Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 10
10 DACUI.AÐIÐ. MANUDACUR 4. OKTÓBKR 1976. 3MSBIABW írjálst, úháð dagblað t’luufandi DaublaðiA hf. Framkvæmdasljóri: Sveinn H. Eyjólfsson. Kitstjóri: Jónas Kristjónsson. KnMlaxlj.iri:_ J<in Birair Pélursson. Ritstjðrnarfulltrúi: Ilaukur Helttason. Aóstortarfrétta- stnn'i Alli Sti'inarsson. íþróttir: Ilallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Revkdal. Handrit AsKt'fmur Pálsson. Blaóamcnn Anna Bjarnason. Ás«eir Tómasson. Ber«lind As«eirsdóttir. Bra«i Sinurósson. Krna V InKÖlfsdóttir. (’.issur SÍKurðsson. Hallur Hallsson. Hel«i Pétursson. Jóhanna Bir«is- (lóuir. Katrín Pálsdóttir. Kristin Lýósdóttir. Ölafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir:’ Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sveinn Þormóósson. r.jaldkeri: Þráinn Þorleifsson. DreifinKarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftarujald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Hitstjorn Síóumúla 12. sltni 8.3322. auKlýsinRar. áskriftir o« afKreiósla Þverholti 2. sími 27022. SctninK umhrot: DaKblaðióhf. o« Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mynda-OK plötuKeró. Hilmirhf.. Sióumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Krónan lögð niður Sennilega koma hér a landi aöeins tvær leiðir til greina, ef menn vilja ná árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Báðar þessar leiðir eru róttækari en kák það, sem hingað til hefur verið beitt. Við ættum líka að hafa rúmlega aldarfjórðungs reynslu af því, að hér duga ekki hefðbundin ráð gegn verðbólgu. Gallinn er bara sá, að stjórnmálamenn okkar hafa takmarkaðan áhuga á ‘að'draga úr verð- bólgunni, þótt þeir þykist hafa það. í kringum stjórnmálaflokkana hafa myndazt öflugir hagsmunahópar verðbólgubraskara. Þeir nota yfirráð stjórnmálaflokkanna yfir bönkunum til aö skapa sér forgang að óverðtryggðu lánsfé, sem þeir breyta síðan í verðtryggða steinsteypu. Hingað til hefur aðeins verið bent á eina leið til að draga úr slæmum áhrifum verðbólg- unnar. Hún er sú aö eyða þeim gróða, sem menn hafa hingað til haft af því að ná sér í óverðtryggð lán. Það er unnt að gera með því að verðtryggja allar fjárskuldbindingar í sam- ræmi við sérstaklega útreiknaða mánaðarlega vísitölu fjármagns. Þessi leið er áreiðanlega vel fær, þótt stjórn- málamenn og sérfræðingar þeirra finni henni allt til foráttu. Hún mundi hafa óbein áhrif á vísitöluna. Með því að eyða gróða verðbólgu- braskaranna mundi hún rjúfa hagsmuni stjórn- málaflokkanna af verðbólgunni og auðvelda á þann hátt aðgerðir gegn henni. Hin leiðin hefur svo vitað sé ekki verið nefnd áður, enda gengur hún lengra. Hún gengur út frá því, að hagsmunatengsl verðbólgubraskara, stjórnmálaflokka og banka séu slík, að ókleift sé að stjórna fjármálum landsins af viti. Hún gengur út frá því, að ekki sé nóg að beita sálrænum brögðum á borð við aö taka nokkur núll aftan af krónunni. Leiðin er sú, að krónan veröi lögð niður. Luxemborgarar hafa að vísu til eigin gjald- miðil að nafninu til. En þeir nota jöfnum höndum belgíska franka í viðskiptum sínum og verður ekki meint af. í fjölda smáríkja Evrópu, t.d. í Sviss, eru menn vanir að nota heimafyrir hvaða harðan gjaldmiðil sem er. Við getum tekið upp notkun á ýmsum norrænum krónum, dölum, pundum, mörkum og frönkum og tengt þannig innanlands- markaðinn við milliríkjaviðskipti okkar. Þótt þessir gjaldmiðlar sveiflist nokkuð, eru það hreinir smámunir í samanburði við stöðugt hrun krónunnar. Með því að leggja niður íslenzku krónuna hættum við aö geta búið til ýmisleg sjálfskapar- víti, svo sem íslenzka einkaveröbólgu og marg- víslegar fjármagnstilfærslur í blekkingarskyni. Eftir það verður nánast ekki hægt að hafa meiri verðbólgu hér á landi en í nágrenninu. Vitanlega særir það stolt þjóðarinnar að hafa engan eigin gjaldmiðil. En það er illskárra en skömmin af þeirri krónu, sem þjóðin hefur verið að rýra í aldarfjórðung. Skynsamlegt gæti veriö að vióurkenna getuleysi okkar við að halda reisn krónunnar og reyna að byggja upp heilbrigð fjármál á öðrum grundvelli, Þessi hugmynd er sett hér fram í fullri alvöru. Ef menn vilja í raun óg sannleika losna við verðbólgubölið, þá verður annaðhvort að verðtryggja allar fjárskuldbindingar eða leggja niður krónuna. r BÖRN BAK VIÐ RIMLA: Vaxandi félagslegt vandamál Dagur barns bak við rimlana hefst eftir að móðir þess hefur tekið til í klefa sínum, snætt morfjunverð og á nú eina klukkustund til þess að sinna þörfum barns síns, áður en hún gengur í röð ásamt öðrum föng- um til vinnu sinnar í verk- smiðju fangelsisins. Barninu er gefið að borða um hádegisbilið og þá fær móðirin enn að leika við það í smástund, þar til um kaffileytið er hún er aftur færð til klefa síns. í dag taka 25 lítil börn út fangelsisdóma með mæðrum sínum í enskum og velskum fangelsum. í hinu fræga kvennafangelsi Holloway eru sjö börn, öll níu mánaða gömul eða yngri. Rúm þeirra, háir stólar og baðkör skreytt litrík- um myndum af Andrési Önd og Bamba setja hálfgerðan barna- heimilissvip á annars steingráa tilveruna innan veggja stofnunarinnar. En nú er verið að endur- byggja Holloway. Undir lok þessa árs verða fangarnir, alls 175, fluttir í nýja álmu þar sem sérstaklega er hugsað fyrir mæðrum með börn og allt byggt eftir nýjustu tizku. En um leið og líf barna innan fangelsis- múranna er gert þolanlegra, þá hefur fjöldi afbrotakvenna meira en tvöfaldazt sl. fimm ár. í Bretlandi fæðast börnin venjulega utan fangelsisins. Er líður að fæðingu eru konurnar færðar á nærliggjandi sjúkra- hús, — en það er sama hvar barnið fæðist, á fæðingarvott- orðinu stendur hvaðan það kemur. Félagsráðgjafar segja, að börnin fari að gera sér grein fyrir umhverfi sínu um níu mánaða aldur. En ein móðirin segir að barn hennar hafi ,,vitað“ að verið var að snúa lykli í skránni aðeins fimm mánaða gamalt. Möguleikarnir á því að fangelsisbörn bíði sálarlegt tjón eru augljósir og fangelsin reyna að koma tii móts við mæðurnar eins og þau geta. Ef móðirin er að afplána sérlega langan fangelsisdóm, reyna yfirvöld að koma henni fyrir í „opnu“ fangelsi úti á landi, þar sem barnið getur andað að sér heilnæmu lofti og ung börn allt að fimm ára aldri geta leikið sér við börnin í þorpinu. „Stattu þig, Vilmundur" Leikrit Henriks Ibsens, ÞJÓÐNÍÐINGUR fjallar um mann, sem berst vonlítilli baráttu gegn vondum og heimskum embættismönnum og borgurum, jafnvel mikils- virtum afbrotamönnum. Á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu hér í Reykjavík var þéttsetið hús prúðbúinna samborgara, og meðal gesta var hinn þjóðkunn- asti allra, Vilmundur Gylfason. Mikil geðhrif brutust út meðan á sýningu stóð, menn hrifust og þjáðust með Stockmann lækni, sem Gunnar Eyjólfsson túlkaði af kynngimögnuðum krafti eins og hans var von og vísa. Leik- húsgestir voru ekki samir þeg- ar upp var staðið. Menn þurftu að lyfta af sér okinu í kjallaranum á eftir og meðal þeirra sém þar litu inn var umræddur Vilmundur Gylfason. Það var greinilegt að koma hans vakti nokkurn hug- aræsing og varla var létt að verjast þeirri hugsun, að menn settu baráttu Vilmundar í sam- band við stríð Stockmanns læknis. Menn börðu Vilmund á herðarnar og margir heyrðust segja hátt og hressilega: „Stattu þig, Vilmundur," „haltu áfram, Vilmundur" og annað því líkt. Ég fylgdist með þessu nokkra stund, og meðal þeirra sem þéttast börðu Vil- mund taldi ég þrjá alkunna, mikilsvirta stórþjófa. Illa trúi ég að Vilmundi hafi ekki verið þó nokkuð skemmt. Þetta með öðru leiðir hugann að því, hvers vegna skrif Vil- mundar vekja þá eftirtekt, sem raun er á. Það væri afskaplega notalegt að hugsa sér, að hrifning manna af baráttu Vil- mundar fyrir endurheimt mannlegrar reisnar ætti slíkt fylgi með þjóðinni. Það getur þó því aðeins verið, að þjóðin eigi sér einhvern siðferðis- styrk. En stundum hljóta menn að efast um að svo sé. Lítið dæmi mátti sjá í spurninga- dálki, ekki man ég hvort það Þurfa þeir þriðja rosasumarið? t dagblaðinu Tímanum 8.9 1976 var mjög athyglisverð grein eftir Stefán Jassonarson Vorsabæ, að mestu viðtal við tvo unga bændur í Flóanum um ágæta reynslu þeirra af vot- heysverkun og hvernig þeir gátu náð öllum sinum heyjum óskemmdum í hlöður þrátt fyrir hina miklu rosatíð. Ég hef áður skrifað um vot- heysverkun og hina miklu yfir- burði hennar i sambandi við þurrheyrsbraskið einkum i vot- viðrasumrum. Það kom frant í umræðum við bónda frá Ströndunum, að hann hefði vothey um 80% hey- skaparins. Hann sagði líka, að það hefði komið greinilega í ljós, að sauðféð væri afurða- meira og hraustara, þar sem mikið vothey væri gefið. Enn- fremur sagði hann, að gott vot- hey hefði verið vísindalega rannsakað i tilraunastöð og reynzt eitthvert bezta fóður sem til er. Einn ágætur ráðunautur talaði um það í útvarpi að bændur hefðu ekki getað hirt i vothey í mesta rosanum i ágúst, vegna þess að ekki var fært um túnin vegna ble.vtu. Ég hélt nú að þessi ráðunautur bænda f.vrir austan vissi að vothey er sjaldan hirt síðar en í júli, ekki sízt nú í sumar þegar spratt mjög snemma og þess vegna heyskapur langt kominn þegar versti rosinn kom í ágúst. Samtalsþáttur var í útvarpi við tvo bændur, annan úr Eyja- firði og hinn af Skeiðum. E.vfirðingurinn sagði, að bændur þar notuðu ekki vot- heysgeymslurnar, en heyjuðu eingöngu þurrhey. Eg man nú ekki betur en að rosasumar hafi komið fyrir norðan og orðið að flytja mikið hey af Suðurlandi norður með ærnum kostnaði. En það er víst allt i lagi. ríkið, þjóðin, er þá bara látin borga. Skeiðamaðurinn sagði, að vegna landþrengsla yrðu Skeiðamenn að beita túnin á vorin og þess vegna seinna byrjað að slá. Það er ótrúlegt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.