Dagblaðið - 20.09.1976, Síða 15
DACiBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976.
Dr. Horst Herold er fæddur
í Thiiringen 1923 og tók við
stjórn BKA árið 1971. Hann
var áður vfirmaður lögregl-
unnar í Niirnberg. Hann
varð fyrstur Þjóðverja til að
taka tölvur í þjónustu bar-
áttunnar gegn glæpum.
Árangurinn lét ekki á sér
standa i Niirnberg, tíðni
glæpa lækkaði um 11% eftir
að dr. Herold hafði „kort-
lagt“ hina ýmsu glæpi þar.
Dr. Hcrold lagði stund á
laganám og stjórnvísindi og
hlaut doktorsgráðu í báðum
greinum.
því sem áður var. Þetta kemur
algerlega í veg fyrir að fólk sé
haft í haldi á röngum for-
sendum í Iangan tima.
Á meðan lögreglumaður
hefur ekki haft tækifæri til
þess að skoða bíl hins grunaða,
er tölvan þegar búin að afla
allra upplýsinga sem fást um
hann og hvort óhætt sé að leyfa
honunt að fara frjálsum ferða
sinna.
INPOL hefur verið í notkun i
fjögur ár og þykir ekki leika
nokkur vafi á gildi þess. INPOL
getur annað 250 þúsund fyrir-
spurnum daglega. I rafmagns-
heilanum er að finna persónu-
legar upplýsingar um allt að
250 þúsund manns. Þar liggja
fyrir allar upplýsingar um 110
þúsund farartæki og 370
þúsund önnur atriði sem eru á
leitarlistum þýzku lögregl-
unnar. INPOL getur á auga-
bragði sagt til um hvort
ákveðinn peningaseðill sé
stolinn. hvort ákveðin byssa sé
eftirlýst, hvort númersskilti
bifreiðar sé falsað eða hvort
skilríki einhvers séu fölsuð.
Allar þessar upplýsingar er nú
kleift að fá með aðstoð lítils
tækis sem er á stærð við litla
vasatölvu og lögreglumenn geta
haft í vasa sinum.
Það gilda mjög strangar
reglur unt eigna- og notarétt
þeirra upplýsinga, sem stofnun-
in lætur í té. Iléraðslögreglulið
eiga fullan rétt á öllum þeim
upplýsingum sem þau hafa
sjálf látið í té. Þótt sambands-
lögreglan ráði yfir öllum
tölvunum á hún samt ekki skil-
Fingraförin cru borin saman á
tölvuskerminum. Alls hafa þeir
sautján milljónir fingrafara j
„bankanum" sínum. ■
Sprengjusérfræðingar athuga
sem sprakk í ruslafötu.
yrðislausan rétt til annarra
upplýsinga en þeirra sem hún
hefur sjálf safnað. Þar að auki
má einungis nota upplýsingar,
sem fengnar eru hjá INPOL i
upplýsingaskyni fyrir lögregl-
una.
Það er langt frá þvi að þessa
fullkomnu tölvutækni megi ein-
ungis nota í leit lögreglunnar
að ákveðnum aðilum eða hlut-
um. Nú er unnið að því að hægt
verði að nota þessa tækni í þvi
skyni að kortieggja allar
þekktar glæpaaðferðir, ef svo
má að orði komast. Þetta mun
verðá glæpasérfræðingum
landsins til ómetanlegrar
aðstoðar því þarna verður gerð
nákvæm skýrsla yfir allar
aðferðir þekktra glæpamanna í
Þýzkalandi og þær kortlagðar
lið fyrir lið. Þegar verið er að
rannsaka óupplýst glæpamál
getur viðkomandi rannsóknar-
lögreglumaður matað tölvuna
með upplýsingum sem þegar
liggja fyrir og er tölvan þá ekki
nema andartak að komast að
raun um hvort annar samsvar-
andi glæpur eða glæpamaður er
á skránni hjá INPOL. Þannig
sparast mikill tími og tala
hinna grunuðu verður minni.
Sú tækni sem notuð
er á rannsóknarstof-
leifar sprengju
Höfuðfat fórnardýrsins er rannsakað til þess að
ákveða hvert morðvopnið hefur vcrið.
BKA
r næstum
ótrúleg. Þeir hafa yfir að ráða
smásjám sem geta stækkað frá
20 upp í 500 þúsund sinnum.
Þeir geta myndað hluti sem eru
svo smáir að þeir sjást ekki með
berum augum. Þeir geta vegið
og gert athuganir á hlutum sem
vega ekki nema einn milljón-
asta part úr grammi. Þarna eru
einnig tæki sem ákvarða á svip-
stundu hvort skjöl séu fölsuð og
það tekur ekki nema 120 sek-
úndur að bera fingraför saman
við sautján milljónirfingrafara
sem eru í fingrafarabankanum.
BKA er í mjög nánu sam-
starfi við alþjóðalögregluna
Interpol, sem er byggð upp með
samstarfi 120 þjóða. Um
25—30% af starfsemi Interpol
er í nánu sambandi við BKA.
Stjórnstöðin í Weisbaden hafði
afskipti af 35 þúsund af 240
þúsund talstöðvarútköllum
Interpol á sl. ári. Fjarskipti
Interpol, sem ná yfir Afríku,
Asíu og Ameríku, eru mjög
þýðingarmikil í baráttunni
gegn glæpahringum og alþjóða-
glæpamönnum sem annars
gæti verið erfitt aö handtaka á
þessari hraðfleygu þotuöld.
Samstarf sambandsrann-
sóknarlögreglunnar við önnur
lönd er alltaf að aukast. Á
hverju ári skráir stjórnstöðin_t
Wiesbaden meira en 120 þús-
und atriði erlendis frá. BKA
hefur ekki.einungis áhuga á að
skrá þýzka glæpamenn og glæpi
i upplýsingabanka sína, heldur
vill stofnunin einnig hafa í
fórum sínum upplýsingar um
alþjóðlega og eftirlýsta glæpa-
menn.
Eitt af framtíðarmarkmiðum
Dr. Horst Herold er að koma á
fót „Evrópskri glæpamiðstöð"
(Euro-Crime Centre). Interpol
hefur þegar hafið undirbúning
að því að koma á fót sameigin-
legri tölvumiðstöð. En allir sem
þarna eiga hlut að máli eru
fullvissir um að enn getur liðið
langur timi þangað til stjórn-
málamenn gefa samþykki sitt
til þess að slík stofnun komist á
laggirnar. Fyrsta skrefið í
þessa átt er beint fjarskipta-
samband BKA við bæði Scot-
land Yard og FBI, sem þegar
hefur verið komið á.
Síðan 1970 hefur verið kleift
að senda myndir af glæpa-
mönnum, fingraför og myndir
teknar á glæpastaðnum með
fjarskiptatækjum víðs vegar
um Þýzkaland. Þessi starfsemi
hefur nú fært út kvíarnar og er
unnt að veita slíka þjónustu út
fyrir landamærin. Nú eru
beinar línur við Ziirich, Stokk-
hólm, London, París, Haag,
Brússel, Vín, Róm og Santiago í
Chile. í tilraunaskyni hafa
verið sendar myndir til
Pretóriu og þaðan um gervi-
hnött til Brasilíu.
Nýkomið
Italskar kvenmokkasíur
miúku leðri, fóðraðar o
ur
með
sljtsterku
solum
Teg
2261
leour
Litur svart
Stœrðir:
Nr
36
41
Verð
kr
4590
Upplýsingamiðstöðin INPOL þar sem geymdar eru upplýsingar um
nærri því hvaðeina sem viðkemur glæpum og glæpamönnum.
Sönnunargagn undir rafeindasmásjánni. Aðeins annað Ijósið logaði
þegar hillinn rakst á. Glóðarþráðurinn til vinstri brotnaði kaldur,
en til ha'gri hafa glerflísar borazt í heitan vírinn.
Teg. 2200
Litur:
Brúnt leður
Stœrðir:
Nr. 36—r41
Verð kr.
4470.-
7893
Litur svart leður
eða cognac
Verð kr.
4250.-
Skoverzlun
Þórðar Pétu
Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll. Sími 14181