Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 2
DACHLAÐH). MANIJDACUK 4. OKTOHKK 197B. Á Islandi hlœja menn að misrern — en almenningsálitið ekki til hér miðað við önnur lönd Sigf;i flug skrifar: Ifeldur fannst mér skuggalegt aö lesa um þad í Dagblaðinu 29. þ.m. að á Kúbu Castros sé starfandi flokkur manna er kallar sig ,,cederista“ og hefur það hlutverk að hnýsast um menn, berjast gegn afbrotum, eins og það er kallað, en er þó ekki höfuðmarkmið þessa flokks. Hlutverk þessa flokks virðist æði umfangsmikið og hefur hann alls konar umsýslan, svo sem að fylgjast með því hvort einhver, sem hefur aðeins meðaliaun, virðist njóta betri lífskjara en laun hans eiga að leyfa, sé svo er haft samband við lögregluna, eins og um þjóf væri að ræða. Mér fannat þetta svo sem ekki nema það sem ég átti von á í ríki Castros, en hann mun mikið hafa samið sig að siðum þeirra austur í Moskvu og að siðum þeirra, sem stjórna hinum járntjaldslöndunum í Evrópu. I sama blaði gat að líta í leiðara blaðsins eins konar við- bótartillögu við athugasemdir sem frv. skattrannsóknastjóri, Ólafur Nilsson, gerði í viðíali um skattamál sem Morgun- blaðið átti við hann. Tillagan í leiðara blaðsins er sú að skattstofur (islenzkar) fái heimild og aðstöðu til að meta lífsgæðaaðstöðu manna eins og hún kemur fram í íbúðum þeirra, húsbúnaði, bíla- eign, skemmtunum og ferða- v___^ lögum og noti þetta mat til að f.vlla þá mynd, sem skatt- skýrslan gefur. (því að) A bak við ákveðinn lífsstil hljóta að liggja ákveðnar tekjur. þótt þær komi ekki fram á skatl- skýrslu. Ég var satt að segja undrandi að þetta skyldi koma fram sem skoðun ritstjóra frjálss og óháðs dagblaðs sem væntanlega er lýðræðisblað! Svo langt er einnig gengið hér að uppástunga um að njósna þurfi um það hvernig menn skemmta sér o.s.frv. er komin fram. Ég skrifaði í Dagblaðið lesendabréf þ. 12. nóv. f.á. er ég kallaði „Slæm systkin" (Rógurinn og Öfundin) og varaði við því að við færum út i það að kæra hver annan eins og ég tók dæmi af; að fólk í íbúðar- blokk í Kóngsins Kaupmanna- höfn kærði einn íbúa hússins fyrir skattalögreglunni af því að hann sást koma of oft, að mati þeirra, sem kærðu, með bjórflöskur heim til sín. Það hafði örlítið örlað á þessu hér á landi er ég skrifaði nefnda grein, er fólk í litlu sjávarplássi vakti athygli skatt- yfirvaldanna, á því að tiltekinn maður (eða fólk) færi grun- samlega oft í utanlandsreisur. Rannsókn fór fram á þessu máli en ekkert óheiðarlegt fannst. Því miður gefa ýmsir lifnaðarhættir sumra manna hér á landi tilefni til þess að grunsemdir vakna um hvort allt sé með felldu um skatt- greiðslur þeirra. Við lifum i litlu landi þar sent allir vita allt um alla og vanti eitthvað á vitneskjuna er farið að geta í eyðurnar og þá fæðast þessi hvimleiðu systkin, Öfund og Rógurinn! Ég held að það skattamis- rétti, sem á sér stað í landinu verði ekki lagfært með því að vaða inn á heimili ntanna og framkvæma þar nokkurn konar úttekt á högum þeirra, eins og á sér stað í kommúnistarikjunum að sagt er, Ég held að breyta þurfi skattaiöggjöfinni í þá átt að fólk fái tilfinningu fyrir þvf að jafnt sé látið ganga yfir alla í álagningu hinna mjög svo um- deildu beinna skatta. „MY HOME IS MY CASTLE" segir Bretinn, og hann hefur mikið til síns máls. Við íslendingar erum oft býsna fljótir til að setja ný lög hjá okkur af því að hin eldri ná ekki tilætluðum árangri. Eg held að mjög sjaldan sé þörf á því að breyta lögum, en aftur á móti held ég að þau lög, sem við höfum, eigi skilyrðislaust að vera i gildi og að eftir þeim sé farið af þjóðfélagsþegnum og hinu opinbera. Það þyrfti tafar- laust að breytast í þá átt að skattsvik yrðu dæmd sem svo alvarlegur hlutur, að enginn þyrði lengur að hætta á slíkt. Almennigsálitið þarf líka að 1 breytast, en það er ekki til hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. Bretland. Á íslandi yppta menn öxlum og brosa góðlát- Skattstofunni kemur ekki við hvernig fólk býr, segir Slggi 'flug. lega þegar rætt er um ýmislegt misferli sem kemst upp um menn, og að hinu margnefnda ávísanamáli hlæja menn og finnst fátt um. tslendingar eru ákaflega skattsárir, sem er næsta von. Hér á landi geta menn fylgzt betur með því heldur en hjá milljónaþjóðunum hvert skattpeningarnir fara og í hvað þeim er eytt. Margir íslendingar sætta sig ekki við hvernig hið „opinbera" eyðir þessu fé, en hlutur hins opinbera og það sem eytt er til hinnar svokölluðu „samneyzlu" verður meira með hverju ári sem líður, og stundum undrast menn yfir þvi hve litil fyrirhyggja á sér stað í eyðslu hins opinbera. Mér datt þetta (svona) í hug. Nýkomið frá BERKEMANN allar gerðir með hinu þekkta holla Berkemann tótlagi úr mjög léftu póleruðu tré 704 Ruhin litur hvítt verö 6.740.- Stærð 35—41 383 Rimini litur gulur verð 5.620. 107 Noppen-Sgndale verð 3.260. 414 Sommer-Toeffler litur hvitur og rauður verð 3.840 stærð 36—42. 400 Standard-Toeffler litur hvitt verð 4.175.- stærð 34—45. 372 Brasilia litir rautt og blátt verð 4.560,- sta>rð 36—39 100 Original-Sandale verð 2.500, 350 Paris litir rautt og gult verð 4.150. 424 Soft-Toeffler litir hvítt og gult verð 5.565, DOMUS MEDICA Egilsgötu 3 pósthólf 5050 Slmi 18519. Mans karlmannaskór, barnakuldaskór, barnatréskór og fl. og fl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.