Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 18
18 IMCULAÐH). MANUDACUR 4. OKTOBER 1976. íþróttir Iþróttir Best rekinn af velli—f yrsta tap Fulham í átta leikjum George Best var rekinn af leikvelli, sex mörk voru skoruð á St. Andrews í Birmingham, á MaineRoad íManchester, á The Hawthorns í West Bromwich, fimm mörk voru skoruð á High- bury í Lundúnum, á Garrow Road í Norwich — já, það voru mörg mörk skoruð á Englandi um helgina. í 1. deild voru skoruð 37 mörk í 11 leikjum — það finnst Englendingum mikið. Og nú trónir Manchester United efst á tindi 1. deildar eftir góðan sigur á Elland Road í Leeds. — Ungu strákarnir hans Docerty sigruðu Leeds 2—0 — og nú eru Manchester United, Manchester City, Liverpooi og Middiesbrough efst og jöfn með 11 stig — United hefur bezta marka- töluna. En þrátt fyrir að United tróni nú efst á toppi 1. deildar þá var það engu að síður George Best sem eignaði sér allar fyrirsagn- ir í brezku pressunni. Og það út af atviki, sem Best sjálfur vill sjálfsagt gleyma sem fyrst. Hann var rekinn af leikvelli þegar Southampton og Fulham mættust á The Dell 1 Southamp- ton. Bikarmeistararnir South- ampton unnu sinn fyrsta sigur á leiktimabilinu og Fulham tapaði 1—4 — já, Fulham tapaði sínum fyrsta leik í átta leikjum. Leikmenn Southampton fengu sannkallaða óskabyrjun þegar Ted MacDougall skoraði eftir aðeins 2 mínútur. Þannig var staðan í leikhléi og Southampton lék skínandi vel — já, greinilegt að rafmagnað andrúmsloftið á The Dell lyfti leikmönnum liðsins upp. Völlurinn var troðinn — allir vildu sjá Best og Marsh 1 leik, sem fyrr. Á 22. mínútu síðari hálfleiks tók McCalliog aukaspyrnu — lyfti knettinum beint á kollinn á Mel Blyth, sem skallaði knött- inn 1 netið 2—0. Leikmenn Fulham urðu æfir — vildu meina að ekki hefði verið rétt að aukaspyrnunni staðið. Þeir þyrptust 1 kring um dómarann allir sem einn — og út úr þvög- unni gekk George Best — honum hafði verið vísað að leik- velli fyrir Ijótan munnsöfnuð. Leikmenn Fulham léku því 10 það sem eftir var leiksins En skömmu síðar gerðist annað umdeilt atvik. Svo virtist sem brotið væri á varnarmönn- um Southampton á vítateigs- horninu. Rodney Marsh sendi knöttinn á John Mitchell, sem skoraði. „Hann hefur gefið mark. Þetta er tóm vitleysa. Það var greinilega brotið á varnarmönnum Southampton." hrópaði þulur BBC, sem lýsti leiknum. Já, dómarinn var mjög slakur — það voru þulir BBC sammála um. Hvað eftir annað dæmdi dómarinn furðu- legustu dóma. Þulir BBC sögðu, að svo virtist sem dómarinn tæki alltaf rangar ákvarðanir. En leikmenn Southampton misstu ekki stjórn á skapi sínu. Þeir héldu áfram að leika knattspyrnu. Á 27. mínútu átti McCalliog aftur góða sendingu á kollinn á Mel Blyth og þessi hávaxni varnarmaður skoraði aftur. Staðan 3—1 — já þrjú mörk höfðu verið skoruð á aðeins 5 mínútum og George Best rekinn af velli. Ted MacDougali — þessi snjalli markaskorari — skoraði síðan fjórða mark á 35. minútu — skömmu áður hafði Marsh einnig yfirgefið leikvöllinn, meiddur. Já, lið Fulham var í rústum. F.vrsti ósigur liðsins í átta leikjum var staðreynd — fyrsti sigur Southampton á keppnistímabilinu i 2. deildinni staðreynd. Southampton — Manchester City og west Ham mættust á Maine Road í Manchester. City sigraði 1-0- 'Þessi mynd er tekin á Upton Park í Lundúnum, er liðin mættust á síðasta keppnistímabili. Mike Doyle — fyrirliði City skallar að marki — en Pat Holland náði ekki að komast fyrir. Billy Jennings og Rodney Marsh, sem á laugardag lék í Southampton fyrir Fulham fylgjast með. bikarmeistararnir frá síðast- liðnu vori komust þannig af botni 2. deildar. En áður en við höldum iengra skulum við llta á úrslit á Englandi á laugardag. 1. deild: Arsenal — QPR 3-2 Birmingham — Derby 5-1 Bristol City — Ipswich 0-2 Coventry — Leicester 1-1 Liverpool — Middlesbrough 0-0 Leeds — Manchester United 0-2 Manch. City — West Ham 4-2 Norwich — Newcastle 3-2 Sunderland — Everton 0-1 Stoke — Aston Villa 1-0 WBA — Tottenham 4-2 2. deild Bolton — Blackpool 0-3 Carlisle — Charlton 4-2 Chelsea — Cardiff 2-1 Hull — Nottm. Forest 1-0 Hereford — Wolves 1-6 Millvall — Bristol Rovers 2-0 Notts County — Oldham 1-0 Orient — Blackburn 0-1 Sheff. Utd. — Burnley 1-0 Plymouth — Luton 1-0 Southampton — Fulham 4-1 Middlesbrough hefur verið mjög gagnrýnt á Englandi fyrir neikvæða knattspyrnu — leik- menn leggjast í vörn og ekkert er hugsað um sóknina. Enda er svo, að liðið hefur aðeins skorað 5 mörk I deildinni — ekkert á útivelli. Já, furðulegt. Middlesbrough fór til Liver- pool og lék á Anfield við Liver- pool — sem fyrir leikinn var í efsta sæti 1. deildar. Og Middlesbrough pakkaði vörn- ina — 10 leikmenn í vörn — lengst af í eigin vítateig. Síðan var einn dólandi fyrir utan tetginn — þó ekki langt undan ef hans skyldi þarfnast, eins og fréttamaður BBC orðaði það. Liverpool tókst ekki að brjóta niður þetta varnarvirki og Middlesbrough hélt heim með dýrmætt stig — og liðið hefur nú jafnmörg stig og Liverpool og Manchesterliðin tvö. Manchester United fór til Elland Road í Leeds — og hinir ungu leikmenn fengu sann- kallaða óskabyrjun. Eftir aðeins 10 mínútur var staðan 2—0 Manchesterliðinu í vil. Gordon Hill lék upp kantinn og gaf fyrir — Gordon McQueen skallað frá en beint fyrir fæt- urna á Gerry Daly, sem skoraði með góðu skoti. Þetta var á 7. mínútu — og aðeins þremur mínútum síðar var Hill aftur á ferðinni. Hann lék á McQueen og sendi knöttinn á Daly, sem aftur sendi á Steve Coppen og hann skoraði — 2—0. Leeds United náði sér aldrei á strik eftir þessi óvæntu áföll og United hélt til Manchester með dýrmæt stig — og efsta sætið I 1. deild. Hitt Manchesterliðið — City lék á Maine Road við West Ham. Liðið hafði tapað tveimur leikjum i röð — I fyrri viku fyrir United og síðan Juventus í Torínó. Þrjár breytingar voru gerðar á liðinu frá leiknum við United. Mike Docherty — sonur Tommy, framkvæmda- stjóra United, var settur úr liðinu eftir hina slöku frammi- stöðu gegn United. Peter Barnes kom inn en hann var meiddur á laugardaginn og ungur leikmaður, Gerry Owen, einnig. Þetta hreif — City lék stórvel en það var þó ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að City skoraði og þá var Owen að verki. I síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir West Ham. Denis Tueart skoraði — en West Ham tókst að minnka muninn er Alan Taylor skoraði. En City hafði ekki látið staðar numið — Tueart og Asa Hartford komu Cit.v í 4—1 en Mike Doyle — f.vrirliði City skoraði sjálfs- mark en það breytti litlu. City sigraði örugglega 4—2. Arsenal er aðeins stigi á eftir forystuliðunum. Liðið sigraði QPR í Lundúnum 3—2. QPR náði forystu með stórgóðu marki Dave Thomas — en Pat Rice jafnaði skömmu síðar. Þannig var staðan í leikhléi — 1—1. Phil Parkes — mark- vörður QPR meiddist I upphafi síðari hálfleiks og David Webb, miðvörður liðsins fór í markið. Það færði QPR litla gæfu — alveg að ástæðulausu þá bein- línis gaf Webb Arsenal horn- spyrnu og Brady skoraði en David Webb hefði átt að verja — gat aðeins hjálpað knett- inum yfir marklínuna. Frank MacLintock — fyrrum Arsenal leikmaðurinn jafnaði er hann skoraði með skalla og því virtist stefna í sanngjarnt jafntefli. En aðeins fimm mínútum fyrir leikslok sendi Brady á Stapel- ton — sem skorði 3—2. Sann- gjarnt hefði verið jafntefli. Nú, en svo við förum hraðar yfir sögu þá var leikur WBA og Tottenham furðulegur. Totten- ham keypti Peter Taylor í fyrri viku fyrir 200 þúsund pund og lék hann sinn fyrsta leik með Tottenham í West Bromwich. Taylor átti skínandi leik í fyrri hálfleik og skoraði gott mark. Áður hafði Chris Jones skorað fyrir Tottenham og staðan í leikhléi var 2—0 fyrir Lundúnaliðið. En það dugði ekki — þrjú mörk á skömmum tíma breyttu stöð- unni gjörsamlega. Já, WBA svaraði heldur en ekki f.vrir sig. Tony Brown. Miek Martin og Rav Treacy skor- uðu o^ komu WBA yfir. Mick Martin bætti siðan við öðru marki rétt undir lokin og innsiglaði sigur WBA sem undir stjórn Johnn.v Giles er — Manchester United trónir nú efst á toppi 1. deildar og City i öðru sœti. Middlesborough lék með 10 í vörn á náði i stig á Anfield aðeins tveimur stigum á eftir forystuliðunum. Colin Todd kom mjög á óvart í vikunni er hann fór fram á að verða seldur frá Derby County. Virðast brestir nú að vera koma fram hjá liðinu og enn hefur Derby ekki unnið leik. Á laugardag mátti liðið þola mjög slæmt tap á St. Andrews í Birmingham. 1—5 Kenny Burns skoraði fjögur mörk fyrir Birmingham — John Connolly hið fimmta. Charlie George svaraði fyrir Derby — já, og í leikhléi var Colin Todd tekinn útaf. Það gengur flest gegn Derby um þessar mundir. Norwich skoraði þrjú mörk I fyrri hálfleik gegn Newcastle. Martin Peters skoraði tvö — eitt viti og nýi leikmaðurinn, Viv Busby hið þriðja. Leik- menn Newcastle svöruðu með tveimur mörkum I síðari hálf- leik — þeir Tommy Craig og Alan Gowling minnkuðu mun- inn en ekki tókst Newcastle að jafna. Sunderland stillti upp þremur nýjum leikmönnum á Roker Park í Sunderland gegn Everton. Þeim Jim Holton, Bob Lee og Alan Foggon — en fjórði leikmaðurinn, sem Sunderland keypti — Barry Siddall lék ekki þar sem Jim Montgomery lék I markinu. Þetta dugði ekki — liðið lék eins og 11 einstaklingar en ekki eins og liðsheild og tap óhjá- kvæmilegt. Ron Goolash skoraði fyrir Everton á 7. minútu beint úr hornspyrnu og Sunderland er nú autt og yfir- gefið á botni 1. deildar með aðeins fjögur stig — og enn án sigurs. Bristol City tapaði sínum fyrsta heimaleik — gegn Ipswich. Þeir Trevor Whymark og Roger Osborne skoruðu mörk Ipswich. Leicester gerði jafntefli — eins og venjulega, hið sjöunda í níu leikjum liðs- ins en liðið sigraði Stoke I vik- unni og vann þar með sinn fyrsta sigur. Og — Hull sigraði Notting- ham Forest í 2. deild 1—0. Og hvað með það? Jú, Billy Bremner skoraði fyrir sitt nýja félag en hann var seldur frá Leeds til Hull fyrir 40 þúsund pund. Brighton og Crystal Palace skildu jöfn í 3. deild 1—1. Brighton er nú efst I 3. deild ásamt Shrewsbury og Reading með 12 stig. Að lokum sKulum viu líta á stöðuna á Englandi. 1. deild: Manch. Utd. Manch. City Liverpool Middlesbrough Everton Arsenal WBA Ipswich Loicester Stoke Aston Villa Birmingham Newcastle QPR Bristol City Tottenham Norwich Leeds Derby West Ham Sunderiand 2. deild: Chelsea Wolves Blackpool Millvall Bolton Fulham Hull Sheff. Utd. Oldham Notts. County Nottm. Forest Brístol Rovers Chariton Plymouth Luton Burnley Hereford Blackbum Cardiff Southampton Oríent 15-8 13-8 11-6 5-3 13-7 14-10 10 12- 9 9 14- 13 9 7- 8 9 6- 9 9 15- 9 13- 9 11-10 11-13 9-9 8- 14 6-11 8-12 7- 14 6-14 5-12

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.