópubúar hafa engan áhuga fyrir komandi öldum. Þar er það sumarið 1976, sem allt snýst um. Nú er það spurn- ingin um lífsafkomu milljóna bænda, sem athyglin beinist að. Ef þeir bjargast ekki munu fóðurskortur og himinhátt vöruverð brátt hertaka alla Evrópu. 'Xuj Astandið í Englandi er víða mjög alvarlegt, sérstaklega i suðurhéruðunum. Hér stingur ung stúlka hendinrti niður um rifu, sem hefur myndazt í grjótharðan leirjarðveginn. ✓ FAGUR FISKUR í SJÓ? aukist upp i 22% árið 1975 2) $é litið á þorskaflann með tilliti til meðalþunga þorsksins kemur i ljós að meðalþungi landaðs þorsks hefur minnkað nær samfellt frá árinu 1955, þegar meðalþunginn var 4.1 kg, niður i 2.7 kg árið 1975 eða um 34%. (Aldur þorsks, sem er 4.1 kg að þyngd er 6—7 ár, en tæp 5 ár sé hann 2.7 kg). Með þessar staðreyndir í huga má segja sem svo, að framundan sé útsæðisát aldar- innar hvað þorskstofninn snertir. Gott, en átakanlegt dæmi um nýtingu fisksins í slíkum veisluhöldum fékkst á liðnum vetri í Reykjafjarðarál )g nágrenni, þar sem meginhluti togaraflotans var saman kominn. Rannsókna- skip- var á staðnum síðustu 3 dagana fyrir lokun svæðisins, þegar veiðiskipin voru flest. Áætlað er, að 1.6 milljón 4ra ára þorska, sem hver um sig 'vegur um 1.8 kg, hafi verið innbyrt á þessum 3 dögum og um 900 þús. 3ja ára þorskar (um 1.2 kg), en af þeim síðar- nefndu munu um 75% hafa farið boðleið útbyrðis aftur. Ráðherra sjávarútvegsmála á íslandi hefur lýst því.yfir að hann taki ekki fullt mark á niðurstöðum fiskifræðinga, þar sem þeim geti skjátlast — eins og raunar manhlegt hefur þótt til þessa. Með hliðsjón af þess- um ummælum ráðherra er þess að vænta að hann geri annaðhvort ráðstafanir sem hafi að markmiði aðgerafiski- fræðinga óskeikula, eða leggi Hafrannsóknastofnunina nið- ur. Þrátt fyrir viðurkenndan og staðfestan óskeikulleika sinn vill undirritaður fiskifræðing- ur benda á, að vart er við því að búast, að þorskstofninn verði aðnjótandi liðsinnis af þvi tagi, ' sem vikið var að áður. Þ.e.a.s. heimsstyrjöld er ekki yfir- vofandi og hrygningargöngur frá Grænlandi eru taldar úti- lokaðar svo nokkru nemi, vegna lélegs ástands þorsk- stofnsins þar. Á það mun reyna, hvort sjó- menn eða útgerðarmenn, sem vart munu fara í grafgötur um ástand þorskstofnsins, muni þiggja boð stjórnvalda dm eins. og 100 þús. tonn af smáfiski. Ennfremur mun á það reyna, hvort alvarlegar tilraunir verði gerðar til þess að hafa enda- skipti á þeim málum, sem þorskstofninn varða, og snúa frá þeirri rányrkju, sem stunduð hefur verið og verður áfram, ef svo heldur fram sem horfir. 1 þessu sambándi skal minnt á mikilvægustu atriðin: 1) Sóknin i þorskstofninn er alltof mikií. Sóknina má minnka um 60% án þess að varanlegur afli minnki og er þá • miðað vjð að sóknarmunstrið (þ.e. sóknarþungi í einstaka aldursflokl^a) verði óbreytt. Slík sóknarminnkun hefði hins- vegar fimmföldun hrygningar- stofnsins i för með sér miðað við óbreytta nýliðun (viðkomu) stofnsins og auk þess yrði um verulegan sparnað á tækjum og vinnu að ræða. Þó er talið æski- legast að minnka sóknina um 80%, sem hefði nokkra afla- minnkun í för með sér, miðað við óbreytt sóknarmunstur, en leiddi aftur til 14-földunar hrygningarstofnsins. 2) Nýting þorskstofnsins er nú léleg. Varanlegur afrakstur miðað við'óbreytt ástand í sókn og-nýliðun er 350 þús. tonn á ári, en varanlegur hámarks- afrakstur stofnsins er talinn vera 450-500 þús. tonn á ári. Þeim hámarksafrakstri má ná, eða a.m.k. nálgast, með því að friða 3ja og 4ra ára smáfisk. Friðun smáfisks er hinsvegar vafalaust illframkvæmanleg, ef ekki óframkvæmanleg, við þær aðstæður, sem nú ríkja, þ.e. sóknarþungi í hámarki en stofnstærð í lágmarki. 3) Viðkomu þorskstofnsins er stefnt í voða við óbreytt ástand í nýtingu hans. Gert er ráð fyrir, að hrygningarstofn- inn komist í jafnvægi við 150 þús. tonn miðað við óbreytta sókn og sömu meðalnýliðun og á árunum 1955—1970. Spurningin, sem allt veltur á, er hinsvegar, hvort slíkur hrygningarstofn sé fær um að tryggja viðkomu stofnsins. Talið er víst, að viðkomastofns- ins hafi verið með eðlilegum hætti á árunum 1955—1970. Flest bendir og til þess, að við- koman hafi ekki brugðist á árunum 1971 —1973. Hinsvegar bendir flest til þess, að þorsk- árgangarnir 1974 og 1975 hafi verið óvanalega veikir, en hrygningarstofninn var á þessum árum 244 þús. og 231 þús. tonn eða um fjórðungur af stærðinni fyrir um 20 árum síðan. Bendir því flest til þess, að hrygningarstofn af þessari stærðargráðu geti ekki gefið af sér eðlilega árganga og þar af leiðandi vart um það að ræða, að 150 þús. tonna hrygningar- stofn gæti gegnt þessu líffræði- lega hlutverki sínu. Vart þarf að eyða orðum að því, að við- komubrestur hefði óhjákvæmi- lega aflabrest f för með sér. Af framansögðu má væntan- lega ljóst vera, að róttækra aðgerða er þörf. Raunar má segja að alþingismenn og ráð- herrar hafi verið önnum kafnir við að framleiða skæðadrífur af prentuðu máli, en með sem minnstum breytingum á nú- verandi ástandi. Urræðin hafa miðað að því að draga úr afleiðingum aðalorsakavaldsins — ofsóknarinnar — sem staðið hefur óhaggaður og jafnvel magnast. Þau'ákvæði sem að gagni mættu koma, svo sem ákvörðun hámarksafla, eru ekki nýtt. Tillögur fiski- fræðinga hér að lútandi eru teygðar sem mest má verða eða forsmáðar, þegar annað bregst. Alþingismenn guma af vísindalegri verndun fiskimið- anna í lagabálkum sínum eg, láta síðan sem ekkert sé þegar vísindamönnunum er gefið langt nef. Alþingismenn hafa væntanlega fylgst með vaxandi ófremdarástandi í fiskveiðimál- um okkar. en Iítt aðhafst í þá átt að sinna skyldum sínum varðandi vísindalega verndun fiskstofnanna. Einstakir þing- nienn hafa raunar gengið svo langt að lýsa yfir vanþóknun sinni á smáfiskveiðum íslenskra sjómanna. Það má þó ljóst vera, að það eru ekki sjó- menn, sem brugðist hafa, heldur stjórnvöld, sem látið hafa ógert að stjórna á vísinda- legum grundvelli. Sjómenn eru hinsvegar í því erfiða og van- þakkláta hlutverki (að sjó- mannadeginum undanskildum) að þurfa og verða að stunda veiðar við vandræðaaðstæður. sem stjórnvöld hafa látið viðgangast að yrðu að veruleika og bera ábyrgð á. Heimild: Skýrsla alþjóða haf- rannsóknaráðsins um íslensku og grænlensku þorskstofnana, mars 1976. Olafur K. Pálsson. fiskifra'ðingur. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.