Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1976.
/*
Sœdýrasafnið ó dagskró enn ó ný:
III meðferð ó veslings skepnunum
— segir dýrovinur
Dýravinur skrifar:
Mig langar aó pára nokkrar
línur í Dagblaöió um Sædýra-
safnið og tel mig tala fyrir
munn allra þeirra sem bera
einhverjar tilfinningar i garö
dýra.
Hvaö eftir annað h’efur
forstöðumaður Sædýrasafnsins
ritað greinar í blöð eða látið
hafa eftir sér lofsyrði um
stofnunina í viðtölum í von um
að senn fáist meira fé til
rekstursins og framkvæmda
þar. Bágt á ég með að trúa því
að nokkur maður með
heilbrigða skynsemi fari að
moka fé í þennan rekstur eftir
að hann hefur kynnt sér starf-
semina til hlítar.
Meðferðin á dýrunum þar er
svo hrikaleg að því verður vart
með orðum lýst. Föðrunin er
f.vrir neðan allar hellur eins og
marka iná af þvi að sauðfé er
alið eingöngu á rófukáli
langtímum saman. En allir sem
þekkja til sauðfjárræktar vita
að í því er ekki öll sú næring
sem kindur þurfa á að halda, þó
það geti verið ágætis fóður með
öðru. Haugarnir af úldnu
rófukáli liggja í nánd við
sauðfjárgirðinguna og blöskrar
þeim sem leið eiga um að
nokkurri lifandi veru skuli
vera boðið að nærast á þessu.
Þá er sóðaskapurinn svo
ofboðslegur að engu lagi er líkt.
Einn mann hitti ég fyrir
skömmu sem verið hafði á ferli
við Sædýrasafnið snemma
morguns og mætt þar mikilli
skrúðfylkingu af rottum sem
spígsporuðu á meðal dýranna.
Þetta er ekki hægt að líða til
lengdar.
Annað atriði í þessu máli er
svo það að ekki þykir eðlilegt
að loka villt dýr inni í búrum og
mannhæðar háum girðingum.
Samræmist það ekki eðli
skepnunnar, sem er að leika
lausum hala úti í náttúrunni.
Það er a.m.k. lágmarkið að
dýrin fái að búa við sómasam-
leg lífsskilyrði ef á að halda
þeim föngnum eins og þarna er
gert.
Það væri eðlilegast að Dýra-
verndunarfélag Hafnarfjarðar
gengi í málið og mótmælti
þessu við yfirvöld. Er það
áskorun mín og annarra, sem
láta sig þessi mál varða að
gripið verði í taumana áður en
skattgreiðendur fara enn
frekar að moka fé í þessa miður
skemmtilegu stofnun.
Þorlákshöf n er nú
huqsanleg endastöð
Smyrill mun
halda áfram
ferðum hingað
nœsta sumar:
Nýlega var tekín ákvörðun
um að færeyska ferjan Smyrili
haldi áfram ferðum hingað
næsta sumar, en miklar sögu-
sagnir hafa verið um að ferðir
þessar væru að leggjast niður
vegna tapreksturs.
Steinn Lárusson, fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar tJrvals. sagði í viðtali við
blaðið í gær að viðskiptin af
okkar hálfu við ferjuna hafi
stöðugt aukizt frá upphafi.
Um þá hugmynd að Smyrill
komi til Þorlákshafnar í stað
Neskaupstaðareinsog nú. sagði
Steinn að hún væri í athugun,
en það væri 16 tímum lengri
sigling fyrir skipið og þeir 16
tímar væru einfaldlega ekki til
I vikunni miðað við áætlun
skipsins nú. Smyrill gæti vænt-
anlega notað aðstöðu Vest-
mannaeyjaferjunnar I Þorláks-
höfn, þegar hún er fullfrágeng-
in.
Blaðinu er kunnugt um
marga af Reykjavíkursvæðinu,
sem hug hafa á að fara með
hjólhýsi sín í ferðalag til
Evrópu, en leggja ekki 1 að aka
þeim austur á Neskaupstað
eftir slæmum vegum og telja
það muni riða húsunum að
fullu.
— G.S.
BARA FYRIR
REYKVÍKINGA
Seyðfirðingur
um Dagblaðið:
Seyðfirðingur skrifar:
í grein í Dagblaðinu 7. sept.
sl. er fjallað um ferðir
færeysku ferjunnar Smyrils.
Vegna greinar þessarar vil ég
benda á:
— Smyrill siglir ekki til
Neskaupstaðar heldur Seyðis-
fjarðar.
—Blaðamaður vorkennirgreini-
lega Reykvíkingum að fara með
hjólhýsi sín austur á land. En
hvað þá með Austfirðinga og
Norðlendinga?
Skrif blaðamannsins sýna
ótvírætt, að Dagblaðið er
reykvískt blað með háreykvísk
sjónarmið. Við landsbyggðar-
menn fáum flestallar vörur
okkar um Reykjavík. Við
fljúgum til útlanda um Reykja-
vík og nú er of gott fyrir okkur
að geta siglt til útlanda frá
Austfjörðum. Skítt með alla
skynsemi, þjónustan skal mið-
uð við hjólhýsaeigendur í>
Reykjavík.
DAGBLAÐK) GERIR EKKI UPP
Á MILLI LANDSHLUTA
— kannski þarfara að leggja áherzlu á jafnari vöruflutninga
en að skemmtiferja komi að á Seyðisfirði?
Vegna gagnrýni Seyó-
firðingsins vil ég benda á að
flestir farþegar með Smyrli
eru af Reykjavíkursvæðinu og
því ekki óeðlilegt að skipið
kæmi til Þorlákshafnar, eða
nær stærsta viðskiptahópnum.
Eg vil líka skjóta því inn í að ég
er utan af landi, bý ekki í
Reykjavík og á ekki hjölhýsi. í
fljótfærni nefndi ég Nes-
kaupstað en ekki Seyðisfjörð.
1 sporum Seyðfirðingsins
legði ég margfalda áherzlu á að
vöruflutningar til allra lands
manna færu ekki eingöngu unt
Reykjavík, það hlýtur þó að
vera margfalt meira hags-
munamál en hvort einhver
ferðamannaferjasiglirtil staðar
úti á landi en ekki Reykjavíkur
og það rétt yfir hásumarið.
Að lokum lít ég ekki
alvarlega á að Dagblaðið skuli
vera sagt reykvískt og þar
skuli m.a. koma fram
háreykvísk sjónarmið, eins og
Seyðfirðingurinn kallar það.
Eg veit ekki enn um þau sjónar-
mið, sem ekki hafa átt aðgang
að þessu blaði. Dagblaðið birtir
eskfirzk, seyðfirzk, ísfirzk og
akureyrsk sjónarmið, svo eitt-
hvað sé nefnt, auk sjónarmiða
hagsmunahópa, félaga og sam-
taka og er ekkert upp á milli
þeirra gert.
-G.S.
Fólk hefur lagt misjafnt mat á starfsemi Sædýrasafnsins.
Sumir gleðjast yfir að hafa nú loksins stað til að skreppa á
með börnin á sunnudögum, en aðrir líta á málið frá sjónarhóli
dýranna.
SJÓNVARPIÐ ER ÁGÆTT 1
riljr kAfl rp Við verðum að sníða okkur stakk
EllW wr Elm eftir vexti segir sjónvarpsunnandi
Margir deila um kvik-
myndaúrval sjónvarpsins og
finnst sumum McCIoud hafa
litið menningarlegt gildi
eða uppb.vggjandi áhrif, en
flestir eru sammála um að
þættirnir hans séu ágætis
afþreying og er það ekki
einmitt það sem ofþreyttir og
„stressaðir" Vesturlandabúar
þurfa á að halda?
Guðrún Kjartansdóttir hringdi:
„Það eru nú meiri lifandis
ósköpin sem fólk getur eilíflega
rifizt út af sjónvarpinu. Einuin
finnst það einkennast af
ómenningu og vera helzta orsök
fyrir neikvæðum viðhorfum og
hegðun unglinga. Annar vill
láta allt fara fram á íslenzku,
hvernig sem það á svo að vera
framkvæmanlegt. Sumir rífast
og skammast yfir lélegu kvik-
myndaúrvali og leiðigjörnum
framhaldsmyndum, vilja helzt
horfa á Laxness og Ibsen kvöld
eftir kvöld. Enn aðrir kvarta
yfir of miklum íþróttum, eða þá
hvað þulirnir séu leiðinlegir,
nefmæltir eða andstuttir.
Ja, heyr á endemi. Enginn
gerir svo öllum líki, segir
máltækið. Hvernig er hægt að
ætlast til að dagskrárstjórar og
yfirmenn sjónvarpsins getihaft
hvern einasta dagskrárlið
þannig gerðan að alhr hafi
unun af? Engir tveir hafa sama
smekk og það er alls ekki fram-
kvæmanlegl að gera öllum til
geðs. Ef einhverjum mislíkar,
er hægt um vik að slökkva á
kassanum, nema sá hinn
sami sé svo andlaus og ósjálf-
stæður að hann geti ekki fleytt
sér í gegnutn kvöldin án þess að
sjónvarpið hafi ofan af f.vrir
honum.
Eg ætla ekki að taka undir
alla þessa gagnrýni. Mér finnst
sjónvarpið alveg ágætt
eins og það er. Við íslendingar
höfum enn ekki náð svo langt
að geta séð okkur sjálfum fyrir
frambærilegu sjónvarpsefni.
Þessi örfáu leikrit, sem sett eru
upp annað slagið, falla fáum í
geð, að ég held, og flestir eru
fljótir að skrúfa f.vrir þau.
Erlendar kvikmyndir og
framhaldsþættir eru enginn
skaðvaldur fyrir íslenzka
tungu. Frá barnsaldri þurfum
við að læra erlend tungumál í
skólum og ættu myndir með
erlendu tali aðeins að bæta við
þá menntun. a.m.k. að halda
henni sæmilega við. Það væri
þess vegna allt í lagi að leyfa
Kanasjónvarpið á ný. Yfirleitt
held ég að kvikmyndir þær og
framhaldsþættir, sem sjón-
varpið sýnir, séu almenn-
ingi til ánægju, því fæstir
pæla í hvert iistrænt eða
menningarlegt gildi þeirra sé.
Re.vnum frekar að byggja
íslenzka sjónvarpið upp með
jákvæðri afstöðu í staó þessarar
eilifu gagnrýni sem dynur á
þvi í tíma og ótíma."