Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 16
1« DAGBLAÐIi). M ANUDAGUR 4. OKTÓBER 1976. Iþróttir Vináttumót Norðurlanda f • r j r i |udo JSÍ gekkst fyrir júníoramóti í judo í Laugardaishöilinni sunnu- daginn 3. október. Mótið var haldið ú sama tíma og Norður- landamót ungra judomanna átti að fara fram hér á landi, en sem kunnugt er þá hættu Svíar og Finnar við þátttöku í mótinu af fjárhagsástæðum að því er þeir sögðu. Norðmenn og Danir hættu þá einnig við þátttöku. Þetta gerðist þegar undirbúningi mótsins var lokið og aðeins 10 dögum áður en mótið átti að hefjast. Á mótinu í Laugardalshöllinni var keppt í tveimur aldursflokk- um eins og gera átti á Norður- landamótinu: annars vegar unglingar 15—17 ára og hins- vegar piltar 18—20 ára. í síðar- talda flokknum fengu einnig að keppa karlar sem ekki hafa hær'ri gráðu en 4. kyu. Úrslit urðu sem hér segir: Yngri júníorar (15—17 ára) Þyngri flokkur: 1. Egill Ragnarsson, JFR 2. Stefán Ragnarson, Isaf. 3. Sigurður Hauksson UMFK Léttari fiokkur: 1. Þórarinn Ólafsson UMFK 2. Ketilbjörn Tryggvason JFR 3. Rúnar Guðjónsson JFR Eidri júníorar Yfir 86 kg.: 1. Jóhann Guðmundsson JFR 2. Kristmundur Baldursson UMFK 3. Karl R. Gíslason JFR 80—88 kg.: 1. Viðar Guðjohnsen Á 2. Finnur M. Finnsson tsaf. 3. Jón B. Bjarnason JFR Undir 80 kg.: 1. Jónas Jónasson Á 2. Guðni Georgsson UMFK 3. Hilmar Jónsson Á Mót þetta var tileinkað vináttu og samvinnu Norðurlandaþjóð- anna, sem því miður er oft meiri í orði en á borði. pumn ÆFINGASKÓR NÝKOMNIR Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholti Simi 75020 Klapparstíg 44 Sími 11783 þróttir Iþróttir Iþróttir Meistarar F 11 morka 1 en ÍR slapp með skrekkinn — skoraði 20-19 eftir að hafa haft yfir 17-6 í Brynjóifur Markússon — var iðinn í fyrri hálfleik og skoraði mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Hér er hann á ferðinni — FH-ingar sitja eftir. DB-mynd Bjarnleifur, Handknattleikur er skemmti- leg íþrótt, þar sem ógerlegt er að segja fyrirfram hvernig úrslit muni ráðast. Hraði ieiksins heiilar áhorfendur — og’einmitt í hraða leiksins gerast óvænt atvik. — Leikir geta tekið furðuleg- ustu stefnur. Já, ágæti lesandi, leikir geta tekið furðulegustu stefnur. En hvað myndir þú kalla leik — rétt eins og átti sér stað í gærkvöld er ÍR og FH leiddu saman hesta sína í Hafnarfirði? ÍR hafði algjöra yfirburði í fyrri hálfleik svo að vart stóð steinn yfir steini hjá FH. Staðan í leikhléi var 17-6 — já, staðan var 17-6 fyrir ÍR — nýkomið upp úr 2. deild, gegn íslandsmeisturum FH. En í síðari hálfleik snerist dæmið gjörsamlega við — nú var það FH sem sundurspiiaði and- stæðinga sína svo, að vart stóð steinn yfir steini. FH skoraði hvert markið á fætur öðru og er aðeins tvær mínútur voru eftir hafði FH tekizt að jafna, 19-19. Já, FH hafði skoraði 13 mörk gegn 2 ÍR. ÍR missti síðan knöttinn er Pálmi P. slökkti Ijósin á Gróttu! — skoraði 12 mörk, þegar Fram sigraði Gróttu 25-21 Fram — með Pálma Páimasyni í broddi fylkingar — virtist stefna í stórsigur gegn Gróttu í 1. deildinni í Laugardalshöll i gær- kvöld. Það týrði varla á Gróttu allan fyrri háifleikinn — Fram gekk á lagið. Skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og hafði náð sjö marka forustu í Ieikhléi. En i síðari hálfieik datt leikur Fram- liðsins alveg niður — bókstaflega engin ógnun langtímum saman. Grótta minnkaði muninn án þess þó nokkru sinni að ógna sigri Fram. Lokatölur 25—21 fyrir Fram og varnarieikur og mark- varzla hjá báðum liðum var oftast ákaflega slök. Leikmenn Gróttu reyndu að taka Pálma Pálmason úr umferð, en tókst það ákaflega illa. Pálmi, þessi sterki leikmaður, sem af einhverjum ástæðum var ekki valinn i íslenzka landsliðið á dög- unum, skoraði og skoraði og i leikslok hafði hann skörað nær helming marka Fram-liðsins eða 12. Átta þeirra skoruð úr vitaköst- um — og þar brást hann aldrei. Fram byrjaði mjög vel — Pálmi, Arnar og Guðmundur Sveinsson skoruðu á fyrstu mín- útunum, en bræðurnir í Gróttu- liðinu, Þór Ottesen og Björn Pétursson svöruðu með tveimur mörkum. Það var sannarlega stór- skotahríð framan af — meira en mark á mínútu og Fram seig framúr. Var komið með sjö marka forustu eftir 21 mín. 12—5. Grótta var ekki heldur alltaf heppin i leik sínum — til dæmis átti Halldór Kristjánsson þrjú stangarskot á stuttum tíma, Eins og knötturinn vildi ekki í Fram- markið frá honum. Þessi sjö marka munur hélzt að mestu út hálfleikinn og Fram-liðið lék oft skinandi vel, enda mótstaða Gróttu ekki mikil. I>að kom þvi lá óvart hve lcikur Fram féll niður í meðalmennsku í síðari hálfleiknum — oft mikið kæruleysi. Fram skoraði aðeins tvö mörk fyrstu 10 mín. — en fyrstu 10 mín. í fyrri hálfleiknum hafði Fram skorað átta mörk. Munurinn minnkaði. Einkum var Árni Indriðason, fyrirliði og þjálf- ari Gróttu, iðinn við að skora í síðari hálfleiknum. Þrívegis minnkaði Grótta muninn í þrjú mörk, 19—16, 20—17, og 21—18 — en þá loks tóku leikmenn. Fram sig á. Skoruðu næstu þrjú mörk og öll spenna var úr sög- unni. Fram hefur mörgum góðum leikmönnum á að skipa og liðið á að blanda sér í baráttuna um íslandsmeistaratitilinn ef rétt er á málum haldið. Páimi, Arnar, Guðmundur Sveinsson og Andrés Bridde er sterkir leikmenn — og liðið hefur nokkrum efnilegum ungum mönnum á að skipa. Lið Gróttu er ekki sannfærandi, þó þar séu góðir einstaklingar eins og Árni og Björn. En það er ekkert nýtt hjá Gróttu að byrja illa í 1. deildarkeppninni — en ná sér svo vel á strik, þegar líða tekur á leiktimabilið. aðeins ein minúta var eftir. — FH-ingar brunuðu upp, og Geir Hallsteinsson var kominn í dauða- færi en þá var honum hrint svo hann missti jafnvægíð. Skot hans geigaði, iR-ingar náðu knettinum — brunuðu upp, Hörður Hákonarson stökk inn í vítatéig- inn og skoraði. En, Hörður steig greinilega á línu er hann skoraði mark sitt! Já, ágæti lesandi, hvað myndir þú kalla slíkan leik? Ég kalla hann delluleik — aldrei áður hef ég séð neitt svipað. Ég held að slíkt hljóti að vera eins- dæmi, En allt um það — IR fór með tvö stig úr Firðingum gegn íslands og bikarmeisturum FH. Sannarlega óvænt úrslit. FH byrjaði ákaflega illa — reyndir leikmenn gerðu sig seka um ótrúlegustu mistök og hvað eftir Fejenoord og Roda efst Úrslit i hollenzku knattspyrn unni um helgina: Breda — Eindhoven Ajax — VVV Vanlo Sparta — Twente Haag — Utrecht PSV Eindhoven — Telstar Haarlem — Go Ahead AZ ’67 — Fejenoord Graafschap — Amsterdam 4- 1 1-0 1-1 0-3 5- 2 0-0 1-1 1-5 0-0 NEC — RODA Fejenoord og Roda eru efst með 15 stig, Ajax hefur 14, Haarlem 12, Sparta 11 og PSV 10 stig. Mörk Fram skoruðu Pálmi 12 (8 víti), Arnar Guðlaugsson 4, Guðmundur Sveinsson 3, Jón Árni Rúnarsson 2, Andrés, Pétur Jóhannesson, Gústav Björnsson og Birgir Jóhannsson eitt hver. Mörk Gróttu skoruðu Árni 7 (4 víti), Björn 5, Þór 5, Gunnar Lúðvíksson 3 og Hörður Kristjánsson eitt. Leikinn dæmdu Magnús Pétursson og Valur Benediktsson. —hsím. Fyrstí sigur Göppii en lið Dankersen 1 — Við í Dankersen-iiðinu átt- um raunverulega aldrei mögu- leika'á því að bjarga stigi í leikn- um gegn Rheinhausen á laugar- daginn. Rheinhausen er mjög sterkt lið á heimavelii eins og sigur gegn Gummersbach í fyrstu umferðinni og nú gegn Danker- sen gefur til kynna. Aðeins tveggja marka munur var þó í lokin, 20—18 fyrir Rheinhausen, en liðið vann auðveldari sigur en þessar tölur gefa til kynna, sagði Axel Axelsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann i gær. Þetta er fyrsti tapleikur Dankersen í Bundeslígunni — en Göppingen, liðið, sem Gunnar Einarsson leikur með, vann sinn fyrsta sigur á laugardag. Það var á heimavelli gegn Leuternshaus- en. 18—14. Nánari fréttir höf- um við ekki af leiknum — Gunnar Einarsson hefur enn ekki fengið síma. Við hjá Dankersen reyndum í byrjun að taka einn leikmann Rheinhaus’en úr umferð, sagði Axel ennfremur. Það heppnaðist illa — og vörn okkar opnaðist illa i staðinn Rheinhausen gekk á lagið og náði fljótt góðri forustu. I leikhléinu var staðan 10—5 og liðið hafði fimm til sex marka forustu fram í miðjan síðari hálf- leikinn. Þá kom góður leikkafli hjá okkur og munurinn minnkaði í 16—14. En við gátum ekki f.vlgt þessu eftir. Rheinhausen komst fjórum mörkum yfir á ný og úrslit voru ráðin. þó svo Dankersen minnkaði nokkuð muninn í lokin, sagði Axel. Markvörður Rheinhausen er tröll af manni — 2.16 m. og þad var lítið gaman fyrir Ölaf H. Jóns- son að reyna að skora hjá honum af línunni. Maðurinn bókstaflega fyllir út í markið. Þó skoraði Ölafur þrjú mörk í leiknum — tvö þeirra eftir línusendingar frá mér, sagði Axel, sem einnig sagð- ist hafa verið ánægður með sinn leik. Hann skoraði tvö mörk í leiknum — úr tveimur skottil- raunum. Kramer skoraði 3 mörk

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.