Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.09.1976, Qupperneq 23

Dagblaðið - 17.09.1976, Qupperneq 23
DACBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUK 17. SEPTEMBER 1976. f Utvarp Útvarp kl. 20.40: Vitrasti maður veraldar Fjárcrf lamenn geta margt kert af Salómon konungi „Tvisvar sinnum hef ég verið beðinn að flytja erindi hjá Rotaryklúbb Akureyrar. Eg valdi þetta viðfangsefni þá því þar eru margir fjáraflamenn og þ\ i liklegt aðþeii hefðu áhuga á á Salómon konungi." sagði Sæmundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri. Hann mun flytja erindi sitt um Salómon konung í útvarpinu i kvöld kl. 20.40. Erindið nefnist „Vitrasti maður veraldar1'. „1 erindinu segi ég frá ætterni Salómons og uppeldi. en hann ólst upp hjá einum af vinum Davíðs, Nathan að nafni. Nathan var spámaður. Einnig segi ég frá stjórnarstörfum KRISTIN LÝÐSDÓTTIR hans, auði og skáldskap. Salómon var oft fenginn til að skera úr deilumálum. Hann kvað upp dóm í máli sem virtist óleysanlegt. Tvær konur deildu um það hvor þeirra ætti lifandi barn og hvor ætti látið barn. Allir sættust á dóminn og sáu að hann var réttur. Þetta varð til þess að lýðurinn fór að bera oftar undir hann sín deilumál. Erindin sem ég hef flutt í útvarpi eru orðin þó nokkuð mörg, en það eru orðin alltaf 10-15 ár siðan ég byrjaði á því“, sagði Sæmundur. -KL Atriði úr myndinni Sekur eða saklaus? sem sýnd verður í sjónvarpinu í kvöld Sjónvarp kl. 21.35: Sekur eða saklaus? Fyrsta flokks skemmtun Ekki ættu sjónvarpsáhorfendur að verða fyrir vonbrigðum með myndina sem sýnd verður í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.35. Bandaríska bíómyndin Sekur eða saklaus? (Boomerang) var gerð árið 1947. Elia Kazan leikstýrði myndinni frábærlega vel, og framúrskarandi myndataka og hrífandi saga málsækjanda, sem trúði ekki málsókn ríkisins, gerir þessa mynd að fyrsta flokks skemmtun. Kvik- myndahandbókin gefur henni fjórar stjörnur og það eru aðeins beztu myndir sem fá slíkan heiður. Mynd þessi er byggð á sannsöguleeum atburðum en víkur þó talsvert frá raunverulegri atburðarás. Nefnist slík gerð mynda „semi- documentaries" á ensku. Lítt þekktir leikarar og kvik- myndatökur á staðnum sjálfum gáfu myndunum raunverulegan blæ, en kvikmvndagerð eftn þessari formúlu dó í frum- bernsku því erfiðleikarnir, sem voru því samfara að ná harm- þrunginni spennu úr því efni sem daglegt líf býður upp á, reyndust of miklir. Elia Kazan sem leikstýrir myndinni „Boomerarig" er jafn-hæfileikamikill stjórnandi kvikmynda sem leikrita, leikinna á sviði. Hann hefur gert fjöldann allan af áhuga- verðum myndum allt frá því árið 1940. Hann hlaut Öskars- verðlaun fyrir leikstjórn sína á myndinni Gentleman’s Agreement (1947) og önnur fyrir myndina On the Water- front (1954). Hann gerði einnig tvær myndir sem byggðar voru 4 sögum, er hann skrifaði sjálfur. Af myndum hans má nefna A Streetcar Named Desire og East of Eden. Með hluterk í myndinni fara Dana Andrews, Jane Wyatt, Lee J. Cobb og Arthur Kennedy. Þýðandi er Óskar Ingimars- son. -KL Íf Föstudagur 17. september. 12.25 Voðurfrcgnir og fréttir. Til- kvnningar. 13.0Ó Við vinnuna: Tðnleikar. 14.20 Miðdegissagan „Grænn varstu, Jalur“ eftir Richard Uewellyn Ólafur Jóh. Sigurðsson íslenzkaði. ttskar llalldursMm les (7j. 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskró næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17 30 Feröaþætlir eftir Qipma Sæmunds- son fiskifræöing. Oskar Ingimarsson les úr bókinni. „Um láð og Iög“ (5). lS.OO Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 20.00 Sinfónískir tónleikar frá útvarpinu í Berlín. Salvatore Accardo og Fílharmoníusveitin þar i borg leika: 20.40 Vitrasti maöur veraldar. Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri á Akureyri flytur erindi um Salómon konung. 21.10 Gítarleikur í útvarpssal: Símon H. Ivarsson leikur, a. Svíta eítir Robert Devise b. Gavotte; Sarabande og Bourré eftir Johann Sebastian Bach. 21.30 Útvarpssagan: „öxin'* eftir Mihail Sadoveanu. Dagur Þorleifsson les þýðingu sína (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Tíl umræöu. Baldur Kristjánsson stjórnar þættinum. 22.55 Áfangar. Tónlistarþattur í untsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Hún- ars Agnarssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fróttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kirgísamir í Afganistan. Bresk heimildamynd um Kirgísa. 2000 ntanna þjóðflokk. sem býr í tjöldum 21.35 Sekur eöa saklaust? (Boomerang). Bandarísk bíómynd frá árinu 1947. Leikstjóri Elia Kazan. Aðalhlutverk Dana Andrews, Jane Wyatt, Lee J. Cobb og Arthur Kennedy. Sagan, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, gerist I Fairport í Connecticut. Prestur er skotinn til bana. Mikil leit er hafin að morðingjanum. en hann finnst ekki. Kosningar eru i nánd, og stjórnarandstæðingar gera sér mat úr inálinu til að sýna fram á getuleysi lögreglu og saksóknara. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. 23 Sjónvarp Sjónvarp kl. 20.40: Kirgisarnir í Afganiston HÖRÐ LÍFSBARÁTTA Sýnd verður brezk heimildar- mynd um þjóðflokk sem býr í tjöldum á hásléttu í Afganistan. Myndin verður á dagskrá sjón- varpsins kl. 20.40. Þjóðflokkur þessi, sem er um 2000 manns, býr við erfið lífs- skilyrði. Á andliti þessa manns má sjá rúnir þær sem erfið lífs- baráttan hefur rist. _ -KL. Tónabær hefur verið mikið í brennidepii undanfarið. Útvarpið í kvöld kl. 22.15: „Til umrœðu TÓNABÆR OG LOKUN HANS „Umræðuefnið verður æskulýðsmálefni Reykjavíkur- borgar og fæ ég þá borgar- fulltrúana Davíð Oddsson og Alfreð Þorsteinsson til liðs við mig,“ sagði Baldur Kristjáns- son félagsfræðingur er stjórnar þættinum „Til umræðu" í kvöld. Þeir Davíð, sem er formaður Æskulýðsráðs, og Alfreð eru töluvert á öndverðum meiði um hvernig haga skuli þessum mál- um, bæði hver heildarstefna Baidur Kristjánsson stjórnar umræðum um æskulýðsmál í Æskulýðsráðs skuli vera og stjórnun ýmissa þátta ráðsins. Tónabær var kveikjan að þess- um umræðuþætti, en Tónabæ var lokað í síðustu viku, og hefur Davíð haft á orði að hann muni ekki vilja bera ábyrgð á því hvernig málum er háttað þar. Nú er starfandi nefnd til þess að gera tillögur um hvað gera eigi við Tónabæ. Komið hefur til tals að selja staðinn og nota féð til uppbyggingar í Salt vík og einnig að starfrækja staðinn áfram og þá í svipuðu formi og Fellahelli.sem félags- miðstöð fyrir hverfið, en eins og flestum er kunnugt hefur eingöngu verið um böll að ræða í Tónabæ. Vafalaust verður mörgum hugleikið að fá að vita hvort eitthvað nýtt kemur fram í þessum umræðum. A meðan málið er óleyst er þeirri stóru spurningu ósvarað hvert krakkarnir eigi að fara til aö skemmta ser. Eiga þeir að láta sér nægja Hallærisplanið? kvöld. -EVI.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.