Dagblaðið - 22.12.1976, Side 22
22
DACBLADH). M H)VI KÖDACUK 22. DKSKMBKR 1976.
Gamla Bíó:
Spennandi mynd
með öllu
tilheyrandi
Það ríkti mikil „stemmning“
í Gamla Biói, þegar fulltrúi DB
sá sýninguna og virtist unga
fólkið sem þar var skemmta sér
hið bezta.
-A.Bj.
gestir búnir að fá nokkrar
geimsteinaránsmyndir á
undanförnum mánuðum, en
þetta er alltaf vinsælt efni.
Þetta gimsteinarán er svolít-
ið öðruvísi en hin fyrri, en
gimsteinarnir, sem bófarnir
höfðu rænt komast fyrir ein-
skæra tilviljun í hendur ung-
menna, sem vita ekki einu sinni
af því að þau hafa svo verðmætt
þýfi undir höndum.
Rally-keppnin.
Ensk mynd fra Walt Disnoy Productions.
Loikstjori: Jerome Courtland.
AAalhlutverk:
Patrick Allen
George Sewell
Spencer Banks
Cynthia Lund
Eins og jafnan um myndir
frá Walt Disney fyrirtækinu er
þessi mynd bæði spennandi og
einnig eru mörg spaugileg at-
riði í henni. Hún fjallar um
gimsteinarán, raunar eru bíó-
Kvik
myndir
Inn í atburðarásina fléttast
^ að sjálfsögðu eltingaleikur og
rally-keppni,
myndarinnar
eins
ber
og nafn
með sér.
Endirinn er ekki ólíkur og í
öðrum Disneymyndum, hann er
„góður," bófarnir fá makleg
málagjöld og ungmennin sem
mest koma við sögu hljóta
verðskuldaða viðurkenningu.
Kópavogsbúai
Leitið ekki langt yfir skammt.
Allar nýlenduvörur með 10% lægri
álagningu en heimilt er.
Mjög ódýr egg,
kr. 380,- kg
Við erum í leiðinni að heiman og heim.
Opið til kl. 10 föstudaga
VERZLUNIN KÓPAVOGUR
Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640
\
UTLITIÐ HEFUR
MIKH) AÐ SEGJA
Það hefur ekki svo lítið að
segýa að kökurnar sem við
bjóðum upp á líti vel út. Það er
líka til ýmislegt sem hægt er að
láta oían á þær til þess að bæta
útlitið. Bezt er að láta þeyttan
rjóma ekki ofan á fyrr en rétt
áður en nota á tertuna, því
hann vill renna út. Ofan á
þeyttan rjóma má rífa súkku-
laði eða nota ávexti til skrauts.
Ofan á sykurglassúr má nota
ýmislegt kökuskraut, sem nú
má fá í matvöruverzlunum,
flest af skrautinu er hægt að
borða, en sumt er úr plasti, svo
betra er að nota einungis
ætilegt kökuskraut ef börn eru
annars vegar.
Þegar þið notið vatn til þess
að hræra glassúrinn út með er
bezt að nota soðið vatn og
einungis mjög lítið i einu. Það
er ekki svo gott að segja til um
hve mikið vatn þarf og soðna
vatnið gerir það að verkum að
glassúrinn verður glansandi og
fallegur. -A.B.j.
lólin nálgast:
Gott að eiga köku-
krem í pokahorninu
Mikið er undir því komið
hvað látið er á terturnar hvort
þær séu góðar eða ekki. Allir
geta bakað sæmilega góða
svampbotna, einnig er hægt að
kaupa þá í matvöruverzlunum
og hjá bökurum. Ekki er óskyn-
samlegt að eiga að jafnaði
nokkra botna f frystikistunni.
Það tekur enga stund að þíða
botn, og ef maður á góða
uppskrift að kremi í hand-
raðanum er maður ofan á, ef
heimilisfólkinu langar í tertu
með kvöldkaffinu, eða ef
óvænta gesti ber að garði.
Þykkt vanillukrem
Kökukrem má aldrei vera of
þunnt, þá vill það leka út og
kakan fær „ósnyrtilegt" útlit.
2 eggjarauður,3 matsk. sykur,
vanilla, 3 kúfaðar tesk. hveiti,
2Wdl mjólk eða rjómi.
Eggjarauðurnar eru þeyttar
mjög vel með sykrinum (það
má alveg gera það í pottinum),
hveiti og mjólk hrært út í
og suðan látin koma upp. Gætið
þess aðeins að hræra vel í allan
tímann, — einnig á meðan
kremið er að kólna.
Kalt krem
Það er líka hægt að nota
„skyndibúðing“ (Royal
instant) í staðinn fyrir soðið
kökukrem. Vanalega er
notaður 'A lítri af mjólk út í
duft úr einum pakka, en betra
er að nota ekki nema rétt um 4
dl til þess að kremið verði ekki
of þunnt. Aður en það er látið á
kökuna skaðar ekki að blanda
þeyttum rjóma saman við.
Kaffikrem
2 eggjarauður, 3 matsk. sykur,
3 kúffullar tesk. hveiti, 1 dl
rjómi, V4 dl sterkt kaffi.
Kremið er soðið á sarna hátt.
og vanillukremið.
Sítrónukrem
1 eggjarauða. 2 matsk. sykur, 2
tesk. kartöflumjöl. 2 dl rjómi.
safi og rifinn börkur af 1‘4
sítrónu, sítfþeyttar eggja-
hvítur.
Eggjarauðan er hrærð mjög
vel með sykrinum, kartöflu-
mjölinu og köldum rjómanum
hrært saman við og þetta látið í
pott. Hrært stöðugt í og þegar
kremið er orðið"þykkt er pott-
urinn tekinn af. Sítrónusafinn
og berkinumhrærtút í og þegar
kremið er orðið kalt er stíf-
þeyttum hvítunum hrært
varlega saman við.
Möndlukrem með víni
3 eggjarauður, 3 matsk sykur,
3 fullar tesk. hveiti, 2H dl
rjómi, 3 matsk. vín, 2-3 matsk.
þeyttur rjómi (má sleppa), 50
gr afhýddar, malaðar möndlur.
Eggjarauðan er hrærð vel
með sykrinum, hveitinu og
rjómanum hrært saman við og
suðan er látin koma upp. Hrært
vel i. Möndlurnar og vínið er
látið út í og þegar kremið er
orðið kalt er þeyttum"rjómanum
blandað santan við.
Fromage sem kökukrem
Það er mjög gott að hafa
fromage sem kreni á kökur. 3
egg, 5 matsk. sykur. 4 blöð
matarlím. safi úr tveim sítrón-
um, smávegis rifinn börkur.
Eggjarauðurnar eru þevttar
vel með sykrinum, sítrónu-
börkurinn og safinn látinn út í.
Því næst er matarlímið lagt í
bleyti í kalt vatn smástund.
tekið upp úr og vatnið strokið
vel af. Blöðin eru látin í pott og
brædd yfir vægum hita. Matar-
límið er síðan látið út í
eggjahræruna og loks er stíf-
þeyttum eggjahvítunum bland-
að varlega saman við. Kremið
stífnar fljótt og er þá tilbúið til
þess að notast á kökur.
Marsipankrem
(nægilegt á tvær kökur)
4 blöð matarlím, '4 litri rjómi.
vanilla, 1-2 matsk. svkur (má
veraineiref vill), 4 eggjarauður,
ca luú-150 gr marsípan.
Kremið er soðið á vanalegan
hátt. eggjarauðurnar hrærðar
með sykrinum og látnar í pott
með rjómanum og hrært vel í á
meðan kremið sýður. Matarlim-
ið er iátið út í eftir að potturinn
hefur verið tekinn af og loks er
marsipaninu og vanillunni
(bezt er að nota korn úr van-
illustöng) hrært saman við.
Þetta krem er alveg sérstak-
lega gott. enda nokkuð dýrt. en
við látum slikt ekki á okkur fá
þegar verið er aðútbúagóðga>ti
til jólanna.