Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976.
MMBIABIÐ
fijálst, úháð dagblað
ÚtKefandi DaKblaðið hf.
Framkva?mda.stjóri: Sveinn H. Eyjólfssön. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
'Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta
stjóri: At4i Steinarsson._ Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit
Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson, Berglind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson,
Erna V Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Birgis-,
dóttir, Katrín rálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdlmarsson. Ljósmyndir:
Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifssón, Sveinn Þormóðsson.
Gjaldkerí: Þráinn' Þorleifsson. Dreifingarstjóri: MárE.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, slmi 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Armúla 5.
Mynda-og plötugcrð: Hiímirhf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Síðustu forvöð
Nú er ekki nema rúm vika unz
fjárlagafrumvarp næsta árs
verður lagt fyrir alþingi. Þessi
árlegi atburður er venjulega einn
helzti stjórnmálaviðburður ársins,
því að stefna hverrar ríkisstjórnar
hlýtur að endurspeglast skýrast
hennar til f járlaga.
Hingað til hefur ríkisstjórnin stefnt að því að
sóa meiru og þenja ríkið meira út en nokkur
fyrri ríkisstjórn í sögu landsins. Vinstri stjórn-
in, sem var undanfari hennar, lét sér þó nægja
að láta 32% þjóðarframleiðslunnar renna til
opinberra þarfa. En núverandi ríkisstjórn
hefur á tveimur árum belgt þessa hlutdeild upp
í 36%.
Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll hafa
sætt harðri gagnrýni vegna þessa og eiga hana
fyllilega skilið. Helzta vörnin hefur verið sú, að
ríkisstjórnin hafi ekki verið nógu lengi við völd
til að geta markað sín eigin spor í kerfinu, þar á
meðal í fjárlagafrumvarpinu.
Menn samþykktu þessa vörn í hittifyrra,
þegar ríkisstjórnin hafði aðeins verið örfáa
mánuði við völd. Þá var smíði fjárlagafrum-
varpsins langt komin, þegar hinir nýju menn
settust í valdastólana. Þá vissu menn ekki, að
frumvarpið mundi leiða til þess, að opinber
útgjöld næsta árs mundu hlutfallslega hækka
frá því, sem var á tíma vinstri stjórnarinnar.
í fyrra var enn reynd sú vörn að kenna
vinstri stjórninni um bölið. En þá voru menn
reynslunni ríkari, þótt þá væru ekki til þau
einföldu sönnunargögn, sem nú eru til. Þessi
sönnunargögn sýna, að efnahagsvandinn er
heimatilbúið böl ríkisstjórnar, sem kann ekki
fótum sínum forráð í fjármálum.
Viðreisnarstjórnin þurfti 28% þjóðarfram-
leiðslunnar til að halda uppi opinberum fram-
kvæmdum og rekstri. Vinstri stjórnin reyndist
dýrka hið opinbera meira og tók til þeirra þarfa
32% þjóðarframleiðslunnar. Miklu mest er þó
núverandi ríkisstjórn, sem tekur 36% til opin-
berra þarfa.
Þegar hið opinbera, ríki og sveitarfélög,
eykur hlut sinn, hlýtur að minnka hlutur hinna
aðilanna að þjóðarbúskapnum. Minni hlutur
verður afgangs til einkaneyzlu almennings og
fjárfestingar atvinnuveganna. Og hin mikla
aukning, sem orðið hefur á hlut hins opinbera í
tíð núverandi ríkisstjórnar, er áreiðanlega
mikilvægasta orsök undanfarinnar óðaverð-
bólgu.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa lagzt í takmarka-
lausar sníkjur á erlendum vetvangi til að fjár-
magna útþenslu ríkisbáknsins. Á fyrsta ári
ríkisstjórnarinnar jók hún langtíma erlendar
skuldir þjóðarinnar úr 41 milljarði í 73 milljarða
króna. Þessa skuldaaukningu ætlar hún börn-
um okkar að greiða.
Nú bíða menn í ofvæni eftir nýju fjárlaga-
frumvarpi. Skömmu eftir að það er komið fram
og menn eru búnir að spá í götin á því, er unnt
að meta, hvort það felur í sér óbreyttaóráðsíu
ríkisstjórnarinnar eða hvort það felur í sér, að
ríkisstjórnin hafi lært eitthvað af gagnrýninni.
Sumir núverandi ráðamanna eru við völd
vegna þess loforðs þeirra að fara gætilega í
fjármálum og draga úr skefjalausri útþenslu
rikisbáknsins. Nú eru komin síðustu forvöð að
efna það loforð.
í frumvarpi
Vestur-þýzku þingkosningarnar ó sunnudag:
Verður „sjo óra klóðinn"
stjórn Schmidts oð falli?
Nýafstaönar kosningar í Sví-
þjóð hafa gert það að verkum að
ríkisstjórnin í Vestur-Þýzkalandi
er óróleg um framtíð sína, enda
verða áttundu þingkosningarnar
frá stríðslokum haldnar þar í
landi á sunnudaginn.
Fall stjórnar Palmes í Svíþjóð
er í Vestur-Þýzkalandi ýmist talið
„veðrabrigði" eða „marklaust1*
— allt eftir því hvort hægri- eða
vinstrimenn eru spurðir álits.
Svíþjóð hefur um margra ára
skeið verið talið fyrirmyndarland
Vestur-Þjóðverja og sænski
sósialisminn hefur víðar um
heiminn einkum þó í vestanverðri
Evrópu, verið talinn mjög til
eftirbreytni.
Fordœmi sœnskra
kjósenda
Pólitískir fréttaskýrendur í
Vestur-Þýzkalandi hafa því
margir látið í ljós þá skoðun sína,
að það kæmi þeim ekki á óvart
þótt óánægja Svía með 44 ára
jafnaðarmannastjórn kæmi eitt-
hvað fram í afstöðu þýzkra kjós-
enda þegar þeir ganga að kjör-
borðinu á sunnudaginn.
Sænska fordæmið, ásamt þvi
sem sumir kalla „sjö ára kláðann“
er hefur áhrif á kjósendur eftir
að tiltekin stjórn hefur setið við
völd svo lengi, gæti nægt til þess
að steypa stjórn Helmut
Schmidts kanslara. Til að svo fari
þarf breytingin á pólitískri af-
stöðu kjósenda að verða nokkuð
mikil, eða um allt að 5% frá því
sem var í kosningunum fyrir
fjórum árum.
Síðustu skoðanakannanir
benda til þess, að úrslitin verði
nærri hnifjöfn.
2 milljónir
kjósenda þarf til að
koma stjórninni fró
Til að koma stjórn Schmidts frá
þurfa 2 milljónir kjósenda að
beina atkvæðum sínum frá flokk-
unum tveirriur, sem mynda sam-
steypustjórnina — jafnaðarmönn-
um (SPD) og frjálsum demókröt-
um (FDP) — og greiða heldur
Kristilega demókrataflokknum
(CDU) og stuðningsflokki hans í
Bæjaralandi, Kristilega sóslalista-
sambandinu (FPD) atkvæði sín.
Þótt svipaðar sveiflur hafi gert
vart við sig I fylkiskosningum á
undanförnum tveimur árum er
engan veginn víst, að Helmut
Kohl, leiðtogi Kristilega demó-
krataflokksins, verði fær um að
telja kjósendur á sitt band —
jafnvel þótt hann sé kallaður
„Svarti risinn" vegna hæðar
sinnar. Margir eru þeirrar skoð-
unar að sem forsætisráðherra ein-
staks fylkis hafi hann alls ekki
öðlazt þá pólitísku reynslu eða
vinsældir, sem nægja til að
hnekkja veldi hins Helmutsins,
Schmidts kanslara.
11% óókveðnir
Skoðanakannanir benda til
þess að vinsældir stjórnarinnar
fari dvínandi en þó sögðu 11%
þeirra, sem spurðir voru, að þeir
hefðu enn ekki gert upp hug sinn
um hverjum þeir greiddu atkvæði
sitt.
Kosningaspá, sem gerð var
tveim vikum áður en skoðana-
könnunin fór fram, gaf til kynna
að samsteypustjórnarflokkarnir
myndu fá 49.9% atkvæða, en i
kosningunum 1972 fengu þeir
54.3%. Kristilegir demókratar fá
nú, miðað við þessa spá, 49.3%
en fengu 44.8% i síðustu
FRAMS0KN -
SPILLING -
GLÆPIR
-
Framan af þessari tíð vlldi
maður trúa því, að Framsóknar-
flokkurinn væri ekki ógæfulegri
og spilltari en aðrir stjórnmála-
flokkar. Sjálfstæðisflokkurinn
þvældist inn í Armannsfellsmál,
Alþýðuflokkurinn þvældist á sín-
um tíma inn í húsakaupamál
Alþýðuhúss og fleiri eigna, sem
alltaf hafa verið óhreinlegt. Ýmis
kosningafjármál Alþýðuflokksins
í Reykjavík siðustu árin hafa og
verið óhreinleg og þrátt fyrir
spurnir er enginn botn kominn í
þau mál. Formennska Einars 01-
geirssonar, aldins heiðursmanns i
bankaráði Landsbankans, er eitt
af furðuverkum íslenzkrar sögu.
Þagnarmúr og samtrygging svo-
kallaðra stjórnmálaflokka hefur á
síðustu árum orðið æ fleirum æ
ljósari. Á óðaverðbólgutímum
verður öll þessi mynd ýktari,
bankaspillingin í skjóli sam-
tryggðra flokka hverju barni
ljósari, leyndarmúrarnir stærri
og ógeðfelldari.
Þegar Bjarni Guðnason
prófessor talaði fyrstur hér-
lendra manna um samtryggingu
flokkanna, þá sáu flestir skjótt,
hversu mikill sannleikur fólst í
þeim orðum. Dæmin urðu fleiri.
Og menn höfðu ástæðu til þess að
ætla að þetta gengi nokkurn veg-
inn jafnt yfir alla.
Menn höfðu ástæðu til þess að
ætla að þetta ætti ekki sérstak-
lega við um einn stjórnmálaflokk
öðrum fremur. Rök mæltu gegn
því. Að Framsóknarflokkurinn
dróst snemma sérstaklega inn í
þessa umræðu gat verið af öðrum
ástæðum. Það var ógæfa flokksins
að bera ábyrgð á dómsmálum
þegar alda glæpa skall yfir þjóð-
ina, og dómskerfið kannske ekki
við þvi búið að takast á við þessa
öldu. Á sama tíma var ný kynslóð
að krefjast nýrra vinnubragða, að
krefjast þess að óhreinlyndi og
blekkingar stjórnvalda skyldu
víkja, f staðinn voru lagðar fram
rökstuddar spurningar um
hegðan stjórnvalda, sem kröfðust
svara.
Til að byrja með gekk þessi
gagnrýni jafnt yfir alla flokka,
„gömlu flokkana“, sem Bjarni
Guðnason kallaði svo. Smátt og
smátt komu fleiri gögn fram í
dagsljósið. Hulu var svipt af hegð-
an valdakerfisins. Við blasti ber-
strípaður hryllingur. Og smám
saman var það á allra vitorði að
enginn þeirra var góður — en
einn var sýnu langverstur.
Fundur á Húsavík
Framsóknarflokkurinn virðist
vera gegnum rotinn og spilltur
stjórnmálaflokkur. Um það deila
V
menn ekki lengur, heldur um
hitt: Hverjar séu skýringar þessa
fyrirbrigðis? Er flokkurinn hug-
sjónalausari en aðrir flokkar?
Varla. En af hverju hefur þetta
ferlega lið safnazt þarna og af
hverju virðist það hafa öll þessi
áhrif á starf flokksins? Frekar
vegna þess að eins og alla flokka
þá vantar flokkinn fé og hann
hefur orðið að treysta á fjármála-
menn. Foringjarnir voru orðnir
langþreyttir, líka á ungum upp-
reisnarmönnum, og þegar óvenju-
legir kraftaverkamenn komu til
sögunnar og virtust leysa fjármál
flokks og blaða, þá spurði enginn
um neitt. Svona hefur þetta víst,
eða í þessa veruna, verið annars
staðar. En þarna virðast krafta-
verkin hafa verið stórum mest,
aðstöðubraskið gegndarlausast —
og afleiðingarnar hafa verið að
koma í ljós.
Fyrir skömmu hélt Fram-
sóknarflokkurinn fund á Húsavík
og voru þar mættir Steingrímur
Hermannsson og Þráinn Valde-
marsson. Þeir mikluðust stórum.
Og hvers vegna? Vegna þess að
nýbúið var að birta nöfn þeirra,
sem yfirheyrðir höfðu verið
vegna ávísanakeðjunnar, sem svo
mjög hefur verið til umræðu. Og
fögnuðurinn og sigurhrósið
leyndi sér ekki: Þar var enginn
forustumaður Framsóknarflokks-
ins, aðeins einn lögfræðingur sem
sæti hafði átt í Húsbyggingasjóði
flokksins. Þetta var ástæða til
þess að halda sigurhátíð. Nú ber
auðvitað að minna á þau orð
dómarans að nafnbirtingin sagði
eingöngu til um það hverjir hafa
verið yfirheyrðir, þar var ekki um
sakfellingu að ræða.
Rannsókn ávísanakeðjunnar
hófst vegna rannsóknar svokall-
aðra Geirfinnsmála. Geirfinns-
mál, sem svo eru kannske rang-
lega nefnd, snúast ekki i vitund
almennings — og það réttilega —
eingöngu eða fyrst og fremst um
mannshvarfið óhugnanlega.
Rannsóknin hlýtur að snúast um
hugsanlegt smygl, beint eða
óbeint tengt þessu. Hún snýst
væntanlega þar af leiðandi um
fjárglæfra í mörgum myndum —
og önnur afleidd afbrotamál. Um
það deila menn ekki.
Þegar nöfn ávisanamannanna
svo eru birt, þá kemur í ljós að
þessa fjárglæfra má alla eða mest-
alla rekja til Veitingahússins
Klúbbsins í Reykjavík; þar er
miðstöð þeirra. Það þarf svo sem
ekki að koma neinum á óvart
vegna þess að gera má ráð fyrir að
upphaflega hafi rannsóknin
beinzt að því veitingahúsi.
Þræðir Framsóknarflokksins
og Klúbbsins hafa margsinnis
legið saman. Það er sennilega
óþarft að endurtaka enn einu
sinni sannanleg afskipti Ölafs
Jóhannessonar haustið 1972,
þegar hann með ráðstöfun, sem
lögfræðingar deila um, og sem
móralskt verður ekki réttlætt, lét
opna húsið meðan verið var að
rannsaka óvenjulega skrautleg
glæpamál þar, þannig að sú gerð
kom réttvísinni illa en afbrota-
mönnum vel. Þetta er óumdeilan-
legt. Rúmum tveimur árum
seinna, þegar hagir sömu manna,
afbrotamanna, voru rannsakaðir
vegna nýrra mála, skarst dóms-
málaráðuneytið enn í leikinn, í
þetta sinn með umdeilanlegri
hætti. Enginn hefur haldið því
fram að ráðuneytið hefði gert það
sem það gerði ef það hefði áttað
sig á því, hversu alvarleg mál hér
voru á ferðinni. En aðgerðir ráðu-
neytisins voru óumdeilanlega
grunsamlegar, þó ekki væri vegna
annars en þess að það virðist hafa
verið að hjálpa mönnum sem það
sannanlega hafði aðstoðað áður.
Allt þetta hefur margsinnis
komið fram áður. Þræðir Fram-
sóknarflokks og Klúbbs — sem
áður hét hreinlega Framsóknar-
hús — liggja viðar saman. Þarna
voru haldnar kosningahátiðir
vegna tveggja kosninga á árinu
1974. Dagblaðið Timinn birti ein-
hvern tímann bókhald flokksins
fyrir árið 1974. A því var
nákvæmlega ekkert hægt að sjá.