Dagblaðið - 20.09.1976, Page 5

Dagblaðið - 20.09.1976, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MAXL'DAGUR 20. SEPTEMBER 1976. 5 „Skrifstofustjóri Alþingis sagði ósatt fyrir dómi" Ragnhildur Smith. Starfsmannafélag Alþingis vildi ekki fara í mól. Guðný Júlíusdóttir, sem er í sams konar málshöfðun og Ragn- hildur var í gagnvart Alþingi, reyndi að fá starfsmannafélag Alþingis til að fara í mál. Forráða- menn félagsins neituðu að fara í mál, sennilega á þeim forsendum að þær væru ekki í starfsmanna- félaginu. Þingritarar þágu á þeim tíma laun samkvæmt kjara- samningi BSRB. En þegar til málshöfðunar kom var því haldið fram að málinu ætti að vísa til félagsdóms, þótt þingritarar væru ekki í félaginu. SkyIdleiki starfs- manna Alþingis Ragnhildur benti á það að skyldléiki stcrfsmanna Alþingis og mágsemdir væru orðnar of miklar til að eðlilegt gæti talizt. Ölafur Sigurgeirsson, faðir Jóns fulltrúa, væri mágur Friðjóns, en hvorugur þeirra feðga mætti fyrir dóm og var Friðjón látinn vitna fyrir þá. Jóna Sigurðardóttir, frænka Friðjóns, hafði hug á að fara með þeim Ragnhildi og Guðnýju i mál, en af einhverjum einkennilegum ástæðum sagði Ragnhildur að hún — segir Ragnhildur Smith „Fólk má ekki gefast upp við það að fara í mál þar sem það telur sig ekki fá laun á við fólk sem vinnur sambærileg störf," sagði Ragnhildur Smith, sem tapaði máli sínu gagnvart fjár- málaráðherra. Hún kvaðst hafa orðið fyrir ó- skaplegum vonbrigðum við það að Alþingi hefði algjörlega verið sýknað. Benti hún á það að þetta þýddi í raun að lagaákvæði um að fólk ætti að fá sömu laun fyrir sömu störf væri dauður lagabók- stafur. Alþingi hefði sett þessi lög og væri fyrst til að brjóta þau. „Ég fór út í þetta mál vegna þess að við Jón Ölafsson unnum sömu störf en fengum mis- munandi laun, og ég frétti ekki af því fyrr en fyrir dómi að störf hans hefðu í einhverju verið frá-, brugðin mínum störfum," sagði Ragnhildur. Hún kvaðst hafa orðið afar hissa, þegar sjálfur skrifstofu- stjóri Alþingis laug fyrir dómi. Hann hefði skýrt rangt frá því í. hverju störf Jóns hefðu verið fólgin. Hins vegar hefðu oró hans verið talin sennilegri en vitnis- burður allra þingritaranna og trúnaðarmanna starfsmanna- félagsins. Nefndi hún dæmi um hversu ósatt Friðjón Sigurðsson hefði sagt: „Hann hélt því fram að Jón hefði ætíð verið fús til að vinna eftirvinnu, en þing- ritararnir ekki. Þetta eru helber ósannindi og Friðjón ætti að vita það.“ Hún bætti því hins vegar við að það kynni að vera að skrifstofu- stjórinn vissi ekki betur þar sem hann hefði aldrei öll þau ár sem hún starfaði sem þingritari komið í húsakynnin sem þingritararnir ásamt Jóni fulltrúa hefðu starfað. starfað. Viðbrögð margra kynsystra neikvœð. Ragnhildur sagði aó þvi miður hefðu margar kynsystur hennar verið afar óhressar yfir þessu brambolti þingritaranna. Mætti segja að karlmennirnir hefðu yfir höfuð verið jákvæðari. Lagði hún áherzlu á það.að því miður vildu margar konur komast í stöður fyrir það að þær væi;u konur. Þegar þær væru komnar á spenann vildu þær ekki taka að sér ákveðin viðfangsefni sem féllu undir starfið,vegna þess að þær væru konur. Þær vildu margar hverjar engu breyta og væru lítið kátar yfir því þegar lægra settar konur vildu leiðrétta mál sín. hefði hætt við á síðustu stundu. Hún benti á að móðir Jónu starfaði einnig í þinginu. Sitthvað hefur óunnizt. Ragnhildur sagði að margt hefði lagazt í sambandi við starfs- aðstöðu þingritaranna eftir að þingritararnir hófu mála- reksturinn. Þannig hefðu nú fengizt stólar með baki í stað bak- lausra stóla sem þingritarar sátu á fram til allra síðustu ára. Þá hefðu nokkuð betri ritvélar fengizt, en til skamms tíma voru ævagamlar ritvélar notaðar. Máls- höfðun væri því aldrei til einskis. Mólið illa rannsakað Ragnhildur sagði að þetta mál hefði lítið verið rannsakað, fyrst af hálfu Jafnlaunaráðs og sfðar af dómstólum. Benti hún á að skýr ákvæði væri í lögum um að Jafn- launaráð rannsakaði kvartanir sem því bærust. Það hefði hins vegar ekki treyst sér til að rannsaka þessa kröfu um að sömu laun væru greidd fyrir sömu vinnu. Ráðið hefði annas vegar haft vitnisburð 10 starfsmanna Alþingis og svo hins vegar fram- burð eins manns, skrifstofu- stjórans, um hin þýðingarmiklu störf sem Jón Ölafsson ætti að vinna utan þingritunarstarfanna. Jafnlaunaráðið hefði kosið að fara þá leið að trúa skrifstofu- stjóranum fremur en gágn- stæðum framburði annarra starfs- manna Alþingis. -BA. Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumarið hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp á sumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15. september til 31.október, FUJCFÉLAC LOFTLEIÐIR /SLA/VDS Félög með eigin skrifstofur í 30 stórboigum erlendis

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.