Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 15
DACIU-AÐIÐ. MANUDACUR4. OKTOBKR 197«. / " l,“ 15 FYRRUM MARGA HILDIHÁÐ Leiklist Utvarp: VIÐ ELDINN Leikrit eftir Þorvarð Helgason. Þorvarður Helgason er allur í einræðisherrum. 1 vor var flutt eftir hann leikrit í sjónvarpinu, Sigur, sem fyrir nokkrum árum líka kom sem útvarpsleikur, og fjallar um síðasta dag i ævi einræðisherra nokkurs af nútímasort. Utvarpsleikrit hans á fimmtudagskvöld sner- ist mest um annan einræðis- herra, til forna, einhverstaðar i austurlöndum að mér heyrð- ist, gæti skeð hann væri ætt- aður úr biblíusögum. En einnig hans riki má vera að riði til falls í þvi að leiknum lýkur. í upphafi leiks var nokkur rækt lögð við umhverfislýsingu og andrúmsloft sem á allmiklu ríður að komist til skila og njóti sín eftirleiðis í leiknum. Þar er hermt frá hirðingjum á ferð með hjarðir sínar um eyðileg fjöll og firnindi, matseld og öðrum umbúnaði í næturstað, útsýni til borgar einnar mikillar, þangað sem þeir ætla á markaðinn. í þessum svifum ber að þeim förumann einn, sagnaþul og betlara, sem að launum fyrir næturgreiða við eldinn segir þeim hjarðmönn- um söguna af sjálfum sér. Sýnir sig brátt að hann er enginn óvalinn þrjótur heldurátti hann sögulega fortíð. Og nú hefst leikur innan í leikritinu sem greinir frá fortíð förumannsins og skiptum hans fyrr og síðar við harðstjórann í borginni. Konungurinn í borginni, yfir- Frá upptöku á leikritinu, höfundurinn sem jafnframt var leikstjóri, er fyrir miðju, með potthiemm og kaffikönnu. DB-mynd. Bjarnleifur. sem hann sá út um hallarglugg- ann sinn úti á torgi. Þegar honum er nú stefnt á konungs- fund kemur á daginn að hann er enginn venjulegur sagnaþul- ur og betlari heldur æsku- félagi og vopnabróðir konungs og hefur fyrrum marga hildi háð undir hans merkjum. Þar kom þó að honum ofbauð ofsi konungs, dramb og grimmd, og hvarf á braut undan merkjun- um. Þá ofbauð honum mest þegar konungur lauk lang- vinnu umsátri um torsótta borg með þvi að slöngva hundrað breima og blóðþyrstum villi- köttum yfir borgarmúrana en brjótast síðan inn í bæinn í skjóli þess usla' sem kettir höfðu unnið þar. (Því miður láðist að geta þess í leikritinu sem þó væri fróðlegt að vita hvernig umsátursmenn hand- sömuðu hina illvígu ketti án þess að fara sér sjálfir að voða). Nú er Erges þessi eða Avrakía förukarl: Róbert Arnfinnsson, kominn aftur að vitja fornra kynna við konung sem hann hræðist ekki par. En kóngur hefur fyrir löngu gert æskuvinkonu hans að frillu sinni, en síðan látið tunguskera hana og gert að salernisþjón- ustu í kvennabúri sínu þegar hún fór að eldast og fitna. Hún er tekin af lífi í leiknum og hljóðar þá ámátlega. Þessi „leikur í leiknum“ er sem sé frásögn förukarls fyrir hirðingjum. En leiknum lýkur á báðum „plönum“ sínum þar sem upplausn fer i hönd, ófriðarfréttir berast úr öllum jpjóðandi mikils ríkis: Flosi Ulafsson, er grimmur og illvíg- ur, en farinn ögn að eldast og uggandi um sinn hag. Hann hótar lífvarðarforingja sínum, Hingesi: Sigurði Karlssyni, hroðalegum píslum ef hann komi ekki í skyndi upp um sam- særi sem stefnt sé gegn sér. Ekki líst honum á förukarlinn áttum og ljóst má þykja að ríki harðstjórans muni brátt líða undir lok. 1 þessu leikriti ægir saman með undarlegu móti alls konar rómantísku hugmynda- og frá- sagnarefni á aðra hönd en furðu hverndagslegum móral- isma á hina. Annars vegar er hin lýsing hins „austræna" aldarfars, harðstjórnar og grimmdar, vígaferla og munaðarlífs. Hins vegar viska og þroski sem Erges/Avrakía förukarl hefur fram að færa. Hann telur að menn eigi að berjast drengilega en stjórna með réttvísi og muni þá betur farnast. Þaó sé líka farsælla að vera réttlátur konungur í þrjá daga en grimmur týrann í þrjátíu ár. En valdið spillir. Og meira er um vert að vinna sigur á sjálfum sér en sigrast á þúsund borgríkjum. Þessi al- menna skoðun hygg ég að komi alveg heim við niðurstöður sjónvarpsleikritsins i vor. Samskonar samkrull hins skáldlega og rómantíska og flatneskju- og hversdagslega fannst mér gæta í málfari og stílshætti leiksins. Þar er víða stefnt að íbornu skáldlegu upp- höfnu máli, en textinn eins og dettur jafnharðan niður í hin hversdagslegustu orðatiltæki nútíðarmáls, eða þá stirðmælt bókmál. En áreiðanlega dygði ekkert minna til en raunveru- lega virkur rómantískur rit- háttur að bræða saman og gera að heild hin sundurleitu hug- myndaefni leiksins. Höfundur stjórnaði sjálfur flutningi leiksins í útvarpinu. Það hygg ég að þeir Flosi og Róbert hafi fengið það út úr kóngi og förukarli sem ætlast mátti til af þeim. En af hirðingjunum í upphafi og enda leiks fannst mér mest gaman að heyra Klemens Jóns- son. Vi ✓ ÞJÓFAAÐVÖRUNARKERFI BRUNAAOVÖRUNARKERFI SERHÆFT FYRIRTÆKI uir VARI SIMI 37393 Veilingohú/id GAPi-mn IU*ykjavikurvcgi 68 Hafnarfiröi Sími 5 ih .v, RÉTTUR DAGSINS GRILLRÉTTIR SMURT BRAUÐ Heitur og kaldur VEIZLUMATUR Við erum á móti Norðurbænum. Sendum heim 31 NÆG BILASTÆÐI HÚSGAGNAVERSLUN (0) REYKJAVÍKUR HF. Fjölbreytt húsgagnaúrval ú tveimur hœðum Alltaf eitlhvað nýtt — Veljið vönduð /£\ Húsgagnaverslun húsgögn - Verðiðmjöghagstœtt VM/ Reykjavíkurhf. Brautarholti 2 Símar 11940 - 12691 Meira hillu samstœðan i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.