Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 9
9 DACiRLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976. '[ Pqgbloðið heimsieltir Sigöklu „EKKERT OEÐLILEGT VIÐ LEKANN í LÓNINU" ) — segir Egill Skúli Ingibergsson verkfrteðinqur Landsvirkjunar hgill Skúii Ingibergsson útskýrir teikningar af mannvirkjum. DB-mynd Sv. Þorin. „Það hefur mest vantað vél- smiði til þess að vinna við stöðvarhúsið," sagði Egill Skúli Ingibergsson við Landsvirkjun. Hann benti á að þegar unnið væri að því að koma niður fyrstu vélasamstæðunni væri margt gert sem kæmi til góða þegar hinar samstæðurnar yrðu settar niður. Þannig ætti að vera unnt að koma annarri sam- stæðunni i gang innan 4ra mánaða frá því sú fyrsta cr til. Nú er vonazt til að 8 vél-„ smiðir úr Vestmannaeyjum komi til starfa við Sigöldu og hjálpi til við lokasprettinn. Lekinn í lóninu Egill Skúli sagði það skoðun sérfræðinga að ekkert óeðlilegt væri við lekann í lóninu, og að lónið yrði eins og við var búizt. Til þess að koma í veg fyrir að vatnið skaði stífluna hefur verið steyptur garður undir allri stíflunni. Vatnið á þá að geta runnið fram hjá án þess að- skemma nokkuð. Skaðabótamálið Egill Skúli sagði að verið væri að undirbúa gögn Ener- goproject sem fer fram á bætur vegna þess að Sigöldusvæðið hafi ekki verið í samræmi við útboðslýsingu. Eru þetta gögn þar sem rökstuðningur við kröfur fyrirtækisins kemur fram. Menn frá Landsvirkjun munu síðan fara í gegnum kröf- urnar. Egill bjóst við að ein- hverjar kröfur yrðu ef til vill samþykktar án þess að þær færu fyrir dómstólana. Stjórn verkalýðsmóla í sterkum höndum Hann kvaðst telja að vinnu- andi hefði verið þokkalegur við Sigöldu og mjög lítil ölvun eða óspektir hefðu verið miðað við nær 700 manna hóp. 1 sumar sagði hann að vinnu- friður hefði verið nokkuð góður og stjórn verkalýðsmála í sterk- um höndum. Einstaklega slysalaust Egill Skúli sagöi að einstakt lán hefði hvílt yfir staðnum hvað slys snertir. Aðeinseitt. dauðasl.vs hafði orðið en við út- boðsgerð var tekið tillit til þess að svo og og svo mörg dauðaslys kynnu að verða. Járnamenn við Sigöldu: „Tœkni ekki nýtt hér sem skyldi vegna skipulagsleysis" „Stjórnstöð þar sem unnt hefði verið að koma skilaboðum greiðlega áleiðis hefði getað sparað fyrirtækinu milljónir," sagði Guðmundur Þórðarson járnamaður við Sigöldu. Við hittum hann þar sem hann var ásamt félaga sínum, Sturlu Péturssyni, að koma fyrir járnum við skálina í inn- takinu. Benti Guðmundur á að menn væru á þönum upp og niður skálina til að koma skila- boðum áleiðis. Guðmundur sagði að það skorti nokkuð á vinnuhag- ræðingu bæði í sambandi við skipulag á tækjum og eins að verkstjórar ræddu nægilega mikið saman. Taldi hann að daglegur fundur verkstjóra gæti mikið bætt ástandið. Þeir félagar voru sammála um að slík uppgripavinna væri ágæt í stuttan tíma en menn þyldu þetta iila til lengdar. Er þeir voru spurðir um vinnuálag Þeir Guðmundur t.v. og Sturla t.h. hafa sínar skoðanir á ástandinu við Sigöldu. unaanfarna daga sögðu þeir að það væri ekki meira en þeir hefðu átt von á. Járnamennirnir vinna reyndar í akkorði þar sem þeir fá visst fyrir kílóið. Þeir voru sammála um að ógjörningur hefði verið að taka tilboði Energoprject um að vinna síðasta hluta verksins í akkorði. Þeir sögðu að verka- menn hefðu viljað 5% álag með tilliti til þess að draga átti 5% af kaupi manna fyrir hvern dag sem það drægist að ljúka verk- inu. Energoproject bauð hins vegar 3% álag og gengu verka- menn ekki að því. Óþarfi að allir fari í frí i einu Þeir bentu á að eitt dæmið um lélega tækjanýtingu væri það að eftir 11 daga úthald færu svo til allir af svæðinu í 4 daga. Guðmundur sagðist aldrei hafa skilið hvers vegna ekki væri hægt að hafa vaktir þannig að unnið væri jafnt og þétt að verkinu. Þeir voru mjög óánægðir með það hversu lítil ákvarðana- taka ætti sér stað í Sigöldu sjálfri. Það virtist þurfa að hringja til Júgóslavíu hversu lítilvægt atriói sem um væri að ræða. Að sögn járnamannanna vildu menn fá vinnu um slðustu helgi en þá var framkvæmda- stjórinn kominn og ekkert varð af því. Hins vegar var unnið eina fríhelgi á meðan hann var fjarverandi. Kaup- greiðslu kváðu þeir vera lægri þegar menn ynnu um helgar heldur en virka daga. Menn fengju helgidagakaup en misstu einhverjar uppbætur fyrir að vera á staðnum. —B.A. BO RGAR H Ú SGÖG N Grensásvegi m Simi 8-59-44 W w O STAÐGREIÐSLU Nmi NYTT! AFSLATTUR AF O ÖLLUM AF SÓFASETTUM AFSLÁTTAR- 10% • • OLLUM AKLÆÐUM MOGULE KAR AFSLATTUR Lítið inn, það borgar sig til kl. 10 á | föstudogum og til hádegis á laugardögum \ BOLSTRUM OG KLÆÐUM GÖMUL HÚSGÖGN BORGARHUSGOGN GRENSÁSVEGI - SÍMAR 85944 OG 86070

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.