Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 4
MANUDAÍJUK 4. OKTÓBKK 1976. r Lestarrýmið jókst um 200 tonn við 4 metra lengingu skipsins Lengingin og yfirbygging þilfarsins á Erni KE 13 kostuðu 70 milljónir Örninn KE 13 kemur i höfn, eftir ienginguna i Grimstad í Noregi. Aður nar hanu oúu , 500. Gott má víst alltaf gera betra, ekki sízt í fiskiskipaflotanum eða svo mátti glöggt skilja á Erni Erlingssyni skipstjóra og eiganda mb. Arnar KE, er við hittum hann að máli um borð í skipi hans, þar sem það lá við bryggju í Njarðvík um helgina. Skipverjarnir voru í óða önn að búa skipið undir síldveiðar. „Annaðhvort förum við á haust- síldveiðarnar hér við land,“ sagði örn, „ellegar í Norðursjó- inn, það fer eftir aflabrögðum, en ég er dálítið spenntur að vita hvernig Örninn fer í sjó eftir breytinguna." Það var meira en við vissum, en þar með var forvitnin vakin og Örn upplýsti okkur um, að þeir væru nýkomnir frá Grimstad í Noregi, þar sem Örninn (báturinn) var lengdur um fjóra metra og jafnframt byggt yfir þilfarið, breytingar og endurbætur upp á 70 milljónir króna. „Ef maður á ekki að verða Traktorsgröfur til sölu Nú er rétti tíminn til að hugieiða gröfukaup fyrir næsta sumar. Höfum m.a. eftirtaldar gröfur til sölu: 1. Massey Ferguson 50 árgerðir 1971, 1973 og 1974, og MF 70 árgerð 1974. Einnig MF 3165 árgerðir 1966 og 1967. 3. Ford 4550 árgerðir 1973 og 1974. Fjórar gröfur. 4. JCB 3D árgerð 1974. Tvær gröfur. - 5. John Deere árgerðir 1972 og 1973. 6. International 3434 árgerð 1971. Ekin 2000 tíma. Má greiða með 3—5 ára fasteignatryggðu skuidabréfi. 7. Bray M-II Payloader árgerð 1969. 8. Beltagröfur, Hy-Mac 580 BT árgerð 1968 og JCB 7 árgerð 1967. Útvegum úrvals notaðar vinnuvélar og bifreiðar frá Þýzkalandi og víðar, einnig varahluti. Tökum allar gerðir vinnuvéla og bifreiða í umboðssöiu. Markaðstorgið, Einholti 8, simi 28590. Atvinna — Iðnaður Viljum ráða nú þegar laghentan mann til starfa í málningardeild verksmiðj- unnar. Uppl. hjá verkstjóra. H/F Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirði sími 50022. undir í samkeppninni um vinnuaflið og eins að láta út- gerðina bera sig, verður að fylgja kröfum tímans, annars fer maður niður á vi'ð, — kannski allt niður í grásleppu- veiðarnar, — en það vildi ég ógjarnan, — þær hef ég hugsað mér að geta dundað við í ell- inni,“ sagði Örn og hló við. Þá sem álíta endurbætur á skipum líkt og gerðar voru á Erninum, óþarfar, má upplýsa um að lestarrýmið eykst úr 300 tonnum í 500, án þess að olíu- eyðslan aukist nokkuð að ráði, og ekki þarf nýja aflvél, né heldur meiri mannskap um borð, svo útgerðin ætti að vera mun hagkvæmari eftir breyt- inguna. „Jú, ég lét byggja yfir þil- farið,“ sagði Örn, „en það kemur þá líka annað þilfar, bara ofar,“ bætti hann stríðnis- lega við, en hásetarnir sem voru uppi glottu við tönn. „En svo að öllu gamni sé sleppt, þá var brýn nauðsyn að loka þil- farinu, til að skipverjarnir þurfi ekki að standa undir ber- um himni hvernig sem viðrar. Á flestum veiðum er hægt að vinna allt „innanhúss", en nóta- vinnan fer að mestu leyti fram ofan þilja, — lengra erum við ekki komnir ennþá," sagði örn. Enn eitt nýtt tæki til að létta störfin um borð var gálgi sem var svo til miðskips. Honum má matsalinn. „Og nú færðu hress- ingu hjá bezta kokknum í flot- anum, Olafi Hannessyni," kallaði einn hásetiun. Eftir að hafa skolað niður þremur káffi- bollum, ásamt nokkrum teg- undum af meðlæti, dreg ég ekki þá fullyrðingu í minnsta efa, en mér varð hins vegar nokkuð starsýnt á urt eina sem stóð á miðju borði i blómsturpotti, — grænleit með rauðum og gulum kúlum á blöðum eða greinum, hvort heldur það nú var. „Þetta er tómatatré, sem við fengum á Shetlandseyjum," gall við í ein- um skipverjanum, „við ætlum að tryggja það í framtíðinni að ávallt sé nóg af nýju grænmeti um borð og þetta er bara sú fyrsta af mörgum. Láttu þér ekki bregða þótt þú heyrir auglýst eftir garðyrkjumanni á Örninn einhvern tíma á næst- unni.“ Sitthvað fleira var skrafað i kaffitímanum, hvað tómstundir varðaði þegar um langar ferðir væri að ræða eins og í Norður- sjóinn. Sjónvarpstæki er um borð, og nást fjöldamargar stöðvar þegar komið er á suð- lægari slóðir, en Reykjavík Ekki var laust við að þeir yngri í hópnum færu að kíma, þegar rætt var um kvikmynd- irnar, — „en þær eru áreiðan- lega ekkert verri eða djarfari en þær sem sýndar eru í kvik- myndahúsunum í landi. Þegar Ólafur Hannesson matsveinn, bezti kokkur í flotanum, að áliti Arnarmanna. Bergljót Stefánsdóttir, eiginkona Arnar, vildi heidur að myndin birtist i DB heldur en tannkremsaugiýsingu. næst ekki nema rétt við suður- ströndina á mjórri ræmu. Bóka- kassa er hægt að fá um borð F.vrsti vísirinn að fersku grænmeti um borð í Erninum, — tomat- tréð frá Shetlandseyjum. t baksýn má greina örn Arnarson með tertubita frá Óla kokki. beita í allar áttir og totdu skip- verjarnir hann hina mestu gersemi. Eftir að hafa smellt mynd af áhöfninni bauð Örn upp á kaffi og urðum við samferða niður í og skipshöfnin hefur notað sér það. Kvikmyndasýningavél er einnig til staðar og þegar iegið er í höfn, koma menn um borð og bjóða filmur, ýmist til sölu eða til skipta. maður hefur séð eina, — þá hefur maður í rauninni séð þær allar,“ sagði sá hógværasti í hópnum. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, segir máltækið og um borð mátti sjá dæmi þess. Börn skipvérja og vinir þeirra voru að leik hér og þar í Erninum, bæði við stjórn- völ og á þilfari, að líkja eftir þeim fullorðnu. Gamlir skip- verjar sem voru komnir í land, kannski að fullu og öllu, gátu ekki stillt sig um að heilsa upp á „kallinn," sem er þó maður á bezta aldri — og skeggræddu um breytingarnar. „Já, einn sé ég kostinn," sagði Hermann Helgason, sem var í sjö ár með Erni, „við lokaða þilfarið, þá losna hásetarnir við gargið í „kallinum" á netunum." „Ekki aldeilis," sagði Örn um leið og hann þrýsti á hnapp í stýrishúsloftinu. t sama mund mátti greina hin ýmsu hljóð skipverja, þar sem þeir voru að störfum á lokaða þilfarinu, jafnvel andardráttinn. Örn kallaði siðan i hljóðnemann, en þeir báðu hann blessaðan um að nalda... sig á mottunm. „Það er þó strax betra að við sjáum ekki framan i hann héðan." hrópuðu hásetarnir í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.