Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 2
I)AC.BI,A«I« — ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976. 2 s Hrœsni „siðgœðismanna" og greiðslur frá varnarliðinu Þrír félagar scm styðja „Bar- áttusamtök sjálfstæðismanna" skrifa: Senn hallar undan fæti hjá þeim siðgæðispostulum, sem hvað mest hqfa lagt sig fram um að flokka það undir siðleysi að vilja taka upp breytta háttu í samnlngum við Bandaríkja- menn varðandi varnir landsins. Dagblaðið birti fimmtudag- inn 8. júlí upplýsingar um það, að í 25 ár hafi varnarliðið greitt í ríkissjóð eina og hálfa milljón króna og enginn hefur minnzt á það hingað til, ekki einu sinni hinir vökulu siðgæðispostular. Og eftir utanríkisráðh. lands- ins er haft, að þetta sé ákvæði i viðbótarsamningi við varnar- samninginn, en enn hafi ekki verið ákveðið, hvort krónutalan verði tekin til endurskoðunar. En þessu til viðbótar koma fréttir í blöðin um að varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli sé látið greiða miklu hærra verð fyrir þær íbúðir, sem Aðalverk- takar byggja nú fyrir varnar- liðsmenn, en þekkist á hinum almenna markaði í landinu. T.d. kostar íbúð fyrir einhleypa yfirmenn varnarliðsins 6,2 millj. króna, íbúð sem telur eitt herbergi og eldhús ásamt inn- gangi. Þetta þætti okkur likleg- ast okur hjá almennum bygg- ingameistara. — Aðrar íbúðir, sem afhentar eru þessa dagana til varnarliðsmanna, kosta 11,1 millj. króna og er miklu hærra verð er fyrir ibúðir sömu stærðar sem reistar cru hér á landi. í tilkynningu um þessar ibúðaafhendingar hafa ekki verið gefnar skýringar á þess- um háa byggingarkostnaði inn- an Keflavíkurflugvallar, — eða er álagið á byggingarkostn- aðinn svona miklu hæbra þarna en almennt gerist? Hér er enn eitt dæmið um það siðleysi, sem ríkir í hugum þeirra sem mest fjargviðrast út af þeirri hugmynd sem fram hefur komið og er mjög eðlileg, að semja um varnir landsins ásamt nauðsynlegum fram- kvæmdum verklegum innan- lands, sem okkur er um megn að ráða við svo vel fari. Sú lágkúrulega hugsun og undir- lægjuháttur sem nú ríkir í þess- um efnum og „bónbjargar- stefna" eins og Vísir ranglega nefnir hinar nýju hugmyndir um endurskoðun varnarsamn- ingsins, er ekki sæmandi og vilji þjóðarinnar er nú skýr orðinn og á hann verða stjórn- málamenn að hlusta hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það virðist sem sagt, að aðeins einstaka mönnum eða samtökum eins og Aðalverk- tökum í sambandi við íbúða- byggingar sé heimilt að not- færa sér, að hér eru erlendir aðilar sem hægt er að féfletta (því auðvitað er þetta með íbúðaverðið ekkert annað en fé- fletting), en þjóðarbúið sjálft og verklegar framkvæmdir í landinu mega sitja á hakanum. Það er nú orðið tímabært að fá á því skýringar hvað liggur að baki þvi andófi sumra forystumanna og fylgifiska þeirra'gegn því að gerður verði nýr ' gagnkvæmur samningur um varnir landsins. Eða er ef til vill eitthvað til í þessum sífelldu aðdróttunum Þjóðvilj- ans um hermang og duldar greiðslur varnarliðsins til ein- stakra aðila eða ríkisins, sem almenningur fær ekki að vita um? Það er ekki víst, að al- menningur i Bandaríkjunum yrði hrifinn af að heyra um hið óeðlilega háa verð, sem varnar- lið þeirra þarf að greiða hér fyrir íbúðir byi’gðar fyrir það. Þetta eru þó bandarískir skatt- peningar, sem greitt er með, og dagblöð þar vestra myndu áreiðanlega ekki þegja þunnu hljóði yfir þessu, svo gagnrýnið sem almenningsálitið er þar í landi. Við skorum hér með á for- ystumenn innan Sjálfstæðis- fiokksins að hætta að styðja málstað, sem er algerlega tapaður. Þeir ungu menn sem nýlega hafa tjáð sig um málið og hrópað ,,landleiga“, „sið- leysi“ eru allsendis ófærir að tjá sig í rituðu máli, svo klaufa- lega hefur þeim farizt hingað til. Styðjið frekar skoðanir þeirra, sem hafa þorað að tjá sig í rituðu máli opinberlega á heilbrigðum grundvelli og fært rök fyrir málinu, eins og með því að segja að hér verði varnarlið áfram hvað sem spá- dómum ungra sjálfstæðis- manna um varnarlaust land líður, og vitnað til Norðmanna um samning þeirra við NATO og framkvæmdir á vegum þess í Noregi. Dagblaðið hefur lagt sig i framkróka með að færa gild rök fyrir endurskoðun varnarsamn- ingsins með tilliti til sameigin- legra hagsmuna íslendinga til jafns við þær þjóðir aðrar sem hafa ávinning af því að hér sé varnarlið. Um þetta hafa birzt ágætar forystugreinar í Dagblaðinu, svo og sjálfstæðar kjallara- greinar, sem eru oft bráðsnjall- ar og áreiðanlega víölesnar, án tillits til stjórnmálaskoðana þeirra er þær skrifa. Einnig birtist nú í fyrsta sinn í Mbl. heilbrigt innlegg um þessi mál frá Halldóri Jónssyni verkfræðingi, og var mjög í anda þess, sem birzt hefur í Dagblaðinu undanfarið. En kannski lesa ungir sjálfstæðis- menn eða aðrir siðgæðis- postular ekki slíkar greinar, eða svo hefur okkur stundum heyrzt á þeim, en ekki eykur það traust fólks á þeim, ef þeir kynna sér ekki sjónarmið and- stæðinga sinna. Við vonumst til að Dagblaðið birti þessar hugleiðingar okkar, þótt þær séu kannski nokkuð langar sem lesendabréf, því við eigum hvergi innangengt hjá málgögnum flokkanna, sízt af öllu Mbl„ sem tekur varla greinar frá sterkum stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins lengur, hvað sem veldur. Það var því full þörf á nýju dag- blaði, sem ekki er neytt til að gera greinarmun á „flokkslit" þegar þeim berst efni frá almennum lesanda. Dagblaðið er án efa albezta blað lands- manna og til þess hafa valizt snjallir blaðamenn og sjálf- stæðir greinahöfundar með sín föstu skrif og eins þeir er ekki skrifa að staðaldri. Með þökk fyrir birtinguna! OFT MÁ „SATT" KYRRT LIGGJA Borgari skrifar: Sem almennur borgari sé ég mig knúinn til að rita þessar línur öðrum borgurum til fróð- leiks vegna greinar í DB fimmtudaginn 24. júní undir fyrirsögninni „Lamaður og býr í tjaldi“. Þar lýsa umrædd hjón vanmætti sínum við að útvega sér húsnæði og deila á okkur hina borgarana með þvi að segja að Reykjavíkurborg vilji ekki hjálpa sér. Þá fannst mér borginni okkar illa brugðið þvi hún hefur mörgum hjálpað, en það er látið kyrrt liggja. Er ég leit í DB daginn eftir, sá ég þar hóflegt svar Félagsmála- stofnunar, um að þetta fólk mundi þurfa hjálpar við, það ætti að líta til þeirra þennan dag. Eg fór að gefa tjaldstæðinu í Laugardal auga, eins og ég sá reyndar fleiri gera, því þarna hægðu bílar á ferðinni og fólk gjóaði augum að tjaldinu. Nú, ég hef heyrt ýmsar sögur í tengslum við þetta fólk, þess vegna lék mér forvitni á að vita og sjá sjálfur þá neyð er tveir nefndir borgarar, með- bræður okkar, áttu við að búa. Fór ég þar hjá nokkrum sinnum og sá enga hreyfingu. Viti menn,rétt fyrir klukkan 18 sé ég að sendibíll kemur að tjaldstæðinu og að þrír menn standa fyrir framan umrætt Ijald, og hugsa sem svo að borgin ætli að standa við sitt. Eftir smástund gengu þeir frá tjaldinu að húsi vaktmannsins. Þá hugsaði ég, að ef til vill ætluðu þeir ekkert að gera. Eg staldraði því við um.stund til að sjá endalokin. Rétt í þann mund er ég ætlaði að hætta glápi mínu þá rann lögreglubíll inn á stæðið. Mennirnir þrír umræddu gengu með lögreglu að t.ialdinu. Hjálpuðust þeir að við að koma þessu fólki í lög- reglubílinn og var þetta fólk auðsiáanlega drukkið.Geturlög- reglan borið vitni um það. Þegar lögreglubíllinn var farinn fór sendibílstjórinn að losa og fella tjaldið. Af forvitni gekk ég fram hjá tjaldinu og leit inn í það og sú sjón sem við mér blasti er varla með orðum lýst. Til þess að borgararnir fái smáinnsýn í það sem ég sá nefni ég að þarna voru matar- leifar, sígarettustubbar og f 1., þrjár tómar ákavitisflöskur, tvær martiniflöskur og mikið vatn. Nú spyr ég: Er það Svona sem peningunum er varið sem góðu borgararnir gáfu? Er þetta glöggt dæmi um að fólki sem ver peningunum á þennan hátt finnst aldrei neitt gert fyrir sig? Væri ekki ágætt ef blöðin myndu kynna sér málið betur áður en á forsíðu kemur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.