Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 9
DACISI.AÐIt). MANTDACl'K 4. OKTOUKH
9
Erlendar
fréttir
REUTER
Morð og annar
óþverraskapur
helgarinnar
Glœpaforíngi myrtur
í Japan
Japanskur glæpa-
flokksforingi var drepinn í
Osaka í gær í bardaga við flokk
andstæðinga, að því er virtist,
að sögn lögreglunnar þar í bæ.
Glæpaforinginn sem var
myrtur hét Yoshihiro Yoshida,
36 ára gamall. Hann var
skotinn til bana, þar sem hann
var að fara inn í bílinn sinn.
Tveir menn, sem taldir eru
félagar í öðrum glæpasam-
tökum, hófu skyndilega
skorhríð á Yoshida. Síðan
lentu þeir i skotbardaga við
menn hans, en komust undan.
Lögreglan i Osaka var að
fara í gang með mikla herferð
á hendur skipulögðum
bófaflokkum, sem berjast hart
sín á milli í borginni. Það sem
af er þessu ári hafa fimm
menn verið drepnir og 16
særðir í götubardögum glæpa-
flokkanna í Osaka.
Níu ára drengur
banar föður sínum
Níu ára gamall drengur í
Jóhannesarborg í Suður-
Afríku varð föður sínum að
bana með búrhníf þegar fjöl-
skylduslagur hófst á heimilinu
í fyrrakvöld.
Lögreglan í borginni hefur
skýrt svo frá, að drengurinn,
sem ekki er nafngreindur. liafi
komið móður sinni til hjálpar
þegar i faðirinn, 36 ára, reyndi
að kyrkja hana.
Drengurinn, sem er í algjöru
tauga- og tilfiningalosti nýtur
nú læknismeðferðar og er talið
ólíklegt að hann muni koma
fyrir rétt.
Fangar finnast dauðir
í klefum sínum
Tveir bræður í lögregluliði
Buenos Aires-borgar í
Argentinu hafa framið sjálfs-
morð í fangaklefum
lögreglunnar í borginni La
Plata, þar sem þeir voru i
haldi, að því er segir í
opinberum tilkynningum lög-
reglunnar þar.
í tilkynningu, sem gefin var
út á laugardagskvöld sagði að
annar, Benito Esteban Badell,
hefði hengt sig í klefa sínum
fyrr um daginn. Hann var í
varðhaldi á meðan verið var að
yfirheyra hann um meint
tengsl við vinstrisinnaða
skæruliðahreyfingu.
Bróðir hans, Julio Anibal
Badell, lézt á miðvikudaginn,
þegar har.:1. stökk út um
glugga á þriðju hæð á lögreglu-
slöðinni í La Plata, að því er
sagði í annarri tilkynningu
Bræðurnir hiifðu verið í
haldi um nokkurra daga skeið,
að þvi að haft er eftir
heimildum innan
lögreglunnar. Yfirheyrslurnar
yfir þeim hafa leitt til þess að
fjiildi annarra liigreglumanna
hefur verið handtekinn.
Ródesía:
Hundrað
þósund
fögnuðu
Muzorewa
Meiri mannfjöldi en nokkru
sinni fyrr hefur sézt saman-
kominn í Ródesíu fagnaði Abel
Muzorewa, biskup og leiðtoga
innfæddra blökkumanna, þegar
hann kom til Salisbury í gær
eftir sextán mánaða sjálfkjörna
útlegð í nágrannaríkjunum.
Verður nú erfitt að hnekkja
fullyrðingum hans um að hann
sé réttskipaður leiðtogi
blökkumanna í landinu.
Talið er að móttökurnar, sem
Muzorewa fékk frá 100 þusund
syngjandi, dansandi og hróp-
andi bræðrum sínum, geti skipt
sköpum í þeirri þróun, sepi nú
er að hefjast i Ródesíu með
samþykki hvítra um að láta af
völdum innan tveggja ára.
Aðstoðarutanríkisráðherrar
Bretlands og Bandarikjanna
koma til Salisbury í dag frá
Pretóríu í Suður-Afríku til
viðræðna við Ian Smith for-
sætisráðherra.
Þar til Muzorewa sneri heim
hafði Joshua Nkomo verið
talinn helztur leiðtogi blökku-
manna í Ródesíu. Nkomo og
Muzorewa eru í forsæti tveggja
andstæðra fylkinga Afríkanska
þjóðarráðsins (ANC) en svo
Hér virða ródesíönsk hjón,
ásamt tveimur hermönnum,
fyrir sér gat á húsi þeirra
hjóna. Hjónin búa á bóndabæ,
um fjörutíu mílur sunnan
landamæra Mósambík og
Ródesíu. Gat þetta myndaðist í
eldflaugaárás, þeirri þriðju
sem bærinn hefur orðið fyrir
síðastliðin tvö ár. — Enginn
slasaðist í árás þessari.
virðist sem Nkomo hafi tekizt
betur að afla sér fylgis og
áhrifa á alþjóðavettvangi.
Margir eru þeirrar skoðunar,
að hann verði fyrsti blakki
forsætisráðherra Ródesíu.
KRAFIZT AFSAGNAR RÁÐHERRA FORDS
Ford Bandaríkjaforseti fékk í
gær fjölda krafna um að land-
búnaðarráðherra hans, Earl Butz,
yrði sagt upp störfum. Ástæðan
til þess er sú, að ráðherrann lét
dónaleg orð falla í garð negra,
vegna mistaka Repúblikana-
flokksins við að ná negrum á sitt
band í forsetakosningunum. Það
var reyndar John Dean, sérstakur
ráðgjafi Nixons í forsetatíð hans,
sem sagði frá orðum Butz.
Fréttaskýrendur vestra telja að
áhrifin af orðum Butz geti orðið
svipuð og viðtalið við Jimmy
Carter sem birtist í Playboy á
dögunum. Sumir segja, að nú hafi
Ford endanlega misst af Carter í
baráttunni um forsetatignina.
Butz hefur ekki verið vísað úr
embætti, en talsmaður Hvíta
hússins hefur sagt, að hann
biðjist mikillega afsökunar á
orðum sínum. Talið er að Ford
missi milljónir atkvæða frá
svörtum, ef hann rekur Butz ekki.
Þess er þó einnig að geta að
ráðherrann er mjög vinsæll í
landbúnaðarríkjum Banda-
ríkjanna.
r r -------
Daga
langa
w
I
gondóla...
Miklar sögur ganga nú af
hljómleikum Paul McCartney
og Wings á Markúsartorginu í
Feneyjum 25. fyrra mánaðar.
Paul fer ekkert aftur og gömlu
töfrarnir leyna sér ekki. Áður
en hljómleikarnir hófust fór
Paul með Lindu kerlu sina og
aðra félaga í Wings í skemmti-
siglingu með gondóla. Fjöldi
manns fylgdist með frá síkis-
bökkunum — og i bátnum
aftarlega til hægri eru rót-
ararnir, sem ekki fá að sigla
með stjörnunum.
TÍKIN PALMA KEMUR VH>
HJÖRTU SOVEZKRA LESENDA
Tíkin Palrna hefur með
tryggð sinni snert hjörtu
milljóna sovézkra hunda-
elskenda. Um tveggja ára skeið
hefur hún beðið þess á
flugvelli í Moskvu að
húsböndi hennar snúi aftur.
Oft eltir hún flugvélar langt út
eftir flugbrautunum.
Kosomolskaja Pravda, mál-
gagn æskulýðssamtaka
kommúnistaflokksins, skýrði
frá þvi i gær að blaðinu hefðu
bori/.t mikið af bréfum með
boðmn um peninga og hjálp
siðan sagan um Palma var fyrsl
sögð í blaðinu f.vrir hálfum
mánuði.
En ntaðurinn, sem skildi
tíkina sína eftir á Vnukovo-
flugvelli í Moskvu og steig um
borð í Il,vushin-18 flugvél.
hefur enn ekki gefið sig fram,
sagði blaðid.
Tíkin. sem flugvallarstarfs-
menn hafa gefið nafnið Palma,
hljóp til skamms tíma á eftir
hverri einustu Iljushin-18 út
flugbrautirnar. Síðan bjó hún
mn sig undir vinnuskúr verka-
mannanna nærri flugstöðvar-
byggingunni. Ilún kemur fram
Ur skýli sínu til aó renna
augunum yfir þá sem koma og
fara.
Kosmolskaja Pravda sagði
frá þvi í gær aö tveir aðilar
hefðu komið til Moskvu og taliö
sig eiga hundinn. en það revnd-
ist i hvorugt skiptið rétt.
Niu ára göniul skólastúlka
sendi fimni rúblur, eða um 1200
krónur, sem fratnlag til matar-
kaupa handa Palma. Annar
lesandi bauð l'ram 50 rúblur og
vildi það láta verða stofnfram-
lag lil bvggingar minnismerkis
utn tikina trygglyndu.
Flugvallarstarfsmenmrnir,
sem gefa tíkinni að éta. hafa
byggt fínt hundahús og
girðingu, en hún kærir sig ekki
um pjatt og prjál og vill ekki
koma þar nálægt, að sögn
blaðsins.
Ef til vill lýkur sögunni um
Palma ekki hamingjusamlega.
sagði blaðið að lokum. og lýsti
Intndinuin. sem tákni fyrir
trygglvndi og viðvörun lil fólks
eins og eiganda hans. sem
„yfirgefur elskandi og Ifðandi
skepnur. sem enn trúa á þá '