Dagblaðið - 14.12.1976, Side 4

Dagblaðið - 14.12.1976, Side 4
4 DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACUR 14. DESEMBER 1976. Skipakaup Einhamars hf. á Akureyri: Einhamar látinn afsala samningunum — smíðaverð 83 milljónir, ekki 95 1 sírtari grein DB um ástandið á Bíldudal, sem birtist í blaðinu sl. miðvikudag, var haft eftir Eyjólfi Þorkelssyni, einum stjórnarmanna hlutafélagsins Einhamars á Bíldudal, að end- anlegt verð stálskips, sem félag- ið lét smíða í Slippstöðinni á Akureyri, hefði verið 95 milljónir króna. Vegna þessa hafði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvar- innar, samband við blaðið og óskaði eftir að það kæmi fram að samkvæmt smíðasamningi, dags. 15. maí 1973, var verð umrædds skips kr. 62.505.000. Endanlegt verð skipsins, þegar það var afhent 15. júlí 1974, var hins vegar 83.186.669. í grein DB frá Bíldudal var einnig haft eftir Eyjólfi Þor- JOLASKOR Telonaskór ..^ÆBSÍM Nr. 23-28 ^ Litur: Brúnt/rauðbrúnt leður Kr. 1685, Teg. 325 Litur: Brúnt/rauðbrúnt leður a Stærðir nr. 29-38 Kr. 2590.- Teg. 328 Litur: Brúnt/rauðbrúnt leður a Stærðir |Éj|| nr. 29-38 Drengja- s skór úr brúnu leðri með slitsterkum sólum. Teg. 8575. Stœrðir 29-33 kr. 3175 34-38 kr. 3455 39-40 kr. 3670 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll - Sími 14181 Póstsendum kelssyni að Einhamar hf. hefði seit umrætt skip aftur strax eft- ir afhendingu. Skv. frásögn Gunnars Ragnars er hér eitt- hvað málum blandið því Slipp- stöðin lét Einhamar hf. afsala sér samningnum vegna mikilla vanefnda í stað þess að rifta honum eins og nægilegt tilefni hefði raunar verið til. Það hefði þvi verið Slippstöðin á Akur- eyri sem seldi bátinn til Sand- gerðis, ekki Einliamar hf. -ÓV. Um tíðindi, menn og aldarhátt í Skagafirði \ vegum Iðunnar er komið út fyrsta bindi ritverksins Saga frá Skagfirðingum. sem er viða- mikið heimildarit í árbókar- formi um tíðindi, menn og ald- arhátt í Skagafirði 1685-1847, en jafnframt nær frásögnin í og með til annarra héraða, einkum á Norðurlandi. Jón Espólín sýslumaður er höfundur verks- ins allt fram til ársins 1835 en síðan Einar Bjarnason fræði- maður á Mælifelli og gerist frá- sögnin því fyllri og fjölbreytt- ari því nær sem dregur í tíma. Kristmundur Bjarnason, fræðimaður á Sjávarborg, hef- ur samið ítarlegar skýringar og viðauka við verkið sem færa söguna nær nútímanum. Auk Kristmundar önnuðust útgáf- una Hannes Pétursson skáld og Ögmundur Helgason BA. -ÓV. kRóm MÚSGÖQN Grensásvegi 7 Sími 83360. Skrifstofu- stólarnir vinsælu Skrifborðsstólar 1 1 gerðir Verö frá kr. 13.430,- Drengur, hestur og hundur í máli og dýrlegum myndum Á yfirlitssýningu Halldórs Pét- urssonar listmálara á sl. hausti varð mörgum sýningargestum starsýnt á röð litmynda sem sýndu ungan dreng, hest hans og hund, við ýmsar aðstæður, harla ævintýralegar og skemmtilegar. Nokkrum mánuðum áður en sýningin var haldin hafði það orð ið að ráði milli'Halldórs og bóka- útgáfunnar Iðunnar að leita eftir því við Njörð P. Njarðvík að hann semdi sögu er félli að þessum myndum. Féllst hann á að takast það verk á hendur en Halldór jók við litmyndum á spjöld bókar- innar og saurblöð, svo og mörg- um svarthvítum teikningum i samræmi við texta Njarðar. Nú er þessi skemmtilega bók komin á markað. Myndirnar voru litgrein’dar í Prisma sf. í Hafnar- firði en bókin prentuð og bundin í Englandi. -ÖV. UR F0RUM STEFANS VAGNS- SONAR FRÁ HJALTASTÖÐUM Bókaútgáfan Iðunn hefur sent á markað bókina Ur fórum Stefáns Vagnssonar frá Hjalta- stöðum. Þetta er mikið rit, tæpar 400 bls. að stærð, prentað í Odda og bundið í Sveinabókbandinu. Stefán Vagnsson (1889-1963). sem kenndi sig við Hjaltastaði í Blönduhlíð, er mörgum kunnur fyrir vísnagerð sína og þjóðlegar frásögur þótt hann sendi ekki frá sér bók í lifanda lífi. Stefán var ágætlega ritfær og manna gamansamastur þar sem það átti við. Varpar bókin skýru Ijósi á einkenni hans sem höfund- ar, segir í fréttatilkynningu frá forlaginu. í inngangi eru birtar greinar um Stefán eftir Jón ’Sig- urðsson á Revnistað og Sigurð Nordal. Hannes Pétursson skáld valdi bókarefnið og bjó til prent- unar. -ÓV Umferðarslys á Suðurlandsbraut: Handleggs- og fótbrotnaði annar drengur slapp naumlega Fimm ára drengur tví- brotnaði á hægri fæti og hand- leggsbrotnaði á hægri hand- legg, er hann varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut laust eftir kl. 15 á sunnudag. Bílnum var ekið til aust- urs á götunni og ekki á óeðlilega miklum hraða. eftir þvi sem séð verður i fljótu bragði. A móts við húsið við Gnoðarvog 56 hlupu tveir litlir drengir skyndilega út á götuna og snarhemlaði ökumaðurinn. Annar drengjanna sá að sér og sneri við aftur en hinn varð fyrir bílnum, með fyrrgreind- um afleiðingum. Að sögn lögreglunnar var bíllinn ekki vel búinn til aksturs í hálku, en hálka var á staðnum. —G.S. Óveður aðfaranótt laugardagsins í Reykjavík: Lögreglustöðin fylltist í óveðrinu á laugardags- nóttina gekk fólki illa að ná í leigubíl að dansleikjum loknum og leitaði fjöldi hrakins fólks í húsaskjól lögreglunnar við Hverfisgötu til að fá i sig hita og bíða fars. Að sögn varðstjóra í morgun voru hinsvegar óvenjufáir í fangageymslunum sjálfum. Uigreglah revndi eftir megni að leysa vanda fólksins og ók mörgum heim. Þá þurfti hún einnig að aðstoða bíla i ófærð sem varð um tima í Breiðholts- hverfi. Sagði varðstjórinn að þrátt fvrir að sumir hafi verið í félagsskap Bakkusar hafi allt farið friðsamlega fram á stöðinni, enda hefði veður- ofsinn tekið mesta galsann úr mannskapnum. -G.S.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.