Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 30
DACBLAÐIÐ. MANUDACIJK 4. OKTÓBKR 1976. 30 1 AUSTURBÆJARBÍÓ D Eiginkona óskast Sýnd kl. 7 on 9. Handogangur í öskjunni („What's Up. Doc?“) Einhver skemmtilegasta og vin- sælasta gamanmynd sem hér hefur verið sýnd. Barbra Strei- sand, Ryan O’Neal. M.vnd fyrir alla fjölskylduna. Endursýnd kl. 5. STJÖRNUBÍÓ D Emmanueile 2 Sýnd kl. 6. 8 og 10. Islenzkur texti. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskírteini. Hækkað verð. I BÆJARBÍÓ Sumarið ’42 Bráðskemmtileg og vel leikin mynd um unglinga á viðkvæmu þroskastigi. tslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. GAMIA BÍÓ D Þau gerðu garðinn frœgan Bráðskemmtileg víðfræg banda- rísk kvikmynd sem rifjar upp blómaskeið MGM dans- og söngva- mynd meö stjörnum félagsins 1929—58. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. Hækkað verð. 1 TÓNABÍÓ D Hamagangur ó rúmstokknum OLE SÐLTOFT • VIVI RAU-SBREN STROMBERG Djörf og skemmtileg ný rúm- stokksmynd sem margir telja skemmtilegustu myndina í þess- um flokki. Aðalhlutverk: Ole Soltoft, Vivi Rau, Soren Stromberg. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. tslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 NÝJA BÍÓ D Þokkaleg þrenning Dirty Mary. Craz.v Larr.v! Ofsaspennandi ný kappaksturs- mynd um þrjú ungmenni á flótta undan lögreglunni, með Peter Fonda og Susan George. Bönnuð innan 12 ára og vngri. Sýnd kl. 5 7 og 9. 1 HÁSKÓLABÍÓ D Einu sinni er ekki nóg (Once is not enough) Snilldarlega leikin amerísk lit- mynd í Panavision er fjallar um hin eilífu vandamál, ástir og auð og alls kyns erfiðleika. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Jacqueline Susan. Dl Aðalhlutverk: Kirk Alexis Smith, Brenda Deborah Raffin. fslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Douglas, Vaccaro, HAFNARBIO D Soldier Blue Spennandi bandarísk Panavision litmynd með Candice Bergen og Peter Strauss. íslenzkur texti. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýndkl.3, 5.30, 9 og 11.15. LAUGARÁSBÍO D Áhrifamikil ný brezk kvikmynd með Óskarsverðlaunaleikkonunni Glenda Jackson í aðalhlutverki ásamt Michael Caine og Heimut Berger. Leikstjóri: Joseph Losey. Sýnd kl. 9. tslenzkur texti. „Amen“ var hann kallaður det % ellevilde' vesten Nyr höskuspennandi og gaman- samur ítalskur vestri með ensku tali. Aðalhlutverk: Luc Merenda, Alf Thunder og Sydne Rome. Sýnd kl. 5, 7 og 11.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. ísl. texti. Ímýndunarveikin Þriðjudag kl. 20. Fimmtudag kl. 20. Sólarferð Miðvikudag kl. 20. Föstudag kl. 20. Miðasala 13.15 — 20. Sími 1-1200. w I TILBVNAR Á 3 MÍN,! ^FASSAMYNBim ■OFIB I MABFGIMIJ Ljósmyndastofa AMATÓR LAUGAVEGI 55 -S? 2 27 18 ’jj ‘n •!/ •XSlL't/'J 'V-y ‘éJ -iJ'tJ- Hvemig vegnaði Brecht í Sviþjóð? Sjónvarp i kvöld kl. 21.35: Þýzki rithöfundurinn Bertolt Brecht kom til Svíþjóðar árið 1939 en þar samdi hann m.a. leikritin Mutter Courage og Góða sálin í Sesúan. Hann bjó í Svíþjóð í eitt ár áður en hann fluttist til Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi til stríðsloka. í sjónvarpinu kl. 21.35 í kvöld verður flutt sænskt sjón- varpsleikrit eftir Cal-Henning Wijmark, sem segir frá Sví- þjóðardvöl bans. Leikritið heitir Á flótta undan löndum mínum. Leikstjóri er Hans llahlin og aðalhlutverkið er í höndum Palle Granditsk.v. Þýðandi er Jóhanna Jöhanns- dóttir og sýningartími er ein klukkustund og fimmtán mínútur. Fjölmörg leikrit Brecbts liafa verið sýnd á leiksviði hér og er þess skemmzt að minnast er Góða sálin í Sesúan var sýnd í Þjóðleikhúsinu sl. vetur. —A.Bj. Bertholt Brecht fæddist í Augsburg 1898. Hann lagði stund á læknisfræði og starfaði viö hersjúkrahús í fyrri heims- styrjöldinni. Komst hann þá i beina snertingu viö viðbjóð og hörmungar striösins og það óstand sem var á þýzkum þjóö- málum á millistriðsárunum. Þetta haföi varanleg áhrif á hugsunarhátt hans og viöhorf. Eftir heimst.vrjöldina hætti hann námi og helgaöi sig rit- störfum upp frá því. Frúin er snúin aftur eftir Þýzkalandsferð og samband hjónanna er hálfstirt. Bæöi reyna aö hressa upp á andlegheitin meö því aö lesa Spike Miiliganbók. út á hála braut, enda sýnir það sig að hrifning Elísabetar á Tómasi fer fremur vaxandi en hitt. Þegar Tómasi er ekki lengur vært í Englandi vegna tengsla sinna við glæpaflokk strýkur Elísabet með honum. Michael situr eftir með sárt ennið. Hann vill ólmur fá konu sína aftur. Fróbœr leikur Leikarar þeir sem mest koma við sögu sýna allir þrír stórkost- legan leik. Einn ber þó af öðrum og það er Michael Caine sem hinn kokkálaði eigin- maður. Fyrir áhorfandanum verður hann herra Fielding, leikur hans er slíkur. Geðbrigði hans eru eins eðlileg og hugsazt getur og hann hefur ósjálfrátt samúð flestra með sér í baráttunni við að halda í hina nýjungagjörnu konu sína. Glenda Jackson veldur sjaldnast vonbrigðum. Útlit hennar hjálpar mikið við að, gera hana sannfærandi í þessu hlutverki. Hún ber með sér ein- hvers konar uppreisnarhug og hann hefur komið fram í flest- um þeim myndum, sem hún hefur leikið í einkum „Woman in love“. Helmut Berger kemst vel frá hlutverki sæta stráksins sem gerir sér útlit sitt að féþúfu. Hann býr yfir pókerandliti og svipbrigði sýnir hann aldrei í myndinni, enda sennilega ekki ætlázt til þess. SAMANTEKT: Mjög góð mynd sem er til þess fallin að áhorf- andinn velti eilítið vöngum yfir boðskapnum. Leikstjórn og myndataka er góð. Noktun spegla í myndinni er áhrifarík og íhugunarefni er hvort hér sé ekki verið að vekja athygli á þeirri miklu yfirborðsmennsku sem er ríkjandi meðal milli- stéttarfólks í Englandi. —BA Þríhyrningur ástarinnar Laugarasbíó: The Romantic Englishwoman. Leikstjori: Joseph Losey. Leikendur • Glenda Jackson Michael Caine Helmut Berger. Lífsleiði ungu konunnar sem hefur allt en vantar samt eitthvað er rauði þráðurinn í gegnum kvikmyndina „The Romantic Englishwoman. í myndinni er leitazt við að sýna hvernig gnótt peninga, gott heimili, eiginmaður og sonur er ekki ávísun á lífsham- ingju. Elísabet Fielding (Glenda Jackson) er ung kona með afar borgaralegan hugsun arhátt. Hún á mjög góðan eigin- mann og lítinn dreng, hún þráir samt frelsið. Elísabet vill kynnast nýju fólki og segja skilið við gömlu kunningjana til þess að höndla meira frelsi. Hún leiðist út í samband við ungan mann sem hefur það að lifibrauði að sinna ríkum kon- um. Þessi maður táknar frelsið fyrir hana, en eiginmaðurinn er aftur það sem hindrar hana í að njóta lifsins. Lewis Fielding (Michael Caine) er eiginmaður af gamla skólanum. Hann er vinsæll og auðugur pappírskiljahöfundur. Hann telur sig færan um að veita eiginkonunni allt sem hún þráir. Hann þolir illa tal um utivinnandi konur og alls ekki að rætt sé um framhjá- hald. Vinkona Elísabetar er blaða- maður og hefur helzt til frjáls- legar hugmyndir um lífið og tilveruna að mati Lewis. Eitt atriði myndarinnar sýnir mjög skemmtilegt samtal milli Isabel. blaðamannsins og rit- höfundarins. Kemur andúð Lewis á jafnréttismálum mjög greinilega í ljós í stuttu og meinfyndnu samtali þeirra. Helmut Berger leikur Tómas, þann er lifir á auðugum konum. Hann á sennilega að vera fulltrúí ábyrgðarlausrar æsku, sem krefst alls en vill ekki taka á sig nokkrar skyldur. Hug- myndafræði hans kemur Elísa- betu úr jafnvægi. Hún á bágt með að kyngja því þegar hann kveðst ekki .hafa skyldur við eitt eða neitt. Og hann lýsir því blátt áfram yfir að hann hugsi aldrei um neitt nema sjálfan sig. Elísabet fellur í freistni Rithöfundurinn óttast að Elísabet hafi haldið fram hjá honum í ferð sem hún fór til Þýzkalands, en hjónin búa i Englandi. Til þess að ganga úr skugga um samband konu sinn- ar og Tómasar býður hann hon um til dvalar. Þarna fer hann

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.