Dagblaðið - 25.08.1976, Síða 2

Dagblaðið - 25.08.1976, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976. 2 r Hvenœr fáum víð FM í stereo? Ekki í bráð segja útvarpsmenn l.'lvarpshlustandi hringdi: Hvenær mesum við útvarps- hlustendur á íslandi eiga von á að fá úivarpað í stereo, og á ég |)á við FM-útsendingar? Það er orðið anzi tilbreytingarlaust og leiðig.jarnt að hlusta á þessar eilífu mono-sendingar. Guðmundur Jónsson fram- kvæmdastjóri Útvarps varð fyrir svorum með þessa spurn- ingu. Hann kvað uppástungur um þessi mál hafa komið upp oftar en einu sinni, en engar ráðagerðir vera uppi um fram- kvæmd þessa. Viturlegra væri að gera öllum landsmönnum kleift að hlusta á góðar útsend- ingar við almennileg móttöku- skilyrði í mono áður en lengra væri háldið. Annað atriði i þessu máli væri, að ekki næðu FM-útsendingar til allra lands- manna og því yrði hér um for- réttindi frekar takmarkaðs hóps að ræöa. Hríngið í síma 83322 miffi kl. 13 og 15 Að sögn útvarpsmanna verður það ekki í bráð sem tæknimenn útvarps geta farið að senda út í stereo. Ein lög í þessu landi — eða hvað? 5996-9560 hringdi: „Hvers vegna er listinn yfir mennina sem stóðu í þessu ávísanamisferli ekki birtur? Það stóð ekki á því að birta nafn rannsóknarlögreglu- mannsins, sem var þó með smá- peninga miðað við þessa menn. Þetta eiga svo að vera einhverj- ir stórlaxar. Hvers konar for- dæmi skapa þessir menn fyrir æskuna í okkar landi? Er það kannski fínt að svindla og koma sér áfram á fölskum for- sendum? Mér finnst að birta eigi nöfr þessara manna strax. Þeir vita vel hvað þeir hafa verið að að- hafast og eru væntanlega það vel menntaðir að þeir vita að svona athæfi brýtur í bága við lögin. Eitt skal yfir alla ganga. Það eru ekki til nein sérstök lög sem einhverjir karlar úti í bæ hafa prívat fyrir sjálfa sig. Hver er að hlífa þessum mönn- um. Eru kannski einhverjir ráðamenn í þessari klíku þeirra? Almenningur hér á þessu landi vill fá að vita hverjir þetta eru. Hvers vegna eiga þeir sem saklausir eru að liggja undir grun? Á ekki alveg eins að hreinsa þá menn af því sem þeir hafa ekki gert? STARFSVELL- IRNIR ERU BJARGRÆÐI BARNANNA Móðir skrifar: ..Mig langar að koma á fram- færi 111 borgaryfirvalda þakk- læii fyrir þá framtakssemi að liafa opnað svo marga starfs- velli hér i borginni. Þeiia er alveg einstakt um- hverfi fyrir börn að leika sér í á meðan þau eru á milli vita', ef sv.o má segja. því þarna fá þau útrás fyrir þá athafnasemi og skiipunargáfu. sem þau eiga svo oft ertitt með að tjá í öðru formi. Og þetta forðar þeirn frá því að ráfa um göturnar með hendur í vösum og h'afa alls ekkert fyrir stafni. Það er sannarlega þörf á fleiri svona völlum. svo að öllum börnum sé gert jaf.nt undir i,öfði. og vona ég aö borgaryfirvöld haldi áfram þeirri jákvæðu stefnu sem hún hefur sýnt undanfarið i þessum efnum." Leigumiðlanir eru hreinrœktuð gróðafyrirtœki — Einn hafði litið annað en svik og pretti út úr viðskiptum við þau Skúli Jóhannsson skrifar: Ég má til með að koma á framfæri reynslu sem ég varð fyrir í viðskiptum mínum við eina af.þeim stofnunum hér i borg sem nefndar eru leigu- miðlanir. Ég labbaði inn á eina slíka einn daginn og lét skrá mig á lista og greiddi skráningar- gjaldið, 3000 krónur, enda var mér sagt i sífellu að þeir ættu nóg af íbúðum einmitt við mitt hæfi og á þeim stað sem ég óskaði. Nú svo leið og beið, ég hringdi nokkrum dögum síðar, en var þá sagt að engar ibúðir væru til, jú vel á minnzt ein í Kópavogi, en ég hafði óskað eftir íbúð í Breiðholti. Maður- inn, sem fyrir svörum varð, sagði þó að stöðugt væru að koma inn fleiri íbúðir og yrði hringt í mig þegar eitthvað kæmi við mitt hæfi. Ég beið og hringdi svo enn einu sinni og sagðist ómögulega standa í þessu lengur, bað um að fá skráningargjaldið endurgreitt. Fannst mér alveg út í hött að vera með alls konar yfirlýs- ingar og loforð áður en menn létu skrá sig, en síðan væri ekki unnt að standa við neitt af því. En þau voru frekar „ódönn- uð“ svörin sem ég fékk. „Ef þú ferð ekki að halda kjafti og hætta þessu rausi, þá færð þú enga fyrirgreiðslu hér framar,“ sagði afgreiðslumaðurinn, og við svo búið skellti hann á. Ég reyndi að hringja aftur en fékk fljótlega svipað svar: „Þetta er allt á hreinu maður, þú færð enga þjónustu hér.“ Er það furða þó manni of- bjóði. Þessi fyrirtæki auglýsa daglega í blöðunum, lofa gulli og grænum skógum, áður en maður borgar skráningargjald- ið en síðan bara ,,farvel“. Ef það er ekki hlutverk yfirvalda að fylgjast með svona verzlunarmáta og svikum, þá veit ég ekki til hvers þau eru. Þessi inynd er lekin á starfsvellinum í Breiðholti III. sem opnaður var f.vrir skömmu. og er þar verið að leggja tyrstu spvturnar i byggingar framtíðarinnar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.