Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 31
DA(iHl,AÐIÐ. MANUDACUK 4. OKTOBKK 1070.
31
Sjónvarp
i
Útvarp
Útvarp kl. 21.30: Útvarpssagan
hetjan: Roskinn og ráðsettur,
en veikur fyrir konum
Breyzkar ástir nefnist út-
varpssagan sem Erlingur Gisla-
son leikari byrjaði aó lesa sl.
föstudag. í kvöld kl. 21.30 er
annar lestur.
Breyzkar ástir er eftir Öskar
Aðalstein Guðjónsson. Hún
kom út hjá Almenna bóka-
félaginu árið 1965.
Þetta er haganlega gerð og
hressileg saga. Söguhetjan
Jónatan bóndi í Ytridal er fjör-
maður hinn mesti. Hann ann
jarðargróðri og tímgun manna
og dýra og verst gegn straumi
tímans, sem ber börn hans
burtu úr dalnum í sívaxandi
fjörið í næsta firói. Sagan gerist
á Vestfjörðum, þar sem Öskar
Aðalsteinn hefur verið vita-
vörður um árabil.
I sögunni segir einnig frá því
að Jónatan er enginn búri og
ekki ónæmur fyrir iðandi lífi
breytinga og byltinga. Hann er
veikur fyrir kvenlegu fjöri og
fegurð og þótt hann unni bæði
konu og börnum liggur við að
hann lendi í ástarævintýri
þegar hann er orðinn roskinn
og ráðsettur maður I Bænda-
kastalanum. Þá er hann flosn-
aður upp af jörðinni og tekur
þátt í stofnun átthagafélags
Ytridælinga, sem fæstir hafa
nokkru sinni í Ytridal komið.
í sögunni er urmull af lífi
gæddum körlum og konum og
ætla má að jafnt ungir .sem
gamlir hafi gaman af lestri
þessarar sögu sem er á dag-
skránni annan hvern virkan
dag vikunnar.
—A.Bj.
Sjónvarp í kvöld kl. 21.10: Nýjasta tœkni og vísindi:
Mosi til mengunarvarna
- kannske eHthvnð fynr okkur? (££!'
Einn af elztu þáttunum í hinu
tíu ára gamla sjónvarpi
íslendinga er Nýjasta tækni og
vísindi. Örnólfur Thorlacius og
Sigurður H. Richter hafa séð
um sinn þáttinn hvor hálfs-
mánaðarlega sl. tvö ár.
Nýjasta tækni og vísindi
verður á dagskránni kl. 21.10 í
kvöld. Honum mun þó ekki
ætlaður sá tími í vetrardag-
skránni, heldur verður hann á
miðvikudögum eins og undan-
farin ár. Umsjónarmaður í
kvöld er Sigurður H. Richter.
Hann sagði að í þættinum
yrðu sýndar átta brezkar
myndir, sem eru fjölbreyttar að
efni eins og jafnan. Umferðar-
öryggi nefnist ein og segir þar
frá nýjungum í ljósabúnaði bíla
sem eru á þann veg að þegar
bílar koma inn í stórborg-
ir og aka um upplýstar göt-
ur c^empast ljósin sjálfkrafa,
en lýsa svo aftur af fullum
krafti þegar dimmir á ný.
Þá segir frá tilraunum,sem
gerðar hafa verið í Bretlandi
með að fá ökumenn til að draga
úr hraðanum þegar þeir nálgast
gatnamót. Á göturnar hafa
verið máluð strik með ákveðnu
millibili, og er bilið milli
strikanna minnkað eftir því
Nú á að taka bílstjórana á sál-
fræðinni, en með því að hafa
bilið milli strikanna á götunni
minna rétt áður en kemur að
gatnamótum, draga bílstjórar
ósjálfrátt úr hraðanum.
sem nær aregur gatna-
mótunum. Þetta þýðir að
ökumanninum finnst hann aka
hraðar en hann raunverulega
gerir og ósjálfrátt dregur hann
úr ökuhraðanum.
Hjartagangráður nefnist ein
myndanna. Þar er sagt frá
nýrri tegund af hjartagang-
ráðum. Þeir gangráðar sem
verið hafa í notkun, hafa séð
um að halda veikum hjartslætti
jöfnum, en við aukna áreynslu
þarf aukinn hjartslátt. Nýju
gangráðanir auka hjartsláttinn
ef maðurinn þarf að reyna á
sig.
Þá er sagt frá nýrri aðferð
við sólun hjólbarða, en hún er
framkvæmd þannig að sólinn
er hafður svolítið stærri en
sjálfur hjólbarðinn og þegar
hann er límdur á er honum
þrýst saman þannig aó slit-
flötur dekksins er ur sam-
þjöppuðu gúmmíi og eykur það
á slitstyrkleika dekksins.
Mengunarvarnir nefnist
önnur. Þar segir frá nýrri og
einfaldri tegund mengunar-
varna gegn loft og rykmengun.
Hingað til hafa slíkar varnir
verið mjög dýrar því staðsetja
hefur þurft flókin mælitæki i
mismunandi fjarlægð frá verk-
smiðjunum. Nýja aðferðin er í
því fólgin að notaður er mosi.
Mosinn hefur mikið yfirborð
og safnar hann i sig ryki úr
loftinu og síðan er farið með
mosann i rannsóknarstofu og
hann rannsakaður.
Sagt er frá sólknúnu
eimingartæki, sem er hand-
hægt og lítið. Því má koma fyr
ir í björgunarbátum, en skip-
brotsmenn sem reikað hafa um
á úthöfunum í björgunarbátum
hafa dáið úr þorsta þótt nóg
sé af vatni í kringum þá. Með
þessum nýju tækjum geta
menn eimað sjóinn og gert úr
honum nothæft drykkjarvatn.
Tækið er knúið sólarorku, og
því meiri sól, því meira eimar
tækið.
Kynntur er nýr útbúnaður
sem gerir kleift að róa og snúa
andlitinu i þá átt sem maður
fer, en vanalegt er að ræðarar
snúi andlitinu í öfuga átt við
hreyfistefnu.
Og loks er örstutt mynd frá
leikvelli sem er sérlega
hannaður fyrir taugaveikluð og
bækluð börn. Þannig er gengið
frá öllum hlutum að ekki er
hægt að meiða sig á þeim.
„Það er nokkuð gaman að
þessu,“ sagði Sigurður. „Maður
neyðist til þess að setja sig inn í
furðulegustu hluti og er þetta
ágætis tilbreyting frá aðalstarf-
inu. En oft verður maður að
fjalla um hluti sem nokkur
hundruð eða þúsund manna
vita betur, en maður getur ekki
verið sérfræðingur á öllum
sviðum," sagði Sigurður
Richter. -A.Bj.
Útvarp kl. 19.40:
Ekkert ber ó andleysi hjá húsmóðurinm
sem rœðir um daginn og veginn í kvöld
í samtalinu vió Sigríði
Ingimarsdóttur. scm ra'ðir um
daginn og vcginn í útvarpinu í
kvöld, kom í ljós að hún átti 53
ára afmadi og fa-rði Bjarn-
lcifur Ijósmvndari hcnni blóm-
vönd frá DB í tilcfni dagsins.
„Eg er sjálf heimavinnandi
húsmóðir og hef verið það i 30
ár og átt og alið upp sex börn,“
sagði Sigríður Ingimarsdóttir,
sem talar um daginn og veginn
í útvarpinu í kvöld kl. 19:40.
„Ég ætla að ræða um stöðu
húsmæðranna út frá mínum
eigin sjónarmiðum og þá eink-
um og sér í lagi i sambandi við
sérsköttun hjóna. Þá ætla ég að
koma inn á þau blaðaskrif scm
undanfarið hafa verið út af
gagnrýni á forráðamenn
þjóðaririnar og loks ætla cg að
spjalla svolítið utn sjónvarpið,"
sagði Sigríður.
— Hvað finnst þér annars
sjálfri um sjónvárpið?
„Mcr þ.vkir þ'að ciginlcga
cinsgoll og cl'ni standa til og ég
vcit að það sciti aðallcga háir
þvi cr fjárskortur. Eg ætla að
koma fratn mcð þá gamaikunnu
hugmynd að sctja ncl'skatt á
allan landslýð frá 16 til 67 ára.
Eg ætla að bera saman hvað
kostar að fara í bíó, leikhús og
flaska af áfengi. En ég tek
einnig fram að mér finnst að
ellilífeyrisþegar eigi skilyrðis-
laust að vera undanþegnir
útvarps- og sjónvarpsgjaldi."
— Nú segist þú hafa verió
heimavinnandi húsmóðir í 30
ár. Hefurðu orðið vör við
þennan illræmda leiða, sem
rauðsokkar segja húsmæður
haldnar, eða ertu afskaplega
andlaus?
Sigríður hló og virtist gjör-
sainlega vera laus við andleysi.
„Nei, í það minnsta ekki á
scinni árum. Eg ségi ekki að
það hafi ekki stundum sótt að
mér dálítill lciði á meðan
börnin voru ntinni og ntér
fannst þá að ég væri kannskc of
bundin við hcimilið.
En mér finnst að hcimilis-
störf séu fjiilbrcytt þótt þau scu
auðvitað mistnunandi skcinmti-
leg. Þegar húsmæður eru
komnar á miðjan aldur og
standa frammi fyrir því að
börnin eru farin að heiman
myndast oft tómarúm. Það
þyrfti að kom á fót leið-
beiningarstöð til þess að beina
þessum konum út í atvinnulífið
á nýjan leik. Það nenna ekki
allar konur að sitja og prjóna
frá fimmtugu til sjötugs. Marg-
ar þurfa á endurmenntun að
halda, og er hún nú þegar sums
staðar fyrir hendi.
Einnig finnst mér að það
beri að meta starfsrevnslu
húsmóðurinnar betur en gert
hefur verið. Húsmóðir, sem alið
hefur upp fjölda barna, séð um
heimilið. eldað mat, verið
„selskabs-dama" fyrir eigin-
ntanninn, staðið fyrir veizlu-
höldum og séð um innkaup
f.vrir stórt heimili, á heimtingu
á að tillit sc tckið til hennar."
sagði Sigríður Ingimarsdóttir.
Erlingur Gíslason lcikari les
söguna Breyzkar ástir.
Höfundur útvarpssögunnar
Óskar Aðalsteinn.
Mónudagur 4. október
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphom.
17.10 Tónleikar.
17.30 Sagan: ,,Sautjánda sumar Patricks"
eftir K. M. Peyton. Silja Aðalsteins-
dóttir les þýðingu sína (9).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. F^óttaauki. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson
flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn. Sigríður
Ingimarsdóttir húsfreyja talar.
20.00 Mánudagslögin.
20.30 Dulskynjanir. Ævar R. Kvaran
flytur sjöunda og síðasta erindi sitt:
Vísindaleg rannsókn.
21.10 Svíta nr. 2 í c-moll eftir Bach. Julian
Bream leikur á gítar.
21.30 Útvarpssagan: „Broyskar ástir" eftir
Óskar Aðalstein.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur.
22.35 Kvöldtónleikar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
Mónudagur
4. október
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.10 Nýjasta tækni og vísindi. Umferðar-
öryggi, Hjartagangráður, Sólun hjól-
barða, Mengunarvamir. Umsjónar-
maður Sigurður H. Richter.
21.35 Á flótta undan löndum mínum.
Sænskt sjónvarpsleikrit eftir Carl-
Henning Wijkmark. Leikstjóri Hans
Dahlin. Aðalhlutverk Palle Grand-
itsky. Árið 1939 kom þýski rit-
höfundurinn Bertolt Brecht til Sví-
þjóðar og bjó þar í eitt ár. áður en
hann fluttist til Bandarikjanna. þar
sem hann dvaldist. uns striðinu lauk.
Þetta leikrit lýsir dvöl hans í Svíþjóð.
en þar samdi hann m.a. Mutter
Courage og Góða sálin í Sesúan.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Nordvision-Sænska sjónvarpið)
22.50 Dagskráriok.
ÞJÓFAAÐVÖRUNARKERFI
BRUNAAÐVÖRUNARKERFI
SÉRHÆFT
FYRIRTÆKI
IW/f
VARI 37393