Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976. málum þeirra og flestir búa þeir í óhreinum fátækrahverf- um og flestir íbúar þeirra borga eru aðfluttir og heil- brigðir. Enda þótt fátæktin og af- skiptaleysið sé mikið er samt ekkert vandamál þeirra, er lifðu hörmungarnar af, eins mikið og hinn stöðugi bardagi við óttann. Fleiri og fleiri þeirra, er aðeins voru börn að aldri er sprengjurnar féllu, deyja nú úr alls kyns sjúkdóm- um af völdun geislunar. Ein- kenni þessara sjúkdóma eru enn að koma i ljós, meira en þrem áratugum eftir að at- burðirnir gerðust. Af 430 sjúklingum, sem eru á tveim sérstökum spítölum í borgunum tveim, eru um 70 dæmdir til þess að deyja á þeSsu ári vegna sjúkdóma sem herjað hafa á þá vegna geisl- unar. Og meira að segja þeir, sem líta hraustlega út, verða að lifa í skugga sprengjunnar. Þeir eru flestir taldir óhæfir til vinnu og nær undantekningar- laust neita vinnuveitendur að ráða þá þar eð þeir geta ekki unnið eins fljótt og vel og aðrir og geta orðið veikir þegar minnst varir. Og vandræði þeirra, sem eru á giftingaraldri, eru einnig mikil. Sumir hafa alls ekki þorað að ganga í hjónaband vegna þess að þeir trúa því ekki að þeir geti eignazt heilbrigð börn. Enn aðrir hafa haldið þvi leyndu, sem einungis hefur orðið til þess, að makinn hefur sagt skilið við þá er hið sanna kom í ljós. Þeir, sem hafa verið svo heppnir að eignast þolinmóðan maka, velta því stöðugt fyrir sér hvort þeir kunni að eignast vansköpuð börn. Kona ein skrifaði lækni við sjúkrahúsið og sagði að hún ætti nú von á barni í annað sinn. „Fyrsta barnið mitt fæddist handleggja- laust og mig hryllir við þeirri hugsun að þetta barn kunni að verða vanskapað." Læknirinn svaraði henni og sagði að hún ætti að reyna að gleyma fortíðinni og fæða barnið. Tveim mánuðum síðar framdi konan, yfirkomin af harmi, sjálfsmorð. Þetta er ekki eina tilfellið. Hundruð, jafnvel þúsundir kvenna, munu hafa fyrirfarið sér af ótta við að fæða af sér vansköpuð börn. Læknar í Hirosima og Naga- saki segja ennfremur að mikill ótti ríki meðal þeirra sem koma til venjulegrar læknisskoðunar. Þeir óttast allir að venjulegt kvef eða höfuðverkur geti verið fyrsta einkenni sjúkdóms, sam- fara eitrun frá geislun. Og margir þeirra, sem komust af, eru virkir þátttak- endur í friðarsamtökum og samtökum sem berjast gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Á þann hátt reyna þeir að vinna bug á ótta sínum. En umheimurinn gefur þeim lítið færi á að finna til þess að þeir hafi fengið einhverju áorkað. Einn íbúa Nagasaki, sem barizt hefur fyrir þvi aó umheiminum verði veittar sem mestar upplýsingar um liðan þeirra er lifðu hörmungar kjarnorku- sprengingarinnar af, lýsir sennilega bezt ótta þeim og líðan sem fólkið verður að búa við: „Er móðir mín lézt bað, hún mig að berjast alla tið fyrir því að friður héldist í heiminum og að hætt yrði framleiðslu kjarn- orkuvopna. En fleiri og fleiri lönd eru að framleiða slík vopn og nú má einnig búast við því að við Japanir munum hefja slíka framleiðslu. Hvernig getur heimurinn gleymt hörmungum þeim sem yfir dundu í Hirosima og Nagasaki? Dóu foreldrar mínir og öll þúsundin þá til einskis? 11 FJAÐRAFOK... „Dagblaðið á 30 kall,“ hrópaði stráksi í Austurstræti, þegar ég kom af borgar- ráðsfundi á þriðjudaginn í síðustu viku. Maður slær ekki hendinni við slíkum kosta- boðum. I ritstjórnargrein Jónasar Kristjánssonar þennan dag var einkar óyndisleg atlaga gerð gegn undirrituðum formanni félagsmálaráðs Reykjavíkur- borgar út af máli, sem var til meðferðar hjá borgarstjórn Reykjavíkur fyrir mörgum vikum. Eitthvert aumlegt sam- bandsleysi ritstjórans við stað og stund fannst mér skína út úr þessum skrifum sem báru því vitni, að Jónas hefði gengið á ruslahauginn sinn til að leita fanga. Stolnar fjaðrir Efni leiðarans er í stuttu máli, að undirritaður hafi stolið fjöður úr hatti Þorbjörns Broddasonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, sem flutti fyrir alllöngu tillögu í borgar- stjórn um að borgin tæki að sér rekstur dagvistunarstofnana af Barnavinafélaginu Sumargjöf. Tíundað er í greininni, að undirritaðuf hafi svo flutt tillöguna inn f borgarstjórn Reykjavíkur og reynt að gera að sinni eigin. „Dæmigerð vinnubrögð frá hendi Markúsar Arnar Ant- onssonar en í hrópandi ósamræmi við ábyrga afstöðu meirihluta borgarstjórnar, sem ekki þjáist af slíkum málefnaskorti" var inntakið í ritstjórnargrein Jónasar Krist- jánssonar. Gamlir kunningjar Löngu fyrir mína tíð í borgar- stjórn og Þorbjörns Broddasonar voru fluttar til- lögur um þetta sama efni. Einn fyrrverandi formaður Sumar- gjafar mun meira að segja hafa lagt til við borgarstjóra á sínum tíma að borgin tæki yfir rekstur félagsins. Adda Bára Sigfús- dóttir, borgarfulltrúi, var enn- fremur talsmaður þessa endur fyrir löngu. Kannski Þorbjörn hafi verið að reyta einhverjar fjaðrir af Öddu Báru? Hvað um það. Þáttur minn í málinu er einfaldlega sá, að ég hafði um það forystu sem formaður félagsmálaráðs að núverandi meirihluti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn féllist á þessa gömlu hugmynd, þ.e.a.s. að viðræður yrðu hafnar við stjórn Sumargjafar um málið. Punktum og basta. Um þetta var fjallað málefna- lega á fundi borgarstjórnar og það er i órafjarlægð frá sann- leikanum að ég hafi gert minnstu tilraun til að eigna mér nokkurn part að Þorbirni Broddasyni í þessu sambandi. Hann þarf á öllu sínu að halda. Það vekur óneitanlega eftir- tekt, að óhróðurinn um undir- ritaðan kom eftir dúk og disk, mörgum vikum eftir að þessi stórmerki í Islenzkri stjórn- málasögu gerðust. „Hinu leitandi og alsjáandi auga ritstjórans förlast sýn,“ hugsa ef til vill átrúendur hins frjálsa óháða dagblaðs. Þeim sem fylgzt hafa náið með geðhrifaskrifum Jónasar síðustu misseri er þó ljóst hvað hér er á ferðinni. Jónas Krist- jánsson hefur nefnilega verið öðrum mönnum iðnari við að búa til lista yfir vini sína og övini. Þessi tilhneiging hefur mjög ágerzt í seinni tíð eftir Kjallarinn Markús Örn Antonsson hamaganginn, sem varð við stofnun Dagblaðsins og skilnaðinn frá Vísi. Afstaða rit- stjórans til umtalsverðra sam- félagsþegna byggist á að draga þá fyrst í dilka eftir því hvort þeir eru ,,með“ eða „á móti“ Dagblaðinu. Sitt sýnist hverjum um ágæti Dagblaðsins en Jónas á að láta heilaspuna sinn um viðhorf manna til þess lönd og leið í umfjöllun um málefni samfélagsins, sem mörg hver eru langt yfir það hafin að Dagblaðið, rekstur þess og markmið, séu nokkurs staðar í sjónmáli. Gagnrýni á Dagblaðið Svo vill til að undirritaður ritstýrir mánaðarriti, er Frjáls verzlun nefnist. Ekki alls fyrir löngu kom fram i tímariti mínu gagnrýni á Dagblaðjð fyrir tauga- veiklunarleg rógskrif um Geir Hallgrímsson . sem blaðið ástundaði af offorsi í vor, þegar landhelgisdeilan var að leysast. Við greindum einnig frá því, að orðrómur væri uppi um að vissir aðslandendur Dag- blaðsins hefðu hug á að losa sig úr fjárhagslegri ábyrgð fyr ir Dagblaðið, sem blaða lengst hefur gengið í að básúna velgengni sína og framsókn. Slíkar viðskiptafréttir, þótt óstaðfestar séu af hálfu stjórn enda viðkomandi fyrirtækja, þykja umtalsverðar í frjálsum og óháðum blöðum erlendis. Svo er einnig um Frjálsa' verzlun. Þó að Jónasi Kristjánssyni þyki birting af þessu tagi koma illa við sig persónulega sem eiganda milljónafyrirtækis, er það glórulaus vitleysa að blanda Barnavinafélaginu Sumargjöf eða félagsmálaráði borgarinnar inn í rógsherferð á hendur rit- stjóra Frjálsrar verzlunar. Afsagðir víxlar Innan tíðar kann Frjáls verzlun að skýra frá því sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum, að sjálfsögðu, að í íslenzkum bönkum hafi um skeið legið afsagðir víxlar að upphæð um 7 milljónir króna vegna skulda Dagblaðsins við norska aðila. Okkar allra vegna, ekki sízt heiðurs og sóma Jónasar sjálfs, vona ég af einlægni, að birting þessara ótíðinda verði I rit- stjórnargreinum Dagblaðsins skrifuð á reikning ritstjóra Frjálsrar verzlunar en ekki for- manns félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar. Markús Örn Antonsson ritstjóri. Ó, HVÍLÍK ÞJÓDFÉLAGSBÓT! litlu" strókarnir farnir að grafa skurði // Aumingja „litlu“ strákarnir í steinkössunum með fína kagg- ann standandi fyrir utan. Svo eiga þeir hvorki í sig né á. Mér finnst að við eigum að sjá aumur á þeim og færa þeim tros heim á tröppur. Við getum bókstaflega ekki verið þekkt fyrir að láta þá svelta. Sagt er að vísu, að félagsfræðingar séu á hverju strái til þess að hjálpa þeim sem illa eru staddir til þess að hjálpa sér sjálfir. Kann- ski hefur sá hjálparþurfi enga íbúð, kannski er barnamergðin svo mikil að enginn vill leigja þeim. Ég held samt endilega, að félagsfræðingarnir komi ekki til með að sinna aumingja „litlu“ strákunum. Fyrir trosið — leigð húsbóndaherbergi Þess vegna upp með trosið. Hver veit, kannski yrði það til þess aó „litlu” strákarnir sýndu þakklæti. Til dæmis með því að hliðra aðeins til hjá sér. Hús- bóndaherberg’.ð i steinkassan- um hefur oft sérinngang og það myndi verða leigt einhverjum. Vitanlega yrði að borga leigu. Leigutakinn yrði auðvitað að hafa mannsæmandi laun, svo sem eins og rúm 60 þús. á mán- uði samkvæmt 6. taxta Dags- brúnar. Leigan myndi vafalaust duga fyrir mjólk í grautinn. Svo má líka gera ráð fyrir enn meira þakklæti hjá „litla“ stráknum. Hann myndi fá inn- blástur og bjóða einhverjum af þeim áttræðu (þið vitið, þessum með breiðu bökin) upp í sveit í bílferð um helgi í fína kagganum. Nú, vitanlega myndi sá áttræði borga bensín- ið og jafnvel spandera svo sem einni pylsu á einkabílstjórann. Eins og sjá má er þetta frá- bær hugmynd og ef henni yrði hrint í framkvæmd, sem ég efast ekkert um, myndu allir læra mikið. Hugsið þið ykkur bara fínu frúna með langar vellakkaðar neglur, brún af háfjallasól (hún hefur ekki ráð á Mall- orkaferð þetta árið) i fyrsta skipti sjáandi hinn útitekna verkamann sem er brúnn af útiverunni við að grafa skurði. Hún myndi óðar fara sjálf að grafa skurði, enda jafnréttis- kona. Skítt með Mallorkaferðir og megruntirleikfimi. Bónda hennar, „litli" strákurinn, kominn með kúluvömb af of miklum setum og inniveru og yfirkominn af þreytu vegna bókhaldsskekkju, sem hann Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir ekki finnur. Já, hann fer vitan- lega að dæmi frúar sinnar og fer lika að grafa skurði, eða gerist þegar í stað sjómaður. Þá verða allir Islendingar þegar ríkir. Það liggur í hlutar- sem við höfum innibyrgt 1 skattskránni. Þetta er bezt launaða fólkið. Fyrir utan þetta yrði færra fólk á hinum ýmsu deildum sjúkrahúsanna, færri með magasár og streitu. Skattamismunur, hvað er nú það? Já, við myndum berja okkur á brjóst og orð eins og skatta- mismunun hrykki ekki út úr nokkrum manni. Frúin í stein- kassanum og „litli“ strákurinn, bóndi hennar, væru komin út á hinn raunverulega vinnumark- að sæl og rjóð í vöngum við að bjarga þjóðarbúinu. Þau gætu meira að segja sem bezt veitt sér að fara á gömlu dansana í Þórskaffi öðru hverju og fyrst þau eru nú loks komin með kaup, hefðu þau ráð á að fá sér í staupinu til enn meiri hátíðabrigða. Við sem í upphafi gáfum trosið þyrftum ekki lengur að hafa áhyggjur af ,,litla“ strákn- um í steinkassanum með fína kaggann og frúna sína. Ó, hvílík þjóðfélagsböt! Erna V. Ingólfsdóttir blaðamaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.