Dagblaðið - 03.08.1976, Page 12
12
DACBLAÐIÐ. — DKIÐ.JUDAGUK 3. ÁUÚST 1976.
HUS-
byggi
endur
Fyrirliggjandi:
Glerullar-
einangrun
Glerullar-
hólkar
Plast-
einangrun
Steinullar-
einangrun
Spóna-
plötur
Milliveggja-
plötur
Kynnið ykkur
verðið - það
ér hvergi lœgra
JÓN LOFTSSONWF:
Hringbraut 121 íS 10 600
Sérstokt verð 1
120.-pr. stk. cí
Sérverzlun með rafhlöður
RAFBORG
Rauðarárstíg 1 • Sími 11141
Smósaki — Heildsala
i\A \
PRENTUM A
FLJÓTT OG VEL*
Við prentum fljótt og vel með nýjum og hraðvlrkum
'vélum, sem gerir okkur mögulegtað taka rastaðar ljós-
myndir beint á plötu án filmugerðar. — Það er ódýrara
og hraðvirkara.
Þvi ekki að hringja eða koma og kanna hvað við getum
gert fyrir þig?
Offsetprentsmiðjan FJÖLNIR H/F
Brautarholti 6. — Sími 22133.
Reykjavík.
FIÖLNIR hf
BlABin ÞAÐ LIFI
Lino Veriura og Franeois Fabían sýna snilldarleik í
hlutverkum sínum.
Frábœr mynd
um gimsteinarár
íLaugarásbíé
Gimsteinaránið
(La Bonne Année)
Leikstjóri og höfundur handrits: Claude
Lelouch
Aðalhlutverk: Lino Ventura, Francois Fabib.i
og Chartes Gerard.
Þessi vel gerða franska mynd
og meistaralega skrifaða kvik-
myndahandrit, sem Laugarás-
bíó býður upp á þessa dagana,
staðfestir þau meistaratök sem
Frakkar búa yfir til að koma.
hinu tilfinningalega og ástríðu-
fulla til skila í kvikmynd svo að
eftirminnilegt verði.
Sagan er um kaldrifjaða
félaga, sem undirbúa af natni
og nákvæmni mikið gimsteina-
rán. Brögð þeirra félaga til að
ná settu marki eru sett á svið
með þeim tilbrigðum og ná-
kvæmni sem skapar stígandi
spennu í myndgerðinni allri.
Jafnframt gleymist hvergi
kvíðinn og óvissan sem kvelur
þá, sem slíkt rán undirbúa.
Jafnvel ást og hughrifum í
sambandi við hana er hvergi
gleymt.
Með ótrúlegum brögðum
komast þeir félagar að settu
marki, unz í ljós kemur að þeim
hafði yfirsézt í smávægilegu
atriði. þ.e. fullkomna tækni
sjálfvirks öryggisútbúnaðar í
gimsteinaverzluninni, sem var
,,skotmark“ þeirra. Annar
félaganna kemst undan, með
þýfið allt, en hinn lokast inni i
verzluninni. Hans bíður löng
fangavist.
En í nýársgjöf fær hann
frelsi eins og tíðkast í ýmsunt
frönskum fangabúðum.
Ástæðan er þó ekki eingöngu
góð hegðun, heldur telja yfir-
völd sér hag að því að iáta hann
lausan, ef hinn dýrmæti gim-
steinafengur, sem þeir höfðu
mrm
myndir
STEINARSSON
upp úr krafsinu kæmi á
einhvern átt fram í dagsljósið
er fanginn losnaði.
Á örlagastundinni þegar
Lino Ventura er handtekinn,
blómstrar upp ást Francoise
Fabian til hans, en hún hafði
mikið komið við sögu I undir-
búningi ránsins. Skiptum
þeirra bæði fyrir og eftir hand-
töku hans, er meistaralega vel
lýst og á svo skemmtilegan hátt,
að myndin verður lengi minnis-'
stæð.
Saman fer I þessum skiptum
frábær leikur, skemmtilegt
handrit og óvenjulega vel gerð
mynd.
Aldrei fundu lögregluyfir-
völd ránsfenginn og skemmti-
legri sögu lýkur með fyrir-
gefningu á smáframhjáhaldi
konunnar, Sú fyrirgefning er
tjáð í svipbigðum og breyttri
hegðun á þann hátt sem
Frakkar eru kannski einir
færir um að tjá.
Skemmtileg mynd og sér-
stæð, sem lifir lengi í endur-
minningunni.
ASt.