Dagblaðið - 14.12.1976, Page 8

Dagblaðið - 14.12.1976, Page 8
8 DACBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAííUR 14. DESEMBER 19V6. Mannræningjarnir á Spáni: BÍDA EKKI MIKIÐ LENGUR — hafa endurtekið kröfur sínar Hinir öfgasinnuðu vinstri sinnar, sem rændu háttsettum ráðgjafa úr spænsku rikisstjórninni, hafa sent dagblaði einu í Madrid nýjar kröfur þess efnis að 15 pólitískir fangar verði látnir lausir gegn þvi að lífi ráðgjafans verði þyrmt. Samkvæmt fréttastofu- fregnum frá Spáni, þar sem segir að blaðið E1 Pais hafi fengið sent bréf, þar sem kröfurnar um að fangarnir verði látnir lausir eru endurteknar. Undir bréfið er ritað, Andspyrnuhreyfing fasismans, GARPO. Hreyfingin viðurkenndi sl. sunnudag að hafa staðið að baki mannráninu á Antonio Maria de Oriol y Urquijo, 63ja ára auðugum iðniöfri af baskaættum, sem er forn'aður ráðgjafanefndar ríkisstjórnar- innar, einnar valdamestu stofn- unar á Spáni. Þó sögðu þeir að þeir myndu láta Oriol lausan gegn því að fimmtán pólitískir fangar yrðu látnir lausir úr fangelsum, þar á meðal tveir leiðtogar frelsishreyfingar Baska sem handteknir voru í fyrra og bíða enn réttarhalda. I bréfinu sem barst í gær, var sagt að ekki vrði beðið frekar.. Adolfo Suarez. forsætis- ráðhetrra Spánar, sem hætti ferðalag sitt til Barcelona til þess að stjórna leitinni að Oriol, hitti einn ættingja hans að máii í gær og innanrkisráðherrann, Rodolfo Martin Villa. Sagði Suarez að mannránið myndi ekki auðvelda leiðina frá einræði að þeim lýðræðis- takmörkum, sem sett vour fram í breytingartillögum þeim, er Spánverjar eiga að greiða atkvæði um á morgun. Hópar vinstri sinna áttu I útistöðum við óeirðarlögreglu á Spáni í gær eftir miklar mótmælagöngur, þar sem fólk var hvatt til þess, að ganga ekki' Til mikilla óoirða kom í Madrid i gær þar sem vinstri sinnuð ungmenni efndu til mótmæía gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárbreytingarnar. til atkvæða um breytingartil- lögurnar, þar eð þær tryggðu á engan hátt varanlegt öryggi stjórnarandstöðu í landinu. Vitað er að nokkur fjöldi manns hefur særzt í þeim átökum við lögregluna, sem beitti kylfum og táragasi. MIKLAR OEIRÐIR A VESTUR- BAKKA JÓRDANÁRINNAR — taldar standa í sambandi við fund leiðtoga skæruliða og skattahækkanir ísraelsmanna Hernámslið ísraelsmanna á vesturbakka Jórdanárinnar réðst í gær gegn arabískum unglingum, er efnt höfðu til mótmælaaðgerða til stuðnings Palestínumönnum í tveimur stærstu bæjum þar. Nablus og Ramallanh. Samkvæmt heimildum hersins réðust hermennirnir gegn unglingunum eftir að fylkingar þeirra höfðu hafið grjótkast. Var táragas notað við aðgerðirnar og komin ró á um hádegisbil. Alla undanfarna viku hefur verið heitt í kolunum á vesturbakkanum og er það talið standa i nánu sambandi við fund leiðtoga Palestínuskæruliða í Damaskus og skattahækkanir sem tsraelsmenn hafa komið á. Undanfarið hafa verið ntiklar óeirðir á vcsturbakka Jórdanáririnar þar sem ísraelsmenn hafa hersetu. Þessi mynd er tekin i flóttamannabúðum Araba á svæðinu. sent hermenn Israels hafa mikiar gætur á. Kátur afi IFremur sjaldgæft er að leiðtogarnir i Krem sitji fvrir hjá Ijósmyndurum með litlum hörnum en þessi skemmtilega mynd sýnir l.eonid Breshnev, aðalritara kommúnistaflokks- ins. nteð barnabarn sitt. Galya. VÍKINGUR Á MARS HEFUR STÖRF Á NÝ Radíóbylgjur hafa verið sendar til geimstöðvarinnar Víkings á Mars til þess að koma starfsemi hans aftur í gang eftir að reiki- stjarnan rauða fór umferð sína bak við sólu. - Segja vísindamenn að þeir bú- ist ekki við því að fá neinar sér- stakar jólantyndir frá lendingar- ferju Víkings á reikistjörnunni þótt hún hafi lent ekki langt frá norðurpól stjörnunnar, enda séu veðurfarsbreytingar allmiklu minni en hér á jörðu. Sagði Barney Farmer, einn vísindamannanna, við fréttamenn að ekki væri búizt við því að snjór félli á ferjuna fyrr en í april n.k., en það er miður vetur á reiki- stjörnunni. Fyrst var Víkingi 1., sem hring- sólar umhverfis stjörnuna, komið í gang með radíómerkjum og mun hann verða notaður sem end- urvarpsstöð fyrir hinar vísinda- stöðvarnar. Sendingar frá þeim hefjast, ef allt fer að vonum, á fimmtudaginn kemur. Þar á meðal munu koma niður- stöður tölvurannsókna, veður- skýrslur og athuganir á því, hvort einhvers konar líf kunni að fyrir- finnast í jarðvegi reikistjörnunn- ar. Marsflaugarnar Vikingur I. og 2. hafa þótt gegna vel sínu hlutvcrki. enda þótl inargt sé þar ókannað. Þannig hugsar teiknarinn sér. að lendingarferja Vikings 3ja muni líta út á yfirborði stjörnunnar. en hún á að geta liutl sig úr stað á sérstökum beltum. Henni verður skotið á loft árió 1981. Michael Blumenthal: sér- fræðingur í alþjóðlegri hag- fræði og starfaði með stjórn- um Johnsons og Kennedys. Carter tilkynnir val á fjármála- ráðherra og varnarmála- ráðherra Kjörinn forseti Bandaríkj- anna, Jimmy Carter, mun til- kynna val sitt á fjármálaráð- herra á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Líklegt er talið og nær fullvíst að sá sem orðið hefur fyrir valinu sé Michael Blumental. en fjölsk.vlda hans flúði frá Þýzkalandi er nasistar komust til valda. Þá er búizt við að Carter tilkynni val sitt á varnarmálaráðherra og að það verði Harold Brown. fyrrum flugmálaráðherra. HELGI PETURSSOIM Erlendar fréttir REUTER

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.