Dagblaðið - 08.12.1976, Side 1

Dagblaðið - 08.12.1976, Side 1
2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 — 277. TBL. RITSTJORN SIÐUMULA 12, SÍMI 83322. AUGLVSINGAR OG AEGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27023 Lausn Geirfinnsmálsins í sjónmáli? OKUMAÐURINN A MORD- STAÐINN ER FUNDINN LEIKIÐ VIÐ TRÖLL- KONU Það er vinsælt meðal yngri bæjar- búa í Vestmanna- eyjum að klifra í Tröllkonunni hans Ásmundar á Stakka- gerðistúninu. A þess- um myndum Ragn- ars Sigurjónssonar. fréttaritara DB í Eyjum. sjást krakk- ar leika við kellu. Verk Asmundar eru sterkleg og þeim verður fátt að meini og listamanninum sjálfum finnst að börnin eigi og megi leika sér innan um listaverkin og í þeim. Lausn Geirfinnsmálsins mun nú vera ésjónmáli, að því er Dag- blaðið hefur komizt næst. Að undanförnu hefur nokkuð skýrzí aðdragandi margumræddrar ferðar til Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974. Er þar byggt að verulegu leyti á framburði þess manns, er úrskurðaður var í gæzluvarðhald 13. nóvember sl., og síðan aftur nú í vikunni. Samkvæmt þeim framburði V og DB telur sig hafa öruggar heimildir fyrir — var nýi gæzluvarðhaldsfanginn . öku- maður í umræddri ferð. Var lagt upp frá húsi í Reykjavík og voru auk ökumanns í bifreiðinni a.m.k. tvö þeirra ungmenna, er lengst hafa setið í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls, og jafnframt maður er fanginn þekkti ekki. Stóð hon- um nokkur uggur af þeim manni, skv. heimildum blaðsins. Þegar til Keflavíkur kom var ekið nokkuð um götur og leitað eftir ákveðnum manni. Var loks numið staðar og hringt til hans, trúlega úr Hafnarbúðinni. Var — síðan haldið niður að Dráttar- brautinni í Keflavík. Þar fóru allir út úr bílnum, nema öku- maðurinn, er kvaðst hafa beðið. Hann hafi næst vitað að Sævar Ciecielski hafi komið tii sín og sagt eitthvað á þá leið að hann hlyti að hafa séð það að maðurinn hefði verið líflátinn. Það kveðst ökumaðurinn hinsvegar ekki hafa séð, skv. upplýsingum DB. Er minni hans nokkuð á reiki varðandi þau atriði, er bar til tíðinda eftir að til Keflavíkur kom. Þegar haldið var til Reykja- víkur aftur hafði farþegum í bílnum fækkað nokkuð, m.a. var Erla Bolladóttir ekki með þá, og líklega fleiri. Daginn eftir hafi hann (fanginn) hitt Sævar á veitingahúsi í Reykjavík og hafi hann þá sagt sér að nú væri um að gera að þegja. Rannsóknaraðilar í sakadómi Reykjavíkur hafa ekkert viljað segja um þetta mál að undan- förnu. -ÓV- ' ™'\ Handtekinn fyrír smygl en aöallega ákærður fyrir fjármálamisferli (^_$jábaksíðuj Bfldudalur: „SAMSKIPTIN VIÐ SJOÐINA” — sjá síðari grein um Bfldudal Framkva'mdastofnunin við Rauðarárslig Vl , — Síðari greinin um sögu atvinnulífs á Bíldudal á undanförnum árum birtist í blaðinu í dag undir fyrirsögninni „Samskiptin við sjóðina". Þar segir meðal annars frá merkilegri hreppsáb.vrgð til handa Einhamri hf.. einu hlutafélaganna sem stofnað hefur verið vestra. til smíði báts sem seldur var til Grindavíkur daginn eftir afhendinguna. Einnig segir frá því er Karl Bjarnason. starfs- maður Bvggðasjóðs og eftirlitsmaður sjóðanna með uppbygg- ingu frystihússins var rekinn af stjórn Fiskvinnslunnar hf.. sem nú er að taka við rekstri hússins á Bíldudal. Framkvæmdastofn- un ríkisins krafðist þess að Karl yrði ráðinn aftur og var það gert. Viku síðar sagði Karl upp starfi sínu — en þá neitaði stjórn Fiskvinnslunnar að taka lausnarbeiðni hans til greina. Frá mörgu ööru viðlika segir í greininni í dag. ilún er á bls. 16—18. Bildudalur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.